Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augíýsingar - Áskrift - Preifing: Sími Lögreglan lýsir eftir Baldvini Ragn arssyni, 38 ára fanga. Lýsteftirfanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Baldvini Ragnarssyni fanga sem strauk af geðdeild Landspítalans í síðustu viku. Hann var að afplána 210 daga refsidóm. Ekki er vitað um hvar Baldvin hef- ur haldið sig á undanfómum dögum. Hann er síðast talinn hafa verið á hvítri Buick bifreið, árgerð 1978, með skrásetningamúmerinu HJ 444. Lög- reglan útilokar ekki að Baldvin hafi fariðútáland. -ÓTT Tvö berklatUfelli: Frekaripróf í berklaprófi, sem framkvæmt var á Hvolsvelh á fostudaginn í síðustu viku, kom fram berklasmit hjá tveimur einstaklingum af 13 sem prófaðir vom. Talið er að þessir tveir hafi smitast af sama manninum. Að sögn Þóris Kolbeinssonar, læknis á Hellu, verða þeir sem mest hafá umgengist smitberann prófaðir sérstaklega. AS Alþýðuflokkurinn: VillsættaRagn- heiðiogBessý Þingflokkur Alþýðuflokksins gerir nú tilraun til þess að sáetta þær Ragn- heiði Davíðsdóttur, varafulltrúa flokksins í menntamálaráði, og Bessý Jóhannsdóttur, fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu. Ragnheiður samþykkti vantraust á hana sem for- mann ráðsins og að hún færi frá sem formaður. Þau Össur Skarphéðinsson og Rannveig Guðmundsdóttir áttu í gær langan fund með Ragnheiði þar sem sættir voru reyndar. Vill þingflokk- urinn að Ragnheiður dragi fyrri að- gerðir sínar til baka og sættist við Bessý og að hún taki aftur við for- mennsku. Ragnheiður yrði þá aðal- fulltrúi í ráðinu. Ragnheiður samþykkti þetta ekki í gær, hvorki á fundinum með þeim Össuri og Rannveigu né á þing- flokksfundi um máhð sem hún sat. j -S.dór I Komst út úr bfln um í snarbrött- um skriðum „Þetta var alveg skelfiiegt. Eg var að koma aö austan þegar þetta gerðist. Annars veit ég eiginlega ekki hvað gerðist þegar ég fór út af. Þama var súld og þokaen engin umferð á móti. Ég var ekki á mik- ilh ferð en það voru steinar á vegin- um og alit í einu missti ég stjóm á bflnum. Þetta var alveg snarbratt. Þegar ég missti bilinn fram af negldi ég á bremsuna og var á henni allan timann sem ég var inni í bíinum. Þegar ég sá að bíhinn tók ekki við neinu ákvað ég bara aö koma mér út úr bílnum og stökk út," sagði Snorri Biöndal, ökumað- ur Ford Bronco jeppa sem fór út af í Hvalnesskriöum við Lónsheiði á sunnudagskvöldiö. Snorri kastaði sér út úr bilnum í snarbröttmn skriðunum en jepp- inn hans lenti niðri í flöru - um 100 metra fyrir neðan veg. Snorri hlaut ekki teljandi raeiðsl en hann sagð- ist þó vera lurkum Iaminn eftir byltur í skriðunum. „Ég geri mér ekki grein fyrir hve langt bíllinn var kominn niður þeg- ar ég fleygöi mér út. Ég lenti í lausri möl og drullu i skriðunni og rúllaði að klettum þar sem ég stöðvaðist. Þegar ég athugaði hvort ég væri brotinn fann ég ekki fyrir sliku en ég _er þó aumur um allan Hkamann. Ég fór niður til aö at- huga bílinn en að því loknu var fátt annað að gera en að að komast upp og reyna ná athygh vegafa- renda. Það var skelfllegt að komast upp. Við hvert skref upp á við fór ég þrjú niður á tímabih.“ Þegar Snorri komst loks upp á veg aftur þurfti hann að biða í um 15 minútur eftir næsta bil. Öku- maður hans fór siðan með Snorra að nálægum sveitabæ en síðan var kallað á lögreglu sem fór að bíl Snorra og náði í farangur hans. Snorri var á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og hélt fór sinni áfram suður með flugvél frá Höfn í Hornafirði í gærmorgun. Menn frá Höfn náðu bíl hans upp úr fjör- unni í gær. Mikil mildi er tahn að Snorrí slapp nánast óslasaður úr þessum hrakningum. „Það er eins og Jón Ingi lögregluþjónn sagði viö mig: „Þúertekkifeigur,“ “ sagði Snorri. Þingflokkur Alþýðuflokksins ræðir Menningarsjóðsmálið í gær. Ragnheiður Davíðsdóttir situr á milli þeirra össur- ar Skarphéðinssonar þingflokks formanns og Sigbjarnar Gunnarssonar alþingismanns. DV-mynd BG Éláframídag Þetta er nú bara svona éljagangur, þetta getur ahtaf gerst,“ sagði Guð- mundur Hafsteinsson veðurfræðing- ur er hann var spurður um hina óvæntu snjókomu sem landsmenn vöknuðu upp við í morgun. Að sögn Guðmundar má búast við smáéljum vestanlands í dag en minnkandi er hður á daginn. I nótt og fyrramáhð verða hugsanlega él norðanlands og lítils háttar sunnan- lands, en ekkert sem fólk á að taka eftir. Þó sumarið eigi að heita komið samkvæmt dagatalinu mun það eitt- hvað láta bíða eftir sér því næstu daga geta landsmenn átt von á norð- lægum áttum og fremur köldu veðri miðað við árshma. É1 verða öðru hverju norðanlands en bjart syðra. -GHK - sjá veðrið í dag á bls. 28 Unglingu1 á bif- hjóli slasaðist Piltur á unghngsaldri, sem ók léttu bifhjóh, hlaut höfuðmeiösl eftir að hann varð fyrir bíl við Logafold í Grafarvogi í gærkvöldi. Slysið varð þegar bílnum var sveigt að inn- keyrslu við götuna. Annað óhapp varð þegar bifreið ók á aðra kyrrstæða við gatnamót Hringbrautar og Snorrabrautar um hálftvöleytið í nótt. Hálka var komin á götur borgarinnar þegar óhappið varð. -ÓTT Kæran á lögregluna: ekki kannaðar Ríkissaksóknari telur ekki efni tíl að ákæra lögreglumennina tvo sem kærðir voru fyrir meint harðræði við handtöku tveggja karlmanna í Mos- fellsbæ í mars. Opinber málshöfðun mun því ekki fara fram gegn lög- reglumönnunum. Þeir ekki taldir hafa beitt ólöglegum vinnubrögð- um. Máhð er sprottið af meintum ölv- unarakstri annars mannanna sem handteknir voru. Báðir mennimir hafa verið tvísaga um hver ók bfl þeirra í umrætt skipti en sá þeirra sem lögreglumennimir segja að hafi ekið hefur oftar en einu sinni fengið dóm vegna ölvunaraksturs - 1 eitt skiptið var hann auk ölvimaraksturs og hárrar sektar dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna bílslyss. Sérstök rannsókn mun fara fram um ölvunaraksturinn - hún mun þó ekki beinast að hugsanlega röngum sakargiftum tvímenninganna á hendur lögreglumönnum, að sögn fuhtrúaríkissaksóknara. -ÓTT ■áv+* '' LOKI Það er kannski best að setja naglana undiraftur! Veðrið á morgun: Áfram kalt Á morgun verður minnkandi norðvestlæg átt um norðaust- anvert landið. Vestlæg átt verð- ur sunnanlands en líklega hæg austlæg eða norðaustlæg átt á Vestflörðum. É1 verða norðan- lands, einkum framan af degi, og sennflega smáél sums staöar vestanlands en bjart veður um suðustanvert landið. Kcflt verð- ur áfram, víða vægt frost norð- antfl á landinu og hætt við næt- urfrosti í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 28 ÞRttSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.