Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 51 ___________________________ Fólk í fréttum Ragnheiður Runólfsdóttir Ragnheiöur Runólfsdóttir, sund- drottning frá Akranesi, var í gær kjörin íþróttamaður ársins 1991 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hlaut hún þrjú hundruð og tíu at- kvæði af þrjú hundruð og áttatíu mögulegum og er önnur konan sem hlýtur þennan sæmdartitil. Starfsferill Ragnheiður fæddist á Akranesi 19.11.1966 og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún stundaöi nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands, lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og stundar nú nám í lífeðlis- fræði í Alabama í Bandaríkjunum frá 1989. Ragnheiður hefur keppt í sundi frá 1977. Frá upphafi hefur hún sett um tvö hundruð í slandsmet en hún setti sjö íslandsmet á sl. ári. Þá vann hún til fimm gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna á smáþjóðaleikun- um í Andorra á árinu, varð í sjö- unda sæti í tvö hundruð metra bringusundi og í níunda sæti í hundrað metra bringusundi á Evr- ópumeistaramótinu í Aþenu. Fjölskylda Unnusti Ragnheiðar er Óskar Þór, f. 23.12.1966, nemi í næringarfræði í Bandaríkjunum, en hann er sonur Adolfs Ásgrímssonar, rafmagns- verkfræðings og yfirverkfræðings viö Grundartanga, og Erlu Óskars- dóttur verslunarmanns. Systkini Ragnheiðar eru Gísli, f. 31.8.1958, skipstjóriá Akranesi, kvæntur Soffíu Sóleyju Magnús- dóttur skrifstofustjóra og eiga þau þrjú börn; Sigurveig, f. 9.9.1959, sjúkraliði á Akranesi, gift Kristjáni Guðmundssyni, rafmagnsverkfræð- ingi viö Sementsverksmiðjuna, og eiga þau tvö börn; Sigurjón, f. 1.9. 1961, stýrimaður, búsettur á Akra- nesi, kvæntur Brynju Guðmunds- dóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau þrjú börn; Runólfur, f. 30.6.1964, stýrimaður á Akranesi. Fpreldrar Ragnheiðar eru Runólf- ur Óttar Hallfreðsson, f. 26.3.1931, skipstjóri og útgerðarmaður á Akra- nesi; og kona hans, Ragnheiður Gísladóttir, f. 15.11.1935, húsmóð- ir. Ætt Runólfur er sonur Hallfreðs, skip- stjóra, hcifnsögumanns og lengi for- manns Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Hafþórs á Akranesi Guð- mundssonar, b. í Gróunesi, Guð- mundssonar. Móðir Hallfreðs var Sólveig Magnúsdóttir. Móðir Run- ólfs er Siguijóna Magnúsdóttir, skipstjóra í Reykjavík, Jónssonar, og Sigurveigar Runólfsdóttur. Ragnheiður er dóttir Gísla, tré- smiðs á Akranesi, Bjarnasonar, tré- smiðs á Austurvöllum á Akranesi, Gíslasonar, b. í Hrísum í Flókadal, Böðvarssonar. Móðir Bjarna var Kristín Sighvatsdóttir. Móðir Gíslá' Bjarnasonar var Helga Sigríður Bjamadóttir, b. á Hömrum í Reyk- hólasveit, Sigurðssonar. Móðir Helgu Sigríðar var Ingibjörg Odds- dóttir. Móðir Ragnheiðar er Ósk Guð- mundsdóttir, sjómanns og verk- stjóra hjá Reykjavíkurbæ, Steins- sonar, vinnumanns á Breið, Jóns- sonar. Móðir Guömundar var Guð- ríður Guðmundsdóttir. Móðir Óskar var Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir. b. á Hellum í Garði, Jónssonar og Guðnýjar Katrínar Hansdóttur. Afmæli Jón Helgi Ásmundsson Jón Helgi Ásmundsson, stöðv- arstjóri við Olíustöðina í Helguvík, til heimilis að Háholti 3, Keflavík, erfertugurídag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík en ólst upp frá sjö ára aldri hjá móðurbróður sín- um, séra Þorleifi K. Kristmundssyni, og konu hans, Þórhildi Gísladóttur, að Kolfreyjustað á Fáskrúðsfirði. Þar lauk hann grunnskólaprófi og síðan landsprófi í Neskaupstað. Eftir próf úr Vélskóla íslands var Jón vélstjóri á ýmsum fiskiskipum, lengst af á bv. Rauðanúp og síðan á bv. Ljósafelli, þar til hann tók við starfi í Olíustöð- inni í Helguvík í apríl 1986. Fjölskylda Jón kvæntist 25.5.1975 Ásthildi Guömundsdóttur, f. 31.3.1953, hús- móður. Hún er dóttir Guðmundar Bjömssonar, b. á Þorláksstöðum í Kjós, og konu hans, Ólafíu Karls- dóttur húsmóöur. Guömundur lést 1970 en Ólafía býr nú í Hafnarfirði með seinni manni sínum, Pálma Ingólfssyni. Börn Jóns'Og Ásthildar eru Júl- íana Torfhildur, f. 11.6.1970, gift Guðna Þórhallssyni, og er sonur þeirra Daníel Aron; Þórhildur, f. 16.12.1975, en unnusti hennar er Hlynur Jóhannsson; Stefanía Kristjana, f. 21.11.1977; Hrafnhildur, f.22.7.1981. Systkini Jóns: Kristmundur, f. 8.11.1949, læknir í Grindavik; Guð- mundur Þór, f. 28.11.1950, skrif- stofustjóri hjá Fræðsluskrifstofu Akureyrar; Hulda Guðný, f. 19.6. 1953, húsmóðir í Hafnarfirði; Ása Sigríður, f. 24.6.1954, verslunarmað- ur í Kópavogi; Gunnhildur Steinvör, f. 9.12.1956, húsmóðir á Eskifirði. Hálfbróðir Jóns er Óli Þór, f. 25.2. 1957, vélstjóri á Sauðárkróki. Hálfsystur Jóns eru Ásdís Inga Jónsdóttir, f. 9.12.1965, búsett í Kópavogi, og Elín Margrét Jónsdótt- ir, f. 14.12.1966, skrifstofumaður í Hafnarfirði. Foreldrar Jóns: Ásmundur Jóns- son, f. 20.1.1928, d. 9.9.1958, og Inga Jón Helgi Ásmundsson. Sigríður Kristmundsdóttir, f. 27.6. 1931, húsmóðir. Ætt Ásmundur var sonur Jóns Guð- mundssonar og Helgu Guðrúnar Jósefsdóttur úr Fljótum í Skaga- firði. Foreldrar Ingu Sigríðar voru Kristmundur B. Þorleifsson og Guðný Sigríður Kjartansdóttir, lengst af búsett í Reykjavik. Jón og kona hans taka á móti gest- um á afmælisdaginn, 4.1., að heimili sínu, Háholti 3, Keflavík, eftir klukkan 17.00. Andlát Jón Þorgilsson Jón Þorgilsson, framkvæmda- stjóri Héraðsnefndar Rangæinga, til heimilis að Heiðvangi 22, Hellu, lést þann 29.12. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Oddakirkju í dag, laug- ardaginn 4.1., klukkan 14.00. Rútu- ferð er frá BSÍ klukkan 11.30. Starfsferill Jón fæddist á Ægissíðu í Djúpár- hreppi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1949, var verslunar- og skrifstofu- maður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu 1949-63 og framkvæmdastjóri tré- smiðjunnar Rangárhf. 1963-70. Jón var fulltrúi skattstjóra Suðurlands- umdæmis 1963-78 og sveitarstjóri Rangárvallahrepps 1978-90. Jón sat í hreppsnefnd Rangár- vallahrepps 1961-74 og var oddviti 1966-74. Jón var formaður Samtaka sveitarfélaga í Suöurlandskjördæmi 1980-84 og sat í stjóm Jarðefnaiðn- aðar hf. frá 1980. Hann var formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi 1966-68 og 1977-78, sat í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins 1977-78, var formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins í RangárvaÚasýslu og sat í flokksráði Sjálfstæöisflokksins. Jón sat í bankaráði Landsbanka íslands 1983-84,1988-89 og frá 1991. Hann var formaður Veiöifélags Rangæ- inga 1972-74. Fjölskylda Jón kvæntist4.11.1955 Gerði Þor- kötlu Jónasdóttur, f. 2.4.1929. Hún er dóttir Jónasar Kristjánssonar, b. í Vetleifsholti í Holtum, og konu hans, Ágústu Þorkelsdóttur hús- móður. Synir Jóns og Gerðar eru Sævar, f. 22.4.1952, byggingarmeistari í Reykjavík, sambýliskona hans er Friðjóna Hilmarsdóttir, og Þorgils Torfi, f. 10.7.1956, sláturhússtjóri á Hellu, kvæntur Soffíu Pálsdóttur. Bamaböm Jóns eru Ragnar Fjal- ar, Ægir, Arna og Jón. Systkini Jóns em Gunnar, f, 19.4. 1932, b. á Ægissíðu, kvæntur Guð- rúnu Halldórsdóttur; Ásdís, f. 28.1. 1934, d. 9.4.1989, bankastarfsmaður í Reykjavík, gift Steini Val Magnús- syni, aðstoðarbankastjóra hjá Is- landsbanka; Sigurður, f. 19.2.1936, d. 29.4.1982, verkamaður á Hellu, kvæntur íshildi Einarsdóttur; Ingi- björg, f. 28.4.1937, gift Jóhanni Kjartanssyni, rafvirkjameistara á Hvolsvelh, og Þórhallur Ægir, f. 13.9.1939, rafvirkjameistari og kaupmaður á Ægissíðu, kvæntur Þorbjörgu Hansdóttur. Foreldrar Jóns voru Þorgils Jóns- son, f. 21.10.1895, d. 18.3.1986, b. á Ægissíðu, og kona hans, Kristín Filippusdóttir, f. 17.9.1903, d. 15.10. 1971, húsfreyja. Ætt Faðir Þorgils var Jón, b. og fræði- maður á Ægissíðu, bróðir Jóns í Hlíð, afa Jóns Helgasonar, prófess- ors og skálds. Jón var einnig bróðir Skúla, afa Skúla Jóns Sigurðarson- ar, deildarstjóra hjá Loftferðaeftir- htinu. Jón var bróðir Júlíu, ömmu Guðrúnar P. Helgadóttur, fyrrv. skólastjóra Kvennaskólans. Önnur systir Jóns var Ingiríöur, langamma Siguröar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Keldum, bróður Stefáns, langafa Magneu, langömmu Ólafs ísleifssonar hag- fræðings. Guðmundur var sonur Brynjólfs, b. í Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, Stefánssonar, b. í Árbæ á Rangárvöllum, Bjarnason- ar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Halldórssonar, forföður Víkings- lækjarættarinnar. Móðir Þorghs var Guðrún, systir Sigríðar, langömmu Jóhanns Siguijónssonar sjávarlíífræðings. Guðrún vardóttir Páls, b. á Þingskálum á Rangárvöll- um, Guðmundssonar, hálíbróður, samfeðra, Jóns á Ægissíðu. Móðursystir Jóns var Jónína, móðir Páls G. Jónssonar, forstjóra Pólaris. Kristín var dóttir Filippus- ar, verkamanns á Blönduósi, Vig- fússonar, b. og járnsmiðs í Vatns- dalshólum, bróður Þorbjargar, móður Jóns prentara og Kristínar Ámadóttur, ömmu Júhusar Sól- ness. Vigfús var sonur Filippusar, b. á Þómnúpi í Hvolhreppi, Jóns- sonar, og konu hans, Kristínar Vig- fúsdóttur, b. á Miðfehi í Hmna- mannahreppi, Þórðarsonar. Móðir Jón Þorgilsson. Kristínar var Þuríður Ámundadótt- ir, b. og smiðs í Syðra-Lángholti, Jónssonar, langafa Margrétar, langömmu Björgvins, fóður Eherts B. Schram ritstjóra. Móöir Kristínar var Sveinsína Sveinsdóttir, b. á Syöri-Ey á Skagaströnd, Pálssonar, og konu hans, Elínar Jónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.