Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. 15 EES og neytendafræðsla Með EES-samningunum opnast gáttir á fullt. Viðskipti milli landa verða að mestu frjáls. Múrar einok- unar og hafta falla. Aðild að EES er í senn ögrun og fórn. Hvemig ætlum við að bregðast við? Ætlum við að nýta okkur þau tækifæri sem bjóðast eða munum viö standa ráðalaus við Evrópudyrnar? Færist aðhald út úr íslenskri lögsögu? Það verður mikið undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. ís- lensk stjómvöld geta ekki höfðað til smæðar og einangrunar ef þau kjósa að vernda eigin hagsmuni. Aöhald með efnahagsaðgerðum færist með vissum hætti út úr lög- sögu íslenskra stjórnvalda. Frjáls samskipti taka í ríkari mæh við af tilskipunurp, og skammtakerfi, hvar sem er í þjóð- félaginu. Það hvílir t.d. miklu meira en áður á neytandanum sjálfum að fylgjast með að leikregl- um verði fylgt. Treyst á frjáls félagasamtök Upplýsing er lykilorð innan Evr- ópubandalagsins þegar neytenda- mál em annars vegar. Andstætt því sem er á Norðurlöndum, þar sem treyst er meira á forsjá ríkisins, leggur EB ábyrgðina á neytandann. Frjáls neytendasamtök eiga að gæta hagsmuna neytandans og hann verður að treysta á eigin dómgreind á markaðnum. Hér á landi hafa stjórnvöld líka fremur kosið að treysta frjálsum samtökum neytenda til að gæta hagsmuna neytenda en að koma á miklum neytendastofnunum eins og viö þekkjum annars staðar á Norðurlöndum. Aö því leyti eru íslenskar hefðir á neytendasviði líkari siðum Evrópubandalagsins. Viö vitum býsna vel aö hverju við KjaHarinn Þorlákur Helgason varaformaður í Neytendafélagi Reykjavíkur göngum í neytendavernd og vitum að bilið milh íslenskrar löggjafar og þeirrar sem á að ríkja á Evr- ópska efnahagssvæðinu er mikið. Spennandi verkefni fram- undan Neytendasamtökin sjá fram á glímu við verulega spennandi verkefni ef lög og reglur þær sem eiga að ríkja á EES verða ríkjandi á íslandi. En þau verða að vera í stakk búin að sigla inn í þá nýju Evrópu sem er mörkuð með EES- samningunum. Til þess þarf nokk- urt fjármagn og hæft starfsfólk. Löggjöf og reglur Evrópubanda- lagsins, sem eru fyrirmynd EES- samningsins, taka íslenskum lög- um að miklu leyti fram og tryggja að flestu leyti betur rétt íslenskra neytenda en okkar lög og fyrir- mæli hafa hingað til gert. Vissulega hafa íslendingar að undanfórnu stigið skref til aðlögunar að frjáls- ara markaðskerfi - ekki síst á íjár- magnssviði en það má nefna fjöl- mörg dæmi þar sem réttur ís- lenskra neytenda verður betur tryggður eftir EES-samninga en fyrir. Neytendafræðsla í skólum Neytendafræðsla í grunnskólum er ríkur þáttur í neytendavernd í ríkjum Evrópubandalagsins. Árið 1986 tók EB ákvörðun um kennslu á grunnskólastigi en markmiðið er að nemendur geti sem neytendur staðið á eigin fótum og hegðað kaupum sínum skynsamlega, hvort sem um er að ræða vöru eða þjónustu. Lögð er áhersla á réttindi og skyldur neytandans. Menntun kennara er talin afar mikilvæg. EB leggur ríka áherslu á að heppilegt kennsluefni fyrir kennaranema og til kennslu í grunnskólanum sé búið til. í sérstakri þriggja ára áætlun, sem EB hefur lagt fram, er gert ráð fyrir að frjáls félagasamtök og skól- ar standi saman að útgáfu kennslu- efnis. Með EES-samningunum er fetað í fótspor Evrópubandalagsins. Veröi samningurinn að veruleika, sem flest bendir til, verða íslend- ingar að taka sig á til að vernda hagsmuni neytenda. Og hvað er skynsamlegra en að byrja að upp- fræða í skólunum? Þorlákur Helgason „Meö EES-samningunum er fetað í fót- spor Evrópubandalagsins. Verði samn- ingurinn að veruleika, sem flest bendir til, verða Islendingar að taka sig á til að vernda hagsmuni neytenda.“ „Það hvilir t.d. miklu meira en áður á neytandanum sjálfum að fylgjast með að leikreglum verði fylgt,“ segir m.a. í greininni. Malarvegir og börnin á malbikinu ... leggja þarf ríka áherslu á íslenskar bókmenntir í grunnskólum lands- ins til að efla orðaforða ... Vegna fyrirhugaðra breytinga á íslenskukennslu við Menntaskól- ann v/Hamrahlíð skapaðist í byij- un hausts talsverð umræða um ís- lenskukunnáttu ungs fólks hér á landi. Voru skoðanir manna skipt- ar í þeim efnum eins og ávallt er móðurmálið ber á góma. Börn og tungumál Eins og margur háskólakennar- inn veit þá er það staðreynd að mennta- og fjölbrautaskólarnir út- skrifa nemendur sem eru vart tal- andi né skrifandi. Það sem er enn verra, sumir þessara nemenda komast í gegnum háskólanám án þess aö úr þessari vanþekkingu sé bætt. Myndi aukin íslensku- kennsla mennta- og fjölbrautaskól- anna leysa vandann? Því verður haldið fram hér að aukin íslenskukennsla á því stigi myndi aðeins leysa hann að óveru- legu leyti því meinsemdina er að finna innan grunnskólanna, og ekki síst innan veggja heimilanna. Það er orðiö of seint að byrgja brunninn eftir að barnið er dottiö ofan í hann því ýmsar málvillur verða orðnar nemandanum svo tamar að erfitt getur reynst að losna við þær. Það er einnig vitað að börn eiga betra með að læra tungumál því yngri sem þau eru. Vangaveltur um vanþekkingu Um miðjan september átti grein- KjaUarinn Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur ir, sem höfð voru samskipti við voru á aldrinum 10 til 14 ára - á þeim aldri sem maður hefði talið að þau hefðu þegar lært öll almenn orð. Það vakti því mikla furðu hjá greinarhöfundi er hann fékk spurningar um merkingu orða eins og „skýjakljúfur", „eftirsóknar- vert“ og „myndbönd", og það sem kom hvaö mest á óvart, orðsins „malarvegur". Myndbönd reyndust á barna- og unglingamáli vera kölluð video- spólur. Að öðru leyti þekktu þau orðið í samsetningu orðsins „tón- listarmyndband". Þrátt fyrir að hafa vafalaust séð skýjakljúfa í ótal erlendum kvikmyndum og sjón- varpsþáttum, þá reyndist það furðu stór hópur sem ekki kannaðist viö orðið, sem er reyndar góð þýðing á enska orðinu „sky scraper". Skipti ekki aðeins eitt bam sem spurði um merkingu orðsins, heldur var nokkuð almennt spurt um það. Þetta olli miklum vangaveltum hjá greinarhöfundi ■ sem reyndi eftir bestu getu að finna skýringu á van- þekkingu krakkanna á malarveg- um. Gat verið að þeir hefðu aldrei séð malarveg? Gat verið að þeir hefðu aldrei út fyrir malbikið kom- ið, nú þegar hringvegurinn er að mestu leyti malbikaður? Takmarkaöur orðaforöi Það virðist vera að á höfuðborg- arsvæðinu sé að vaxa úr grasi kyn- slóð sem hefur ákaflega takmark- aðan orðaforða og litia þekkingu á fyrirbrigðum sem helst er aö finna utan þess svæðis sem hún er alin upp á. Grunnskólakennarar og uppalendur ættu að velta því fyrir iii'LJ.fa i.ií.i, sér hvemig þessi aldurshópur verður í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem bíöa hans í mennta- og fjölbrautaskólunum. Það er staðreynd að á sumum heimilum er lítið sem ekkert talað við börnin, þau eru vanrækt í því kapphlaupi sem allir heyja í ís- lensku þjóðfélagi nú á tímum. Það er því augljóst að leggja þarf ríka áherslu á íslenskar bókmenntir í grunnskólum landsins til að efla orðaforða bama og unglinga. Æsk- an þarf að vera fær um að tjá sig á móðurmálinu, skilja öll almenn orð og geta skammlaust skilað frá sér rituðu máli. En fyrst og fremst ættu foreldrar og forráðamenn að hugsa sinn gang og gefa sér tíma til að tala við böm sín. Guðbjörg Hildur Kolbeins „Þaö er staðreynd aö á sumum heimil- um er lítið sem ekkert talað við börnin, þau eru vanrækt í þvi kapphlaupi sem allir heyja í íslensku þjóðfélagi nú á tímum.“ arhöfundur erindi inn í 16 grunn- skólabekki á höfuðborgarsvæðinu vegna MA ritgerðar sem hann er að vinna að. Bömin, og unglingarn-, ekki máli hvort börnin vora 10 ára eða 14 ára. En það er þetta með malarvegina. Skalj strax, jekið fram að það var j u u j-!vcei3ii ) ii cii imtjv3si im

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.