Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Page 22
30 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Merming Óunnir dagbökarpunktar Um það verður ekki deilt að Hannes Pét- ursson er eitt merkasta núlifandi ljóðskáld íslands. Hann hefur fyrir löngu hlotið þá viðurkenningu sem hann á skilið sem slíkur. Þar af leiðir að gerðar eru meiri kröfur til hans en flestra annarra þegar hann sendir frá sér bók, jafnvel þótt í óbundnu máli sé. Sem aðdáandi ljóða Hannesar Péturssonar opnaði ég bókina, Eintöl á vegferðum, með tilhlökkun. Ég las hana, varð fyrir vonbrigð- um og lokaði henni hissa. Ég varð fyrir von- brigðum vegna þess að meginefni bókarinn- ar, sumardvöl skáldsins í Danmörku, Þýska- landi, Austurríki og á Ítalíu, er aðeins óunn- ir dagbókarpunktar. Venjuleg dagbók er með ítarlegar unnum texta. Ég var hissa vegna þess að mér er óskiljanlegt hvers vegna Hannes vann ekki betur úr þessum minnis- punktum en raun ber vitni. Hann segir í bókarlok að hann hafi lagfært ýmislegt í text- anum áður en hann lét hann frá sér til prent- unar. Þessir dagbókarpunktar segja frá því hvaða söfn, kirkjur íverustaði liðinna lista- manna, ellegar aðra þekkta staði skáldið heimsótti í þessari sumarferð sinni. Hann segir frá því í hvaða byggingarstíl þessi eða hin kirkjan er, hvað merka hluti þetta eða hitt safnið hefur að geyma eða hvað blasti við af einhverju útikaflihúsi. Lítum á dæmi frá Kaupmannahöfn: 1. júh. - Café.„ Á Frascati við Ráðhústorg. Hannes Pétursson. Dagbókarlýsing á ferða- lagi. Það rigndi htið eitt og gott að sitja í vari undir seglinu, útistéttar-himni. Ég virti fyrir mér fólkið, ökutækin og rauðleitar byggingar sem ljá torginu léttan svip. Húsin hér við Kóngsins Nýjatorg eru mun „þungstígari". Klukkuslög úr Ráðhústuminum komu svíf- andi niður. Á gangstéttunum sáust menn af öllum kynþáttum - nema Indíánar. Fyrstu neonljósin kviknuðu við Strikið, þótt enn væri albjart af degi. Dannebrógar blöktu víða hátt á þökum..." Eða þetta: 1. ágúst. „Skoða Wallraf-Richartz-safnið. Klee, Barlach - og fleira og fleira markvert. Margir sahr fullir af myndum gamalla Köln- ar-meistara. Staðnæmist einkum framan viö dómsdagsmynd eftir Stephan Lochner, stór- Bókmeimtir Sigurdór Sigurdórsson: brotið verk. Hugmyndaheimur miðalda kominn á einn fermetra...“ Og þetta: 21. september. - Söfn. „Kominn á Maríu Teresíu-torg um klukkan tólf. Síðan í „Natur- historisches Museum." Skoðaði þar dýr frá löngu liðnum jarðsögutíma. Stórkostlegt. Eitt af mjög mörgu: Höfuðkúpa risae'ðlunnar í aðalatriðum hk okkar eigin höfuðkúpu, mannskepnunnar..." Svona er hægt að grípa niður í bókina hvar sem er í meginefni bókarinnar. Þetta tel ég vera óunna dagbókarminnispunkta. Eins tel ég það ljóð á bókinni að nokkrum sinnum nefnir Hannes að einhver sýn eða hughrif í ferðinni hafi orðið kveikja að ljóði en við- komandi ljóð er ekki birt með. Eftir lestur bókarinnar er ég sannfærður um að enginn nema skáld úr þungavigtar- flokki Hannesar Péturssonar hefði fengið útgefanda að þessum minnispunktum. Síðar í bókinni eru svo minningar frá tveimur stuttum ferðum heima á íslandi og frásögn af þriggja vikna dvöl í Búdapest. Þessir kaflar eru öðruvísi unnir, heillegri og mun skemmtilegri aflestrar. Ef meginefni bókarinnar hefði verið unnið á sama veg og þessir stuttu þættir væri hér um góða bók að ræða. Hannes Pétursson skrifar fagurt mál. Upp á það vantar ekkert í bókinni. Stíll hans er líka afar öruggur en því miður er innihaldið í meginefninu ekki þess virði að gefa það út á bók, óunnið eða svo gott sem, eins og þarna er gert. Svo mikið er víst að Hannes bætir engu við, til okkar ljóðaunnenda hans, með þessari bók. „Hvers vegna mega gömul skáld ekki skrifa sig niður?“ sagði merkur bókmenntafræð- ingur eitt sinn þegar rætt var um lélega bók eftir frægan rithöfund. Ég vona bara að þessi bók Hannesar Péturssonar sé ekki upphaf að slíku. Hannes Pétursson. Eintöl á vegferöum. Iðunn, 1991. Biblía fyrir byrjendur - og lengra komna Bók Alberts Jónssonar í Skógum, um íslenska hest- inn, er merkileg fyrir margra hluta sakir. í henni er komið fyrir ótrúlegu magni ahs konar upplýsinga um hross og hestamennsku. Þó er það ekki svo að öllu ægi saman, þannig að erfitt sé að henda reiður á hlut- unum. Bókin er afar skipulega upp sett og því auðvelt að nota hana fyrir uppsláttarrit, vilji menn nýta sér hana þannig. Þessi bók, sem hlotið hefur heitið Handbók íslenskra hestamanna, er í heild sinni fróðleiksbrunnur fyrir þá sem eru að fikra sig áfram í hestamennskunni. Þar getur byrjandinn lesið sér til um hvernig hann skuli fara að þvi að kaupa sér hest, hvað beri að varast og hvað sé af hinu góða. Hann getur lesið um hvemig Bókmenntir Jóhanna Sigþórsdóttir best sé að handsama hest og beisla, hvað beri að hafa í huga í ferðalögum, við fóðrun og hirðingu. Hann getur kynnt sér greinargóða lýsingu á gangtegundum, hvað þær heiti, hvernig best sé að sitja og halda taumn- um og svo framvegis. Allt eru þetta atriði sem hverjum hestaáhugamanni er nauðsynlegt að vita en sem fólk hefur kannski ekki átt svo greiðan aðgang að til þessa. Það er ómetanlegt fyrir byijendur í hestamennsku að fá slíkt veganesti. Leiðbeiningarnar eru settar fram á ipjög skýran hátt og undirtónninn í þeim er sá boð- skapur að fólk skuli umgangast hesta sína af alúð. Hitt er svo annað mál að þeir sem hafa átt og umgeng- ist hross í einhver ár telja sig sjálfsagt kunna öll þau undirstöðuatriði hestamennskunnar sem Albert getur um í bók sinni. Þeim þykir þó áreiðanlega fengur að ýmsum köflum í bókinni. Má þar nefna kaflann um íslenska hestaliti, sem er aðalsmerki bókarinnar, að öðrum ólöstuðum. Þar skýra eitt hundrað htmyndir efnið betur en mörg orð. Enn meiri fengur er þó að ýmsum htaafbrigðum sem einnig eru birtar myndir af. Það hlýtur að hafa kostað yfirlegu að safna shkum myndum. En þær tala sínu máh. Hver hefur th dæm- is séð rauðblesótt hross með svarta stjömu? Þá skal getið hér kaflanna um greiningu aldurs af tönnum, svo og lestur úr frostmerkingum. Það þekkj- ast mýmörg dæmi um fólk sem hefur verið árum sam- an í hestamennsku og á í mesta braski við aö lesa ald- Albert Jóhannsson er höfundur bókarir.nar. Teikn- ingar í bókinni eru einnig eftir hann. ur hests af tönnum hans, svo óyggjandi sé. En með aðstoö skýringamyndanna í bók Alberts ættu allir að geta tileinkað sér þessa kúnst þótt ekki sé hún ein- föld. Enn eitt atriði skal minnst á sem er mjög til fyrir- myndar. Höfundur rifjar upp í bók sinni ýmis heiti yfir atferh hesta, hti, gangtegundir og fleira sem ekki heyrist í daglegu máh. Líklega hafa þessi orð verið að týnast smátt og smátt úr málinu, án þess að önnur jafngóð kæmu í stað þeirra. Er fuh ástæða th að festa þau aftur í sessi því þau ein merkja það sem við er átt. Auk ofannefndra htmynda eru ahmargar teikningar í bókinni. Eru þær sumar th skrauts og aðrar th skýr- inga. Hvað varðar skýringarmyndirnar þá hefði verið betra að birta ljósmyndir. Á þetta einkum við kaflann um beislabúnaðinn. Ljósmyndir hefðu sýnt greinhegar en teikningar hvað við er átt. Albert Jónsson I Skógum: Handbók islenskra hestamanna örn og Örlygur, 1991 Ævintýri í sveitinni Það er spennandi að vera barn í sveit en það eru ekki allir jafnheppnir að fá að njóta þeirra ævintýra sem þar geta skotið upp kollinum. Barnasa- gan Þytur eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur er skrifuð í þeim thgangi að gefa innsýn í veröld þar sem maður og náttúra mætast. Lesandinn fylgist annars vegar með síðborna hreinkálfinum Þyti og þeirri lífsbar- áttu sem hann þarf að horfast í augu við uppi á öræfunum. Hins vegar kynnumst við sveitatelpunni, henni Dögg, sem býr ásamt öðru mannfólki niðri í byggð. Þytur kemur seint í þennan heim og er þvi minni en allir hinir hrein- kálfarnir. Hann fylgir móður sinni eftir í hvívetna því aðskhnaður getur haft alvarlegar afleiðingar í for með sér. Lífsbaráttan er hörð upp til fjalla. Lith hreinninn lærir smám sam- an að bjarga sér og jafnframt að forðast þær hættur sem stafa af hrafninum, refnum og þó aðahega manninum. Það þykir hreindýrun- um stórvarasamt fyrirbæri. Því er ekki að undra að heinkálfinum verði starsýnt á htla mannkálfinn þegar hjörðin nálgast mannabú- staði. Ekki er minni áhuginn hjá fólkinu á bænum sem þeysir út th að skoða hreindýrahópinn. Dögg kemur auga á litla kálfinn og hann er nefndur Þytur. Með haustinu fer Dögg htla ásamt foreldrum sínum til fjalla og er th- hlökkunin mikh. Það á að veiða, tína jurtir og sofa í tjaldi. í frelsi fjallanna gleyma börnin sér og þeim th mikihar undrunar standa þau andspænis hvort öðru þarna mitt uppi á heiðinni. Barn byggðanna og barn fjallanna horfast í augu. (bls. 25) Hreinkálfinum bregður svo í brún að hann stekkur í burtu og veit ekki fyrr en hann er sokkinn á kaf í dý. Tvísýnt er um björgun en htla manntelpan kemur honum th hjálp- ar og Þytur hverfur ásamt hjörðinni aftur til heiða. Vetur gengur i garð og brátt eru jóhn komin. Þegar hátíðahöldin standa sem hæst og mannfólkið er samankomið í stofunni gerist óvæntur atburð- ur. Það er barið að dyrum. Ekki er von á gestum en fólkiö flýtir sér th dyra. Fyrir utan stendur stór hreindýrstarfur með htla kálfinn Þyt sem Bókmenntir Telma L. Tómasson þolir ekki vetrarhörkuna úti fyrir. Mannfólkið bregst við hjálparkahi vhltu dýranna og hreinkálfurinn er hólpinn. Sagan um Þyt er faheg og einlæg. Samvinnu manns og náttúru er gert hátt undir höfði og veitir ekki af að benda á mikilvægi þess. Það er ekki laust við að ævintýrablær hvhi yflr frásögninni sem er enn th að auka á ghdi hennar fyrir yngri kynslóðina. Myndskreytingar Hólmfríðar Bjartmarsdóttur eru í takt við söguna, einlægar og svohtið draumkennd- ar. Sagan fær lesandann th að hugsa um tímasveiflu náttúrunnar þar sem klukkur nútímans missa gildi sitt og ævintýrin gerast í raunveruleikan- um. Þytur Jóhanna Á. Steingrimsdóttir Hólmfrfður Bjartmarsdóttir Bókaútgáfan Björk 1991 Jóhanna Á. Steingrimsdóttir. Fal- leg og einlæg saga. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.