Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. Fréttir Forráðamenn Atlantsflugs og Flugferða-Sólarflugs í hár saman: Klögumálin ganga á víxl Atlantsflug hefur nú rift öllum samningum við Sólarflug um farþegaflutninga í sumar. Deilan milli Atlantsflugs og Flug- ferða-Sólarflugs snýst ekki bara um greiðslufyrirkomulag fyrir leiguflug heldur einnig um endurgreiðslu vegna olíuverðs og greiðslu á flug- vallarsköttum. „Aðalmálið er þó flugvélaleysi og lendingarleyfaleysi á þeirri vél sem okkur var boðin,“ segir Guðni Þórð- arson, forstjóri Flugferða-Sólarflugs. „Við gerðum samning við Atlants- flug fyrir allt sumarið um leiguflug. Síðan kom það í ljós með vorinu að þeir voru ekki færir um að standa við samninginn vegna þess að flug- vélin, sem lendingarleyfin voru veitt út á, var farin til Víetnam. Hingað kom júgóslavnesk vél sem var hægt aö fá lendingarleyfi fyrir í nokkrar ferðir ef Atlantsflug gerði upp ein- hver gjöld frá síðasta ári í Kaup- mannahöfn og London. Þetta þótti okkur svo ótryggt að viö greiddum þeim nokkur fyrstu flugin inn á tryggingareikning í viðskiptabanka okkar með óafturkallanlegum fyrir- mælum um að bankinn greiddi Atl- antsflugi um leið og þeir fram- kvæmdu þjónustuna." Greiddi ekki staðfestingar- gjöld Halldór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Atlantsflugs, sem rifti samn- ingi sínum við Sólarflug í síðustu viku, vísar fullyrðingum Guðna um flugvélaleysi á bug. „Guðni greiddi ekki staðfestingargjöld samkvæmt samningi. Þar sem hann ætlaði að fara að sameina og fella niður ferðir miðað við upphaflegan samning og gat ekki sagt til um hversu margar flugferðir yrðu í maí var ákveðið að taka hingað vél á tímagjaldi. Það þótti betra en að koma með flugvél hingað heilan mánuð sem kannski stæði meira og minna. Það er rétt að við þurftum að sækja sérstaklega um leyfi til að fljúga inn á Danmörku þar sem vélin var erlend. Við skulduðum litilræði frá því í fyrra og það var gert upp um leið og við fengum leyf- ið. Þetta stóð ekki í vegi fyrir einu né neinu.“ Júgóslavneska þotan, sem Atlants- flug ætlaði að nota í flugið fyrir Flug- ferðir-Sólarflug, er farin utan en eig- in vél Atlantsflugs kemur til landsins 25. maí. Guðni vill fá endurgreiðslu Guðni kveðst hafa staðið í deilum um langt skeið við Atlantsflug um endurgreiðslu vegna Persaflóaverðs á olíu fyrir allt síðastliöið sumar. „Verðið lækkaði og nemur sú upp- hæð, sem við eigum að fá endur- greidda, um 9 milljónum króna.“ Halldór Sigurðsson segir það rangt aö Guöni eigi rétt á endurgreiðslu. „Það var gerður samningur fyrir- fram. Við settum til öryggis þak á eldsneytisklásúluna vegna ótryggs ástands þannig að ef eldsneytið færi yfir doflar á gallonið þá máttum við rukka til viðbótar. Það er ekki þar með sagt að hann eigi að fá eitthvað endurgreitt ef eldsneytið hefur verið eitthvað annað en dollar. Við þurft- um aldrei að hækka og reiknuðum eldsneytið hveiju sinni á því verði sem það var.“ Guðni segir Flugferðir-Sólarflug ekki skulda Atlantsflugi greiðslu fyr- ir flugvallarskatta eins og Halldór Sigurðsson hefur haldið fram. „Við stöðvuðum greiðslu á hluta af flug- vallarsköttum. Síðar fengum við rukkun fyrir flugvallarskatta sem eru hluti af lendingargjöldum flug- véla sem alltaf eru inni í leigunni á Bretlandi. Við stöövuðum greiðsluna þar sem við áttum mörgum sinnum meira inni hjá þeim.“ Fyrirsláttur „Þetta er fyrirsláttur hjá Guðna," segir Halldór. „Ég gekk svo langt að ég fékk útskrift á reikningum frá bresku leiguflugfélagi, sem flaug hér þrjár ferðir 1990, og ég sýndi Guðna hana. Það koma fram nákvæmlega sömu skattar og við erum að inn- heimta hjá honum. Það sem er tengt farþegum sjálfum er aldrei inni í lendingargj öldum. “ Guðni segir nóg framboð af flugvél- um fyrir ferðaskrifstofu sína en kveðst núna leigja í eitt og eitt flug í einu á meðan beðið er eftir fastri vél. Þetta geti þýtt breytta brottfarar- tíma. -IBS DV-mynd Ægir Már Skemmdir í uppistöðum Regnbogans: Kom mjög á óvart - segir flugvallastjórinn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Komið hafa í ljós skemmdir í uppi- stöðum listaverksins Regnbogans sem stendur við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Virðist sem sprunga hafi myndast efst í listaverkinu og valdið því að vatn hafi komist inn í uppi- stöðumar og hafa þær bólgnað upp niður undir jörð. Einnig hafa komið fram sprungur í glerinu og er talið að það hafi sprungið við ísetningu, en það munu vera um 10 gler og kostar hvert gler á milli 10 og 15000 krónur. í listaverkinu eru 313 rúöur, og engar eins, og í undirstöðurnar fóru 100 rúmmetrar af steypu. Hefldar- kostnaður við listaverkið mun vera á milli 20 og 25 mifljónir króna. „Það hefur einhver titringur komið á listaverkið og einnig hefur vatn komist inn á mifli, hvemig sem það var hægt. Það er búið að hleypa því út og komast í veg fyrir það, að ég held,“ sagði Pétur Guömundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflug- velli, í samtali við DV. „Á þessu stigi málsins er ég að bíða eftir úttekt og tillögu varðandi þessi vandamál og hvernig hægt er að leysa þau sem hafa komið upp. Það er ekki hægt að finna sökudólginn fyrr en að því loknu en það mun koma í Ijós innan fárra daga. Þetta kom mjög á óvart þar sem þetta er hannað af sérfræðingum og lögð mikil vinna í og má nefna að þeir fengu allar mögulegar tölur í sambandi við vindhraða, veðráttu og fleiri þætti málsins. Það er ekki fyrir neinn leikmann að spá í þessa hluti, einfaldlega að bíða eftir úttektinni frá þeim sem stóðu að tæknilegum þætti málsins og hvemig ber að leysa það,“ sagði Pétur. Verið er að vinna við aö helluleggja umhverfis verkið og stilla ljóskast- ara sem munu lýsa þetta glæsilega listaverk upp en það er eftir listakon- una Rúrí. v Nemar barðir og rændir Flestir kunna vel að meta þær lífsins lystisemdir að snæða ljúf- fengan málsverð á góðu veitinga- húsi og jafnvel dreypa á eðalvíni í leiðinni. Matreiðslumenn okkar hafa mjög sótt í sig veðriö á síðustu árum og góð veitingahús bjóða upp á fjölbreytta rétti. Þjónar og þjóna- nemar oft kurteisir og viröast kunna vel til verka. En nú er kom- ið í ljós að ekki er allt sem sýnist á vertshúsunum hvað sem glæstu yfirbragði líður. Iðnnemasambandið hefur sýnt okkur bakvið tjöldin á veitingahús- unum og þar er heldur ófagurt um að litast. Nemar eru grættir, barðir og hæddir af meisturum sínum. Þá eru nemar stundum látnir vinna í meira en sólarhring án þess að fá nokkra hvíld eða greiðslu fyrir yf- irvinnu. Auk þess fá þeir enga kennslu í faginu og til að kóróna allt saman stela þjónar svo per- sónuafslætti af nemum sínum. Ef einhver neminn vogar sér að kvarta undan þessum hremming- um er honum hótað brottrekstri og að séð verði til þess að hann fái hvergi vinnu í faginu. Allar þessar ofsóknir veröa svo til þess aö nem- amir liggja andvaka í rúmum sín- um á nóttunni og geta ekki sofið af kvíða fyrir að mæta í vinnuna næsta dag. Þessar andvökur eru mjög skiljanlegar þegar tekið er til- lit til þess sem nemamir verða að þola í vinnunni. Þeir sem standa fyrir þessum of- sóknum á hendur nemunum eru framreiðslumenn samkvæmt því sem Iðnnemasambandið segir. Stéttarfélag framreiðslumanna er hins vegar eitt af aðildarfélögum ASÍ. Það eru því ekki fól úr röðum VSÍ sem berja og ræna nemana heldur félagar í samtökum alþýð- unnar. Það kann að vera skýringin á því að Iðnnemasambandið lætur nægja að fordæma í orði þær bar- smíðar sem félagsmenn á veitinga- húsum verða fyrir en láta að öðru leyti kyrrt flggja. Hvað gestina varðar hljóta þeir að gera þá kröfu að farið sé með nemana niður í kjallara þegar þeir eru barðir og grættir svo kvalaópin spilli ekki matarlystinni. Einnig er rétt aö biðja þjóna um að berja nema helst ekki í andlitið því alltaf er nú leiðinlegt að láta ungmenni með glóðarauga á báðum þjóna sér til borðs. Þaö er hins vegar öllu alvarlegri hlutur ef það er rétt að nemar séu látnir vinna mjög ein- hæf störf stóran hluta námstímans með þeim afleiðingum aö þeir læri ekkert í faginu. Fátt er líklegra til að spilla góðum kvöldverði á veit- ingastað en þjónanemi sem heflir súpunni yfir höfuð gesta eða fær sér aö smakka úr glösum þeirra til að prófa borðvínið. Við sem höldum þessum rekstri gangandi sem gestir verðum því að gera þá afdráttarlausu kröfu til meistaranna að þeir kenni nemun- um fagið. En hvort þeir beija ungl- ingana, græta þá og ræna eða ekki er hins vegar innanfélagsmál hjá ASÍ. Vilji nemar ekki una slíkum uppeldisaöferðum verða þeir að kvarta við Ásmund. Við förum ekki að blanda okkur í slík einkamál svo lengi sem gestimir eru ekki barðir til skaða verði þeim það á að setja út á þjónustuna eða matinn. Eng- inn verður óbarinn biskup segir máltækið og kannski það eigi við um þjónastéttina líka. í 1. mai-ávarpi Iðnnemasam- bandsins er bent á að öll réttindi verkafólks hafi unnist á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar með baráttu, svita og tárum. Miðað við lýsingamar á stöðu nema á veit- ingahúsum er ljóst að þrátt fyrir svita, tár og andvökur hafa þeir enn ekki unnið tfl þeirra réttinda að fara órændir og óbarðir heim úr vinnunni. Það ér því ljóst að Iðnnemasambandið á enn langt í land meö að ná sömu réttindum og önnur launþegasamtök sem hafa náð þeim árangri að vinnuveitend- ur em löngu hættir að beija félags- menn þeirra. Alla vega svo orð sé á gerandi. Nemar á veitingahúsum hijóta því að gera þá kröfu til síns sambands að það beiti sér afla vega fyrir því að nemar fái greitt sér- stakt óþægindaálag svo lengi sem barsmíðunum linnir ekki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.