Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 9
!MI Francoise Dorleac er hörð við sjálfa sig FHANCOISE Dorleac var hin unga kona, sem réði örlögum eldri mannsins í meistaraverki Francois Truffauts,' ,,Mjúk er meyjarhúð". En hvernig er hún sjálf þessi Parísarstúlka. sem nú er 24 ára að aldri? Foreldrar hennar voru mikið leikhúsfólk, en mamma hennar er hin þekkta leikkona Maurice Dorleac. Sjálf er Francoise nú þegar orðin heimsfræg, en hún er um þessar mundir að leika í kvikmynd með Michael Caine í Fihnlandi. Þessi kvikmynd heitir „Billion Dollar Brain“ og er nr. 3 í agent kvikmyndaséríunni, sem hófst með ,,The íperess-file“. Eftir ör- fáa daga mun Francoise svo fljúga til Parísar til að leika í myndinni „Dömurnar frá Roche- fort“, en stjórnandi iþeirrar mynd ar er hinn heimsfrægi Jacques Demy, sem gerði „Regnhlífarnar í Cherbourg“. í þeirri kvikmynd leikur Francoise ásamt systur sinni, Catherine Deneuve, sem einnig er þekkt leikkona. Þær leika tvíbura í myndinni. Aður hefur Franeoise Dorjeac leikið með Belmondo í „Maðurinn frá Rio“, svo og í kvikmynd eftir Polanski. Síðan hefur þessi brún eygða þokkadís siglt hraðbyri upp stjörnuhimininn, ,en hún hefur líka þurft að hafa fyrir því. — Eg var í Lamazou ntmnu- skólanum í París, þar til ég var 15 ára, segir hún, en ég strauk- þaðan, vegna áhugaleysis. Næstu tvö árin eyddi ég í La Conserva torei-leiklistarskólanum, en strauk þaðan aftur, því ég vildi komast í sviðsljósið sem fyrst. Sama ár lék Francoise aðal- hlutverkið í „Gigi“ hjá Antoine- - leikhúsinu og ekki leið á löngu, þar til hún komst í kvikmvndirn ar og meðal fyrstu meðleikara hennar voru Omar Shariff og David Niven. Þrátt fyrir það gafst lítill~tími til rómantískra hugleiðinga, a. m. k. fór eitt ástarævintýri hennar út um þúfur, en hún kemst þann ig að orði um fyrstu ást sína: , — Hann varð fyrri til að upp götva, að tvær manneskjur sem báðar vildu komast á toppinn í showbisness, ættu ekki að þröngva sig til þess að vera sam an í einkalífi. Samt segist hún ekki vera ó- hamingjusöm og henni þyki mjög gaman að dansa. Hún er meðlim ur í tveim dansklúbbum. Hún býr í nýtízkulegu húsi í Troca- dero-hverfinu í París, eða i sama húsi og foreldrar hennar búa. Hún segist hafa andstyggð á því að búa til mat og í þau fáu skipti sem hún fer út, er það til að fá sér að borða á næsta veitinga. stað. Hún segist lesa ruikið af stríðsrómönum og nútímasögum. Systurnar eru fjórar og sú elsta, Danielle, og sú yngsta, Syl vie, hafa engan áhuga á að ger- ast leikkonur. Catherine er nú gift enska tizkuljósmyndaranum, David Bailey, en hún átti áður barn með hinum þekkta kvik- myndaleikstjóra Rorger Vadim. Mottó Francoise Dorleae er: Hlustaðu á eigin samvizku en ekki annarra ráðleggingar. Þannig eru lífsreglur hinnar vaxandi kvikmyndastjörnu. Um Francois Truffaut segir hún, að hann sé „kvenlegur leikstjóri". „Hann tilbiður konur og leik- ara“. Um Roman Polenski segir hún hins vegar: „Hann fyrirlítur leikara — og pínir þá til síðasta blóðdropa". Um kvikmyndaleik- stjórann Ken Russell, sem stjórn ar „Billion Dollar Brain“ hefur hún sagt: „Hann er svo blíður. Hann meðhöndlar mig eins og ég væri lítið listaverk. Þá finnst mér ég geta náð langt í þessari listagrein“. Francoise Dorleac í kvikmyndinni „Billion Dollar Brain“, sem gerð er eftir sögu Len Deiglitons. Höfnarfjörður og nágrenni Brauðstofan SNITTAN Reykjavíkurvegi 16 verður lokuð vegna breytinga til 10. marz. Brauðpantanir í síma 52173. Fyrir fermingar Kaldur matur — Heitur matur. Heiíar og hálfar brauðsneiðar — snittur. Cocktailsnittur og brauðtertur. Tökum að okkur alls konar veizlur. Tekið á móti pöntunum frá kl. 9—13 og 18—21 ! í síma 52173. MAÐUR ÓSKAST til að taka að sér bókhald fyrir lítið fyrir- tæki. Vinnuaðstaða fyrir hendi. Tilboð merkt „BÓKHALD 303“ sendist Al- þýðublaðinu. SKRIFSTOFUST ARF Stúlka ivön vélritun og með nokkurri mála- kunnáttu getur fengið atvinnu strax eða um nséstu mánaðamát. Upplýsingar á skrifstof- unni frá kl. 10-11 f. h. (ekki í síma). INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7. SENDISVEINN ÓSKAST Blóðbankinn vill ráða sendisvein strax í 2 tíma á dag. Upplýsingar veittar í Blóðbankan- um milli kl. 3 og 5 síðdegis. Reykjavík, 2.3 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. ýV NÝKOMNIR ýý KVENSKÓR og r FALLEGT ÚRVAL KULDASKÓR KVENNA OG KARLMANNA — LOÐ- FÓÐRAÐIR. BARNASKÓR SELJAST ÓDÝRT. Skúveiizlun Laugavegi 17 —- Framnesvegi 2. 3. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.