Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 4
24
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
íþróttir
Sportstúfar
England og Brasilía skildu jöfn,
1-1, í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu á Wembley-leikvanginum
í London í gær. Bebeto kom Bras-
ilíu yfir á 26. mínútu en David
Platt jafnaði fyrir enska liðið á 49.
mínútu. Áhorfendur voru 53 þús-
und. Englendingar máttu þakka
fyrir jafnteílið en Chris Woods
varði nokkrum á frábæran hátt.
Club Briigge meistari
Club Brugge tryggði sér belgíska
meistaratitilinn í knattspyrnu í
gær í 9. skipti. Aðalkeppinautur
þeirra, Anderlecht, tapaði sínum
leik og þó einni umferð sé ólokið
er sigur Club Brugge kominn í
örugga höfn. Club Brúgge hefur
52 stig og Anderlecht er í öðru
sæti með 49 stig.
Úrslit leikja í gær urðu þessi:
Ekeren-Waregem.............l-l
Lokeren-Molenbeek..........1-2
FC Liege-Charleroi.........0-1
Club Brugge-Mechelen.......3-2
Lierse-Cercle Brúgge.......1-0
Aalst-Standard.............1-1
Anderlecht-Ghent...........1-3
Kortrijk-Antwerpen.........0-3
Beveren-Genk...............0-3
AC Milan á skotskónum
Ancelotti tvö, Ruud Gullit og
Marco van Basten skoruðu mörk
AC Milan í, 4-0, sigri á Verona í
gær. AC Milan hefur þegar tryggt
sér sigur í deildinni en síðasta
umferðin verður leikin um næstu
helgi. AC Milan hefur 54 stig og
Juventus í öðru sæti meö 47 stig.
Úrslit leikja í gær uröu þessi:
Ascoli-Parma..............2-3
Atalanta-Tórínó......._•...1-3
Bari-Inter Milan..........0-2
Cremonese-AS Roma.........1-2
Fiorentina-Napólí.........4-2
Genoa-Foggia..............0-2
Juventus-Cagliari.........0-0
AC Milan-Verona...........4-0
Loks vann Grasshoppers
Sion virðist á góðri leið með að
vinna svissneska meistaratitilinn
í knattspyrnu eftir sigur á Neuc-
hatel Xamax í toppslag í gær, 3-1.
Sigurður Grétarsson og félagar í
Grasshoppers sigruðu loksins
eftir slæmt gengi undanfarið lið
FC Ztirich, 3-0. Sion hefur 30 stig,
Xamax 27 stig og Grasshoppers
26.
Besiktas meistari
Besiktas varð í gær Tyrklands-
meistari í knattspyrnu þriöja arið
í röð. Liðið hlaut 76 stig en Fen-
erbache, sem lenti í öðru sæti,
hlaut 71 stig.
Víkverji áfram
Víkverji sigraöi Reyni úr Sand-
gerði, 2-3, í forkeppni bikar-
keppninnar í knattspyrnu í leik
liðanna í Sandgerði á laugardag-
inn var. Víkverji vann sér því
sæti í 1. umferð keppninnar er
Reynir er úr leik. Bæði þessi leika
í 4. deild.
Aðgöngumiðar á Wembiey
Til sölu er miðar á kostnaðar-
verði á úrslitaleik Evrópukeppni
meistararliða á milli Barcelona
og Sampdoria sem verður á Wem-
bley í London á miðvikudaginn
kemur. Miðarnir eru til sölu hjá
Úrval-Útsýn.
Lyn í öðru sæti
Norska liðið Lyn undir stjórn
Teits Þórðarsonar er í öðru sæti
í 1. deild eftir sigur á Lilleström,
3—1, í gær. Rosenborg, sem er í
efsta sætinu með 10 stig eftir fjór-
ar umferðir, sigraði Sogndal 5-1.
Lyn er með 9 stig eða jafnmörg
og Molde sem sigraði Mjöndalen,
2-0.
Real vann toppslaginn
Real Madrid sigraði Atletico
Madrid, 3-2, í toppslagnum á
Spáni í gær. Barcelona endur-
heimti annað sætið aftur eftir sig-
ur á Real Mallorca, 3-0. Real
Madrid er efst meö 51 stig, Barcel-
ona er í ööru sæti með 49 stig og
Atletico 48. Úrslit í öörum leikj-
um urðu þessi:
Real Burgos-Espanol..........2-1
Albacete-Real Sociedad......0-1
Coruna-Real Zaragoza.........3-0
Logrones-Real Oviedo.........2-0
Sporting Gijon-Osasuna.......1-0
Sevilla-Valencia.............2-3
Bilbao-Tenerife.............3-1
Real Valladolid-Cadiz...:....2-2
Fyrsta golfmótið
Einar Long, GR, sigraði á fyrsta
golfmótinu sem telur stig til
landsliðs hjá golfklúbbnum Keíli
í gær. Einar lék á 141 höggi. Kar-
en Sævarsdóttir, GS, sigraði í
kvennaflokki á 153 höggum og
með forgjöf sigraði Loftur Ey-
jólfsson, GK, á 136 nettó.
Sigurður Jónsson er kominn i búning Skagamanna og sem fyrirliði liðsins
tók hann viö litla bikarnum eftir stórsigur Skagamanna gegn Keflvíkingum
á laugardag. DV-mynd Sigurgeir
"■■■
■
Kristinn R. Jónsson með Reykjavíkurmeistarabikarinn. KR vann bikarinn síðustu fjögur árin en Fram vann hann síðast á
Framarar stöði
sigurgöngu KR-
- Fram Reykjavíkurmeistari í knattspymu eftir sigu
Fram varð Reykjavíkurmeistari i
knattspymu á laugardag þegar liðið
sigraði KR í úrslitaleik með tveimur
mörkum gegn engu. KR haföi unnið
þennan titil fjögur ár í röð en Fram síð-
ast árið 1986.
Leikur liðanna á gervigrasinu í Laug-
ardal var ágætlega leikinn og þá alveg
sérstaklega í fyrri hálfleik. Bæði liöin
sköpuðu sér þá góð tækifæri en mark-
verðirnir þeir Birkir Kristinsson hjá
Fram og Ólafur Gottskálksson, KR,
vom vel á verði.
Áður en fyrsta markið kom átti Ragn-
ar Margeirsson alla möguleika að skora
fyrir KR en Eirkir var á réttum stað í
markinu. Hinum megin varði Ólafur
vel skot frá Ríkharði Daðasyni. Þremur
mínútum fyrir leikhlé náðu Framarar
forystu með marki frá Baldri Bjarna-
syni. Baldur skaut hörkuskoti með
hægri fæti af 25 metra færi og hafnaði
knötturinn í vinstra hominu án þess
að Ólafur fengi rönd við reist i markinu.
Síðari hálfleikur var ekki eins fjörug-
ur og marktækifæri voru fá á báða
bóga. Undir lok leiksins bætti Guð-
mundur Gíslason við öðra marki Fram
af stuttu færi en hann hafði áður komið
inn á sem varamaður.
„Það er ýmislegt hægt að bæta í leik
okkar en það var um fram allt mjög
gott að vinna sigur í Reykjavíkurmót-
inu. Vikan sem nú fer í hönd verður
notuð til aö lagfæra það sem betur má
fara og undirbúa okkur sem best fyrir
Stórsigur Akurnei
og litli bikarinn í I
Úrslitaleikur ÍA og ÍBK í htlu bikar-
keppninni fór fram á aðalleikvanginum
á laugardaginn. Þrátt fyrir leiðinlegt
veður var leikurinn á köflum mjög góð-
ur og vora heimamenn mun sterkari
og sigraöu örugglega, 4-1.
Fátt markvert gerðist fyrstu 25 mínút-
umar en þá átti Óh Þór gott skot frá
vítateig sem Kristján Finnbogason,
markvörður ÍA, náði að slá yfir. Á 8
mínútna kafla skoraði Arnar Gunn-
laugsson síðan tvö mörk fyrir ÍA. Það
fyrra á 32. mínútu eftir góðan undir-
búning Heimis Guðmundssonar og
Haraldar Ingólfssonar og þaö síðara
eftir þunga sókn heimamanna á snyrti-
legan hátt.
Á fyrstu 10 mínútum í síðari hálfleiks
fengu heimamenn 2-3 góð færi áður en
Þórður Guðjónsson skoraði eftir góða
sendingu frá Bjarka Gunnlaugssyni og
staöan 3-0. Skömmu síðar varði Ólafur
Pétursson, markvörður ÍBK, frábær-
lega skot frá Haraldi Ingólfssyni. Á 60.
mínútu fékk Óli Þór i ÍBK að líta rauða
spjaldið og vora gestimir ekki sáttir við
þann dóm. Vítaspyma var síðan dæmd