Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. Fréttir O Kosningar ■ Spá í apríl ■ Spá nú Kvennatisti Sjálfstæðístl. Alþýöufl. Framsóknarfl. Alþýðubl Skoðanakönnun D V um fylgi flokkanna: Sjálfstæðisflokk urinn braggast Hnífstuiigan í Kópavogi: Fyrrverandi eiginkona manns- ins, sem lést eftír hnífstungu í Kópavogi um síðustu helgi, var úrskurðuð í gœsluvarðhald til 30. júní. Sem kunmigt er fannst mað- urinn meðvitundariaus i biðskýli á Nýbýiaveglnum ó iaugardags- kvöld, skammt þaðan sem konan býr. Maöurinn lést á sjúkrahúsi skommu síðar. Máiiö er 1 rannsókn bjá RLR. Maðurinn, sem lést, hét Guðbjöm Tómasson, 51 árs gamall, til heimiiis að Snorrabraut 63 í Reykjavík. fylgi Alþýðubandalagsins minnkar Fylgi Sjálfstæðisfiokksins hefur aukist nokkuö aö undanfomu upp úr lægöinni sem var fyrir tveimur mánuðum. Alþýðubandalagiö hefur tapað. Þetta sýnir skoðanakönnun, sem DV geröi í gær og fyrrakvöld, og kosningaspá, byggð á skoðana- könnuninni. Samkvæmt kosningaspánni, sem DV hefur reiknaö með aðstoð stærð- fræðinga, er fylgishlutfall Alþýðu- flokksins nú 11,2 prósent. Þetta er 0,3 prósentustigum minna en fylgi flokksins var samkvæmt kosninga- spá DV í aprílbyijun. Framsóknar- flokkurinn fær nú 26,8 prósent, 0,8 prósentustigum meira en í aprílbyij- un. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur nú 31,3 prósent, sem er 1,8 prósentustig- um meira en fyrir tveimur mánuð- um. Aiþýðubandalagið fær nú 20 pró- sent sem er 3,1 prósentustigi minna en fyrir tveimur mánuöum. Kvenna- listínn fær 10,7 prósent, einu pró- sentustigi meira en í apríl. Þ-listinn hiaut 0,3 prósent í apríl en kemstnú ekki á blað. Samanburður við kosningar Við skuium bera fylgið nú saman viö fylgi listanna í síðustu þingkosn- ingum. Þá fær Alþýðuflokkurinn nú 4,3 prósentustigum minna fylgi en í kosningunum. Framsóknarflokkur- Fremur litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna síðustu tvo mðnuði þótt hagur stjórnarliðsins hafi skánað. inn hlýtur nú heilum 7,9 prósentu- stigum meira fylgi en í kosningun- um. Fylgi Sj álfstæðisflokksins er enn 7,3 prósentustigum minna en flokk- urinn fékk í kosningunum. Alþýðu- bandalagið fær nú 5,6 prósentustig- um meira fylgi en í kosningunum. Kvennaiistinn hlýtur 2,4 prósentu- stigum meira en í kosningunum. Ef við notum fylgi listanna sam- kvæmt kosningaspánni nú til að skipta þingsætum fengi Alþýðu- flokkurinn nú 7 þingmenn, Fram- sóknarflokkurinn 17, Sjáifstæðis- flokkurinn 20, Alþýöubandalagiö 13 og Kvennalistinn 6. Skekkjumörk Skekkjumörk í svona kosningaspá eru 1,3 prósentustig hjá Alþýðu- flokknum, í plús eða mínus. Hjá Framsókn eru skekkjumörkin 1,8 prósentustig, 2,6 prósentustig hjá Sjálfstæðisflokknum, 2,1 prósentu- stig hjá Alþýðubandalaginu og 1,5 prósentustig bjá Kvennalistanum. Af öllu úrtakinu í skoðanakönnun- inni nú fékk Alþýðuflokkurinn nú 6,5 prósent, Framsókn 15,3 prósent, Sjáifstæðisflokkurinn 23,3 prósent, Alþýðubandalagið 10,7 prósent og Kvennalistinn 6,5 prósent. Óákveðn- ir voru 34,8 prósent, svipað og áður, og 2,8 prósent úrtaksins vildu ekki svara spumingunni. Þetta þýðir að af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnuninni fékk Al- „Ég veit ekki til hvers ég ætti aö kjósa. Það er sania hveijir kona í Reykjavík. „Ég kysi Al- alltaf gert,“ vík. „Eg vil bara kjósa Jóhönnu og til þess hef ég bara eina leið, það er^ Alþýöuflokkinn,'' sagöi „Davíð er á réttri leið. Það segir hvern ég kýs," sagöi kona á Suö- umesjum. Þeir eru flndr þegar þeir eru i stjómarandstöðn en verða aliir ■II H .. „Þessir kariai- brenna sig allir á sama soði þegar þeir koma i stólana. Þeir standa ekki við neitt sem þeir segja," sagði kona á Norður- landi. „Aliabailai-nir koma vei út núna,“ sagöi karl á Suöurlandi. „Eg myndi afla vega ekki kjósa sijómarflokkana," sagði karl á Noröurlandi. „Ég myndi kjósa Kvennalistann. Þær eru málefha- legastar," sagöi karl á Austur- fólk en ekki flokka," sagöi kona á Norðurlandi. „Framsóknar- flokkurinn er minn flokkur. Við þurfum aö fá Steingrím og Hafl- dór ai'tur," sagöi karl á Vestur- landl -sme þýðuflokkurinn 10,4 prósent áður en kosningaspáin var reiknuð. Fram- sókn fékk 24,6 prósent áður en kosn- ingaspáin var reiknuð út, Sjálfstæö- isflokkurinn 37,4 prósent, Alþýðu- bandalagið 17,1 prósent og Kvenna- listinn 10,4 prósent. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milfl höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar fæm fram núna? -HH Fylgi þingflokkanna - miðað við síðustu kosningar - Niðurstöður kosningaspárinnar urðu þessar (í %): kosn. sept. des. feb. apr. nú Alþyðuflokkur 15,5 10,9 10,7 9.1 116 11,2 Framsóknarfl. 18,9 25,8 28,7 26,7 26,0 26,8 Sjálfstæðisfl. 38,6 346 32,0 31,9 29,5 316 Alþýðubandalag 14,4 17,1 20,9 23,6 23,1 20,0 KvennaM 8.3 9,5' 8,5 8,8 9,7 10,7 Þ-listinn 1,8 1,5 0,8 0,3 Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit kosningaspárinnar verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er staðan í þinginu nú: kosn. sopt. des. feb. epr. nú AlþýðuMkur 10 7 7 5 7 7 Framsóknarfl. 13 17 18 17 17 17 Sjálfstæðisfl. 26 22 21 21 19 20 Alþýðublag 9 11 13 15 14 13 KvennaM 5 6 4 5 6 6 Gjaldþrot Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss: Ábyrgðariaus félagsskapur - segir bústjórinn en UMFÍ hefur hafnað að greiða skuldimar „Ungmennafélag íslands hefur hafnað að borga og eignir þess koma þessu gjaldþroti því ekki við. Þetta félagsform virðist vera ábyrgðarlaus félagsskapur," sagði Ólafur Bjömsson, lögmaður á Sel- fossi og bústjóri í þrotabúi Ung- mennafélags Hveragerðis og Ölf- uss. Ungmennafélagið er gjaldþrota og fyrsti skiptafundur er í dag. Kröfumar, sem lýst hefur veriö, nema um fimm mifljónum króna en félagið á engar eignir. Ekki er víst að öllum kröfum hafl veriö lýst. Vitað er að einhveijir krötu- hafar stefndu stjómarmönnum ' beint í stað þess að hafa stefnt Ung- mennafélaginu. Eitt slíkt mál bíður úrlausnar Hæstaréttar. Stjómar- maðurinn tapaði því máii. Hann mætti reyndar ekki í réttinn til aö halda uppi vömum. Það er því ómöguiegt að vita hversu miklar skuldir ungmennafélagsins vom en þær vom örugglega talsvert hærri en 5 mifljónir króna. Ástæða gjaldþrotsins er aðaflega vegna skafmiðahappdrættis sem ungmennafélagið var með en það hét Ferðaþristur. Kostnaöur við happdrættið var mun meiri en gert var ráö fyrir og salan varð minni en menn ætluðu þegar þeir byijuðu með happdrættið. Ferðaskrifstofan Atlantik er stærsti kröfuhafinn. „Sá sem lánar ungmennafélagi peninga verður að hafa í huga að Ungmennafélag íslands stendur ekki á bak við félögin. Þetta minnír á Svalbarðseyrarmálið þar sem kaupfélagið þar átti ekki hlut í sam- vinnuhreyfingunni, “ sagði Ólafur Bjömsson. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.