Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. Afmæli Ellert R. Ingvarsson Ellert R. Ingvarsson rafmagnsiön- fræöingur, Jörundarholti 101, Akra- nesi, er fertugur í dag. Starfsferill Ellert fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk námi í rafvirkj- un frá Iðnskólanum á Akranesi 1973, varö iðnfræöingur frá Tækni- skóla íslands 1976 auk þess sem hann lauk námi í uppeldis- og kennslufræðum frá KHÍ1988. Ellert kenndi viö Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1977-88 og hefur verið rafvirkjameistari hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi frá 1988. Ellert var formaður Iönnemafé- lags Akraness 1971-73, hefur starfað í Kiwanisklúbbnum Þyrli frá 1977 og var forseti hans 1985-86. Hann er varaformaður Knattspymufélags í A frá 1988 og hefur starfað í nefnd- um á vegum Akranessbæjar, m.a. skólanefnd grunnskóla og æsku- lýðsnefnd. Fjölskylda Ellert kvæntist 2.6.1977 Svanhildi K. Kristjánsdóttur, f. 17.1.1954, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Kristjáns Leó Pálssonar bifreiðar- stjóra og Bertu Bergsdóttur hús- móður. Böm Ellerts og Svanhildar eru Ingi Steinar Ellertsson, f. 6.5.1978 og Berta Ellertsdóttir, f. 28.1.1981. Systur Ellerts eru Sigríður Adda Ingvarsdóttir, f. 17.9.1938, húsmóðir á Akranesi, gift Viðari Karlssyni skipstjóra og eiga þau þrjú börn; Elsa Ingvarsdóttir, f. 10.8.1944, verslunarmaður á Akranesi, gift Böðvari Jóhannessyni stýrimanni ogeigaþautvöbörn. Foreldrar EUerts: Ingvar Árna- son, f. 9.11.1907, d. 17.1.1988, sjómað- ur og síðar lagermaður hjá Þorgeiri og Ellert hf., og Steinunn Jósefsdótt- ir, f. 27.3.1915, húsmóðir. Ætt Ingvar var sonur Árna, fiskmats- manns á Akranesi, Bergþórssonar, b. í Garðshúsum á Akranesi, Árna- sonar, Bergþórssonar. Móðir Berg- þórs í Garðshúsum var Málfríður .. Guðlaugsdóttir. Móðir Árna fisk- matsmanns var Ingiríður Jóhann- esdóttir í Háuhjáleigu, Bjarnasonar. Móðir Ingiríðar var Ingiríður Niku- lásdóttir. Móðir Ingvars var Sigríöur Guðnadóttir, b. á Kaðalstöðum og Kópareykjum, Hannessonar, og Guðrúnar Sigurðardóttur. Steinunn er dóttir Jósefs á Eystra-Miðfelli, Jósefssonar, Sig- urðssonar. Móðir Jósefs á Eystra- Miðfelli var Vigdís Vigfúsdóttir. Móðir Steinunnar var Jóreiður, systir Steinunnar, trúboða og lækn- is í Kína. Jóreiður var dóttir Jó- hannesar, b. á Eystra-Miðfelh, Jóns- sonar, b. í Brautarholti, Þórðarson- ar. Móðir Jóhannesar var Elín, syst- ir Erhngs, langafa Ásmundar, fóður Guðrúnar leikkonu, og langafa Þór- mundar, fóður Jónatans prófessors. Elín var einnig systir Sveins, foður Halldórs, langafa Helga, foður Guð- rúnar alþingismanns. Elínvar dótt- ir Erlings, b. á Stórabotni, Árnason- ar. Móðir Jóreiðar var Ellisif Helga- Ellert R. Ingvarsson. dóttir, b. á Stórabotni, bróður Elín- ar, Erlings og Sveins. Móðir Ellisifj- ar var Steinunn Gísladóttir. Ellert tekur á móti gestum að heimili sínu föstudagskvöldið 18.10. nk. Aðalsteinn Guðmundsson Aðalsteinn Guðmundsson trésmið- ur frá Stakkadal í Aðalvík, Snorra- braut 58, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist í Stakkadal í Aðalvík og ólst upp í Aðalvík. Hann starfaði lengst af við trésmíðar, rak trésmíðaverkstæði, fyrst á Njálsgöt- unni en síðan að Langholtsvegi 103. Þá lagði hann stund á bátaútgerð um nokkurt skeið. Fjölskylda Aöalsteinn kvæntist 7.8.1937 Gyðu Guðmpndsdóttur, f. 24.5.1913, d. 13.11.1984, húsmóður. Börn Aðalsteins og Gyðu eru Sig- ríður Aðalsteinsdóttir ritari; Ragnar Aðalsteinsson kaupmaður; Stefán Aðalsteinsson innheimtustjóri; Bjarnþór Aðalsteinsson rannsókn- arlögreglumaður; Anna L. Aðal- steinsdóttir bókari. Aðalsteinn átti sjö systkini sem öll eru látin. Þau voru Guðmundur Kr. Guðmundsson, f. 15.8.1897; Sak- arías Helgi Guömundsson, f. 24.5. 1900; Karl Guðmundsson, f. 3.2.1903; Sigurður Guðmundsson, f. 13.6. 1905; Stefán Gunnar Guömundsson, f. 20.4.1907; Sigurjón Guðmundsson, f. 25.2.1910; Jóhann Guömundsson, f. 24.11.1913. Foreldrar Aöalsteins voru Guð- mundur Guðmundsson, f. 14.2.1864, d. 27.4.1926, b. í Stakkadal í Aðal- vík, og Sigríður Sakaríasdóttir, f. 22.12.1873, d. 7.11.1928, húsmóðir í Stakkadal í Aðalvík. Ætt Guðmundur var sonur Guð- mundssonar, b. á Atlastöðum og Látrum, Þeófílussonar, b. á Látrum, Ólafssonar, b. á Læk, Ólafssonar. Móðir Þeófílusar var Margrét Björnsdóttir. Móðir Guðmundar á Atlastöðum var Gróa Árnadóttir, b. á Sæbóli, Halldórssonar. Móðir Guðmundar í Stakkadal var Karólína Ólafsdóttir, b. á Atlastöð- um, Jónssonar. Sigríður Helga var dóttir Sakar- íasar, b. í Stakkadal, bróður Ingi- bjargar, langömmu Kristjáns Sig- urðssonar, læknis í Keflavík og rit- höfundanna Jakobínu og Fríðu Sig- urðardætra. Önnur systir Sakarías- ar var Sigurfljóð, langamma Árna Gunnarssonaralþingismanns. Sak- arías var sonur Sakaríasar, b. í Stakkadal, Guðlaugssonar, og Til hamingju Andlát Aðalsteinn Guðmundsson. Bjargar Ámadóttur, hreppstjóra á Látrum, Halldórssonar. Móðir Sig- ríðar var Helga Friðriksdóttir, b. í Neðri-Miðvík, Hallssonar. með afmælið 15. október 85 ára Jón Bjarnason, Auðsholti 1, Hrunamannahreppi. 80ára Jón Eiríksson, Hörgshlíð 16, Reykjavík. Jóhann Jóhannsson, Bálkastöðum, Ytri-Torfustaða- hreppL Gunnar Stefánsson, Svalbakka, Hofshreppi. 75 ára Fjóla Steinsdóttir, Miðstræti 22, Neskaupstaö. 70ára Kristín Skúladóttir, Frostafold 135, Reykjavík. Eysteinn Gunnarsson, löavöllum 4, Husavlk. 60ára Aðalheiður Ólafsdóttir, Logafold 61, Reykjavík. 50 ára Kristjana Siguijónsdóttir, Vesturgötu 13, Ólafsftrði. Margrét Jónsdóttir, Esjugrund 43, Kjalameshreppi. GunnarÞ. Lárusson, Hæðargarði 3a, Reykjavík. Edda Emilsdóttir, Hamragarði4, Keflavík. Kristinn Grimsson, Kambaseh 47, Reykjavik. Örn Baldvins Hauksson, Hlíðarvegi 1, Hvolsvelli. Jósef H. Helgason, Njálsgötu 5a. 40 ára Valdimar Björnsson, Framnesi, Akrahreppi. Anna Guðrún Vigfúsdóttir, Smárabraut 3, Blönduósi. Sigurður Jónsson, Hraunsási, Hálsahreppi. Unnur Birna Magnúsdóttir, Háteigsvegi 12, Reykjavík. Ingólfur Már Magnússon, Vesfurbergi 148, Reykjavík. Markús Markovic, Fellsbraut 5, Skagaströnd. ÓlafurÁrnason, Reyrhaga 6, Selfossi. Pálmar Þorgeirsson, Vesturbrún 15, Hrunamanna- hreppi. Birgir Smári Karlsson, Staðarhrauni 19, Grindavik, Theódóra Gústafsdótfár, Hrauni, Holtshreppi. HéðinnArason, Sigtúni 33, Reykjavík. Ámi Bergmann Sveinsson, Stelkshólum 4, Reykjavík. Kristinn Finnbogason Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tímans, lést 4.10. sl. Hann var jarðsunginn á fóstudaginn var. Starfsferill Kristinn fæddist að Ketilsvöllum í Laugardalshreppi 28.5.1927. Hann lærði rafvirkjun ungur að árum, var meistari í þeirri grein og stundaði rafvirkjun í nokkur ár í Reykjavík og á Blönduósi. Eftir að hann flutti aftur til Reykjavíkur rak hann bíla- sölu um skeið, var iönrekandi og forstjóri flugfélagsins Iscargo í nokkur ár. Hann var framkvæmda- stjóri Tímans 1972-79 og frá 1986 til dauöadags. Kristinn hafði verið formaður Fé- lags framsóknarmanna í Reykjavík, formaður fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna og gegndi auk þess fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hann var kjörinn í stjórn Blaðaprents hf. við stofnun þess fyrirtækis 1971 og var um skeið stjórnarformaður þess. Þá var hann kjörinn í bankaráö Landsbanka ís- lands í ársbyrjun 1973 og sat í bank- aráði til dauðadags, lengst af sem varaformaður þess. Fjölskylda Kristinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elín Jörgensen, f. 10.11.1924, d. 31.8.1987, húsmóðir. Kristinn og Elín eignuðust tvö böm. Þau em Sigríður, f. 2.4.1949, húsmóðir í Vestmannaeyjum og á hún fimm börn; Kristinn, f. 20.6. 1957, golfvallarstjóri í Hafnarfirði, ogáhannþijúböm. Eftirlifandi kona Kristins er Guð- björg Jóhannsdóttir, f. 29.4.1927, húsmóðir í Garðabæ. Foreldrar hennar: Lína Dalrós Gísladóttir, húsmóðir í Bolungarvík, og Jóhann Sigurðsson, starfsmaður hjá Einari Guðfinnssyni í Bolungarvík, en hanner látinn. Börn Kristins og Guðbjargar eru Arnrún Lilja, f. 19.9.1958, útstill- ingahönnuður í Mosfellsbæ, og á hún tvö börn; Finnbogi Eiríkur, f. 24.5.1960, verkamaður í Hafnarfirði og á hann þrjú börn; Hjörtur, f. 1.11. 1961, ofsettljósmyndari í Reykjavík, og á hann tvö börn; Anna, f. 27.5. 1963, skrifstofustúlka hjá Fram- sóknarflokknum og á hún tvö börn; Árni Hannes, f. 24.1.1970, nemi. Dóttir Kristins frá því fyrir hjóna- bönd er Guðrún, f. 17.7.1945, skrif- stofustjóri, búsett í Kópavogi, og á hún tvö börn. Móðir hennar er Hulda Alexandersdóttir. Systur Kristins: Magnea Ólöf Finnbogadóttir, f. 24.3.1929, hús- móðir í Reykjavík; Jóna Finnboga- dóttir, f. 2.7.1930, búsett í Reykjavík, starfsmaður hjá Pósti og síma; Guð- rún Finnbogadóttir, f. 27.5.1934, rík- isstarfsmaður, búsett í Reykjavík. Foreldrar Kristins voru Finnbogi Árnason, f. 18.3.1902, d. 20.9.1968, yfirfiskmatsmaður i Reykjavík, og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir, f. 25.4.1904, d. 15.4.1987, húsmóðir. Ætt Systir Finnboga var Kristín, amma Víglundar Þorsteinssonar forstjóra. Finnbogi var sonur Árna, b. í Miðadalskoti, Guðbrandssonar, bróður Jóns, afa Margrétar Guðna- dóttur prófessors. Guðbrandur var sonur Árna, b. á Galtalæk, Finn- bogasonar, bróður Jóns, afa Guð- rúnar, ömmu Jökuls Jakobssonar leikritaskálds og Boga Ágústssonar fréttastjóra. Móðir Guðbrands var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíöu, Kristinn Finnbogason. Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Brandsdóttir, b. á Felli í Mýrdal, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj- arættarinnar, Halldórsonar. Móðir Árna í Miðdalskoti var Sigríður yngri, systir Ófeigs, afa Trygga Ófeigssonar útgerðarmanns, afa Tryggva Pálssonar bankastjóra. Sigríður var dóttir Ófeigs ríka á Rjalli, ættföður Fjallsættarinnar Vigfússonar. Móðir Sigríðar var Ingunn Eiríksdóttir, ættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Móðir Finnboga var Guðrún Jóns- dóttir yngra, b. í Kálíholti, Jónsson- ar. Móðir Guðrúnar var Guðfinna Bjarnadóttir sterka, vinnumanns í Gegnishólum, Sigurðssonar. Móöir pjarna var Margrét Aradóttir, b. í Götu á Stokkseyri, Bergssonar, hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugs- sonar. Sigríður var dóttir Ólafs, b. á Am- arfelli í Þingvallasveit, bróður Þor- kels, vinnumanns á Kiðafelli í Kjós, föður Sigurbjörns í Vísi, föður Frið- riks, skrifstofustjóra HÍ, föður Þor- valds, fréttamanns hjá Ríkisútvarp- inu. Ólafur var sonur Halldórs, b. á Borg á Kjalarnesi, Þorlákssonar og Sigríðar Sigurðardóttur frá Lækja- móti. Móðir Sigríðar Ólafsdóttur var Magnea Sigurhn Bjarnadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.