Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. Andlát Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Skuld í Vestmannaeyjum andaðist í Landa- kotsspítala laugardaginn 4. apríl. Sigurður Haraldsson, Hvassaleiti 155, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni sunnudagsins 5. apríl. Margrét Guðmundsdóttir frá Hólma- vík, Austurströnd 10, Seltjamarnesi, andaðist laugardaginn 4. apríl. Alfreð Þórarinsson lést á Hrafnistu aðfaranótt 5. apríl. Guðjón Jónsson, Framnesvegi 63, lést í Borgarspítalanum 5. apríl. Hermundur Þórðarson, Sólvangi, andaðist laugardaginn 4. apríl. Jarðarfarir Elsa Kristjánsdóttir hjúkrunarkona, Álfheimum 70, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8. apríl kl. 13.30. Ingibjörg Dóróthea Ólafsd. Thorar- ensen, húsmóðir og þýðandi, varð bráðkvödd á heimili sínu 24. mars. Útfor hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Sigurborg Vilbergsdóttir frá Fáskrúðsfirði, Skólabraut 1, Mos- fellsbæ, verður jarðsungin frá Ás- kirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir, Kárastíg 3, Hofsósi, sem andaðist í Héraðs- sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðár- króki, 3. apríl sl. verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14. Laufey Bjarnadóttir Snævarr, áður til heimilis á Laufásvegi 47, sem lést 29. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 7. apríl, kl. 15. Safnaðarstarf Bústaðakirkja: Starf aldraðra. Fótsnyrt- ing fimmtudag kl. 10-12. Tímapantanir í s. 38189. Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilinu Lækjargötu 12A kl. 10-12. Fótsnyrting eftir hádegi í dag. Pantanir hjá Ástdísi, s. 13667. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Þá helgi- stund með fyrirbænum og ódtarisgöngu. Að þvi loknu léttur hádegisverður. Bibl- íulestur alla þriðjudaga kl. 14 fyrir eldri borgara og vini þeirra. Opið hús og kaffi- veitingar á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kvöld- bænir með lestri Passíusálma kl. 18. Langholtsskirkja: Kvenfélag Langholts- sóknar. Fundur í kvöld kl. 20.30 í safnað- arheimilinu. Leynigestur kemm- í heim- sókn. Helga Kristjánsdóttir kynnir snyrtivörur. Kaffiveitingar. Helgistund í kirkju. Félagar taki með sér gesti. Neskirkja: Mömmumorgunn kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir kem- ur og ræðir um viðhorf fólks til fatlaðra. Tilkyimingar Hallgrímskirkja - starf aldraðra Opið hús verður á morgun, miðvikudag, og hefst kl. 14.30. Sr. Sigurður Pálsson annast dagskrána. Ferðir sumarsins kynntar. Þjóðminjasafnið lokað vegna breytinga Þjóðminjasafn íslands verður lokað dag- ana 6.-10. apríl nk. vegna lagfæringa í forsal safnsins. Verið er að mála loft og endumýja raflagnir. Safnið verður opnað aftur almenningi laugardaginn 11. apríl kl. 12 en þann dag verður opnuð sýning í Bogasalnum á skrúða, áhöldum og grip- um frá Skálholti. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Þeir sem ætla að sjá leikritið Elín Helga Guðríður laugardaginn 11. apríl hafi samband við skrifstofuna í síma 28812. Dansað í Risinu kl. 20 í kvöld. Húnvetningar Samkórinn Björk frá Blönduósi ásamt öðrum húnvetnskum tónlistarmönnum verður í Húnabúð, Skeifunni 17, fóstu- daginn 10. aprfi kl. 17-18. Félagar mætið og hitti félaga að norðan. Mömmumorgnar í Gerðubergi Miðvikudaginn 8. apríl kl. 10.30 sýnir Sigrún Sigurðardóttir myndband um grát ungbama. Á eftir verða umræður. Allir foreldrar ásamt bömum sínum era velkomnir. Dregið í Hollandsgetraun Nú er lokið viðamikilli Hollandskynn- ingu sem fram fór á vegum Aðalræðis- skrifstofu Hollands á íslandi dagana 18.-28. mars í fjölmörgum verslunum og fyrirtækjum viða um bæinn. í sérstöku Hollandsblaði DV, sem kom út 18. mars sl. í tilefni „Hollenskra daga“, var get- raun með þremur léttum spumingum um Holland. Mörg hundrað svör bárust og í gær var dregið úr réttum lausnum á Aðalræðisskrifstofu Hollands. Aðalvinn- ingimi, ferð fyrir tvo til Amsterdam í boði Flugleiða, hlaut Jónina Sigurðar- dóttir, Reykási 45. Níu fengu bókaverð- laun frá Vöku-Helgafelli „Van Gogh og list hans“. ÞÖkk Þakka sýnda vinsemd og hlýhug á 70 ára afmæli mínu. Sigríður Söebech t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs sambýHsmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, Sigmundar Magnúsar Elíassonar, Grundargötu 4, Grundarfirði, sem fórst með togaranum Krossnesi SH 308 frá Grundarfirði. Eva Margrét Jónsdóttir Mariella Sigmundsdóttir Petrea Sigmundsdóttir Kristján Óli Sigmundsson Elías Magnús Finnbogason Petrea Guðný Pálsdóttir og systkini Listasafn Flugleiða í gegniun tíðina hafa Flugleiðir styrkt menningu og listir en einnig hefur félag- ið keypt myndlistarverk eftir okkar merkustu listamenn. Sl. tvö ár hefur sér- stök listaverkanefnd hjá Flugleiðum unrúð markvisst að því aö koma á fót veglegu safni af íslenskri nútímallst. Listasafnið leggur áherslu á að spanna sem flestar listgreinar og eignast verk eftir alla þá listamenn sem hafa markað íslenska listasögu á sl. áratugum. Lista- verkaeignln er í húsakynnum félagsins, skrifstofum, hóteli og söluskrifstofum hér heima og erlendis. Listasafn Flug- leiða hefur tekið upp þá nýbreytni að kynna sérstaklega verk í eigu safnsins á söluskrifstofunni i Kringlunni. Og að þessu sinni er það oliumálverk eftir Erró, Sabina, frá árinu 1990 sem safnið eignað- ist á sl. ári. La Boheme í Borgar- leikhúsinu Óperasmiðjan sýnir La Boheme í Borgar- leikhúsinu miðvikudagskvöldið 8. mars kl. 20. Fyrirlestrar Stefna og ákvörðunartaka við mótun laga um grunnskóla Gunnar Finnbogason, lektor í uppeldis- sálfræði við KHÍ, heldur fyrirlestur í Kennaraháskólanum v/Stakkahlíð (stofu B-301) þriðjudaginn 7. aprfl kl. 17. Fyrir- lesturinn fjallar um aðdraganda og stefnumótun við setningu grannskóla 1974 og byggir Gunnar hann á doktorsrit- gerð í uppeldisfræði sem hann mun veija við Uppsalaháskóla í Svíþjóð á næst- unni. Fyrirlestur þessi er Ifiuti af fyrir- lestraröð sem flutt verður á vormisseri á vegum Rannsóknastofnunar Kennarahá- skóla íslands. Fundir ITC deildin Harpa heldur fund í kvöld, 7. aprfi, kl. 20.30 að Brautarholti 30. Nánari upplýsingar gef- ur Vilhjálmur í síma 78996. Fundurinn er öllum opinn. Kvenfélag Kópavogs Hattafundur fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Kynning á brauði og kökum frá Þremur fálkum. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á efiirtöldum fasteignum: Blönduhlíð 2, kjallari, austurhl., þingl. eig. Sverrir Vilhjálmsson, fer fram á eigninni sjálíri íimmtud. 9. apríl ’_92 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru ís- landsbanki hf. og Tryggingastofnun ríkisins. Búland 10, þingl. eig. Óðinn Geirsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 9. apríl ’92 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Kötlufell 11, 1. hæð, þingl. eig. Gísli Jósefsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 9. apríl ’92 kl. 17.00. Upp- boðsbeiðandi er Ásgeir Þór Ámason hdL_____________________________ Torfúfell 27, hluti, þingl. eig. Kristín Elly Egilsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 9. apríl ’92 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka Islands og Sigurmar Albertsson hrl. BORGAEFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Myndgáta dv LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Simi680680 SjS ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STORA SVIÐIÐ KL. 20. Fimmtud. 9. aprfi. Uppselt. Föstud. 10. aprfl. Uppselt. Laugard. 11. aprfl. Uppselt. Miðvikud. 22. aprfl. Uppselt. Föstud. 24. aprfl. Uppselt. Laugard. 25. aprfl. Uppselt. Þriðjud. 28. aprfl. Uppselt. Fimmtud. 30. aprfl. Uppselt. Föstud. 1. mai. Uppselt. Laugard. 2. maí. Uppselt. Þriðjud. 5. maí. Uppselt. Fimmtud. 7. maí. Uppselt. Föstud. 8. maí. . Uppselt. Laugard. 9. maí. . Uppselt. AUKASYNING: Þriðjud. 12. mai. Fimmtud. 14. maí. Fáein sæti laus. Föstud. 15. mai. Uppselt. Laugard. 16. mai. Uppselt. Fimmtud. 21. maí. Föstud. 22. maí. Uppselt. Laugard. 23. maí. Uppselt. Fimmtud. 28. mai. Föstud. 29. maí. Laugard. 30. mai. Fásætilaus. ATH. SÝNINGUM LÝKUR 20.JÚNÍNK. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖDRUM. OPERUSMIÐJAN sýnir í samvinnu viö Leikféiag Reykjavikur: LA BOHEME eftir Giacomo Puccini. Hátiöarsýning vegna 60 ára afmælis Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis föstudaginn 3. apríl. Uppselt. Frumsýning miðvikud. 8. april. Sunnud. 12. april. Þriðjud. 14. april. Annan páskadag, 20. april. Miðasala opin alla daga frá ki. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. Faxnumer: 680383. Leikhúsiinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. íslandsklukkan eftir Halldór Laxness Föstud. 10. apríl kl. 20.30. Laugard. 11. april kl. 20.30. Miðvlkud. 15. april kl. 20.30. Fimmtud. 16. apríl, skírdagur, kl. 20.30. Laugard. 18. apríl ki. 20.30. Mánud. 20. april, 2. í páskum, kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúslnu, Hafnarstræti 57. Miöasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Greiðslukortaþjónusta. Simi i miðasölu: (96) 24073.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.