Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 8
32 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. Iþróttir Islandsmef hjáKára íbekkpressu Kári Elíson setti nýtt íslands- met í 75 kg Sokki í bekkpressu á móli i Orkulind um helgiua þar sem keppt var meb stígáfvrir- komulagi. Kari sigraði, lyfti 181 kg. GuðniSigurjónsson varð ann- ar, lyfti 217,5 kg en hann keppti i 110 kg fiokki og þriðji varð Jon Guðmundssón sem keppti í 90 kg floidti.Hannlyftil70kg. -GH Handbolti: Verðatveir útlendingar leyfðir? Nú eru uppi hugmyntfir um að hverju íslensku félagsliöið í handbolta verði leyfilegt að nota tvo erienda leikmenn á næsta kepþnistímabili $ stað eins. Á þingi Handknattleikssambands Islands, sem haldið verður 23.-24, maí, kemur væntanlega tiilaga fra Vestmannaeyingum þess efn- is að heimila tvo erlenda leik* menn. SMptar skoðanir eru um þéttá mál en þó nokkrar likur eru á aö tillagah verði samþykkt ef marka má viðbrögö forráða- manna þeirra handknattleiks- deiida sem ÐV hefur rætt við. -GH Krtattspyrna: Framarar fáKR-inga íúrslitafleikinn -á Reykjavflajiroótinu í>að verða Fram og KR sem leika tíl úrshta um Reykjavíkur- meistaratitilinn í knattspyrnu é laugardagmn kemur. KR vann sigur á Fylki í framlengdum leik, 4-3, á föstudagskvöidið en staðan eftír vénjulegan Mktíma var 2-2. Rúnar Kristínsson, Ragnar Margeirsson og Steinar Ingi- mundarson (2, bæði í framieng- ingunní) skoruðu fyrir KR en índriði Einarsson {2) og Miroslac Nicoiic skoruðu mórk Fylkis. Vikingarí sjöundasæti Víkingar sígruðu Leikni í leik um 7. sætíð á Reykjavikurmótínu í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-0 eftir að staðan haíði verið 2-0 í nálfleik. Trausti Ómársson. Janni Zilnik, Guðmundur Ingi Magnússon og Atli Einarssón skoruðu fyrir íslandsmeistar- ana. Kef ia vík mætir Skagamönnum í Mu bikarkeppninni leika Akra- nes og Kefiavík til úrshta, ÍA ög UBK skildu jöfn, 1-1, í Kópayogl á föstudagskvöld, Haraldur íag- ólfsson skoraði mark Skaga- manna en Sigurjón Kristiámson svaraði fýrir Blika. Breiðablik fekk vítaspyrnu seint í leiknum en Kristíán Flnnbögason, mark- vðrður IA, varði spyrnu Arnars Grétarssonar. Víðismenn unnu sigur á Hauk- um, 2-0, með mörkum Viihjálms EiharssonarogBrvnjarsJohann- essonar. Stiarnan lagði Selfyssinga að velli, 1-0,'og skoráði Sigurður Már Harðarson eina mark leiks- ins. Stíarnan mætir FH i leik um þriðja sætiðí Ittlu hikarkeppn- inni. Breiðábiik og Víðir leika um 5. sætið og Selfoss og Haukar um 7' ^0' -GH :¦ ¦'¦ ¦-¦¦¦¦ ¦',¦-' ísland í 7. sæti á opna Norðurlandamótinu í körfuknattleik: Erum að búa til gott landslið - segir landsUðsþjálfarinn, Torfi Magnússon íslendingar höfnuðu í 7. sæti á opna Norðurlandamótinu í körfu- knattleik sem lauk í Osló í Noregi í gær. ísland sigraði Noreg í gær í leik um 7. sætið, 92-80. íslendingar leiddu allan leiktímann og höfðu 7 stiga for- skot í leikhléi, 45-38. Guðmundur Bragason var stigahæstur með 18 stig, Teitur Örlygsson skoraði 17 og Magnús Matthíasson 15. íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli. í fyrsta leiknum tapaði Uðið fyrir Finnum en á fóstudags- kvöldið unnu íslensku strákarnir langþráðan sigur á Svíum, 83-76, og um leið fyrsta sigur sinn á þeim sænsku í landsleik í körfuknattieik. íslenska landsliðið lék mjög vel í þessum leik og hafði undirtökin í leiknum nær allan leiktímann. Stað- an í leikhléi var 37-36 íslendingum í vil. Valur Ingimundarson var stiga- hæstur íslensku strákanna í þeim leik með 20 stig, Guðmundur Braga- son 18 og Magnús Matthíasson 17. Á laugardag töpuðu íslendingar fyrir Lettum, 92-116. Lettar gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik og höfðu 29 stiga forskot í leikhléi, 40-69. Magnús Matthíasson var stigahæst- ur Islendinga með 16 stig. Lettar unnu alla sína leiki í riðlin- um og hlutu 6 stig en Finnar, Svíar og íslendingar fengu öll 2 stig. Það var þvi mjótt á mununum því stiga- taia réð úrslitum um röð liðanna í riðlinum. ísland hefði því með smá- heppni getað leikið um bronsverð- launin. Lettland meistari Lettar urðu meistarar á þessu opna Norðurlandamóti. Þeir unnu Litháa í úrsUtaleik í gær með 15 stiga mun, 80-95. Eistlendingar höfnuðu í þriðja sæti eftir sigur á Finnum, 108-102. Svíar lentu í 5. sæti, unnu Dani, 85-67. Nokkuð ánægöur með útkomuna „Ég get ekki annað en verið bara nokkuð ánægður með þessa útkomu. Við spiluðum fjóra leiki, unnum tvo og tópuðum tveimur og lentum í 7. sæti á meðan Finnar unnu aðeins einn leik í keppninni en urðu engu að síður í 4. sæti. Við vorum ekki langt frá því að spila um 5. sætið, enda jafnir Svíum og Finnum í riðla- keppninni," sagði Torfi Magnússon landsUðsþjálfari í viðuui við DV í gærkvöldi. „Svíaleikurinn stendur alveg upp úr hjá okkur. Strákarnir spiluðu þann leik geysilega vel og þau úrslit sýna okkur að við erum á réttri leið. Finnaleikurinn var að visu mjög slakur hjá okkur og Lettarnir reynd- ust okkur erfiðir. Ég var mjög ánægður með Magnús Matthíasson í þessari keppni og hann sýndi að hann er jafnoki toppsenteranna á Norðurlöndum í dag. „Mér sýnist við vera að búa til gott lið úr þessum mannskap. Varnar- leikurinn er alltaf að batna en það sem háir okkur kannski mest er hversu smávaxnir við erum. Næsta verkefni hjá okkur er undankeppni ólympíuleikanna sem fram fer á Spáni 22.-26. júní. Til stóð að við tækjum þátt í móti í Póllandi en á dögunum var okkur tjá að ekkert yrði úr því móti og því erum við að reyna að útvega leiki fyrir mótið á Spáni. Þeir leikmenn sem tóku þátt í þessu móti verða með á Spáni ásamt þeim Herbert Arnarssyni og Fal Harðarsyni, sem leika báðir í Banda- ríkjunum, og þá eru þeir Jón Arnar Ingvarsson og Nökkvi Már Jónsson í þessum hópi," sagði Torfi. -GH Islenska 21 árs liðið gegn Grikkjum á morgun: Verður á bratt- annaðsækja Magnús Matthfasson sýndi góöa leiki með islenska landsliðinu og var Torfi Magnússon landsliösþjálfari sérstaklega ánægður með leik hans f mótinu. DV-mynd GS Vídir Sigurdsson, DV, Grikklandi: Leikur íslands og Grikklands í Evr- ópukeppni 21 árs landsliða í knatt- spyrnu fer fram í bænum Nafplion, 160 kílómetra sunnan við Aþenu, á morgun og hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma, 17.30 að staðartíma. Gríska liðið þykir geysilega sterkt og verður án efa á brattann að sækja hjá íslensku strákunum Efttr sameiginlega æfingu með A- landsliðinu í Aþenu í gær hélt 21 árs iiðið í þriggja tíma rútuferð til Ar- gos, þar sem það dvelur fram að leik. Staðsetning ekki skv. reglum Staðsetning leiksins er ekki alveg samkvæmt reglum. A-hö skal Ieika í borg þar sem alþjóðlegur flugvöllur er nærri, og 21 árs lið í innan við 100 kílómetra fjarlægð þaðan. Neflion og Argos eru utan þess ramma en KSI gerði ekki mál úr þvi. Fimm leikmanna 21-árs liðsins eiga feður sem hafa leikið með A-landslið- inu. Það eru Pétur Marteinsson (Geirssonar), Steinar Guðgeirsson (Leifssonar), Lárus Orri Sigurðsson (Lárussonar), Sturlaugur Haralds- son (Sturlaugssonar), og Þórður Guðjónsson (Þórðarsonar). Þá lék faðir Guðmundar Benediktssonar (Guðmundsson) með ÍBA í 1. deild á sínum tíma. Evrópumótið í júdó: Bjarni sjöundi - sem veröur aö teljast góður árangur Bjarni Friðriksson varð í 7. sætí á Evrópumeistaramótinu í júdó sem lauk í París um helgina. Bjarni keppti í -95 kg flokki á mótinu. Hann tapaði fyrir Hollendingnum Peter Van Hoedt í hörkuglímu um 7. sætið en Bjarni hafði tryggt sér sæti í 8 manna úrslitunum á fimmtudaginn. Árangur Bjarna verður að teljast nokkuð góður en hann var ekki langt frá því að sigra Hollendinginn og hreppa þar með 6. sætið. Bjarni keppir á móti í Austurríki síðar í þessum mánuði og siðan taka við þrotlausar æfing- ar fyrir ólympíuleikana þar sem Bjarni ætlar sér stóra hluti, Sigurður tapaði tvívegis í opnum flokki Sigurður Bergmann keppti í opn- um flokki á mótinu en tapaði tví- vegis um helgina. Á fóstudag keppti hann gegn franska „tröllinu" Matt Honnet og varð Sigurður að játa sig sigraðan eftir spennandi og jafna viðureign. A laugardag glímdi Sigurður síðan aðra erfiða glímu við Tékkann Pepec. Tékkinn hafði undirtökin í glímunni en þeg- ar örstutt var eftir reyndi Sigurður bragð sem mistókst og Tékkinn sigraði í glímunni. -RR . i » * e* Bjarni Friðriksson náði góðum árangri á Evrópumótinu og varð i 7. sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.