Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991
íþróttir unglinga
íslandsmótið 1 handknattleik - yngri flokkar
Leikmenn Fram og FH sýndu
sannkallaða snilldartakta
- FH-strákamir í 1. deild 4. flokks voru sterkari á endasprettinum og sigruðu Fram, 18-14
Leikur FH og Fram í 1. deild 4.
flokks karla var úrslitaviðureign
deildarinnar að þessu sinni. FH og
Fram höfðu mikla yfirburði yfir hin
liðin í deildinni og biðu menn því
spenntir eftir viðureign þessara
liða.
Leikmenn FH og Fram mættu mjög
ákveðnir til leiks og var greinilegt
að þeir ætluðu að leggja allt í sölurn-
ar til að tryggja sínu liði sigur. „Þessi
leikur hafði upp á allt að bjóða sem
góður leikur þarf, mikla baráttu í
vörn, vel útfærð hraðaupphlaup,
glæsilega marvörslu, góða vörn og
síðast en ekki síst mikla spennu,“.
sagði Örn Magnússon, annar dómara
leiksins.
Jafnt var á öllum tölum fram í
miðjan seinni hálfleik en staðan í
hálfleik var 7-7. Þegar átta mínútur
voru til leiksloka náðu FH-ingar að
breyta stöðunni úr 10-10 í 12-10 og
hélst sá munur fram á síðustu mín-
útu er FH gerði endanlega út um leik-
inn með tveimur góðum mörkum án
svars frá Fram og urðu lokatölur
leiksins 18-14 .
Mörk FH: Hörður Hinriksson 5,
Lárus Jóhannesson 4, Stefán Guð-
mundsson 4, Sigurjón Sigurðsson 3,
Magnús Magnússon 1 og Elvar Erl-
ingsson 1.
Mörk Fram: Ingibergur Kristins-
son 6, Oddgeir Einarsson 3, Davíð
Þorvaldsson 3 og Hrafnkell Markús-
son 2.
FH varð því deildarmeistari 1.
deildar að þessu sinni og var þaö
fyrst og fremst liðsheildin sem skóp
sigur þess í deildinni, Fram varð í
öðru sæti og Týr tryggði sér áfram-
haldandi setu í 1. deild með því að
vinna bæði Víking og ÍA, en þessi lið
féllu í 2. deild.
Það setti leiðinlegan svip á þessa
umferö aö sjá hversu illa var haldið
utan um leikmenn eins fornfrægu
handboltaliðanna. Leikmenn félags-
ins þurftu að leika í lánsbúningum
frá FH og Fram í leikjum sínum þar
sem forráðamenn félagsins mættu
ekki með búninga fyrir leikmenn
sína.
Mikil spenna í 2. deild
Mikil spenna var um fall úr A-riðli
2. deildar en lið KR tryggði sér auð-
veldlega sæti í 1. deild með því að
sigra alla andstæðinga sína. Þrjú lið,
Grótta, Haukar og Reynir, voru jöfn
að stigum í 2.-5. sæti og skildu aðeins
tjögur mörk þessi lið en það kom í
hlut Haúka að falla í 3. deild ásamt
Þór V. sem vann ekki leik að þessu
sinni.
í B-riðli varð Valur í fyrsta sæti og
færist í 1. deild en ÍR, HK og Stjarn-
an, sem öll hafa ágætum liðum á að
skipa, halda sætum sínum í 2. deild.
UMFG, sem mætti ekki til leiks, fell-
ur í 3. deild.
Það voru lið Selfoss og UBK sem
unnu leiki sína í 3. deild og færast
því í 2. deild í næstu umferð en lið
Fjölnis, Fylkis, Leiknis og UMFA
veröa áfram í 3. deild.
-HR
Auðvelt hjá Stjörnunni
- vann alla leiki sína í 4. flokki kvenna
í Garðabæ fór fram keppni í 1.
deild og mættu heimamenn sterk-
astir til leiks að þessu sinni. Úr-
slitaleikur deildarinnar var viður-
eign tveggja efstu liðanna, Stjörn-
unnar og Gróttu.
Stjarnan tók leikinn strax í sínar
hendur og var kominn með fjögra
marka forskot í hálfleik, 6-2, og var
vörn Stjörnunnar mjög sterk á
þessum leikkafla. í seinni hálfleik
var meira jafnræði með liðunum
og sigraði Stjarnan í þessum leik,
10-6.
Lið Stjörnunnar er skemmtilega
leikandi, leikur góða vörn og er
með sterkan markvörð í sínum
herbúðum. Grótta hefur einnig
skemmtilegu liði á að skipa en
slæm byrjun í leiknum gerði út um
möguleika þeirra til að vinna
Stjörnuna í þessum leik.
Mörk Stjörnunnar: Nína Björns-
dóttir 5, Rut Steinsen 2, Auður
Magnúsdóttir, Lilja Þórðardóttir og
Inga Björgvinsdóttir 1 marka hver.
Mörk Gróttu: Ragnheiður Sig-
urðsdóttir 3, Ellen Gunnarsdóttir 2
og Kristín Guðjónsdóttir 1.
FH-ingar urðu í þriðja sæti, unnu
bæði KR og Val, en það kom í hlut
þessara liða að falla í 2. deild.
Markatala réð úrslitum í A-riðli
2. deildar hvort ÍR eða Víkingur
færu í 1. deild þar sem þessi hð
urðu jöfn að stigum, töpuðu ekki
leik og gerðu jafntefli í innbyrðis-
leik, 8-8. Markatala ÍR var hag-
stæðari um tvö mörk og leikur ÍR
því í 1. deild í næstu umferð en
Víkingsstúlkurnar sitja eftir með
sárt ennið.
Fylkir og Haukar halda sætum
sínum í deildinni en UBK, sem
vann ekki leik að þessu sinni, fellur
í 3. defld.
í B-riðli vann ÍBV örugga sigra á
andstæðingum sínum og fer í 1.
deild en Fram, UMFA og Selfoss
halda sætum sínum í 2. defld þar
sem Leiknir mætti ekki til leiks og
dæmist í 3. deild. Aðeins tvo leiki
þurfti til að fá fram úrsht í 3. deild
og tryggði ÍBK sér sæti í 2. deild
með því að vinna UMFG, 7-5, og í
B-riöli vann Fjölnir lið ÍA, 6-0, og
færist því einnig í 2. deild.
• Ingibergur Kristinsson, Fram, skoraði sex mörk i úrslitaleiknum gegn
FH og hér skorar hann eitt þeirra.
KR með fullt hús í 2. flokki kvenna
Inga Friða Tryggvadóttir, Selfossi, skorar
eitt marka sinna.
KR varð deildarmeistari í 2.
flokki kvenna en liðið tapaði ekki
leik að þessu sinni og úrslitaleikinn
gegn Fram vann KR örugglega,
11-7.
Þessi tvö lið höfðu nokkra yfir-
burði yfir hin liöin og eiga örugg-
lega eftir að berjast hatrammri bar-
áttu um íslandsmeistaratitlinn í
vor. Ekki má þó afskrifa hð Gróttu,
Víkings, og ÍBV sem gætu sett strik
í reikninginn hjá þessum liðum.
KR-ingar höfðu forustuna allan
leikinn gegn Fram og leiddu í hálf-
leik, 5-3, og unnu eins og áður sagði
öruggan sigur, 11-7. Framarar
söknuðu í þessum leik stórskytt-
unnar Auðar Hermannsdóttur sem
meiddist í leiknum gegn Gróttu.
Anna Steinsen var sterkust í ann-
ars jöfnu liði KR og skoraði 5 mörk.
Sara Smart gerði 3, Sigurlaug
Benediktsdóttir 2 og Brynja Steins-
en 1.
Mörk Fram: Hulda Bjarnadóttir
2, Steinunn Tómasdóttir 2, Díana
Guðjónsdóttir 2 og Ragnheiður El-
íasdóttir 1.
Grótta varð í þriðja sæti, tapaði
leikjunum gegn KR og Fram en
vann Stjömuna og Selfoss. Það
kom því í hlut Stjörnunnar og Sel-
foss að falla i 2. deild.
Víkingur og ÍBK urðu jöfn að
stigum í efsta sæti A-riðils 2. deild-
ar en þar sem DV barst ekki úrsht
allra leikja í riðlinum er ekki ljóst
hvaða lið færist í 1. dehd.
Þór Ak. og HK urðu um miðja deild
en ÍA situr á botni riðilsins með
ekkert stig.
í B-riðli 2. vann ÍBV alla leiki sína
nokkuð örugglega og tryggði sér
sæti í 1. deild.
FH varð í öðru sæti, tapaði aðeins
leiknum gegn ÍBV og UMFG varð
síðan í þriöja sæti, vann Val og Hött.
Valur varð síðan í íjórða sæti en
Höttur rak lestina.
Greinilegt var að það háði Hattar-
stúlkunum að þetta voru þeirra
fyrstu leikir í vetur en athygli vakti
þó geysilega sterk örvhent skytta,
Linda K. Guttormsdóttir sem skor-
aði flestöll mörk Hattar.
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson
Sveinn Sigfinnsson skorar fyrir Val.
Valsstrákarnir unnu alla andstæðingana
Valur vann aha leiki sína í 1. deild 2. flokks karla örugglega enda hefur
þetta sterka hð ekki enn tapað leik í þessum árgangi.
Úrshtaviðureign deildarínnar að þessu sinni var viðureign Vals og ÍBV,
sem Valur vann án teljandi erfiðleika, 15-12. ÍBV tapaði aðeíns þessum
eina leik en geröi jafhtefli viö Fram, 14-14.
sem enduöu í þriðja sæti, sem tryggöu UBK 1. dehdar sæti með þvi aö
FH vann sigur í B-riðli 2. deildar, tapaöí ekki leik að þessu sinni en
gerði jafntefh við KA sem varð i öðru sæti. Selfoss hélt sætí sínu í 2.
2. deild en það kom í hlut Fram og Stjörounnar þar sem Víkingar héldu
saeti sínu meö því að vinna Stjörnuna og gera jafiitefli við Fram.
í A-riðh stóð baráttan um efsta sætiö mhh UBK og KR og fór vel á þvi
tt, 15-15. Það voru síðan Haukar,
3. dehd.
Á Akureyri unnu Þórsarar aha leiki sína í 3. dehd og færast upp 1 2.
deild ásamt UMFA. Ármann og HKN haida sætum sínum í 3. dehd.