Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Síða 23
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. 23 Ford-keppnin: Tólf stúlkur í úrslitum Eileen Ford hefur valið tólf stúlkur úr hópi sjötíu stúlkna til að taka þátt í úrshtakeppni Ford sem fram fer 19. mars. Þær eru Ingibjörg Valdimarsdóttir, 19 ára, frá Akranesi, Harpa Hjart- ardóttir, 19 ára, frá Reykjavík, Hildur Guðjónsdóttir, 16 ára, úr Reykjavík, Hrafnhildur Gísla- dóttir, 16 ára, úr Reykjavík, Ása Sigurbjörg Haraldsdóttir, 19 ára, Reykjavík, Hrefna Jónsdóttir, 15 ára, úr Kópavogi, Vigdís Más- dóttir, 14 ára, Seltjarnarnesi, Þórdís Þórðardóttir, 15 ára, Vest- mannaeyjum, Helga Kristín Jónsdóttir, 18 ára, Seltjarnar- nesi, Brynja Davíðsdóttir, 16 ára, Reykjavík, Auður Hansen, 18 ára, Reykjavík, og Lovísa Aðal- heiður Guðmundsdóttir, 17 ára, Innri-Njarðvík. Stúlkurnar voru valdar af myndum sem þær sendu af sér í Fordkeppnina en þær voru sendar áfram til Ford Models skrifstofunnar í New York. Áður en að sjálfri keppninni kemur munu stúlkurnar tólf fá þjálfun hjá Módelsamtökunum. I næsta helgarblaði verða stúlk- umar kynntar hver fyrir sig og verða teknar myndir af þeim eft- ir hárgreiðslu og fórðun. Um hárgreiðslu munu Biggi og Simbi og starfsfólk Jóa og félaga sjá en fórðun verður í höndum Svanhvítar Valgeirsdóttur, ís- landsmeistara í leikhúsfórðun. Yfirmaður „prufu"deildar kemur og velur Lokakvöldið fer síöan fram fimmtudagskvöldið 19. mars í Súlnasal Hótel Sögu. Aðeins ein manneskja situr í dómnefnd. Það er Anne Gorrisson sem kemur hingað frá Ford Models í New York og velur sigurvegara. Anne er yfirmaður þeirrar deild- ar sem sér um prófanir á stúlk- um. Hún fer yfir allar þær fjöl- mörgu myndir sem berast til Ford Models daglega og velur úr þær stúlkur sem umboðs- skrifstofan hefur áhuga á að sjá og taka prufumyndir af. Anne er mjög fær í sínu starfi enda hefur hún starfað lengi hjá Ford Models. Sigurvegari Fordkeppninnar mun fara til Los Angeles í júlí í sumar og taka þar þátt í keppn- inni Supermodel of the World. Sú sem ber sigur úr býtum í þeirri keppni þarf ekki að hafa áhyggjur af peningamálum sín- um því sigrinum fylgir samning- ur við Ford Models upp á tæpar fimmtán milljónir króna. Um þessar mundir er verið að velja fulltrúa um allan heim til að taka þátt í Supermodel keppninni. Eftir að Anne Gorris- son hefur vahð íslenskan sigur- vegara fer hún til írlands þar sem Fordkeppninni verður sjón- varpaö beint að kvöldi mánu- dagsins 23. mars. Fordkeppnin fer svipað fram í öllum löndum. Hún er yfirleitt í gegnum blöð eða tímarit en ein- staka sjónvarpsstöðvar hafa umboð til aö hafa keppnina. í sumum tilfellum eru greiddar háar fjárhæðir til Ford Models fyrir umboðsréttinn á keppn- inni. Hér á landi er ekki um slíkt að ræða. Eingöngu sjónvarpskeppni Ford Models umboðsskrifstof- an er ein sú elsta og virtasta í I Stúlkurnar tólf sem keppa til úrslita i Ford-keppninni 19. mars nk. Þær verða kynntar hver og ein i næsta helgarblaði. DV-mynd Brynjar Gauti heimi. Eileen Ford nýtur sérstakr- ar virðingar fyrir störf sín. Hún er einstaklega vönd að virðingu sinni og gætir þess í hvívetna að fyrir- sætur hennar valdi ekki hneyksl- un. Ef stúlkurnar hefja fyrirsætu- störf ungar tekur Eileen Ford þær í sína umsjá og þær búa á heimili hennar. Keppnin Supermodel of the World er eingöngu sjónvarpsefni. Henni er sjónvarpað um öll Banda- ríkin, til Frakklands og Ítalíu. Auk þess hafa aðrar þjóðir sóst eftir að sýna frá keppninni. Vegna þess að keppnin er byggð upp sem sjón- varpsefni þurfa stúlkurnar, sem taka þátt í henni, að gangast undir strangt æfingaprógramm sjö til átta daga fyrir útsendingu. Ahorf- endur í sal þurfa líka að taka tihit til þess að um útsendingu sjón- varpsefnis er aö ræöa. Þeim stúlkum, sem taka þátt í keppninni, leiðist þó ekki þessa dagana þótt þeir séu strangir því margt skemmtilegt er einnig í boði, svo sem heimsókn í skemmtigarða og kvikmyndaver. Einnig eru dýr- ustu verslanir Los Angeles-borgar skoðaðar þótt keppendur hafi ekki fjárráð til að versla þar. Keppendur búa allir á glæsilegu hóteli sem er heimsfrægt vegna þess að kvikmyndin Pretty Woman var tekin þar á sínum tíma. Það er því sannarlega spennandi dagar sem Fordstúlkan 1992 á í vændum í sumar. Úrslitakvöld Fordkeppninnar verður glæsilegt, ekki síður en í fyrra, en nánar verður sagt frá því þegar nær dregur. -ELA FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsi- legar línumar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburðahönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að s hílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna | fólki. Fallegt útlit, góðar innréttingar, Íþægileg sæti, stört farangursrými, gott rými fyrir börnin, kraftmikil og sparneytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Ahersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.184.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. (0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.