Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 24
FÖSTtJDAGtJR 5. JÓnYY^¥W íT 32 Smáauglýsingar - Þverholti 11 Atlas AB-1702 D hjólagrafa, árg. ’79, til sölu, vélin er öll nýstandsett hjá um- boðinu og skoðuð af vinnueftirlitinu fyrir árið ’92-’93. Uppl. í vs. 91-680995, 91-673820,985-32850 eða í hs. 91-79846. ■ Verslun Hljómtækjaskápar. Svartir viðar- skápar m/glerhurð, breidd 36 cm, verð kr. 10.990. Heimskringlan/Frístund Kringlan, sími 91-687720. pmeo Það er staðreynd að vörumar frá okk- ur gera þér kleift að auðga kynlíf þitt og gera það meira spennandi og yndis- legra. Troðfull búð af alls konar spennandi hjálpartækjum ástarlífsins, f/dömur og herra, o.m.fl. Ath., allar póstkr. dulnefndar. Erum á Grundar- stíg 2 (Spítalastígsmegin). S. 91-14448, opið 10-18 virka daga, 10-14 laugard. ■ Bílar til sölu Elnn sá sprækasti og glæsllegastl. Nissan 200 SX turbo, árg. ’90, til sölu, ekinn 34 þús. km, upptjúnaður í Eng- landi úr 171 ha. upp í 225 hö., 5,5 sek. í 100 km, CD Pioneer + kraftmagnar- ar, aukafelgur, topplúga, rafin. í rúð- um. Skipti koma til greina á ódýrari. Uppl. í sím? 91-13540 til kl. 17 og e.kl. 18 í s. 91-641808. Nýskoðaður íntern. Cargostar 1850, árg. '79, til sölu, ekinn 27 þús. mílur, verð 650.000 + vsk. Ath. minnaprófebíll. Einnig til sölu traktorsgrafa, Case 580F, árg. ’81, verð 1 milljón. + vsk. Uppl. í simum 985-32550, 91-44999 og 91-657796. 1988 Range Rover Vogue tll sölu, eklnn 50 þús. km, bíllinn er allur sem nýr, ath. skipti á ódýrari. Sími 91-42217 e.kl. 19. V8k-4Runner. Til sölu Toyota 4Runner, árg. ’85, ekinn 68 þús. mílur, verð 800 þús. + vsk. stgr. Uppl. í síma 985-29216 og 91-654219 á kvöldin. BMW 7281 ’80 til sölu, skipti á ódýrari koma til greina. Til sýnis og sölu hjá Bílaporti, Skeifunni 11, sími 91-688688. Mikið urval af Double Two sparlskyrtum, verð frá kr. 1.900 til kr. 2.800, stærðir frá 38 til 46, gallabuxur á kr. 3.900, gallaskyrtur á kr. 3.000. Gott vöruval, ensk gæðavara. Greinir, Skólavörðu- stíg 42, sfini 621171, opið frá kl. 12-18. Full verslun af fallegum sumarfatnaði á verðandi mæður. *Ath. það er lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst. Verslunin Fis-létt, Grettisgötu 6, sfini 626870. Fatnaður I miklu úrvali, gott verð. Póstsendum. X & Z bamafataverslun, Skólavörðustíg 6B (gegnt Iðnaðarhús- inu), sími 91-621682. NauoungaruppDoo þríðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Móberg, Tálknafirði, þingl. eign Hraðfiystihúss Tálknafiarðar, fer fram eftir kröfii Innheimtustofimnar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. júní 1992 kl. 15.00. Aðaktræti 61, neðri hæð, Patreks- firði, þingl. eign Eiríks Hólmsteins- sonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu- stofimnar á eigninm sjálfri fimmtu- daginn 11. júní 1992 kl. 11.00. Eignarlóð, Vatneyri, Patreksfirði, sem fiskimjölsverksmiðjan stendur á, þingl. eign Kristins Friðþjófssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtustofimnar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. júní 1992 kl. 16.00. Sælundur, Bíldudal, talinn eign Jóns Rúnars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Tiyggva Guðmundssonar hdl. og v/Lífeyrissjóðs Vestfiiðinga á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 11. júní 1992 kL 13.00. Eignarhluti Vinnuvéla hf. í fasteign- inni Þórsgata 8c, Patreksfirði, þingl. eign Vinnuvéla hf., fer fram eftir kröfii Tiyggva Guðmundssonar hdl. v/Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. júní 1992 kl. 16.30. Túngata 40, Tálknafirði, þingl. eign Tálknafjarðarhrepps, fer fram eftir kröfu Húsnæðisstofriunar ríkisins á eigninm sjalfri fimmtudaginn 11. júní 1992 kl. 14.00. Aðalstræti 47, efri hæð, Patreksfirði, talin eign Kristjáns Amars Helgason- ar, fer fram eftir kröfu Klemenzar Eggertssonar hdl. og Húsnæðisstofii- unar ríkisins á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 11. júní 1992 kl. 17.00. Sýslumaðuiinn í Barðastrandarsýslu Túngata 40 a, Táiknafirði, þingl. eign Tálknaflarðarhrepps, fer fram eftir kröfii Húsnæðisstofriunar ríkisins á eigninm sjálfri fimmtudaginn 11. júní 1992 kl. 14.30. Fréttir Tveir Islendingar barðir í hausinn með kylf um - í næturklúbbi bandaríska sendiráðsins Tveir ungir menn hafa lagt inn kæru hjá RLR vegna þeirrar með- ferðar sem þeir hlutu í næturklúbbi bandaríska sendiráðsins við Laufás- veg. Þeir voru þar staddir í gleðskap í fyrrinótt og voru barðir í hausinn með kylfum. Annar maðimnn fór á slysavarðstofu undir læknishendur með höfuðmeiðsl sín. Samkvæmt heimildum DV var nokkrum íslendingum boðið í klúbb- inn og þágu þar vínveitingar fram eftir nóttu. Bandaríkjamennimir, sem eru grtmaðir rnn verknaðinn, munu hafa verið tmdir áhrifum eit- urlyfja. -þjb Hreint loft í heila viku: Aðeins ein jörð - stöndum vörð Tóbaksvamanefnd stendur fyrir átakinu „hreint loft í heila viku“ og dagurinn í dag er alþjóðlegm- um- hverfisvemdardagur, sá 20. í röð- inni. Einkunnarorð dagsins era „Að- eins ein jörð - stöndum vörð“. Á Stokkhólmsráðstefnu SÞ árið 1972 var ákveðið að 4. júní væri alþjóðleg- ur umhverfisvemdardagur og ráð- stefnan í Rio de Janeiro er eins kon- ar framhald af Stokkhólmsráðstefn- unni. Skipuð hefur verið sérstök nefnd hér á landi í tilefni dagsins og em fulltrúar frá Lífi og landi, Land- vemd, Náttúmvemdarráði, Sam- bandi íslenskra skáta og Skógrækt- arfélagi íslands fuUtrúar í nefndinni. Náttúravemdarráð gefur út sérstakt merki í tilefni dagsins, Skógræktar- félagið stendur fyrir gróðursetning- arhelgi og skátamir gera sérstakt hreinsunarátak í kringum skáta- skála landsins um helgjna. -ÍS Menuing © ListahátíðíReykjavík: Gulltónar Tónleikar James Galway og Philiip Moli vom haldn- ir á vegum listahátíðar í Háskólabíói á þriðjudaginn var. Á efnisskrá vom Sónatína eftir Dvorák, Sónötur eftir Prokofíeff og Pouienc, Fantasía eftir Gaubert, Síðdegi skógarpúkans efdr Debussy og Concertino eft- ir Chaminade. Tónleikamir hófust á Sónatínu í G-dúr, op. 100 eftir Antonín Dvorák fyrir fiðlu og píanó, sem hér var leikin í umritun Galways fyrir flautu. Áber- andi er hversu fylltur og syngjandi tónn Galways er og hve fallega haim hefur hendingar. Samstarf þeirra Galways og Phillip Moll var með miklum ágætum og unun á að hlýða. Hversu frábær píanóleikari Moll er kom berlega í ljós í næsta verki tónleikanna, Sónötu í D-dúr, op. 94 eftir Sergei Prokofíeff. Blæbrigði guliins flaututóns Galways vora og mikil, sindrandi tær tónn, sem hann náði fram með yfirblæstri, harður tónn, með strekktri neðri vör, holur tónn, með þvi að blása meir ofan í hijóðfærið o.s.frv. Allt var þetta útfært á einkar smekklegan og fallegan hátt og svo sérstaklega í Sónötu Prokofíeffs og Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy. Galway kynnti tónverkin á mjög sérstakan hátt, söng laglínur og sagði uppspunasögur út frá stefjavimislu og framvindu verkanna. Flestum féli þetta vel í geð, þó ekki öllum, og verður að segjast að á stundum vora þær á mörkum þess að vera pínlegar. Hvaö um það, þá vora verkin öll sniUdarlega leikin, þótt Galway hafi verið aðeins yfir tón í síðasta þætti Sónötu Prokofíeffs og skýrleiki (artikulasjón) hefði mátt vera meiri í síðasta þætti Sónötu Poulenc. Gaman var að heyra Fantasíu efdr Philippe Gaubert, en Tónlist Askell Másson Galway var um tíma nemandi hans. Lokaverkið var Concertino op. 107 eftír Cecile Chaminade, sem hún mun hafa samið sem prófstykki til notkunar í Konser- vatoríinu í París. Verkið er sérlega glæsiiegt flúr- stykki, yfirfuilt af tæknilegum þrautum, sem þó eru svo vel skrifaðar að liggja einstaklega vel fyrir hljóð- færið. Allt lék þetta að sjálfsögðu í höndum Galways og var flutningur þeirra félaga Galways og Moll í einu orði sagt frábær. ö ListahátíðíReykjavik: Strengjakvartett Reykjavíkurkvartettinn hélt tónleika í Bústaða- kirkju á vegum listahátíðar á miðvikudagskvöld. Efhiskrána skipuðu þijú tónverk og þau ekki af lak- ari taginu; Mors et Vita eftir Jón Leifs, Kvartett Beet- hovens í F-dúr, op. 135 og fjórði strengjakvartett Béla Bartóks. Strengjakvartett Jóns Leifs, Mors et Vita, op. 21 er í einum þætti sem skiptist í smærri, andstæða kafla. Verkiö ber á heildina alvöraþrunginn blæ enda samið undir lok ársins 1939 þegar síðari heimsstyrjöldin var nýhafin. Þessi tónlist Jóns, sem er á köflum sett fram á einkar einfaldan hátt, er að sama skapi ákaflega erfið og viðkvæm í flutningi. Verkið krefst mikillar nákvæmni í útfærslu og þótt flutningur Reykjavíkur kvartettsins væri góður á verkinu í heild vantaði nokk- uð á endanlega fágun hans. Kvartett Beethovens í F- dúr, op. 135 var næstur á efnisskrá. Fyrsti þátturinn var ákaflega vandvirknislega og vel leikinn sem og verkið allt, en nokkuð bar á slakari intónasjón, einkum í öðrum þættinum. Lento-þátturinn var sérlega fallega leikinn, gott jafnvægi var í flutningnum og samspil radda vel útfært. Síðasti þátturinn var þó tæplega nægilega sannfærandi í útfærslu og var eins og ein- beitnin minnkaði þar nokkuö. Tónlist Áskell Másson Síðasta verk tónleikanna var fiórði strengjakvartett Béla Bartóks. Þetta er mjög sterk tónlist, átakamikil og gífurlega blæbrigða- og stemningarrík. Leikaðferðir eru og hinar margvíslegustu. Verkið var ákaflega vel leik- ið og augljóst að mikil vinna lá að baki þessa flutnings. Reykjavíkurkvartettinn sýndi svo sannarlega hvað í hon- um býr og var þetta hápunktur góðra tónleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.