Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. Afmæli María Hannesdóttir María Hannesdóttir húsmóðir, Meðalholti 9, Reykjavík, varð níræð sl. sunnudag. Starfsferill María fæddist í Stykkishólmi 5.4. 1902 og ólst þar upp. Hún flutti til Reykjavíkur 1919 og fór þá í vist á heimili Hauks Thors þar sem hún starfaði þar til hún gifti sig. María og fyrri maður hennar hófu búskap að Bakka í Ölfusi en hún missti hann eftir skamman hjúskap og fór hún þá aftur til Reykjavíkur þar sem hún starfaði fyrst hjá Kveldúlfi og stundaði síðan pijóna- skap. Hún hefur síðan veriö hús- móðiríReykjavík. Fjölskylda María giftist 27.5.1922 fyrri manni sínum, Jóni Guðmundssyni, f. 15.11. 1890, d. 15.1.1926, sjómanni og síðar b. á Bakka í Ölfusi. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar, b. í Gerða- koti í Ölfusi, og Herdísar Hannes- dóttur. María giftist 10.10.1937 Ingimar Magnúsi Bjömssyni, f. 5.7.1904, d. 14.2.1967, vélvirkja. Hann var sonur Björns Jóhannssonar frá Selnesi á Skaga, og Margrétar Vigfúsdóttur. Börn Maríu og Jóns era dr. Hann- es Jónsson, f. 20.10.1922, sendiherra, kvæntur Karen Waag húsmóður og eiga þau sjö böm, og Herdís Jóns- dóttir, f. 13.1.1924, sérkennari í Reykjavík, var gift Haraldi Árna- syni landbúnaðarverkfræðingi en þau skildu og eiga þau fjögur böm. Börn Hannesar og Karenar em Hjálmar Waag, f. 5.4.1946, sendi- herra í Bonn; María Inga Hannes- dóttir, f. 30.5.1950, kennari í Kópa- vogi; Jón Halldór, f. 22.5.1952, kenn- ari og b. á Hjarðarbóli í Ölfusi; Jak- ob Bragi, f. 5.9.1956, kennari í Reykjavík; Kristín Hanna, f. 5.9. 1956, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík; Karen EUsabet, f. 1.1.1960, fóstra í Reykjavík; Guðmundur Hannes, f. 25.3.1965, bankamaður í Reykjavík. Börn Herdísar og Haralds eru Árni Bjöm Haraldsson, f. 1.10.1946, landbúnaðarvélaverkfræðingur í Noregi; Jón Ingi Haraldsson, f. 28.10. 1949, tæknifræðingur og kennari við Iðnskólann; Svanbjörg Helga Har- aldsdóttir.f. 29.1.1951, stærðfræð- ingur og tölvufræðingur.hjá Vega- gerð ríkisins; Hildigunnur Haralds- dóttir, f. 8.6.1954, arkitekt. Böm Maríu og Ingmars Magnús- ar: Ingimar Bragi, f. 9.12.1939, d. 24.12.1950; Jóhanna Þómnn, f. 18.12. 1949, húsmóðir og kennari í Reykja- vík, gift Steingrími Hálfdánarsyni loftskeytamanni og eru böm þeirra María Hlín og Hanna Steinunn. María er nú ein á lífi átta systkina en fjögur systkina hennar komust til fullorðinsára: Alfons, sjómaöur í Bolungarvík; Gunnar, b. í Helga- fellssveit; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík; Ástríður, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Maríu vom Hannes Kristján, f. 11.3.1873, d. 28.4.1919, skipstjóri í Stykkishólmi, og kona hans, Jóhanna Þórunn Jónasdóttir, f. 23.3.1873, d. 1912, húsmóðir. Ætt Systir Hannesar var Guðrún, langamma Þorsteins ráðuneytis- stjóra og Magnúsar, formanns Raf- iðnaðarsambandsins, Geirssona. Hannes var sonur Andrésar, sjó- manns í Saurlátri, Andréssonar, b. í Knarrarhöfn, bróður Steinunnar, langömmu Gunnars, foður Árna, fyrrv. alþingismanns. Andrés var sonur Hannesar, b. í Knarrarhöfn, bróður Brynjólfs, langafa Sigur- bjargar, langömmu Svavars Gests- sonar alþingismanns, og ömmu Friðjóns Þórðarsonar sýslumanns, fóöur Þórðar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar. Hannes var sonur Andr- ésar, b. á Á á Skarðsströnd, Hannes- sonar, b. á Hamarlandi í Reykhóla- sveit, Björnssonar. Móðir Andrésar var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Þór- dísar, langömmu Jóns forseta. Móð- ir Hannesar skipstjóra var Guðný, systir Ingibjargar, langömmu Ingi- María Hannesdóttir. bjargar, langömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Guðný var dóttir Guðmundar Bjarnasonar á Þverfelh og Kristínar Jónsdóttur. Jóhanna Þómnn var systir Þor- geirs á Helgafelh, föður Bjöms gömludansasöngvara. Jóhanna var dóttir Jónasar, b. á Helgafelli Sig- urðssonar, b. í Pumpu í Eyrarsveit Sigurðssoanr. Móðir Jónasar var Guðrún Jónasdóttir frá Pumpu. Móðir Jóhönnu var Ástríður Þor- steinsdóttir, vinnumanns í Rauðs- eyjum, Jónssonar, Vermundssonar. Móðir Ástríðar var Þorbjörg Jóns- dóttir. Nikolína Rósa Magnúsdóttir Nikohna Rósa Magnúsdóttir, (Nanna), hjúkrunarfræðingur og húsmóðir, Brekkugötu 9, Vest- mannaeyjum, er sextug í dag. Starfsferill Nikolína fæddist á ísaflrði og ólst þar upp. Hún lauk námi frá Hjúkr- unarskólaíslands 1955. Nanna hefur starfað sem hjúkrun- arfræðingur við Sjúkrahús ísafjarð- ar, Baldwin Community Hospital í Baldwin í Wiscosin í Bandaríkjun- um, við Sjúkrahús Keflavíkur, Bamaspítala Hringsins, Kleppsspít- alann, Sjúkrahús Vestmannaeyja og starfar nú á Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Nanna hefur verið félagi í Slysa- vamarsveitinni EykyndU í Vest- mannaeyjum í áraraðir, setið í stjóm hennar og verið formaður í fimmár. Fjölskylda Nanna giftist 13.4.1963 Tryggva Jónssyni, f. 11.3.1925, vélsmið. Hann er sonur Jóns Tómassonar, skip- stjóra í Vestmannaeyjum, og Stein- unnar Árnadóttur húsmóður sem bæði eru ættuð úr Mýrdalnum. Börn Nönnu og Tryggva eru MagnúsTryggvason, f. 18.12.1964, sundþjálfari ÍBV, og Helga Tryggva- dóttir, f. 22.2.1966, nemi við HI. Systkini Nönnu eru Helga Ruth Magnúsdóttir, f. 3.4.1928, húsfreyja í Baldwin, Wiscosin í Bandaríkjun- um, gift Richard Wynveen, b. þar og eru böm þeirra Kristín Angela, f. 20.6.1949, Karen Elísabet, f. 6.9. 1956, Jón Magnús.f. 21.12.1962 og Richard Charles, f. 13.5.1964; Ásdís Sólveig Magnúsdóttir, f. 3.4.1928, hjúkrunarfræðingur á Seltjarnar- nesi, í sambýli með Halldóri Svein- bjarnarsyni. Foreldrar Nönnu vora Magnús Eiríksson, f. 24.6.1899, d. 3.2.1985, vélstjóri og sjómaöur á ísafirði, og Jóna Kristín Guðjónsdóttir, f. 6.3. 1907, d. 9.6.1980, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Eiríks, sjó- manns á Stokkseyri, Magnússonar, og Helgu Jósefsdóttur frá Stekkja- kotiíÞykkvabæ. Jóna Kristín er dóttir Guðjóns, söðlasmiðs og b. í Miðhúsum í Vatnsflrði við Djúp, Kristjánssonar og Guðrúnar Sveinsínu Benjamíns- Nikolína Rósa Magnúsdóttir. dóttur, hákarlaformanns í Kross- nesi í Víkursveit í Strandasýslu, Jóhannessonar. Móðir Guðrúnar Sveinsínu var Rósa Sólveig Daníels- dóttir Markússonar. Móðir Rósu Sólveigar var Sigríður Ólafsdóttir, b. á Vatnsenda í Húnavatnssýslu Ásmundssonar. Móöir Sigríðar var Skáld-Rósa Guðmundsdóttir, Rögn- valdssonar. Móðir Rósu var Guðrún Guðmundsdóttir, ívarssonar. Nanna er erlendis um þessar mundir. Agnes Kragh Agnes Kragh húsmóðir, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, er áttatíu ogfimmáraídag. Starfsferill Agnes fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Landakotsskóla og stundaði síðan nám við Kvenna- skóiann í Reykjavík. Hún lærði hár- greiðslu og snyrtingu og vann við það fram að giftingu er húsmóður- störfmtókuvið. Agnes er systir í Oddfellow-regl- unni. Hún hefur starfað í Sinawik og starfað með Rauða krossinum í tuttuguár,- Fjölskylda Agnes giftist 6.6.1936 Júlíusi Páls- syni, f. 3.10.1903, d. 15.8.1982, sím- virkjameistara. Júlíus var sonur Páls Gíslasonar í Kaupangi og Stef- aníu Guðmundsdóttur. Böm Agnesar og Júlíusar era Hanna Fríða Kragh, f. 2.4.1933, hús- móðir í Reykjavík, í sambúð með Sveini Jónssyni, og á hún tvo syni frá fyrrv. hjónabandi; Páll Júlíus- son, f. 20.9.1936, verslunarmaður í Reykjavík, í sambúð með Mai Wongphoothon og eiga þau einn son auk þess sem Páll á tvö böm frá fyrrv. hjónabandi; Hans Kragh Júl- íusson, f. 13.1.1938, rafeindavirki og forstjóri Radíóbæjar, kvæntur Guð- rúnu Alfonsdóttur framkvæmda- stjóra og eiga þau tvær dætur. Systkini Agnesar: Hans Kragh, f. 24.12.1908, d. 1978, símamaður í Reykjavík og þekktur knattspyrnu- maður á sínum yngri árum, var kvæntur Hólmfríði Ólafsdóttur; Sveinn Kragh, f. 11.9.1910, lengst af vélstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kvæntur Sigríði Þor- steinsdóttur og eiga þau tvö böm; Gunnar Kragh, f. 9.10.1919, lengst af bifreiðastjóri hjá Landsvirkjun, kvæntur Sigurlín Gunnarsdóttur. Foreldrar Agnesar vora Hans M. Agnes Kragh. Kragh, f. 1.5.1862, d. 1934, símamað- ur í Reykjavík, og kona hans, Kri- stólína Guðmundsdóttir Kragh, f. 27.6.1883, d. 1973, hárgreiðslumeist- ari Þjóðleikhússins. Agnes tekur á móti gestum að Seljahlíð, Hjallaseli 55, laugardag- inn 11.4. klukkan 16.00-19.00. FYRSTUSKREFINERU -SMÁAUGLÝSINGAR! Til hamingju með afmælið 7. apríl 85 ára 50ára Soffia Símonardóttir, Háengi 10, Selfossi. 80 ára Garðar Guðjónsson, Engimýri 2, Akureyri. Stefán Bjarnason, Flögu, Skriðdalshreppi. 70 ára Mimi Hovgaard, Öldugranda 3, Reykjavik. Hún dvelur hjá dóttur sinni í Fær- eyjum um þessar mundir. 60 ára Vilbj ólmur Sigurðsson, MiðjanesiII, ReykhólahreppL Eiður Vilhelmsson, Kirkiubraut 15, Njarövík. Hjördís Hjörieifsdóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavik. Theódór Ingimarsson, Strandaseli 4, Reykjavík. Sigrún Stella Guðmundsdóttir, Byggðarholti l8,Mosfellsbæ. Marna Petersen, Borgarholtsbraut29, Kópavogi. Guðmundur Guðmundsson, Hávallagötu25, Reykjavík. Guðmundur er að heiman. Kolbrún Ingimundardóttir, Árstíg9, Seyðisfirði. Svandis Jeremiasdóttir, Grundargötu 60, Eyrarsveit. 40ára Viðar Magnússon, Einigrund 14, Akranesi. Heiga Ingimundardóttir, Álfaheiði 22, Kópavogi. Vignir Sigurðsson, Fjarðargötu 14, Þingeyri. Hrönn Kristjánsdóttir, Jakaseli 40, Reykjavík. Steinunn Jóhannesdóttir, Furugrund 34, Kópavogi. Svanfríður Sverrisdóttir, Faxabraut31 A, Keflavík. Ingibjörg Gisladóttir, Þrastahlíð, Breiðdalshreppi. Sviðsljós María Kristjánsdóttir leikstjóri, t.v., á tali við aðalleikarana, þau Tinnu Gunnlaugsdóttur og Arnar Jónsson. DV-mynd ÆMK M-hátíð á Suðumesjum: Ríta gengur menntaveginn Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Þjóðleikhúsið framsýndi nýlega leikritið Ríta gengur menntaveginn eftir Willy Russell í samkomuhús- inu í Sandgerði fyrir fullu húsi og vora gestir vel með á nótunum og skemmtu sér mjög vel. Leikritið var sýnt í tilefni M-hátíðar á Suður- nesjum sem er á vegum sveitarfé- laga á Suðurnesjum og mennta- málaráöuneytisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.