Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. 13 SJAVARRETTA- MATSEÐILL SEM VAKIÐ HEFÚR MIKEA ATHVGLI Sviðsljós Fjölmenni var samankomiö i miöbæ Reykjavíkur verkalýösdaginn 1. maí. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum héldu útifund og skoruðu á launafólk að hafna málamiðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingiskona Kvennalistans, lét sig ekki vanta og er ákveöin á svip. DV-mynd Hanna / bofSi öH l'-vö/f/ ásanit séi y 'éttamatseðH. Fram/joð á fersku sjávarfangi ra’ður því hvernig sjávarréttarnatseðiUinn er saman settur hverju sinni. CHATEAUX. Borðpantanir í síma 25700. Sólarmegin í Norræna húsinu Sönghópurinn Sólarmegin frá Akranesi hélt tónleika nýveriö í Norræna húsinu. Á efnisskránni voru um 20 lög, gömul og ný, eftir þekkta höfunda, s.s. Jón Múla, Thomas Morley, Pál ísólfsson og Hoagy Carmichael. Hópurinn hefur starfað í rúmlega tvö ár og viöa komið fram. Lagavalið á tónleikunum var mjög fjölbreytt og spannaði vítt svið: Islensk og er- lend þjóðlög, negrasálma, bítlalög og jass. O ° D ° v' 1 c O ^ \ j)’oeUvre (óO 195>' íaofe'- iS .19° •" 890-' f/iorn i„sy.aía tftC ,i(/i rosPie ’*<*<«'* SS6SU-- ., rhamPaíi * . . ■P ^Xffau‘erneS Félagar i sönghópnum eru: Ragnar Kristmundsson sópran, Ragnheiður Ólafsdóttir sópran, Gyða Bentsdóttir alt, Jensína Valdimarsdóttir alt, Hall- dór Hallgrímsson tenór, Pétur Óð- insson tenór, Kristján Elís Jónsson bassi og Lars H Andersen bassi. DV-mynd ÞÖK |S BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR \M/ BORGARTUNI3 • 105 REYKJAVIK • SIMI632340 • MYNDSENDIR 623219 Hverfaskipulag borgarhluta 6 Breiðholtshverfa ORÐSENDING FRÁ BORGARSKIPULAGI TIL ÍBÚA OG HAGSMUNAAÐILA Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er að hefjast vinna við hverfaskipulag borgarhluta 6, Breiðholtshverfa. (búar og aðrir hagsmunaaðilar í Breiðholti eru hvatt- ir til þess að koma ábendingum á framfæri við Borg- arskipulag um það sem þeir telja að betur mætti fara í borgarhlutanum, t.d. varðandi umferð, leiksvæði og önnur útivistarsvæði, stíga eða byggð. Þær munu verða teknar til gaumgæfilegrar athugunar og metn- ar með tilliti til heildarskipulags borgarhlutans. Ábendingum óskast skilað munnlega eða skriflega fyrir 1. júní 1992 til Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, deildarstjóra hverfaskipulags, eða Ágústu Svein- björnsdóttur, arkitektsá Borgarskipulagi Reykjavíkur. í VÖRSLU ÓSKILAMUNA- DEILDAR LÖGREGLUNNAR er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu og fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glat- að bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskila- muna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00-16.00. Þeir óskilamunir, sem búnir eru að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7 laugardag- inn 9. maí 1992. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík Verkfræðingafé- lag íslands 80 ára Um síðustu helgi varð Verkfræð- ingafélag íslands 80 ára og var af því tilefni opið hús í Verkfræðingaheim- ilinu að Engjateigi 9. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og forseti Is- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði félagið með nærveru sinni. Verkfræðingafélag íslands var stofnaö 19. apríl 1912. Stofnendur fé- lagsins voru þrettán að tölu og fyrsti formaður var kjörinn Jón Þorláks- son, síöar forætisráðherra og borgar- stjóri. Tilgangur hins nýstofnaða fé- lags var að: „efla félagslyndi meðal verkfróðra mann á íslandi og álit vísindalegrar menntunar í sambandi við verklega þekkingu og gæta hags- muna stéttarinnar í hvívetna og styrkja stöðu hennar í þjóðfélaginu“, eins og segir í félagslögum. Vífill Oddsson, núverandi formað- ur, hélt tölu um sögu félagsins og hvað væri á döfinni. Guðmundur G. Þórarinsson, varaformaður og for- maður afmælisnefndar, Valdimar K. Jónsson, prófessor í Háskólanum. og Guðlaugur Kristmundsson töluðu einnig. Síðan voru kafEveitingar og að lokum gróðursetning þar sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, og Vifill Oddsson, formaður Verkfræð- ingafélagsins, gróðursetja fyrstu plöntuna í trjálundi á lóð félagsins. Faðir Vigdísar, Finnbogi Rútur Þorvaldsson, var tvisvar sinnum formaður félags- ins. Finnbogi beitti sér fyrir því að félagið eignaðist eigið húsnæði og þvi ákváð stjórnin að heiðra minningu hans með því að koma upp trjálundi á lóðinni. DV-mynd Hanna stjómarmenn og heiðursfélagar gróðursettutré á lóð félagsins. Félag- ar í Verkfræðingafélagi íslands eru 1050.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.