Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þrek í mótbyr Ríkjandi bölsýni var viöfangsefni áramótaummæla ýmissa forystumanna. Satt er, aö svartsýni dregur kjark úr mönnum og veldur framtaksleysi. Væntingar manna skipta mjög miklu um framvindu til dæmis efnahags- mála þjóðarinnar. Lítist forystumönnum fyrirtækja illa á horfur, halda þeir að sér höndum og samdrátturinn verður þeim mun meiri. Áfóllin verða meiri. Því er mikilvægt, að bölmóður ráði ekki ferðinni, en jafnframt verða landsmenn að gera sér rétta grein fyrir stöðunni, annað leiðir illt af sér. Hvernig vilja menn bregðast við aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum? Vissulega skortir ekki þá, jafnvel í röðum „toppa“ í þjóðfélaginu, sem ekki vilja, að tekið sé á vandanum. Fólk vill brauð og leiki. Sumir áhrifa- menn hafa til dæmis mælt með því, að málum verði einfaldlega „reddað“ með því að taka nógu stór erlend lán. Þá gætum við áfram unað við leiki. Aðrir hafa hald- ið því fram, að „aflakvótinn“ verði bara aukinn frá þeim samdrætti, sem nú er fyrirhugaður. Þannig fáist tekjur fyrir landsmenn alla. Bölmóð verður að forðast, en þó verða landsmenn að átta sig á því, að framangreindar leiðir eru ekki færar. Við erum of skuldug þjóð, til þess að frekari „sláttur“ sé skynsamleg leið. Fiskifræðingar telja, að fiskaflinn, einkum þorskaflinn, verði ekki auk- inn á allra næstu árum, nema ef „gengið verður á útsæð- ið“. Við mundum því gjalda þess þungt að lifa fyrir líð- andi stund. Þannig komumst við sem þjóð ekki hjá því að minnka „leikina“ við okkur að minnsta kosti á þessu ári. Það er eini skynsamlegi kosturinn, og auðvitað eru forystu- menn ekki að gefa annað í skyn, þegar þeir vara við bölmóðinum. Brögð hafa verið að því, að mikill hluti landsmanna mikli vandann fyrir sér. Margir hafa dval- izt of lengi við leikina, og eftirköstin eru sársaukafull, þegar gleðin rennur af mönnum. En þjóðin getur verið þrautseig, og vandinn í efnahagsmálum er lítilræði sam- anborið við þau vandamál, sem flestar aðrar þjóðir glíma við. Menn muna vandamálin í kreppunni 1968-69, og vandinn í ár er viðráðanlegri, af því að við höfum svo mjög bætt kjör okkar síðan þá. Nokkurra prósentna hrap í þjóðartekjum skiptir ekki sköpum. Erfitt er að rata meðalhófið. Hér hefur verið nefnt, að sumir forystumenn taka of létt á vandamálunum og vilja lifa fyrir líðandi stund. Þetta hefur átt við suma forystumenn í atvinnulífinu. En flestir viðurkenna, að nú er ekki fært að knýja fram verulegar kauphækkan- ir. Þær mundu falla um sjálfar sig. Ef við tökum ekki stór erlend lán eða aukum kvótann til að fresta vandan- um, verður engin aukning kaupmáttar heldur hrap hans. Þetta verðum við að taka á okkur í ár, og við eig- um að sætta okkur við það æðrulaust. Þjóðin má ekki fyllast armæðu, enda engin ástæða til. Flestir hafa það gott, og svo verður áfram þrátt fyrir samdráttinn. Við erum í hópi tekjuhæstu þjóða heims. Þjóðin býr að góðri menntun og upplagi. Landið býr yfir verðmæt- um, sem munu án efa leiða til þess, að tekjur okkar munu brátt vaxa að nýju miðað við aðrar þjóðir. Astæðulaust er að trúa neikvæðum spádómum þess efn- is, að lífskjör íslendinga muni drabbast niður og þjóðin lenda neðarlega í flokki í samanburði milh þjóða. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sagði í nýársá- varpi sínu, að þjóðin mundi sigrast á örðugleikunum „með birtu hugans, afli handanna og auðlegð andans“. Haukur Helgason Klerkaveldi í Alsír yrði afdrifaríkt íslömsk strangtrúarhreyfing, sem koma vill á trúarríki meö klerkaveldi undir harðneskjulegu sharia-réttarfari, vann sigur í fyrstu frjálsu þingkosningum í Als- ír annan jóladag. Afleiöingar af valdatöku íslömsku hjálpræöis- fylkingarinnar að afstaðinni síðari umferö kosninganna 16. janúar geta orðið djúptækar um allt Mið- jarðarhafssvæðið. Kosið er um 430 þingsæti og í fyrri umferð kosninganna þurfti hrein- an meirihluta í kjördæmi til að ná kjöri. Framboð komu frá 49 flokk- um og að auki voru um 1.000 óháð- ir frambjóðendur utan flokka. í dræmri kjörsókn, þar sem rétt yfir helmingur manna á kjörskrá skiiaði sér á kjörstað, náðu fram- bjóðendur íslömsku hjálpræðis- fýlkingarinnar kjöri í 189 þingsæti. Næst kom Fylking sósíahskra afla með 20 sæti en sú hreyfing nýtur einkum stuðnings þjóðflokks berba. Þriðja í röðinni er Þjóðfrels- isfylkingin, stjómarflokkur Alsír allt frá því yfirráðum Frakka lauk, með 16 þingmenn kjöma. Kosið verður um 200 sæti 16. jan- úar og þá verða í framboði aðeins tveir þeir efstu af fyrri frambjóð- endum þar sem enginn fékk hrein- an meirihluta í fyrri umferð. ísl- amska hjálpræðisfylkingin þarf ekki að bæta við sig nema tæpum þrem tugum sæta til að ná meiri- hluta á þingi. Talsmenn alsírsku flokkanna sem ekki starfa á trúarlegum held- ur veraldlegum grunni benda á að yfirburðir íslömsku hjálpræðis- fylkingarinnar í þingsætafjölda byggjast alls ekki á samsvarandi atkvæðastyrk. Vegna lélegrar kjör- sóknar og mikillar dreifingar at- kvæða á framboð, sem engum koma að, eru það ekki nema 24 af hundraði atkvæðisbærra Alsírbúa sem standa að baki yfirburðasigri klerkavaldsflokksins. Þá er þvi haldið fram að veruleg- ur hluti af kjósendum íslömsku hjálpræðisfylkingarinnar sé alls ekki á bandi klerkaveldis, heldur sé þar um að ræða fólk sem hafi taliö rétt að verja atkvæðinu svona til að lýsa vanþóknum á stjóm Þjóðfrelsisfylkingarinnar á und- anfómum áratugum. Fylking sósíaiiskra afla efndi til mótmælagöngu í Algeirsborg í fyrradag þar sem 200.000 manns komu saman til aö vara við áform- um og uppgangi strangtrúar- manna. Sumir stjómmálamenn hafa lagt til aö ógilda kosningamar vegna lélegrar kjörsóknar í fyrri umferð en ríkisstjómin kunngerði í gær að hún tæki ekki mark á slík- um uppástungum og kosið yrði á ný eins og til stóð. Fomstumenn íslömsku hjálp- ræðisfylkingarinnar hafa lýst yfir að þeir ætli sér eitt ár til að breyta Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Alsír í íslamskt trúarríki úr verald- legu ríki þar sem öll trúfélög eiga að njóta sama réttar. Skammtíma- markmið strangtrúarmanna er þó að fá efnt til nýrra forsetakosninga, í von um að koma sínum manni á forsetastól í stað Chadli Bendjedid en kjörtímabil hans rennur ekki að réttu lagi út fyrr en í janúar 1994. Með Bendjedid á fosetastóli og herinn undir yfirstjórn hans gæti strangtrúarmönnum reynst erfitt að koma ýtrustu áformum sínum í framkvæmd. Herinn er í rauninni uppistaða Þj óöfrelsisfylkingarinn- ar og hann barði niður uppreisn- artilraun strangtrúarmanna síð- astliðiö sumar. Kosningasigur íslömsku hjálp- ræðisfylkingarinnar í Alsír, svo ekki sé minnst á ef úr verður stofn- un íslsamsks lýðveldis þar í landi, hlýtur að hafa mikil áhrif um allan hinn íslamska heim og sér í lagi í löndum Norður-Afríku. Þar eru virkar hreyfingar á borð við íslömsku hjálpræðisfylkinguna. í Marokkó og Túnis er þeim haldið niðri með lögregluvaldi og það gæti reynst erfitt eftir umskipti til klerkaveldis í öflugasta ríkinu af þessum þrem. Skjótust gætu þó áhrifin orðið í Egyptalandi. Þar hefur upp á síð- kastið verið slakað á hömlum við stjómmálastarfsemi. íslömsk strangtrúarhreyfing hefur rutt sér til rúms í háskólum. íslamskir ofsatrúarmenn hafa haft í frammi ofsóknir gegn koptisku kirkjunni, sem þama er rótgróin frá fyrstu öldum kristninnar. Og engum dett- ur í hug að tekist hafi að uppræta með öllu hópa íslamskra hryðju- verkamanna eins og þann sem skipulagði morðið á Anwar Sadat forseta. Hvort heldur væri valdataka ísl- amskra strangtrúarmanna í ein- hverjum þessum löndum eða öll- um, ellegar innanlandserjur og upplausnarástand vegna valdabar- áttu trúarhreyfinga og veraldlegra stjórnmálaflokka, myndi af slíku hljótast gífurlegur vandi fyrir Evr- ópuríkin sem liggja norðan að Miö- jarðarhafi. Nú þegar eiga lönd eins og Frakkland, Italía og Spánn fullt í fangi með að hafa hemil á straumi fólks frá löndum Norður-Afríku. Fyrst og fremst er þetta fólk að leita betri lífskjara, flýja atvinnuleysi og örbirgð. í þeim þrem löndum sem nefnd voru búa þegar fjórar milljónir Alsírmanna. Harðstjórn klerkaveldis eða inn- anlandsupplausn myndi leysa úr læðingi flóttamannastraum, langt umfram það sem áður hefur þekkst frá þessum löndum. Og getur nokk- ur Evrópuþjóð, sem vill halda sjálfsvirðingu sinni, vísað á bug fólki í neyð á flótta undan trúarof- sóknum? Ekki er minnsti vafi á að auk annarra trúflokka, einkum þeirra sem stunda trúboð, verða verald- lega sinnuð menntastétt og konur, sem hafa samið sig að evrópskum lífsháttum, fyrst fyrir hrammi ísl- amsks klerkavalds, hvar sem það nær sér niðri. Margt af þessu fólki býr yfir eftirsóttri þekkingu og starfsþjálfun og hefur þar að auki næg íjárráð til að komast inn í lönd Suður-Evrópu eftir leiðum sem ávallt standa opnar hverjum þeim sem er borgunarmaður fyrir að- gangseyrinum. Við bætist að viðkoma er ör í þessum ríkjum, sér í lagi Alsír. Fólksfjölgun sér því um að við- halda þrýstingi á nærtækustu und- ankomuleiðir frá eymd og ófrelsi. Margt hefur verið rætt um fólks- flutningaþrýsting á velmegunar- lönd Vestur-Evrópu frá austri eftir hrun Sovétveldisins. Sama fyrir- bæris hefur lengi gætt úr suðri og það getur magnast á hverri stundu. Magnús Torfi Ólafsson Konur voru fjölmennar i göngu Fylkingar sósialiskra afla til að vara við klerkaveldi i Alsír. Hér veifa þær alsírska fánanum. Fjöldinn í göngunni um götur Algeirsborgar er áætlaður allt aö 200.000. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.