Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. 25 Fréttir Lögreglan í Reykjavík reyndi ný tæki til að mæla áfengismagn í blóði við Rauðavatn á föstudag. Ökumenn tóku erindinu vel. Þeir blésu í gegnum rör og á skjá tækisins sást á augabragði hvort þeir höfðu fengið sér „einn“. DV-mynd GVA Nýjung í baráttunni við ölvunarakstur: Rafeindamælir leysir blöðruna af hólmi - hundraðbílstjórarmældiráhálftíma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun nýja tækni við að mæla hvort áfengi er í blóði öku- manna. Hafa verið keypt fimm raf- eindastýrð mæhtæki sem mæla áfengismagn í blóði mjög nákvæm- lega. Þessi tæki þykja mjög þægileg og örugg í notkun. Munu þau vænt- anlega leysa hina vel kunnu blöðru af hólmi enda ódýrari í notkun. Þau verða notuð til reynslu fram að ára- mótum. Það er ekki aðeins tæknin sem slík sem er ný í þessu sambandi heldur gera nýju tækin lögreglunni kleift að framkvæma „rassíur" í umferðinni, tO dæmis í desember, þar sem hundr- uð ökumanna eru mæld á örskömm- um tíma. Notkun gömlu blöðrunnar er hins vegar tímafrekari en hún hefur yfirleitt ekki verið notuð nema grunur hafi leikið á að um ölvunar- akstur væri að ræða. Lögreglan prófaði nýju prómill- tækin á Suðurlandsvegi við Rauða- vatn á fóstudag. Mælingin fer þannig fram að ökumaðurinn blæs í gegnum plaströr sem sett er á tækið og á skjá þess kemur magn alkóhóls fram á augabragði. DV-menn fylgdust með mælingunum í um fimmtán mínútur og var enginn ökumaður yfir þeim mörkum sem senda menn í blóðprufu, 0,5 prómill áfengis. Tæki þessi hafa verið notuð með góðum árangri á Norðurlöndum. Fulltrúi lögreglunnar sagði DV að forvarnargildi þeirra væri geysilegt og að notkun þess hefði hreinlega þurrkað bílstjóra þar upp. Var nefnt að eina föstudagsnótt í Svíþjóð hefðu 35 þúsund ökumenn verið mældir. Aðeins 18 reyndust vera með of mik- ið áfengi í blóðinu. Þar af reyndust 9 eiga við áfengisvandamál að stríða. Þannig tóku einungis 9 áhættuna, mun færri en áður. Mælingin ein og sér er ekki nægileg til aö úrskurða um ölvunarakstur. Sem fyrr segja þessar prómillmæl- ingar lögreglunnar aðeins fyrir um hvort senda eigi viðkomandi í blóðprufu eða ekki. -hlh Nemendur liffræðideildar háskólans ásamt heimamönnum neðan gamla bæjarins á Hólum að námskeiðinu loknu. DV-mynd Þórhallur Hólaskóli og háskólinn: Vinna saman að rann- sóknum á vatnaf iskum Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: „Nemendumir voru alveg í sjö- unda himni enda þetta ólíkt því sem þeir hafa verið að fást við áöur. Þarna fengu þeir smjörþefmn af raunverulegum rannsóknarferð- um,“ sagði Skúh Skúlason, sérfræð- ingur í fiskalíffræði við Hólaskóla. Nýlega hófst samstarf líffræðideildar Háskóla íslands og bændaskólans með námskeiði sem fram fór á Hól- um um vistkerfi vatnafiska. Námskeiðið sóttu 15 háskólanemar auk þriggja nemenda fiskeldisbraut- ar Hólaskóla. Meðal háskólanem- anna er Sveinn Valdimarsson sem lýkur líffræðinámi sínu í vetur með rannsóknarverkefni sem hann vinn- ur á Hólum jafnframt því að kenna við skólann. Einnig mun annar há- skólanemi, Haukur Þór Haraldsson, vinna rannsóknarverkefni við Hóla- skóla í vetur. Skúh Skúlason sagði þá hjá háskól- anum vera mjög ánægða með mögu- leika sem samstarfið við Hólaskóla gæfi. Heimamenn væru sömuleiðis ánægðir með að það skyldi komast á enda heföi verið lögð rík áhersla á námskeiðahald og rannsóknarstarf- semi við skólann á seinni árum. Fyrir hggja upplýsingar um vatna- svæði héraðsins sem er verk Tuma Tómassonar. Skúli segir vistkerfi vatna og áa í firðinum mjög fjöl- breytt og urriöi, bleikja og lax veið- ast viða. Þá væri aðstaða til úr- vinnslu gagna orðin góð á Hólum. Hópurinn fékk mjög gott veður á laugardag þegar farið var í veiði- og vísindaferð um héraðið. Rennt var í urriöalæk við Hjarðarhaga, þaðan haldið í Húseyjarkvísl, síðan leitað fanga í Héraðsvötnum neðan Sól- heima og að síðustu dýft í vatn Sæ- mundarár við Reynistað. ____________Merming Sinnhoffer kvartettinn Kammermúsíkklúbburinn hélt sína fyrstu tónleika á þessum vetri í Bústaðakirkju sl. sunnudagskvöld. Sinnhoffer strengjakvartettinn frá Munchen var þar kominn og lék þrjá strengjakvartetta eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Á miðvikudagskvöld leika þeir fé- laga aftur á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða- kirkju og verða þá á efnisskránni verk eftir Ludwig van Beethoven. Strengjakvartettum Mozarts er oft skipt í tvo flokka. Annars vegar fimmtán eldri kvartetta, sem hann samdi á árunum eftir 1770 og hafa K. númerin 136- 138,155-160 og 168-173. Hins vegar tíu kvartetta sem samdir voru eftir 1783 og nefndir hafa verið hinir miklu. Þar af eru sex tileinkaðir Joseph Haydn og hafa ópus númerið X, einn er tileinkaður Anton Hoff- meister og þrír þeir síðustu, opus XVIII, eru nefndir hinir prússnesku. Viðfangsefnin á þessum tónleikum voru vel valin. Þar var einn kvartett úr fyrri flokkn- um, í F dúr K. 168, einn af Haydn kvartettunum, í d moll K. 421, og Hoffmeister kvartettinn í D dúr, K. 499. Þegar Mozart samdi sína fyrstu kvartetta haföi það tónlistarform enn ekki slitið barnskónum. Skilin milli útitónlistar og kammertónlistar voru ekki ljós, jafnvel mátti heyra enduróm af basso continuo bar- rokksins. 1773 kynntist Mozart strengjakvartettun Haydns op. 17 og hafði það djúpstæð áhrif á hann og engu minni en viðkynningin viö tónlist J.S. Bachs hafði 10 árum síðar. Þarna var eins og Mozart færi örlítið úr jafnvægi augnablik, sem reyndist að vísu stutt. Við þessar aðstæður samdi Mozart K. 168. og ber Tónlist Finnur Torfi Stefánsson kvartettinn þess merki. Það er eins og snilldin sé ekki alveg eins sjálfsögð og afslöppuð og venjulega. Eftir þetta skrifaði Mozart ekki kvartetta í tíu ár. Þegar hann aftur tók th við þá tegund tónhstar samdi hann Haydn kvartettana. Þaö var mjög við hæfi að Mozart tileinkaði vini sínum Haydn þessa kvartetta. í þeim hefur hann lært allt sem hann þurfti af Haydn án þess að glata sjálfstæöi sínu. Öryggi snilldarinnar situr aftur í öndvegi. Hoffmeister var vinur og útgefandi Mozarts og kvartettinn sem við hann er kenndur stendur einn og sér meðal verka Mozarts. Þetta verk er í senn auðvelt og erfitt, létt og þungt. Það er gert af djúpum lærdómi en sýnir það sjaldnast. Yfirbragðið er oft sakleysislega einfalt. Meðlimir Sinnhoffer kvartettsins eru gamlir gestir hjá Kammermúsíkklúbbnum og er ahtaf gaman að heyra í þeim. Flutningur kvartettsins er ekki af því taginu, sem kalla má gerilsneytt. Ýmis smáatriði mætti eltast viö í gagnrýnisskyni, en það er ekki óm- aksins vert því af mörgu góðu er að taka í leik þeirra. Má þar nefna tónelsku, leikgleði og næma tilfinningu fyrir viðfangsefnunum. Voru þessir tónleikar hinir ánægjulegustu. Sean Young og Matt Dillon leika hamingjusamt par í sambúð en ekki er allt sem sýnist. Laugarásbíó - Dauðakosslnn: ★★ !/2 Ungur maður með smekk fyrir morðum James Dearden, handritshöfundur og leikstjóri, hef- ur frá blautu barnsbeini verið alinn upp við kvikmynd- ir, samræður um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Fað- ir hans var breski leikstjórinn Basil Dearden sem leik- stýrði íjölda kvikmynda frá stríðsárum fram á áttunda áratuginn. Það kemur því fáum á óvart að James De- arden skyldi leita til fortíðarinnar þegar hann hóf að skrifa handritið aö Dauðakossinum (Kiss Before Dy- ing). Er hér um að ræða endurgerð gæðamyndar frá 1956. Það sem meira er að á einum stað í myndinni vísar Dearden beint í Vertigo eftir Alfred Hitchcock og þarf þá enginn að vera í vafa um hvaðan áhrifin koma. Og satt er það að margt er í Dauðakossinum sem minnir á meistara þriheranna, sérstaklega í fyrri hluta myndarinnar. En um leið og brotalamir koma í ljós í lokin hverfa einnig áhrifin frá Hitchcock en til að mynda byrjunaratriðið uppi á háhýsinu þegar öðr- um tvíburanum er komið fyrir kattamef gæti verið khppt út úr einhverri mynd Hitchcocks. Dauðakossinn er ekki sakamálakvikmynd þar sem spurt er hver er morðinginn? Það verður ljóst strax í byijun að persónan sem Matt Dillon leikur er sálsjúkt illmenni sem ekki hikar við morð ef það kemur honum nær ætlunarverki sínu. Spennan í myndinni sem er þó nokkur hggur frekar í hvað hann kemst upp með áður en upp um hann kemst og tekst Dearden vel í þessu ætlunarverki sínu þótt ekki sé það alltaf á sann- færandi hátt. James Dearden skrifaði á sínum tíma handritið að Fatal Atraction en leikstýrði henni ekki. Það gerði Kvikmyndir Hilmar Karlsson Adrian Lynne og voru það ekki síður mörg stílbrögð hans sem gerðu Fatal Attraction að miklum spenn- utrylli. Handrit Deadens aö Dauðakossinum er að mörgu leyti vel skrifað og nær hann yfirleitt að forð- ast khsjukennd atriöi sem oft er hætta á við gerð þrill- era á borð við þennan. Dearden er aftur á móti enginn snihdarleikstjóri eins og þeir sem sáu fyrsta leikstjórn- arverk hans Pascah’s Island tóku eftir. Og einmitt þegar fer að líða á myndina er það ómarkviss leik- stjórn sem gerir það að verkum að að maður fylhst ekki lotningu eins og þegar kvikmynd um sama þema eftir Alfred Hitchcock á í hlut. Það verður samt að segja Dauðakossinum th hróss að þegar á heildina er litið þá er hér um ágæta afþrey- ingu að ræða en klassískur þriher verður myndin aldr- ei. DAUÐAKOSSINN (KISS BEFORE DYING) Lelkstjóri og handritshöfundur: James Dearden. Kvikmyndun: Mike Southon. Tónlist: Howard Shore. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Sean Young, Max Von Sydow og Diane Ladd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.