Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. 25 íþróttir fþróttir FH-ingar neita að skrifa undir - hjá Hans Guðmundssym sem hefur skipt í HK FH-ingar hafa neitaö að skrifa und- ir félagaskiptin hjá Hans Guðmunds- syni, stórskyttunni snjöllu og marka- hæsta leikmanni íslandsmótsins í handknattleik. Eins og kom fram í DV í gær gekk Hans til liðs við HK í fyrrakvöld og skrifaöi þá undir samning viö Kópavogsliðið. Hans lék með FH-ingum á síðasta keppnis- tímabili og var af máttarstólpunum þegr liðið tryggði sér sigur bæði í deild og bikar. Hafnfirðingar eru ekki sáttir „Það ríkir mikil reiði í mönnum og Hafnfirðingar eru alls ekki sáttir með framferði Hans Guðmundsson- ar í þessu máli. Við teljum Hans vera skuldbundinn FH, hann hefur ekki gengið frá sínum málum við félagið og því getum við ekki skrifað undir nein félagaskipti fyrr en þessi mál hafa verið leyst,“ sagði einn af for- ráðamönnum handknattleiksdeildar FH í samtali við DV í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum DV var allt á suðupunkti í Hafnarfirði í gær þegar fréttist af félagaskiptunum og síma- línur voru rauðglóandi hjá forráða- mönnum félagsins. Máliðer frágengið „Ég ber mikla virðingu fyrir FH og forráðamönnum félagsins og það hefur ætíð veri gott samband á milh FH og HK. Ég get bara ekki ímyndað mér að maður eins og Hans Guð- mundsson standi í skuld við FH-inga. Ég skil FH-inga mjög vel að þeir eru sárir að missa eins snjallan og góðan leikmann eins og Hans en þeir verða að gera sér grein fyrir að Hans hefur óskað eftir að skipta um félag og gengið til Uðs við okkur. Ég hef enga trú á öðru en að þetta mál leysist á farsælan hátt eftir smátíma. Ég get hins vegar ekki séð annað en að máhð sé frágengið því að Hans hefur skrifað undir hjá okkur og það skipt- ir öUu máh,“ sagði Þorsteinn Einars- son, formaður handknattleiksdeildar HK, í gærkvöldi. „Þetta er búinn að vera erfiður dagur og það hefur aUs konar fólk verið að hringja í mig, margir æst sig fuUmikið en ég læt það ekkert á mig fá,“ sagði Hans Guömundsson í gærdag. Hans vildi ekki tjá sig meira um máUð að svo stöddu. Þess má geta að samkvæmt heim- ildum DV eru FH-ingar að leita að sterkum erlendum leikmanni fyrir næsta keppnistímabil en enginn út- lendingur hefur áður leikið með Uð- inu. -RR/SK Olga gerði sex - 1 stórsigri Blikastúlkna á KR Olga Færseth hefur skorað níu mörk i þremur leikjum. KR-stúlkur máttu þola stærsta deildartap sitt frá upphafi er íslands- meistarar Breiðabliks lögðu þær að velU, 9-0, í FrostaskjóU í gærkvöldi. Olga Færseth átti stórleik og skor- aði sex mörk, Sigrún Óttarsdóttir skoraði tvö mörk og Ásta B. Gunn- laugsdóttir eitt. „Eg átti ekki von á því að skora sex mörk,“ sagöi markaskorarinn Olga Færseth sem hefur skorað níu mörk í aðeins þremur leikjum. „Þetta er aðeins hægt ef maður fær góða hjálp eins og ég fékk í dag. Ef við náum að leika gegn Skaganum eins og viö gerðmn gegn KR í kvöld þá eigum við góða möguleika á að sigra.“ Láðsheildin er aðalsmerki Blika- stúlkna og náðu þær oft að leika vöm KR sundur og saman. Sérstaklega var gaman að sjá samvinnu Olgu og Ástu B. og vaknar sú spurning hvort landsUðsþjáUaramir okkar hafi ekki þama þá framheija sem þarf til aö leggja Skota og Englendinga í sumar? Lið KR átti afspymuslakan dag. -ih Einar varð Ijórði -1 spjótkasti 1 Frakklandi Einar Vilhjálmsson varð íjórði í spjótkasti á sterku alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í St. Denis í Frakklandi í gærkvöldi. Einar kastaði 80,50 m. Sigurvegari í spjótkasti varð Finninn Juha Laukkanen en hann kastaði kastaði 87,03 m. Önnur helstu úrsUt á mótinu urðu þau að heimsmethafinn Sergei Bubka frá Úkraínu sigraði í stangar- stökki, stökk 6 metra slétta. Svnnn Patrick Sjörberg sigraði í hástökki, stökk 2,28 m. -RR Torfæra á Hellu Önnur torfæra sumarsins, sem gefur stig til íslandsmeistara, B.F. Goodrichs torfæra bílabúðar Benna og Flugbjörgunarsveitar HeUu, verð- ur haldin á morgun rétt austan við HeUu. Að venju em margir skráðir eða 13 í götubUaflokki og 19 í flokki sérútbúinna. A.m.k. tveir nýir kepp- endur era í götubílaflokki og einn nýr h)á sérútbúnum. Sá nýi hjá sér- útbúnum er þó ekki svo nýr en það er sami maður og smíðaði og keppti fyrst á þeim bU er nú heitir Bleiki pardusinn. Nýi bíUinn hefur fengið nafnið Fordson og verður gaman að sjá hvemig nú hefur tekist tíl hjá honum. Forkeppni verður í þessari keppni í aUt 4 brautir, tvær þeirra verða eknar kl. 10 um morguninn en afgangurinn í keppninni sjálfri sem byijar stundvíslega kl. 14.00. Að for- keppni lokinni halda 10 bUar áfram í hvorum flokki. Mýrin verður ekin eins og vepjulega, í þetta skipti sem hluti af tímaþraut en dekkjaþrautin fær hvUd þetta árið. Þeir sem ekki komast á keppnina geta stiUt á FM 9.57 en þar verður bein lýsing frá henni í bland við góða tónfist meðan á keppninni stendur og er það BUa- búð Benna sem borgar kostnaðinn viðþáútsendingu. -ÁJ Áföll hjá enskum - John Bames og Gary Stevens báðir meiddir Taylor, landsUðseinvald Englend- inga, í núkla kUpu rétt áður en Evr- ópukeppnin hefst í Svíþjóð. Taylor hefur kaUað á þá Keith Curle og Enska landsUðið í knattspymu varð fyrir miklu áfalU í gær þegar vamarmaðurinn Gary Stevens meiddist Ula á ökla. Áður hafði John Bames meiöst í leik gegn Finnum í fyrrakvöld og setur þetta Graham Andy Sinton í hópinn. -RR EÓP-mótið í frjálsum íþróttum: Gott hjá Pétri Pétur Guðmundsson tryggði sér fár- seðUinn á ólympfúleikana í Barcelona með því að ná lágmarkinu í kúluvarpi í gærkvöldi. Pétur kastaði kúlunni 20,01 mótínu sem haldið var aö Varmá í Pétur gerði mjög velað náþessukasti í leiðindaveðri og við erfiðar aðstæöur i MosfeUsbænum. Hann er því þriðji islenski frjálsíþróttamaöurinn sem nær lágmarkinu fyrir ólympíuleikana son og Einar VUhjálmsson tryggt sér Veðrið setti strik í reíkninginn á mót- inu í gærkvöldi. Jón Amar Magnússon 10 sm yfir íslandsmetinu en meðvindur var of mikUl og þ\d stökkið ekki tekiö gilt sem met Jón Arnar á góða roögu- leika á að ná lágmarkinu með þessu framhaldi. Iris Grönfeld reyndi einnig við lágmarkiö í spjótkasti en gekk illa, kasfaöi aöeins 51,48 m. Öirnur helstu hijóp 200 m á 21,94 sek. en í sömu grein í kvennaflokki sígraði Geirlaug Geir- lausdóttir á 25,10 sek. Finnbogi Gylfa- son höóp 1500 ra á 4:16,98 mín. og 1110 m grindahlaupi sigraði Ólafur Guö- mundsson á tímanum 14,70 sek. í 100 m grindahlaupi kvenna hijóp Þuríður Ingvarsdóttir á 14,90 sek. Pátur Guðmundsson náðl iágmarkinu i kúiuvarpi. Júlíus aftur til Frakklands - allar líkur á að hann leiki með Paris Asnieres Miklar líkur em nú á því að Júl- íus Jónasson, landshðsmaður í handknattleik, sé á leiðinni til síns gamla félags, Paris Asnieres, en með því liði lék hann síðast veturinn '91-92. Eftir það gerði Júlíus tveggja ára samning við spænska liðið Bidasoa en upp kom ágreiningur milli Júlíusar og forráðamanna liðsins nú í vet- ur sem varð þess valdandi samn- ingi var rift. Upphaf ágreinings má rekja til B-keppninnar í Austurríki í vetur þegar Júlíus ákvað að leika með íslenska landshðinu þar í and- stöðu við forráðamenn liðsins. „Ég var að koma frá París þar sem ég ræddi við forráðamenn míns gamla félags. Eftír þær við- ræður er orðið nokkuð ljóst að ég mun gera eins árs samning við Paris Asnieres. Aðeins er eftir að ganga frá örfáum endum. Ég á núna eftir að ganga frá mínum málum sem snýr að spænska fé- laginu. Ég á efitír eitt ár af samn- ingi við hðið svo það er ljóst aö þeir þurfa að greiða mér ein- hvem hluta af seinna árinu. Við höfum rætt málin saman og ég á Júlíus Jónasson. ekki von á öðra en þau mál fái farsælan endi eftir helgina," sagði Júlíus Jónasson, í samtali við DV í gærkvöldi. . Júlíus sagðist vera mjög ánægður með að málin væru að komast í örugga höfn. Þetta mál er búið að vera í óvissu nokkuð lengi. „Það hjálpar mér mikið að ég þekki allar aðstæður hjá franska liðinu," sagði Júlíus. Paris Asnieres lenti í 6. sæti 1. deild á nýafstöðnu móti. Fyrir hjá félaginu er rúmenski línumaður- inn Mogano sem mun leika áfram hðinu næsta vetur. Júlíus var í hópi markahæstu leikmanna í Frakklandi þegar hann lék með Paris Asnieres á sínum tíma. Júlíus átti von á því að koma heim til íslands í næstu viku og mun þá byrja að æfa með íslenska landshðinu. -JKS Hans Guðmundsson kominn í búningi HK í gærkvöldi. Hans skipti í Kópavogsliöið en FH-ingar hafa neitað að skrifa undir félagaskiptin. DV-mynd S Fjórir leikir 11. deild á mánudag: Toppslagurinn fyrír norðan - Þór og KA mætast í nágrannaslagnum Fjórir leikir verða í 1. deildinni í knattspymu, Samskipadeild, á mánudag. Akureyrarhðin, Þór og KA, mætast í toppslag umferðarinnar en ná- grannaliðin em í tveim efstu sætum deildarinnar. Þeim var eins og kunn- ugt er báðum spáö falli en hafa byij- að vel. Þórsarar em reyndar eina hð- ið með fullt hús stiga eftir 2 umferðir í deildinni. Leikur liðanna hefst klukkan 16. Á Skaganum taka heimamenn á móti Fram klukkan 14. Skagamenn hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum en Fram hefur unnið einn leik og tapað einum. Búast má við hörku- leik þegar þessi hð mætast á Akra- nesi en þeim var spáð efstu tveimur sætunum í deildinni. í Kaplakrika fá FH-ingar Vest- mannaeyinga í heimsókn klukkan 16. Eyjamenn hafa byijað mjög illa og tapað tveimur heimaleikjum og ætla sér án efa að selja sig dýrt gegn FH-ingum sem hafa hlotið 4 stig eftir tvo leiki og em enn ósigraðir. Klukkan 20 mætast Víkingar og Valsmenn í Stjömugróf. íslands- meistarar Víkings hafa byrjað þokkalega, töpuðu fyrsta leik en unnu síðan í Eyjum. Valsmenn em með 4 stig og era í 4. sætinu. í 2. deild verður heil umferð. Reyndar mætast Víðir og BÍ í Garði á laugardag klukkan 14 og fjórir leik- ir verða síðan klukkan 20 á mánu- dagskvöld. Stjaman og Fylkir leika í Garöabæ, Leiftur og Þróttur á Ól- afsfirði, Grindavík mætir Selfoss og ÍR fær Keflavík í heimsókn í Breið- holtið. Auk þess verða fjölmargir leikir í neðri deilunum. I 1. deild kvenna leika ÍA og Höttur í kvöld klukkan 20 og á Sama tíma leika Þór og Valur fyrir norðan. Á morgun leika Stjarnan og Höttur í Garöabæ klukkan 14. -RR íslandsmótið 3. og 4. deild: Magni lagði Dalvík - og Einherji skoraði 11 mörk Magni sigraði Dalvík, 2-0, í 3. deild- inni í knattspymu á Grenivík í gær- kvöldi. Stefán Guðmundsson og Nói Bjömsson skomðu mörk Magna í leiknum. í 4. deild vom nokkrir leikir háðir í gærkvöldi. Einheiji malaði Fellabæ, 11-0, og skoraði Hallgrímur Guðmundsson 5 markanna. Helgi Þórðarson skoraði tvö og þeir Sigur- jón Birgisson, Einar Kristbergsson og Baldvin Eyjólfsson eitt mark hver. Á Egilsstöðum sigraði Höttur lið Vals frá Reyðarfirði, 3-0. Freyr Sverris- son, Eysteinn Hauksson og Júgóslav- inn Zoltan Matíjivec skomðu mörk Hattar í leiknum. Á Seyðisfirði vann Huginn hð Sindra, 3-2. Sigurður Hallvarðsson skoraði öll þijú mörk Hugins en þeir Elvar Grétarsson og Hermann Stefánsson gerðu mörk Homfirðinga. Loks mættust Leiknir og Austri á Fáskrúðsfirði og sigruðu Leiknismenn 3-2. Ágúst Sigurðsson gerði tvö af mörkum heimamanna og Kári Jónsson eitt en Viöar Sigur- jónsson og Sigurður Magnússon skomöufyrirAustra. -RR/MJ Islensku snókerspilamir sem dvelja í Bretlandi sigraðu í öllum viðureignum sínum í keppni sem haldin var í Echos Ciub i Loug- hborough i gærkvöldi. Tvö liö kepptu, hö Echos Club sem fimm íslendingar skipuöu ásamt bresk- um liösstjóra, Dick Morley. Ðick leiddi iið sitt til sigur í öllum leikj- um kvöldsins. Jóhannes R. Jóhannesson, ný- bakaöur meistari úr alþjóðlegu móti frá síöustu helgi, sígraöi andstæðing sinn með tveimur römmum gegn einum þrátt fyrir aðhafagefiö60 stigíforaöf.Ingvi Halldórssaon, Kristján Sigurðs- son, Guðbjöra Gunnarsson og Dick Moriey sigruðu einnig sína andstæðinga, 2-1. Sumarliöi Gú- stafsson keppti viö tvo andstæö- inga, sigraði annan með 3-0, en hinn 2-1. keppni fyrir atvinnumannadeild í Blackpool síðar í mánuðinum. Bryiijar Valdimarsson fer beint til Blackpool á fóstudag en Fjöln- ir Þorgeh-sson og Gunnar Vals- son fara beint írá fslandi. Framara í Samskipadeildinni á mánudag hefur knattspymudeild í A í samráði við Akraborg ákveð- ið að bjóða upp á pakkaferð meö Akraborginni. í pakkanum em 1500 krónur. Akraborg fer frá Reykjavík klukkan 12.30 og kem- ur aftur til baka klukkan 17 en leikurmn hefst klukkan 14. Nauðungaruppboð á lausafjármunum Eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, Gjaldheimtu Austurlands, Gjaldheimtu Reykjavíkur og fleiri innheimtumanna opinberra gjalda, svo og ýmissa lög- manna fer fram nauðungaruppboð á lausaijármunum við lögreglustöðina að Strandgötu 52, Eskifirði, laugardaginn 13. júní 1992, kl. 14.00, ef þeir hafa þá verið færðir á uppboðsstað. Beðið hefur verið um uppboð á eftirgreindum lausafjármunum, bifreiðun- um, Z-2078, U-3206, H-5262, S-1003, R-54900, S-2963, R-35423, HK-199, SJ-933, A-9540, IP-151, U-3789, U-1038, K-1783, R-39804, U-4404, U-4310, S-1550, P-544, U-709, U-181, U-708, R-5576, Y- 6050, G-563, Ö-8229, R-47710, A-12719, U-3959, U-2999, U-3894, GX-588, YU-682, GU-382, R-40715, U-5501, GB-624, GE-884, A- 9073, vélbátunum Stínu SU-164, Sóma SU-644 og Sif SU-250, sjónvarps- tæki af gerðinni Sharp, telefaxtæki af gerðinni Artex, dráttarvélinni ZM 699 og myndavélum af gerðinni Mamiya RB-67 og Mamiya RZ-67, ásamt fylgihlutum. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu Verzlunarskóli Islands Innritun 1992-1993 Innritun í nám skólaárið 1992-1993 fer fram 3. til 5. júní. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skól- ans frá kl. 9-18. Grunnskólanemendur Umsókn skal fylgja staðfest Ijósrit af prófskírteini. Innritaðir verða 250 nemendur í 3. bekk. Verzlunarprófsnemendur skulu skila umsókn sinni eigi síðar en 5. júní. Þeir sem hafa verzlunarpróf úr öðrum skólum en Vl þurfa að skila staðfestu Ijósriti af prófskírteini. Öldungadeild Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skólans 3.-5. júní gegn greiðslu innritunargjalds, kr. 5.750. • • • • Okuleikni RFO og DV 15 ára í sumar Umferðarljós fyrir vinstri beygju Hér á landi hefur umberðarljósum er stýra vinstri beygju farið tjölgandi. Það er ekki undarlegt þar sem umferðarslysum hefur farið fjölgandi vð vinstri beygjur. Það að taka vinstri beygju er talið ein af erfiðustu athöfnum í umferðinni og krefst óskiptrar athygli ökumanns. Hérlendis eru aðallega þrjár gerðir umferðarljósa er leyfa vinstri beygju og er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir mismunandi eðli þeirra. Sér beygjuljós til vinstri. Þessi umferðarljós hafa sérstaka beygjueiningu er sýnir rauða, gula og' græna beygjuör. Þegar rauð ör lýsir megum við aldrei taka vinstri beygju því þá er leyfð umferð á móti. Við getum hins vegar treyst því að þegar græn beygjuör lýsir, er engin umferð á móti. Einungis grœn beygjuör. Þessi umferðarljós eru varhugaverð og þarf að sýna sérstaka aðgæslu við vinstri beygju því þau hafa enga sérstaka beygjueiningu og má þvf taka vinstri beygju þó ekki ekki logi græn ör til vinstri. Gæta verðurþess að þegarörin logar ekki, er leyfð umferð á móti og okkur ber að víkja fyrirhenni. Þegar hins vegar græn ör logar til vinstri, er komið rautt ljós á umferðina á móti og við getum treyst því að engin umferð komi á mói. Þá eigum við greiða leið í vinstri beygju. Sameiginleg Ijós áfram og til vinstri. Þessi umferðarljós em svipuð þeim fyrst nefndu. Þau sýna samtímis ör áfram og til vinstri á sömu ljósasamstæðunni. Því er einungis heimilt að taka vinstri beygju þegar græn ör logar áfram og til vinstri. Þá getum við treyst því að engin umferð komi úr gagnstæðri átt. Fylgjum reglum, forðumst slys

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.