Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. 27 Fjölmiðlar Hraðlest- in komin ígang íþróttaáhugamenn geta ekki kvartaö yíír dagskrárliöum sjón- varpsstöðvannna í gærkvöldi. Ríkissjónvarpió bauð upp á íþróttahornið og Stöð 2 beina út- sendingu frá leik FH og Selfoss og Mörk vikunnar úr ítalska boit- anum. Handboltaleikurinn var vel merktur í dagskrárblaöi mínu í gær enda fátt eins skemmtilegt sjónvarpsefhi og kappleikir í beinni útsendingu. Aö þessu sinni höföu drengírnir úr Fim- leikafélagi Hafnarfjarðar betur en Selfyssingar getajafnað metin á heimavelli annað kvöld. Mest kom á óvart að stórskyttur iið- anna höföu sig minna í frammi en áöur og Siggi Sveins gerðí „að- eins" níu mörk fyrir „mjaltavél- ina“ og Hans var meö sex mörk fyrir heimamenn. Viðskiptafræð- ingurinn 1 Sparísjóði Hafhar- fjarðar nýtti sér þetta vel og stal senunni. Nafni minn Beinteins- son var markahæstur alira leik- manna á veliinum meö tíu mörk og var óumdeilanlega besti mað- ur leiksins, sterkrn- jafnt í sókn sem vöm. FH-ingar standa nú betur að vígi í einvíginu og það verður erfitt að stöðva „Hafnarfjaröar- hraðlestina" sem svo sannarlega fór í gang í seinni hálfleik. Enda segir það raargt um styrk hennar að engu skiptir þótt Kristján Ara- son komist ekki á blað. Næsti leikur Uðanna er á morgun eins og fram er komiö og þá lætur maður sig ekki vanta fyrir fram- an skjáinn. Þessar útsendingar eru stórskemmtilegar og vert er að geta þess að Stöðvarraenn gefa koJlegum sínum á Ríkissjónvarp- inu ekkert eftir í beinum útsend- ingum og em jafhvel orðnir betri ef eitthvaö er. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson Andlát Guðjón Ólafsson frá Vestmannaeyj- um, Hjallabraut 33, Hafnarfiröi, lést í Vífilsstaöaspítala 4. maí. Óskar Óskarsson, Engihjálla 17, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 30. apríl. Guðbjartur Halldór Ölafsson vörubíl- stjóri, Álftamýri 50, andaðist aðfara- nótt mánudagsins 4. maí í Landspít- alanum. Sigrid Jonina Gíslason, Breiðvangi 3, áður til heimilis að Skaftahlíð 7, lést í Borgarspítalanum 2. maí. Erna Sigmundsdóttir, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést 2. maí. Jarðarfarir Einar Auðunn Einarsson, Nökkva- vogi 39, sem lést 26. apríl sL, verður jarðsunginn ffá Fossvogskirkju í Reykjavik miðvikudaginn 6. maí kl. 13.30. Markús Jónsson, Bláskógum 1, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 7. mai kl. 14. Steinunn Jónsdóttir, dvalarheimil- inu Hlíð, áður til heimihs í Helga- magrastræti 47, Akureyri, sem lést 23. apríl, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 13.30. Benedikt Eyþórsson húsgagna- smíðameistari, Njörvasundi 40, sem lést í Borgarspítalanum 24. aprfi sL, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 15. Margrét Dungal, Miklubraut 20, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 15. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, . slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafiörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 1. maí til 7. mai, að báðum dögum meðtöldum, verður í Austurbæj- arapóteki, Hóteigsvegi 1, sími 621044, læknasímar 23270 og 19270. Auk þess. verður varsla í Breiðholtsapóteki, Alfa- bakka 12, sími 73390, læknasími 73450 kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingarum læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, simi 12222, Ve'stmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opm virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- simi) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunm í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartíim Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aörir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Þriöjud. 5. maí: Bretar hernema Madagascar. Breskur her og floti kominn til eyjarinnar. Spakmæli Margt af því sem reynslan kennir þér eru hlutir sem þú hefðir aldrei átt að læra. Ók. höf. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opiö dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júni, júli og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- mgar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafniö í Geröubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið um helgar kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opiö þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Leiðsögn á laugardögum kl. 14 Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavik, sími 15200. Hafnarfiöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhrmginn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 6. maí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ert best upplagður fyrrihluta dagins. Ef þú ætlar að koma ein- hverju í verk skaltu taka daginn snemma. Þér verður litið ágengt seinni partinn. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú færð tækifæri tú þess að sætta stríðandi aðila og koma á sam- komulagi. Hafðu frumkvæði og stígðu fyrsta skrefið sjálfur. Hrúturinn (21. mars-19. april): Reyndu að forðast illindi og deilur. Sýni menn þráa og óbilgimi næst enginn árangur. Þú nærð góðu sambandi við ákveðinn aðila. Nautið (20. apríl-20. maí): Dagurinn er heldur rólegur og engra stórtíðinda að vænta. Eitt- hvað nýtt gæti þó gerst í félagslífmu. Tviburarnir (21. maí-21. júní): Þér gengur vel að starfa með öðrum og það samstarf skilar ár- angri. Þú þarft að taka ákvörðun fljótlega. Þú færð góð ráð í fjár- málum. Krabbinn (22. júní-22. júli): Þú rifjar upp góðar minningar. Reyndu að njóta þeirra en hafðu hugann samt við nútíðina. Tækifærin bíða ef að er gáð. Happatöl- ur eru 4,17 og 30. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Það er happadrýgra fyrir þig að treysta ff ekar á eigin dómgreind en annarra. Þú þarft jafnvel að leiðrétta mistök annarra. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú vilt taka við stjóminni en gættu þess að stuða ekki aðra. Þú gætir orðið fyrir harkalegri gagnrýni. Vertu rökfastur ef þú vilt sannfæra aðra. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þær breytingar sem verða koma sér vel fyrir þig. Þú kynnist nýju fólki sem opnar þá nýjár víddir til langframa. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Breyttar aðstæður og mildari afstaða ákveðins aðila verða til þess að leysa vandamál sem hafa hlaðist upp. Þú getur einbeitt þér að málefnum heimilisins. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Samkeppni er mikil og þú verður að berjast fyrir rétti þínum. Þú mátt ekki sýna nein veikleikamerki. Heppnin verður með þér. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Næsta mánuðinn verður metnaður þinn efstur á blaði. Þú setur þér ákveðin markmið og skalt því skipuleggja verk þín vel. Happa- tölur era 10, 23 og 26.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.