Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. 11 Sviðsljós Nemendur og kennarar Perlunnar sýndu aerobicfatnað. DV-myndir Ægir Már Dömukvöld í Perluimi Óvenjulegt skákmót Óvenjulegt skákmót var haldið á ísafirði nýlega þegar stjórn ísfirð- ingafélagsins í Reykjavík var stödd fyrir vestan að taka við Sóltúni, nýkeyptu orlofshúsi sínu við Hhð- arveg. Mönnum þótti tilvalið að nota ferðina og taka „eina mentu“ því bæði hefur forysta félagsins verið mjög gegnsýrð af skákáhuga og eins hafa brottfluttir ísfirðingar verið áberandi í skákforystunni syðra. Mótið var haldið á heimili Hans Georgs Bæringssonar, formanns bæjarráðs ísafjarðar, og voru þát- takendur níu talsins. Þrír efstu menn hlutu íþróttaboli í viður- kenningarskyni en úrslitin urðu þau að Guðfinnur Kjartansson fékk 7 'A vinning úr átta skákum en aðr- ir minna. Vinningshafinn á mótinu var látinn vera með höfuðið undir Ijósahjálmin- um á myndinni þar sem engin kóróna var handbær. F.v., Kristján K. Jónasson, Ásgeir Overby, Einar S. Einarsson, Smári Haraldsson, Birgir Valdimarsson, Hlynur Þór Magnússon, Hans Georg Bæringsson, Guð- finnur Kjartansson og Einar Garðar Hjaltason. Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjumj Fyrir skömmu bauð Sólbaðs- og þrekmiðstöðin Perlan í Keflavík öllum dömum, sem stunda þar líkamsrækt, á sérs- takt dömukvöld. Um hundrað glæsilegar dömur mættu á Glóðina í Keflavík þetta kvöld og voru í gríðarlegu stuði. Alda Jónsdóttir, eigandi Perl- unnar, byijaði á því að verð- launa þær sem mættu best og höfðu sýnt mestan árangur en síðan flutti Anna Gunnarsdótt- ir fatastílfræðingur erindi um fatastíl en Anna hefur verið í morgunþætti Eiríks Jónssonar á Bylgjunni. Anna ræddi þar um rétt val á fatnaði og fékk m.a. gesti upp á sviðið til að prófa stíl þeirra og finna út hvað færi þeim best. Einnig var um kvöldið kynnt ný lína i snyrtivörum og í lokin voru nemendur og kennarar meö glæsilega tískusýningu á aerobicfatnaði frá Perlunni. Þær voru í banastuði, þessar, á dömukvöldi Perlunnar fyrir nokkru. Anna Gunnarsdóttir fatastílfræðing- ur leiðbeinir hér um fatastíl. Grundarfjörður: Eiður fundaði um skot- veiðifrumvarpið Skotveiðimenn frá Grundarfirði, Ólafsvík og Reykjavík fjölmenntu á fund með Eiði Guðnasyni í Grundar- firði. Fundurinn þótti hinn fróðlegasti og svaraði ráðherra fjölda fyrir- spuma fundarmanna um frumvarp- ið sem hggur fyrir Alþingi um vernd- un, friðun og veiðar á vihtum fuglum og spendýrum. Stóð fundurinn yfir í þrjá klukkutíma. -G. Bender 'fíiu&rú Skóp......., toSbeWtvon*^ ihatert^11... f ‘ ,.,nMhruþ«éa' paga’.n-i ^ I Matwbrefnúðan 1 1 Ar«P‘........ \ Cófn«hO&satn?Jd m fónatíöðuttnrm ■ r.óIskU^Penn: 1 \ Krosstoi«#tan tar oahjarta tHSaym •••• {úkkabrö® 1 ,krossrolugaW.........■ idabanánu............" rinnogP'«{eiS0! „innsetnÞ^85' ,nnnscmupP^' nvtt HEFTV á oæsta sölustað eða í ®|3r27 00 ■ síma 63 \ Skotveiðimenn i Grundarfirði og fjölmiðlamaður af staðnum hlusta á ræðu Eiðs Guðnasonar ráðherra um helgina. DV-mynd G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.