Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. 9 fuiuSurum EES Saraningamenn Evrópubanda- lagsins og EFTA komust ekki aö neinni niðurstöðu á iundi sínum á miövikudag um leiðir til aö koma samningnum um evrópskt efnahagssvæði, EES, í heila höfn. Dómstóll EB fetti fingur út í þann lið samkomulagsíns sem gerir ráö fyrir sameiginlegum dómstóli bandalaganna þar sem hann stríði gegn stofnsáttmála EB. Fulitrúar EFTA-landanna urðu fyrir vonbrigðum meö fúndinn þar sem þeir höföu áöur lýst yfir þeirri von sinni að framkvæmda- stjóm EB kæmi með tillögur til lausnar málsins. Sú varð þó ekki raunin. Talsmaður EFTA sagði að lög- spekingar myndu halda áfram að ræða málið og samningamenn kæmu ef til vili saman aftur iim- an tveggja vikna. Lagaflækjumar gætu orðið til þess að fyrirhugaðri undirritun samningsins um EES í marsbyrj- un verði frestað. fangelsinu Fangi í öryggisfangelsi í Sidney i Ástralíu skipulagði víðtækt fíkniefnasmygl inn til landsins úr fangaklefa sínum. í réttarhaldi yfir fanganum, dr. Nick Paltos, í gær kom fram að hann er sakaður um innflutning á 600 kilóum af hassolíu. Verð- mæti efnisins er um hálfur milij- arður islenskra króna, Paltos starfaði sem iæknir í einu af fínni úthverfum Sidney. Hann sat í fangelsi fyrir fíkni- eihadóm. Tveir aörir menn voru ákærðir. Tugþúsundir starfaiDan- mörkuíhættu Ekkert lát virðist vera á krepp- unni i dönsku atvinnulifi. í blað- inu Erhvervs-Bladet, sem kom út í gær, segir að rúmlega 18 þús- und dönsk fyrirtæki eigi i mikl- um erfiðleikum og að meira en 55 þusund störf séu í hættu í upplýsingum frá kaupmanna- sámtökunum kemur fram að það eru einkum fyrirtæki sera fram- leiöa fyrir heimamarkað sem eiga erfitt uppdráttar. Það kemur einnig í ljós að þriðjungur fyrir- tækja, sem leggja áherslu á út- ilutning framleiöslu sinnar, er rekinn með tapi. Tekjur atvinnulífsins fara minnkandi á öllum sviðum og talið er aö mikill fjöldi fyrirtækja muni hætta starfeemi eða verða gjaldþrota á árinu. Breskakon- ungsfjölskyldan undirsmásjá Bandariska rannsóknarblaða- konan Kitty Kelley, sem fræg er fyrir bersöglar ævisögur sínar af Frank Sinatra og Nancy Reagan, ku nú beina sjónum sinum að bresku konungsfjölskyldmxni, samkvæmt heimildum í New Yoik. Talsmaöur hókaútgáfu Wam- ers sagði aö fyrirtækið heföi und- irritað samning viö Kelley um bók sem á að koma út 1995. Efhi bókarinnar er leyndarmál. Heim- ildarmaður innan bókaútgáfunn- ar sagði hins vegar frá efni henn- ar. Wamer mun hafa greitt margar miiljónir dollara íýTir útgáfurétt bókarinnar. Fyrri forleggjari Kel- ley bauð einnig milljónir en ekki nógu margar. Reuter og Ritzau Útlönd Langferðabill með fimmtiu farþegum fór út af hraðbraut nærri bænum Okayama í Japan i gær. Mikið hefur snjóað i Japan síðustu daga og er ófærðinni kennt um óhappið. Bíllinn rann 25 metra niður snarbratta hlíð neðan hraðbrautarinnar áður en hann staðnæmdist. Tuttugu farþegar voru fluttir á sjúkrahús en enginn hiaut alvarleg sár. Símamynd Reuter VETRARTILBOÐ HAFIÐ SAMBAND í SÍMA 91-61-44-00 \BÍLALE1GA ARNARFLUGS við Flugvallarveg - gegnt Slökkvistöðinni Flateyringar Velferð á varanlegum grunni Fundur í Vagninum sunnudaginn 18. janúar kl. 15.00. Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Utanríkisráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið TILBOÐSDAGAR Fiskvinna liggur niöri í Færeyjum: Flotinn í höf n vegna verkfalls skipstjóra Hefjast á morgun laugardaginn 18. janúar 30 - 50% afsláttur af öllum vörum f búðinni. Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Fiskiskipafloti Færeyinga hefur veriö í höfn frá því fyrir jól, fyrst vegna veiðibanns en nú eru skip- stjórar og vélstjórar í verkfalli þann- ig að ekkert er róið. Eftir aö verkfall- ið skall á voru úthafstograr á veiðum í Barensthafi kaliaðir heim og eru komnir af miðunum. Því berst varla nokkur fiskur að landi. Veiðibanni á heimamiðum lauk þann 6. janúar en þá voru samningar lausir. Fljótlega var samið við háseta en skipstjórar og vélstjórar deila enn við útgerðarmenn. Fiskvinna hggur að mestu niðri en að öðru leyti hefur verkfalhð ekki veruleg áhrif. Mörgum Færeyingnum þykir hart að vita til þess að skipstjórar skuh ekki sætta sig við kjör sín því að þeir eru flestir hátekjumenn, taka tvo hluti og eru með bónus að auki. Þannig eru þess dæmi að skipstjórar : hafi um 2 milljónir danskra króna í j árstekjur. Það svarar til um 18 millj- E óna íslenskra króna. í Færeyjum er l haft á orði að þessir menn hafi aldeil- É is efni á að vera í verkfalli. Lokað í dagy föstudag. Opið laugard. kl. ÍO00 - 1600 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Oryggismalllt: Ný viðhorf i breyftu umhverfi Dr. Arnór Hannibalsson, prófessor: Ástandið í mið- og A-Evrópu. Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra: Nýtt öryggiskerfi í Evrópu. Arnór Sigurjónsson. vomarmólofulltrúi: Fromtíð Keflovíkurstöðvorinnor. Eyjólfur K. Jónssnn, olþingismoður, formoður utonríkisnefndar Alþingis. Sveinn H. Skúlason, forstöðumoður, róðstefnustjóri. manno eru-. Jón K. K. Jónsson og Utonríkismólonefndir Sjólfstæðisflokksins, SUS og Landsmólafélogið Vörður boða til róðstefnu um utonríkismól lougordoginn 18. janúor. Róðstefnan hefst kl. 12.00 með hódegisverði í Ársol Hótels Sögu (annarri hæð). Róðstefnugjald er 1.700 kr. með hódegisverði, siðdegiskoffi og ráðstefnugögnum, 1.100 fyrir skólafólk, en 600 kr. án veitinga. Utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins, utanríkismálanefnd SUS, Landsmálafélagið Vörður. Davíð Oddssan, forsætisráðherra og formoð- ur Sjálfstæðisflokksins, flytur inngangsorð. Björn Bjarnason, alþingismoður: Hrun Sovétríkjanna og áhrif þess á íslensk stjórnmál. Jón X. Snæhólm, formaður utanríkisnefndar SUS. Hreinn Lnftsson, aðstoðormoður forsætisróð- herra: Samantekt og ráðstefnuslit. Baldur Guðlaugsson, hæstaréttorlögmaður, umræðustjóri. Albert Jónsson, deildorstjóri: V-Evrópu- sambondið og Noto í breyttu umhverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.