Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 4
&ÍEMMM) Ritstjóri: Benpdikt GröndaL Simar 14900—14903. — Aviglý$ingas!mi; 14906. — Aðsetur; Alþýöuluisið við Hy'þrílsgötu, Itvík. — Frcntsmiðja Alþ.vðublaðsins. Sírai 1490fj. — ÁskriCtargjald kr. lOö.Op.' — i lausð* sölu kr. 7.00 cintakið. — Útgcfandi: Alþýðuiiukkurinij. I Aðstoð við blöðin FORSÆTISRÁÐHERRA hefur tilkynnt á Alþingi, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að veita dagblöðunurn verulega aðstoð til að létta þá byrði, sem útgáfa þeirra er fyrir stjórnmálaflokkana. Hefur stjórnin ekki í hyggju að beita sér fyrir löggjöf um þetta efni, heldur að veita óbeina aðstoð af ýmsu tagi. iVandamál blaðaútgáfu virðast vera svipuð víða um lönd. Svo virðist sem eitt blað fái sérstöðu í hverri býggð og fái bæði auglýsingar og útbreiðslu til muna meiri en önnur blöð. Hefur farið svo í mörgum lönd- um, að fjöldi blaða hefur orðið að hætta útkomu vtjgna þess hve misskipt er í þessum efnum. I'fokkrar þjóðir hafa tekið upp beina aðstoð með fjarframlögum úr ríkissjóði, venjulega til stjórnmála flokkanna, sem síðan geta varið fénu til styrktar dag blöðum sínum. Þannig er þetta í Svíþjóð og Finnlandi svo að dæmi sé nefnt. í öðrum löndum hefur verið farin leið óbeinnar aðstoðar, og er Frakkland til- gyeint sem dæmi um það. • Ekki verður um það deilt, að lýðræði veikist, ef dagblöðum fækkar. Þess vegna þykir réttlætanlegt .að verja nokkru af fé almennings til að hjálpa blöð- unum. Skiptir í sjálfu sér eltki meginmáli, hvaða að- ferð er til þess notuð, svo framarlega sem tryggt er, að ekki fylgi neins konar óeðlileg áhrif stjórnvalda á þau blöð, sem aðstoðar njóta. Ríkisstjórnin mun hafa í huga að stórauka aðstoð póst- og símamálastjórnarinnar við dagblöðin, en sú stofnun hefur áður hagað sumum gjaldskrám sínum með tilliti til blaðanna. Þá er ætlunin að Ríkisút- varpið greiði blöðunum fyrir birtingu á dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Loks er ætlunin að greiða fyrir ýmsar tilkynningar, sem hingað til hafa verið birtar ókeypis sem fréttir. Er raunar mikið um það, að blöðin birti fréttir, sem eru ekkert annað em aug- lýsingar, og ættu fleiri en opihberir aðilar að breyta viðhorfum sínum í þeim efnum. í umræðum um vandamál dagblaðanna hefur komið fram allmikill skoðanamunur hér á landi. Hins vegar raunu allir flokkar geta sætt sig við þá aðstoð, sem forsætisráðherra skýrði frá. Er þá eftir að vita, hvort hún reynist nægileg til þess, að núverandi dagblöð lifi. Bílar trufla í MIKIL BRÖGÐ eru að því, að bílar trufli móttöku sjónvarps hér á landi. Er þó vandalítið að ganga svo frá rafkerfum bílanna, að þeir trufli ekki. Þarf að setja um það löggjöf, >að allir bílar verði þannig út- 'búpir og síðan reglugerð um sjálfan útbúnaðinn. Yrði að fylgjast með því við skoðun, að þeim reglum sé fylgt. Mundi þá verða komiðt hjá margvíslegum truflunum, sem nú spilla sjónvarpsmóttöku. 4. 3. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f. Danskir styrkir Dönsk stjórnarvöld bjóða fram fjóra styrki lianda íslendimgum til iháskólanáms í Danmörku náms- árið 1967—68. Einn styrkuriim er einkum ætlaður kandídat eða stúd ent, sem leggur stund á- dönska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerkur, og annar er ætl- aður kennara til náms við Kenn- araháskóla Danmerkur. AUir styrk imir eru miðaðír við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin nemur 892,50 dönskum krónum á mánuði, cn að auki er veittur sérstakur styrkur vegna ferðakostnaðar í Danmörku, 50 danskar krónur. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Stjórnarráðshúsinu við Lækj- artorg, fyrir 25. marz n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum, svo og fheil- brigðisvottorð. Sérstök umsóknar eyðublöð fást í menntamálaráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið 22. feb. 1967. . SMURSTÖÐIN Sætúni 4— Simi 16*2-27 Bniisn er smurðor HJóft og vel. gMium ailar tégusmir et smurolíu- LesiS Alþýðubiaðitf Augiýsið í Álþýðublaðinu . U Thant framkvæmdastjóri musteri þar, en haiui er einlæg Sameinuðu hióðanna hefur að ur Búddhatrúannaður, og beð undanförnu verið í orlofi í föð ið fyrir friði í Vietnam. Orð urlandi sínu, Burma, og er í rómur var um að hann mundi frásögur fært að hann hafi gert í þessari för sinni hitta full- sér ferð á hendur í Búddha trúa Hanoistjórnarinnar, ★ KALT í BORGINNI. Það hefpr verið kalt í borginni undanfarna daga, þótt við annays höfum yfirleitt ekki þurft að kvarta um mikinn kulda það sem af er þessum vetri. Erlendis hafa geisað mannskaða- veður undanfarna daga og víða orðið mikið tjón á mönnum og verðmætum. Höfum við sloppið blessunarlega við þetta skaðræðisveður. Oft hefur verið á það bent, að við íslendingar séum illa updir það búpir að mæta óyæntum náttúruhamförum og vafalaust er mikið til í því. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp til laga um almannavarnir, sem m, a. geriy ráð fyrir að úr þessu verði bætt að nokkru og árvekni á þessum sviðum aukin. Er það vel, því við erum langt frá því að vera óhult fyrir náttúruhamförum Þ.ótþ svo við höfum sloppið blessunarlega tfl þ.essa. ★ ENN UM HÆGRI OG VINSTRI. Okkur berast stöðugt bréf um hægri aksturinn, eða hægri villuna, cins . og sumir kalla þessa fyrirætlan. Jón G. ívarsson, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík, segir í bréfi, sem hann skriíar okkur, að sjálfsagt sé og eðlilegt að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hægri aksturinn. Við tökum undir þessi orð Jóns, sem í bréfi sínu kemur allvíða við, vill m. a. láta skattleggja alla, sem til útlanda fara um fimm- líu til hundrað krónur, og vill hann láta nota það fé, sem inn kæmi með þeim hætti til þess að byggja og halda við flugvöllum hér á landi. Ilann stingur ennfremur upp á því, að láta ríkið taka að sér rekstur strætisvagna og vill láta fylla niður fargjöld en greiða reksturskostnað með nefskatti. Ekki er víst að allir séu sam- mála Jóni um þetta. Svo snúið sé aftur að hægri akstrinum, þá er rétt eins og almenningur hafl hreint ekki gert sér grein fyrir hvað var að ger- ast, þegar lögin um hægri akstur voru samþykkt a Alþingi í fyrra, enda tók afgreiðsla þeirra ekki langan tíma. Nú eru menn hins vegar að vakna upp við vondan draum, og nær enginn iæst til að mæla hægri akstrinum bót. — K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.