Alþýðublaðið - 20.07.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.07.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið €3-e£tö lit adt ^JLþýðuflokkniiixi. igsti Miðvikudaginn 20. júíí. 164, tölubl. Auðvaldsóstjórnin á íslandi. Langt er síðan eins skuggalegt ástand og útlit hefir verið hér á íslandi eins og nú er á þessu ári. Stærstu atvinnurekendur landsins — togaraeigendurnir — hafa á undanförnum árum rakað saman stórfé á atvinnurekstrinum, en spilað því aftur að meira eða fninna leyti úr höndum sér. Þeim fjármunum, sem þeir hafa haft upp úr striti verkalýðsins, hafa þeir sóað; nú eru hagstæðu árin faorfin og atvinnureksturinn ekki eins arðvænlegur eins og áður. Þá gera togaraeigendurnir sér faægt um hönd og leggja fiski- skipunum upp — draga sitt kapi- tal út úr atvinnulífinu og hugsa sér að bíða betri tfma, þegar , gróðinn verði vissari. Hinu skeyta þeir engu,. þótt fjöldi verkafólks, sem áður hefir unnið fyrir þá, verði nú atvinnulaus og'megi berj- ast við skótt á flestum sviðura. Þetta vita allir að er satt, og þó segja menn að hér á íslandi sé engin þörf á jafnaðarstefnunni! Nú er það deginum ljósara, að atvinnuleysið hér er óðum að magnast; það er vafasamt hvort það er að sínu leyti minna hér á landi sem stendur, heídur en í nágrannalöndum okkar. Þar eru þó gerðar tilraunir til þess að bæta úr alvarlegasta atvinnuskort- t inum með atvínnuleysisstyrk. Hér er það ekki borið við. Það má miklu fremur segja að ríkisvaldið geri sitt til þess að auka á vand- ræðin. Það hefir ausið út fé lands- ins á hinn heimskulegasta hátt. Þingið veitir stjórninni heimild til þess að ganga í stórkostiegar á- byrgðir fyrrr togaraeigendur; það lítur ekki út fyrir að slfk heimild hafi verið gerð i því skýni að bæta úr vandræðum almennings; hafi það verið gert, þá hefir heim- ildin að minsta kosti að litlu gagni orðið, því togaraeigendurnir hafa hætt atvinnurekstrinum að meira eða minna Ieyti. Hitt er sýnilegt, að ábyrgðin getur þá að minsta kosti orðið til þess að bjarga sníkjudýrunum sjálfum, sem lifa á því að stinga í sinn vasa arðinum af vinnu almennings á þeim tím- um, þegar atvinnureksturinn er arðvænlegur — hæla sér af því að þeir séu að „veita" fólkinu at- vinnu — en hika þó ekki við að stöðva atvinnureksturinn undir eins og þeir óttast að tap geti orðið á honum. Þeir úthluta sjálfum sér gróðanum góðu árin, en alþýðu manná skellina vondu árin. Og samt eru menn svo ósvífnir að neita því, að hér sé nokkur ástæða til að taka í taumana. Jafnaðarstefnan á ekki við hér, er viðkvæði þessara herra, sem vilja fá að hafa sem beztan frið til að rýja verkalýðinn. . Landið er á hausnum. Það heíir ekki efni á því að láta leggja vegi né byggja brýr. Fyrir þá sök missa margir atvinnu. Er það þá ekki napurt að sjá fieiri hundr> uðum þusunda ausið út til annars eins hégóma og konungsmóttök- unnar í því formi sem hún varf Er í rauninni nokkurt vit í því að láta fara þann veg með aímenn- ingsfé? Er nokkurt réttlæti f því að skattar og skyldur séu lagðar á alþýðu manna til þess að kosta veizlur og hátíðahöld broddborg- aranna hér í Reykjavík, eða til þess að styðja togáraeigendurna — eins samviskusamlega og þeir líka beita þeirri aðstöðu sem.þeir hafa í okkar þjóðfélagilr Og þrátt fyrir það, þótt öll þessi ósvinna fari fram rétt fyrir framan nefið á mönnum, segja þeir að hingað eigi jafnaðarstefn- an ekkert erindi. Hér í Reykjavík eru að koma skýrar og skyrar f Ijós einkenni hinnar sárustu neyðar. Það kemur ekki sjaldan fyrir að maður rekist á klæðlítil, betlandi börn á göt- 0 Brunatryggingar 5 á innhúi V hvergí ódýrari en hjá A. V, Tuliníus ? • vátryggingaskrifstofu W Eimskipafélagshúsinu, lp Á 2. hæð. A unni. Þau eru fyrirfram dæmd til örbyrgðarinnar. Þau eiga bláfátæka foreldra, sem búa í dimmum, rök- um og óhollum kjallaraholum eða þröngum og iélegum súðarher- bergjum uppi á háaloftum. Siíkir bústaðir eyðileggja heimilislífið; börnin fá hvorki það ltkamiegt né andlegt uppeldi, sem þau þarra- ast. Þau eru dæmd til að vera skuggamegin í lífinu. Berum þetta saman vid líf æðri stéttanna hér i Reykjavík. Ge'rum litinn samanburð t. d. á kjallara- og háaloftsibúðunum og svo aftur hinum þægilegu, rúmgóðu og björtu fbúðarhúsum sumra togara- spekulantannal Allir sjá muninn. Samt segja menn að hér sé enginn stéttamun- ur og engin þörf á jafnaðarstefnu 1 Hvaðan er þessi skoðun runninr Hvaðan nema frá atvinnurekend- unum, sem eru að reyna að halda sér uppi á kostnað almennings? Þeir hafa gert ait er í þeirra valdi hefir staðið til þess að „fabrikera" þessa fjarstæðu skoðun hjá sem allra flestum. Þessir tímar, sem við nú lifum á, eru skapaðir til þess að rífa frá augum manna bindi það, sem auðvaldið hefir haft til þess að leyna sannleikanum fyrir þeim. Víða má sjá þess merki erlendis, að menn séu að yakna. Hví skyldu menn ekki vakna hér líkaf Hvaða alþýðumaður getur sætt sig við það ástand, sem hér er nú? Hverra umbóta getur hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.