Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. JUNÍ 1992. 33 Veiðivon Leikhús Afmæli Sveinbjöm Gunnarsson Sveinbjöm Gunnarsson, starfs- maöur hjá afgreiðslu Eimskips í Hafnarflröi, Miövangi 6, Hafnar- firði, er fimmtugur í dag. Fjölskylda Sveinbjöm ólst upp á Brekku í Hraunholti við Hafnarfjörð. Hann hóf ungur störf hjá Bæjarútgerð Hafnarfiarðar og var starfsmaður hennar þar til starfseminni var hætt. Sveinbjöm hefur verið starfs- maður hjá Eimskip síðustu tíu árin. Sveinbjöm er fimmti í röð níu systkina en eitt er látið. Foreldrar Sveinbjöms: Gunnar Sveinbjömsson, látinn, og Ingigerð- ur Ingvarsdóttir. Sveinbjörn Gunnarsson. Tilkynningar Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverils- götu 105, kl. 10.00 á laugardagsmorgun. Húsdýragarðurinn Opiö verður í Húsdýragarðinum frá kl. 10.00-18.00 um helgar og frá kl. 13.00- 16.30 alla virka daga í júní. Um helgar eru famar leiðsöguferðir um garðinn kl. 10.30. Nýtt kvæðakver Laxness Vaka-Helgafell hefur gefið út nýtt og auk- iö Kvæðakver Halldórs Laxness. Kverið kom fyrst út 1930 en árið 1949 var bætt við Ijóðum sem þá höfðu litið dagsins Ijós. Nú hefur verið aukið við kvæðum Lax- ness úr skáldsögum hans, leikritum og minningarbókum sem ekki hafa fyrr rat- að í kverið. Kvæðakver HáUdórs Laxness er í þessari nýju útgáfu 181 bls. á lengd, prentun fór fram í Steinholti hf. Félag fráskilinna Fundur feUur niður 5. júni vegna vor- fagnaðar. Næsti fundur verður fóstudag- inn 19. júni kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu. Dimmalimm í Kramhúsinu Félagið Augnablik sýnir bamaleikrit um Dimmalimm í Kramhúsinu laugardaginn 6. júní kl. 17.00 og er þetta næstsíðasta sýning. Leiksýningin er unnin upp úr sögunni um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Verð aðgöngu- miða er 400 krónur. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú er á morgun. Lagt verður af stað frá Fann- borg 4 kl. 10.00. Nýlagað molakaffi. Talning vatnafugla í Mývatnssveit og Laxárdal Árleg talning á vorfuglum í Mývatns- sveit og Laxárdal fór fram í mai á vegum Náttúrurannsóknarstöðvarmnar við Mývatn. Aö meðaltaii hefur vatnafuglum fjölgað um 21% miðaö við sama tíma í fyrra. Heildarfjöldi andahjóna á talning- arsvæðinu er nú um 11.000. Á vegum Náttúrurannsóknarstöðvarinnar er nú fylgst með breytingum á lífríki Mývatns og Laxár. Grilltilboð Vífilfells Frá júníbyijun og fram í ágúst verður boðið upp á grilUeik Vífiifells hf. í tilefni af því að nú eru liöin 50 ár frá því að fram- leiðsla hófst á Coca-Cola á Islandi. Þar gefst neytendum tækifæri á því að vinna ■ét Vj Veiöin í Hliðarvatni í Selvogi hefur veriö þokkaleg það sem af er veiði- tímanum. Fleiri og fleiri laxar hafa veiðst í vatninu tvö síðustu ár. í fyrra veiddust á milli 10 og 15 laxar. Núna eru komnir rétt innan við 10. Tíðindamenn okkar af bakka vatnsins telja að flestir þessara laxa séu eldislaxar sem sloppið hafi úr eldisstöðvum í næsta nágrenni við vatnið. „Við vorum við veiðar í vatninu fyrir fáum dögum og veiddum ágæt- lega, stærstu fiskamir voru 4 pund,“ sagöi veiðimaöur sem var að koma úr vatninu fyrir fáum dögum. „Já, það er rétt, þaö hafa nokkir laxar veiðst það sem af er sumri,“ sagöi veiðimaður ennfremur. Fyrir fáum dögum veiddist rígvæn bleikja í Kleifarvatni og var hún 6 pund. Elliðavatnið heldur áfram að gefa góða veiði og í Fiskilækjarvatninu hefur veiðin verið allgóð, einn og einn vænn hefur veiðst. Silungsveiðin virðist vera á uppleið annað árið í röð, góð bleikjuveiði hefur verið á mörgum stöðum kring- um landið. Á Sauðárkróki hefur ver- ið góð silungsveiði og hafa veiðimenn fengið á stuttum tíma 5 til 10 fiska. 150 fiskar hafa veiðst í Litluá í Kelduhverfi „Fyrsti dagurinn gaf 79 fiska og þeir voru 5 og 4 pund þeir stærstu," sagöi Margrét Þórarinsdóttir á Lauf- ási er við spurðum um Litluá í Keldu- hverfi. En veiðin byrjaði þar 1. júní. „Síðan hefur þetta verið reytings- veiði og ætli það séu ekki komnir um 150 fiskar. Þann stærsta hingaö til veiddi Jón T. Helgason og var fiskur- inn 6 pund. Það er veitt á fimm stang- ir hjá okkur og fyrstu dagana voru það Akureyringar sem voru við veið- Það styttist í að veiðin hefjist í Elliðaánum en veiðimennirnir eru farnir að kfkja, eins og þessir sem voru við ána í gærkvöldi. Þaö verður borgarstjór- inn, Markús örn Antonsson, sem opnar þær fyrstur. Laxar voru í fossinum þegar kíkt var. DV-mynd G.Bender ar. í gær veiddust 38 fiskar og það er veitt á maðk, flugu og spún,“ sagði Margrét ennfremur. Veiðin er hafin á urriðasvæðinu í Þingeyjarsýslu, en hefur verið treg það sem af er. Líklega eru komnir kringum 100 urriöar af báðum svæðunum og þeir stærstu eru 5 pund. „Það veiddust tveir laxar í Kjarrá í dag, fyrsta veiðidaginn, en ég hef frétt af fjórum héma niðurfrá, þeir voru allir lúsugir," sagði Óli Olesen í veiðihúsinu við Þverá í gærkvöldi. „Það mættu vera betri skilyrði til veiða héma núna og það setur örugg- lega strik í reikninginn. Það em bændadagar héma í Þverá þessa dagana,“ sagði Óh ennfremur. -G.Bender Hlíðarvatn í Selvogi: Fleiri og fleiri laxar veiðst ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 11200 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR ðj? :on • Sími680680 ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STORA SVIÐIÐ ELÍN HELGA GUÐRÍÐUR eftir Þórunnl Slgurðardóttur Mán. 8. júní, annar í hvitasunnu kl. 20, sið- asta sýnlng, örfá sæti laus. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju íkvöldkl. 20.30, uppselt. lau. 6.6. kl. 20.30, uppselt. lau. 13.6. kl. 20.30, uppselt. sun. 14.6. kl. 20.30, uppselt. Síóustu sýningar I Reykjavík á lelkðrinu. Leikferð Þjóðleikhússins um Norður- land Samkomuhúsiö á Akureyri: Fös. 19. júní kl. 20.30, lau. 20. júni kl. 20.30, sun. 21. júnikl. 20.30. Forsala aðgöngumlða er hafin I miöa- sölu Leikfélags Akureyrar, simi 24073, opið 14-18 alla virka daga nema mánu- daga. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆBIÐ Gengió Inn frá Lindargötu STÓRA SVIÐIÐ KL. 20 j kvöld 5. júní. Uppselt. Laugard. 6. júni. Uppselt. Mlövlkud. 10.júni. Fimmtud. H.júni. Föstud. 12. júnl. Fáein sæti laus. Laugard. 13. júni. Fáein sætl laus. Fimmtud. 18. júni. Þrjár sýnlngar eftir. Föstud. 19. júni. Tvær sýnlngar eftlr. Laugard. 20. júni. Næstsiðasta sýnlng. Sunnud. 21. júní. Allra siðasta sýnlng. ATH. Þrúgur relðinnar verða ekki á f jölun- um I haust. 'MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Mlðapantanir I sima alla virka daga frákl. 10-12. Simi 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJQN eftir Vigdísi Grímsdóttur. ikvöldkl. 20.30, uppselt. Lau. 6.6. kl. 20.30, uppselt. Aukasýnlngar: Fim. 11.6. kl. 20.30. Fös. 12.6. kl. 20.30. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM MN í SAUNN EFTIR AÐ SÝNNG HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNMGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alia daga nema mánudaga og fram aö sýnlngum sýningardagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum í sima frá kl.10alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR, 30 MANNS EÐA FLEIRI, HAFISAMBAND í SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SEUAST DAGLEGA. AND LEIKHÚSIÐ í Tunglinu (riýja bíói) DANNI OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA eftir John Patrick Shanley i leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar Laugard. 6. júni kl. 15. Allra siðustu sýnlngar Mlðaverðkr. 1200. Mlðapantanlr i sima 27333. Miðasala opin sýnlngardagana frá kl. 19. Miðasala er elnnig I veltingahúsinu, Lauga- vegl 22. LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA sér Inn gasgrill, alls verða 100 glæsileg gasgrill frá Esso í verðlaun. Ailar 2ja lítra umbúðir verða á „grilltilboðsverði" með- an á leiknum stendur. Afmælisdagar í Borgar- kringlunni Borgarkringlan fagnar eins árs afinæh um þessar mundir. I dag kl. 16 verður m.a. nýr flygill hússins vígður af nem- endum úr Nýja tónlistarskólanum. Nem- ar úr Nýja tónlistarskólanum koma einn- ig fram á laugardag kl. 14. Kl. 15 á laugar- dag mun Tríó Eddu Borg leika léttan djass hjá versluninni Jazz. Simpsonfiöl- skyldan býður upp á myndatöku með einhveijum úr fjölskyldunni. Whittard of London verður með eina af sínu þekktu tekynningum. Getraunaleikur Borgar- kinglunnar er í fúllum gangi. Sveinn bak- ari sér um afmælistertuna sem fram verður borin á laugardag. Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 er komin út! Bókln er til sölu I mlðasölu lelkfélagslns. Þar geta áskrlfendur vltjað bókarlnnar vlð hentugleika. Simi I mlðasölu: (96) 24073. Ökumenn íbúöarhverfum! Gerum ávallt ráö ffyrir börnunum Námskeið í skapandi listþjálf- un Haldið verður námskeið í skapandi list- sköpun fynr böm, unglinga og fulloröna í sumar. Á námskeiöunum er ýmislegt búið til og þurfa þátttakendur ekki að hafa „tæknilega færni" í listum. Leið- beinandi á námskeiðunum er Unnur Ótt- arsdóttir sem er listþjálfi og kennari að mennt. Innritun og upplýsingar eru í síma 642064 virka daga frá kl. 17-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.