Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 13
Blóð-öxin Æsispennandi amerísk m.vnd Joan Crawford íslenzkur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum Kcnumorð- ingjarnir (Ladykillers). Heimsfræg brezk litmynd, skemmtilegasta sakamálamynd, sem tekin hefur verið. Alec Guinness Peter Sellers. Sýnd kl. 7 og 9. GOLFTEPPl TEPPADREGLAR TEPPALAGNIR í EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Sími 11822. Verzlunin Hof ER FLIITT í Hafnarstræti 7. Sigurg&ir Sigurjónsson Málaflutningsskrifstofa. Óðinsgötu 4 — Sími 11043. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður LÖGFBÆÐISKRIFSTOFA Sambandshúsinu 3. hæð. Símar: 23338 — 12343, Hvert viljið þér fara ? Nefnið stadinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hafið samband við ferðaskrifstofurnar eða AMERICA.CV Hafnarstræti 19 - simi 10275 Framhaldssaga effir Molly Lillis: GILDRAN ÓSÝNILEGA hávaxinn, dökkhærðan mann. Laurie var jafn fögur og alltaf ■ í gulum, síðum kjól og augu mannsins voru þrungin aðdáun. » i Framhald af 1. síðu. Hsiao-ping“. Skólabörn igengu t dag fylktu liði til aðalstöðva flokks ins til að fagna því að framlhalda skólar eru teknir til starfa á ný eftir níu mánaða hlé. Hann vill ekki leyfa mér að út- skýra það. Ef ég gæti aðeina verið viss um að hann myndi gleyma því með tímanum. Held- urðu að hann verði svona við mig alltaf? Helen hristi höfuðið. — Það jafnar sig með tímanum, vina mín. Hún brosti vingjarnlega. Þrátt fyrir alla sína galla og alla sína þrjózku, er Keith góð- ur maður. Ég veit að ef þú hag- ar þér eins og ekkert væri að milli ykkar — ert þolinmóð og sýnir honum að þú elskar hann — líður þetta allt hjá. . I SEYTJÁNDI KAFLI. Vikur og mánuðir liðu, allir eins. Sara fór að ráðum tengda- mó'ður sinnar og.það gladdi hana að sjá að kuldalegt viðmót Keiths blíðkaðist smám saman. Það leit út fyrir að hann væri farinn að hlakka til að sækja hana í búðina. — Ég vona það sé ekki hesta- lykt af mér, sagði hann ætíð í þau fáu skipti, sem hann hafði ekki haft tíma til að skipta um föt. — Það skiptir ekki máli, sagði Sara að venju. Það var fallega gert af þér að gefa þér tíma til að sækja mig. — Ég keypti miða á veiði- ballið, sagði hann. — Veiðiballið? spurði hún. Það kemur ekki fyrr en í nóv- ember. — Það hefur verið ákveðið að hafa þau tvisvar á ári og allir búast við að við förum. — Hvenær er það? — Næsta laugardag. — Ég hlakka til að fara. Og það var satt. Hún hlakkaði til hverrar þeirrar stundar sem hún fékk að vera með Keith. — Það er langt síðan við höfum farið út saman. Hún gaut augunum til hans en hann starði fram á veg- inn og lét sem hann hefði ekki 'heyrt þessa athugasemd hennar. — Fer mamma þin með okk- ur? — Ég ætla ekki að bjóða henni sagði hann, — Hvað er eiginlega að? Þarftu bamapíu? Hún andvarpaði. — Mér datt það bara svona í hug. Svo var ekki minnzt á dans- leikinn fyrr en tveim dögum síð- ar að Keith rétti henni ávísun þvert yfir morgunverðarborðið. — Hvað er þetta? spurði Sara bæði forvitin og undrandi. — Þetta er fyrir kjól. Ég vil ekki að vinir þínir álíti að ég vanræki þig. Hún dró andann djúpt og deþl- aði augunum svo tárin hyrfu. — Ég vil ekki peninga frá þér. Ég get sjálf keypt mér föt. — Hann reis ó fætur og leit á hana. — Þú gerir það sem ég segi. Ef þú notar hana ekki.'hann benti á ávísupina — þá ríf ég í sundur það sem þú kaupir. Hún leit undan. Hún vissi vel að líklegt var að hann stæði við orð sín. — Taktu þér frí í einn dag frá búðinni og kauptu þér eitthvað almennilegt. Mér finnst iíka að þú ættir að hugsa betur um hár- ið á þér. Það hefur litið leiðin- lega út lengi. Hún strauk yfir hárið á sér. Við hvað átti hann með leiðin- lega? Það var jafn mjúkt og fal- legt og það hafði alltaf verið. — Ætlarðn að sitja þarna og láta þig dreyma í allan dag? 15 spurði hann drafandi. — Reyndu að koma þér af stað ef þú ætlar að komast í búðina á réttum opn- unartíma. — Ég fer ekki í dag. Ég ætla að skrópa. Hún brosti til hans. — Ég ætla í bæinn og nota pen- ingana þína. Ég ætla líka að panta tíma á hárgreiðslustofu. — Áttu við að þú ætlir að loka þinni dýrmætu búð bæði í dag og á morgun? Hún lét sem hún heyrði ekki hæðni hans. 18. kafli. Kjólfinn, sem henni leizt bezt á var síður og milliblár. — Hann klæðir yður sérlega vel, sagði afgreiðslustúlkan. — Já, það gerir hann, sagði Sara og snéri sér fyrir framan spegilinn. — En ég tek þann rauða. — Þann rauða, frú? Af- greiðslustúlkan virtist jafn undr andi og hún leit út fyrir að vera. — Já, pakkið honum inn fyr- ir mig og ég sæki hann þegar ég hef keypt skó. Það varð að lita skóna til að fá heppilegan litblæ en af- greiðslustúlkan í skóbúðinni full vissaði hana um að steinarnir á hælum skónna myndu ekki skemmast við litun. Sami djöfulmóðurinn og hafði komið Söru til að velja rauða kjólinn í- stað þess bláa neyddi hana inn á hárgreiðslustofu þar sem hún pantaði klippingu fyr- ir hádegi á laugardag. Þegar hún kom heim sagði Helen henni aú eldri sonur henn ar hefði skrifað og sagt að von væri á fyrsta barnabarninu á hverri stundu. — Ég held að Naomi langi til að hafa mig það sem eftir er, sagði hún. — Það skil ég vel, svaraði Sara. — Á ég að hjálpa þér að pakka? Helen hristi höfuðið. — Ég verð ekki nema í nokkra daga. Ég fer bara með litla tösku. Sara keyrði hana í leigubíl á stöðina. — Ég er ekki búin að sjá kjól- inn þinn, sagði Helen um leið og lestin fór af stað. — Jæja, ég sé hann seinna. Skemmtu þér nú vel á laugardaginn, Sara klæddi sig mjög vand- lega fyrir dansleikinn og snyrti sig einstaklega vel því hún von- aði að þar fengi hún tækifæri til að koma Keith á óvart. Hún var einmitt að setja á sig ilm- vatn þegar hann barði að dyr- um og kallaði: — Ertu til? — Ég er að koma, svaraði hún. Svört flauelskápa huldi kjólinn alveg og hún stóð augnablik fyr- ir framan spegilinn meðan hún vafði klút um höfuð ?ér svo stutt klippt hárið sást ekki. Hún raulaði lítið lag meðan Keith ók niður í bæinn sumpart til að leyna taugaóstyrknum og sumpart til að leyna þögninni sem ríkti milli þeirra. — Það eru bílar alls staðar, tautaði Keith, en loksins tókst honum að finna stæði. — Ég bíð eftir þér hér, sagði hann. — Farðu inn og taktu af þér kápuna. Hún rétti stúlkunni kápuna og gekk að speglinum. Rauði kjóllinn var einfaldur og óbrot- inn, en hann féll að líkama hennar eins og hann hefði verið límdur á hana. Hún var að hugsa um að mála sig meira en hætti við það. Það tók aðeins augnablik að greiða gegnum stutt hárið og hún var örg og reið við sjálfa sig fyrir að hafa klippt sig. En það var of seint að iðrast og hún leit einu sinni enn í spegilinn og gekk svo fram. Hún fékk hjartslátt, þegar hún sá á breiðar axlir mannsins síns inn á milli pálmanna í for- stofunni. En hve hann var fal- legur! Hún gekk til hans. Hann þekkti hana ekki strax, en hún sá að hann kipptist við, þegar hann skildi að þessi granna unga stúlka í rauða kjólnum var kon- an hans. Samt minntist hann ekkert á breytinguna sem orðið hafði á henni. Og kæruléysi hans var sárs- 'aukameira en reiði hans hefði verið. Hún sá Bill, sem stóð einn við barinn og svo kom hún auga á Laurie, sem var að dansa við I ★ Heræfingar. Margir hópar menntaskólanem* stunduðu heræfingar í dag undir stjórn 'hermanna. Foreldrum nem. endanna voru sendir bæklingar,, þar sem sagði að sérstaklega vald ir menn úr hernum mundu stunda heræfingar með nemendunum og veita þeim undirstöðuþekkingu 1 hervísindum í um það bil eina mánuð. Hörgull er á húsigögnum, kennslu tækjum og bókum í mörgum skól um eftir umrót menningarbylting larinnar og sums staðar vantar kennara. Kunnugir telja, að her æfingarnar miði að því að koma aftur á aga meðal rauðu varðliít anna, sem stundað hafa mótmæla aðgerðir og flakkað í níu mánuði oft 'án eftirlits. AFP hermir, að háttsettir em bættismenri á landsbyggðinni sæti enn misþyrmingum, þótt varað hafi verið við slíku. Blöð, m.a. frá Kirinhéraði í Mansjuríu og Hupei héraði umhverfis Peking birta myndir af mönnum sem auðmýktir eru opinberlega. Fréttaritari AFP segir að æ fleira bendi til þess að menningar byltingunni sé lokið í Sinkianig og Tíbet. Enn liggur ekkert fyrir opinberlega um þróun mála 1 Szechwan, fjölmennasta fylki Kína sem hefur 65 milljónir íbúa. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. 3. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐK) 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.