Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 3
I>RIÐJUDAGUR 7. APRI'L 1992. 3 Fréttir Offramboð á dagmæðrum OfTramboð er nú á dagmæðrum í Reykjavik. Þær eru nú 440 og hafa aldrei verið jafnmargar. Síö- astliðiö sumar voru dagmæðurnar um 360. „Það hefur harönað í ári. Það eru fleiri konur sem vilja aíla sér tekna á þennan hátt. Auk þess hefur þeim konum fækkað sem stunda atvinnu utan heimilis," segir Selma Júlíus- dóttir, formaður Félags dagmæðra. Hingað til hafa konur fengið leyfi til að taka börn i dagvist án þess að hafa fyrst tekið þátt í kjarna- námskeiði. Þær hafa þó þurft aö fara á kjarnanámskeiðið á reynslu- tímabilinu sem er eitt ár. Með nýrri reglugerð, sem væntanleg er innan tíöar, veröur breyting þar á. „Skil- yrði fyrir starfsleyfi verður að kon- urnar fari fyrst á námskeið," segir Selma og tekur fram að alltof marg-. ar dagmæöur séu nú í Reykjavík. „Þetta hefur í fór með sér að margar konur fá færri börn en þær hafa leyfi til, kannski ekki nema eitt eða tvö, og gefast upp á að afla sér tekna á þennan hátt. Börnin fara á flæking og við þetta skapast mikill óróleiki. Þaö er algengt að börn flakki á milli nokkurra dag- mæðra sem allar gefast upp. Þessa vegna er verið aö vinna að betra skipulagi á úthlutun starfsleyfa. Við viljum einnig aö það verði gerð- ar miklar kröfur til þeirra heimila sem taka þetta að sér.“ Fjöldi barna í vistun hjá dag- mæðrum í Reykjavík er nú 1044. Eigin börn dagmæðra innan sex ára aldurs, sem taka vistpláss hjá mæðrunum, eru 853. Fleiri börn eru nú hjá dagmæörum en oft áður. Aðspurð hvort vænta megi lægra verðs fyrir vistun vegna offram- boðs dagmæðra sagði Selma þaö komiö undir dagmæðrunum sjálf- um. -IBS Skriðurnar tvær sem faliið hafa úr Reynisfjaili á einu ári -sú nýrri nær. Reynisdrangar í baksýn. DV-mynd Páll Skriða féll úr Reynisfjalli Páll Pétuisson, DV, Vik í Mýrdal: Stórt hrap féll úr Reynisfjalli aust- anverðu aðfaranótt föstudagsins og í sjó fram. Einn íbúa austan við Vík- urá í Vík vaknaði við níiklar drunur rétt fyrir klukkan háiftvö um nóttina og þóttist vera viss um hvað gerst heföi en sá þá ekki neitt fyrir myrkri. Hrapið er á að giska 200 metra breitt og annað eins þar sem það er hæst. í berginu fyrir ofan er far, eins og eftir hnífsblað, þvert eftir bjarginu þar sem skriðan hefur byrjað. Sennilegast er að sprunga hafi ver- ið í fjallinu sem hefur ghðnað út og bergið fallið fram yfir sig. Það er undarleg tilviljun en á sama tíma fyrir ári féll stór skriða einmitt á þessum sama stað og fyllti meðal annars upp í skarð sem var á milli klettadrangs sem stóð 30-40 metra út í sjó. Það eru alltaf öðru hverju að hrynja litlar skriður eða klettar að velta niður í sjó en þetta er með því stærsta sem menn muna eftir hér. Fyrr á öldinni hrapaði mjög stór spilda úr fjallinu nær Vík og eru stærstu björgin í því á við stór einbýl- ishús að stærð. Þegar svona atburðir gerast með stuttu millibili verður manni ósjálfrátt hugsaö til kletta- beltisins sem gnæfir vestan megin yfir þorpinu í Vík. Undankeppni íslandsbankamóts í bridge: Óvænt úrslit í öHum riðlum Óvænt úrslit urðu í öllum fjórum riðlum í undankeppni íslandsbanka- mótsins í bridge um helgina. Keppni var geysihörð í öllum riðl- um og úrslit voru ráðin í einungis einum riðli af fjórum fyrir síðustu umferð. Sveit Tryggingamiðstöðvar- innar náöi hæsta skorinu, 162 stigum af 175 mögulegum sem er með því hæsta sem náðst hefur. Til marks um baráttuna um sæti í úrshtum má geta þess að í C-riðlinum, sem var hvað jafnastur, áttu 5 af 8 sveit- um von um að komast í úrshtin fyrir síðustu umferðina. Sveitunum 32 sem spiluðu í undan- úrshtum var skipt í styrkleikaflokka frá A-H, en A- og B-sveitirnar hafa síðasthðin ár nær undantekningar- laust komist áfram. Að þessu sinni komust ahar A-sveitirnar áfram, engjn B-sveit, tvær C-sveitir, ein D- sveit og ein sveit úr F-styrkleika- flokki. Sveit af F-styrkleika hefur aldrei áður komist í úrslit íslands- móts í sveitakeppni. Sveitirnar sem komust í úrslitin voru Tryggingamiðstöðin, Verð- _ bréfamarkaður íslandsbanka, S. Ár- mann Magnússon og Landsbréf úr A-styrkleika. Sveitir Sigfúsar Þórð- arsonar og Rauða ljónsins úr C- flokki, sveit Hjalta Elíassonar úr D- flokki og sveit Gunnlaugs Kristjáns- sonar sem er F-sveit að styrkleika. Úrslit íslandsbankamótsins í sveitakeppni verða spiluð 15.-18. apríl á Hótel Loftleiðum en dregið var um röð í úrslitum að lokinni undankeppni. Rööin er þessi: 1. Rauða ljónið. 2. S.Ármann Magnússon. 3. Verðbréfa- markaður íslandsbanka. 4. Hjalti El- íasson. 5. Tryggingamiðstöðin. 6. Gunnlaugur Kristjánsson. 7. Sigfús Þórðarson. 8. Landsbréf. Agnar Jörgensson og Kristján Hauksson sáu um keppnisstjórn á mótinu sem var spilað á Hótel Loft- leiðum eins og undanfarin ár. Þaö er hald flestra að það verði sveitir Landsbréfa, Tryggingamiðstöðvar- innar og Verðbréfamarkaðarins sem komi til með að berjast um íslands- meistaratitilinn í ár. Þó er vel hugs- anlegt að aðrar sveitir blandi sér í þá baráttu. -ÍS FOSTUDAGINN 10.APRIL OG LAUGARDAGINN 11. APRÍL SÍÐUSTU SÝNINGAR TOTO næstu heigi, 10. og 11. apríl Toto/Bobby Kimball Þekktasta stórplata „Toto" var tví- mælalaust Toto IV en fyrir þá plötu hlaut hljómsveitin sex Grammy-verð- laun árið 1982. Lög eins og Africa, Rosanna Hold the Time, I II Be over You, One Day at a Time, Hollyanna, Anna Isolation, Cool Change, Child's Antem, Out of Love, I Won't Hold You back, 99 hljómuðu á öldum Ijósvakans með hljómsveitinni Toto og skipuðu efstu sæti vinsældalistans. Tamla Motown Soul Party Presenting The Fabulous Sound of the Supremes Supremes eiga fjöldann allan af „topp" lögum sem setið hafa I sætí vinsælda- lista Bandaríkjannasvo vikum og mánuðumskiptir. Topplögin eru eftirfarandi: Baby Love, Stop in the Name of Love, You Keep Me Hanging on, I Hear a Symphony, There Is no Stopping Us now, Where Did Your Love Go, Back in My Arms again, Come See about Me, Love Is here and now You're Gone, Someday We'll Be together, Yoy Can't Hurry Love, The Happening, Love- child, Qupit. R TIL ISLENSKIR TONAR J3F / 30 ár 1950-1980 f 1 ^ í Laugard. 2. maí k . Laugard. 9. maí Vegna fjölda If A Páll Óskar Hjálmtýsson Daníel Ágúst Haraldss. Móeiöur Júníusdóttir Pétur Kristjánsson Berglind Björk Jónasd. Sigrún Eva Ármannsd. 15. og 16. maí. DR. HOOK Ein alvinsælasta hljómsveit sem til landsins hefur komið Hver man ekki eftir: Sylvia's Mother, The Cover of the Rolling Stones, Only Sixteen, Walk Right in, Sharing the Night together, When You're in Love with a Beautiful Woman, Sexy Eyes, Sweetest of All, o.fl. o.fl. Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi allar helgar. Sýningar á ^ "" HÖTEUjtLMD Staður með stíl Miðasala og borðapantanir í sima 687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.