Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNf 1992. Fréttir Samband íslenskra samvinnufélaga: Bráðvantar 3,5 milljarða króna Guðjón B. Ólafsson forstjóri. Hann segir það geta ráðiö úrslitum að hægt verði að sannfæra bankana um að hallarekstri sé lokið. Vegna mikilla skulda Sambands íslenskra samvinnufélaga þarf félag- ið nauðsynlega að losna við eignir. í skýrslu Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra, sem hann flutti á aðalfundi Sambandsins á fóstudag, kom fram aö til að ná jafnvægi þarf Sambandiö að losa um þrjá til fjóra milljarða króna. Vegna taprekstrarins hefur eigið fé Sambandsins rýmað mikið. Á milli áranna 1990 og 1991 rýmaði eigiö fé um 260 milljónir króna. Eigið fé er nú, samkvæmt ársreikningi, einn og hálfur milljarður króna. Tap á reglu- legri starfsemi á síðasta ári var 1.300 milljónir króna á móti 1.100 milljón- um á árinu áöur, eða samtals tveir og hálfur milljarður á tveimur ámm. Greinilegt er af lestri á skýrslu Guðjóns B. Ólafssonar aö rekstur Sambandsins er þungur. Og greini- legt er að Sambandið á mikið undir velvild þeirra banka sem það er í viðskiptum í. í skýrslu forstjórans segir að margir erlendir bankar hafi sett útlánakvóta á ísland og jafnvel hætt viðskiptum við einstök erlend fyrirtæki, en einskorðað viðskipti við seðlabanka, viöskiptabanka eða rík- issjóði viðkomandi landa. „Þegar við þetta bætist viðvarandi hallarekstur, má ljóst vera að það er ekki auðsótt mál að viðhalda þeim erlendu banka- viðskiptum sem þó em Sambandinu og tengdum fyrirtækjum svo nauð- synleg," segir í skýrslu Guðjóns B. Olafsssonar. Getur ráöið úrslitum Og áfram segir forstjórinn: „Á sein- asta ári tókst að minnka erlendar skuldir Sambandsins verulega, m.a. með því aö nýju hlutafélögin yfirtóku hluta skuldanna, en líka með nokk- urn niöurgreiöslu. Viö þessa samn- ingagerð nutum við mikilvægs stuðnings Landsbanka íslands. Síðar á þessu ári verður síðan nauðsynlegt að leita eftir endumýjun þessara samninga. Mun þá ráða úrslitum að hægt verði að sannfæra bankana um að hallarekstri sé lokið og að eignir beri arð í samræmi viö kostnað, en verði annars seldar." Til að losna undan skuldum þarf Sambandið að gera tvennt. Annars vegar að selja eignir og 'hins vegar að fá arð af hluta sínum í dótturfyrir- tækjunum. Það getur verið erfitt að selja hlutabréf og fasteignir. Sem dæmi má nefna að hluti Sambands- ins í Sambandshúsinu á Kirkjusandi hefur verið til sölu í marga mánuði án þess aö kaupandi hafi fundist. Á aðalfundi Sambandsins 1990 var samþykkt að stofna sex almennings- hlutafélög, en þau eru: íslenskar sjávarafuröir hf„ Goði hf„ Samskip, íslenskur skinnaiðnaður, Jötunn hf. og Mikligarður hf. Á aðalfundinum nú var samþykkt tillaga þess efnis að enginn einn lög- aðih fari með meira en þriðjung eign- arhalds í hvertu einstöku félagi. Nú er fyrsta starfsári þeirra lokið. Á þessu fyrsta ári var tap á rekstri Goða 46,7 miHjónir króna. Hjá Goða hefur um 20 starfsmönnum verið sagt upp þar sem vitað er að sam- dráttur verður í framleiðslu land- búnaðarafurða. íslenskar sjávaraf- urðir voru reknar með 51,7 milljóna króna nettóhagnaði. Svarti sauðurinn í þessum fyrir- tækjum er Mikligarður. Velta Mikla- garös á síöasta ári var veruleg, eða 4,5 milljarðar króna, en tap var tals- vert á fyrirtækinu, eða tæpar 400 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að tap í ár verði 160 mifijónir króna. Nafnverð hlutabréfa Sambandsins er rúmur hálfur milljarður. Þaö hef- ur verið afskrifað og er nú ekki met- ið á eina krónu. Tap á rekstri Jötuns var 27,6 millj- ónir á síðasta ári. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var tap á rekstri Jötuns orðið meira en það var á öllu síðasta ári eða rétt um 30 milljónir króna. Samskip er annað þessa fyrirtækja sem rekið var með hagnaði. Hagnað- m* á síðasta ári var 23 milljónir króna, sem er aðeins 0,6 prósent af veltu. islenskur skinnaiðnaður var rek- inn með tæplega 50 milljóna króna tapi. Ljóst er að mestur hluti hlutabréfa Sambandsins í þessum fyrirtækjum getur ekki talist góð söluvara. Eflaust eru hlutabréfin í Samskipum og íslenskum sjávarafurðum sá hluti þessara eigna sem er besta söluvar- an. Vandséð er að margir kunni að hafa áhuga á að fjárfesta í hinum fyrirtækjunum fjórum. Aðrar eignir Aðrar helstu eignir Sambandsins eru eignarhlutar í öðrum fyrirtækj- um. Þar er helsta eignin 32 prósent hlutur í Olíufélaginu, Reginn hf., helmings eign í Sjöfn sf. og rúmar 120 milljónir í Samvinnusjóði ís- lands. í þeim fyrirtækjum sem Samband- ið á yfir 50% eignarhluta er hluti þess metinn á 2,7 milljarða króna. Þess ber að geta að ekki er þar með sagt að söluverö eignanna sé svo hátt. Eignarhluti Sambandsins í öðr- um fyrirtækjum er metinn á 1,5 millj- arða króna. Það segir heldur ekkert um markaðsverð eignanna. í orðum forstjórans kemur glöggt fram að takast verður að selja eignir og þá er einna helst htið til Ohufé- lagsins. Þegar þaö verður selt sem og aörar bitastæðari eignir verður Sambandið aðeins brot af því sem þaö áður var. -sme Akureyri: ÁlOlkmðbif- *•»#*■■ * « OyiS Eris^ánason, DV, Akureyri: Einn ökumaður var sviptur ökuleyfi á Akureyri um helgina vegna hraðaksturs. Sá ók bifhjóii eftir Glerárgötu á 101 km hraða þar sem leyfilegt er aö aka á 50 km hraða. Að sögn lögreglu á Akureyri var talsvert mikið um það aö menn ækju of hratt um helgina og voru fjölmargir teknir vegna þess bæði utanbæjar og innan bæjarmarkanna. Ekkert óhapp varð þó í umferöinni utan að ekið var á ijósastaur en meiðsh á fólki urðu ekki í því tilfelh og heldur ekki er bifreiö valt skammt frá Kjamaskógi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var nokkur ölvun í bænum um helgina, mest á föstudags- kvöld. Borgarspítalinn: Tuttuguinilljóiiir tíistarfsmanna Sflóm Borgarspítalans hefur ákveöið aö vetja 20 mihjónum króna til starfsmanna spítalans. Þetta er gert vegna þess hversu vel hefur tekist aö spara i rekstri spítalans. AUar áætlanir um niðurskurð og spamað hafa gengið eftir. 1 íréttatilkynningu frá Borgar- spítalanum segir að þessi árang- ur hafi fyrst og fremst náðst með virkri þátttöku starfsmanna. Óskað hefur veriö eftir ábend- ingum starfsmannaráös um það hvemig peningunum verði varið. -sme Jón Sigurðsson: VaríUtháen Jón Sigurðsson, iðnaöar- og við- skiptaráðherra, var í opinberri heimsókn í Vilnitis, höfuöborg Litháen, fyrr í þessum mánuði. Jón átti fundi með nokkrum ráðherrum þar sem rædd var samvinna ríkjanna í hinum ýmsu alþjóðastofiumum, svo sem Al- þjóöa gjaideyrissjóðnum, Al- þjóðabankanum og fleiri. Þá var rætt um samskipti í orkumálum. -sme í dag mælir Dagfari Við verðum stórveldi Þeir fjandvinir Uffe Ehemann og Jón Baldvin eiga erfiöa daga um þessar mundir. Þegar Danir felldu Maastrictsamkomulagið í þjóðar- atkvæðagreiðslu á dögunum glotti Jón Baldvin í skeggið og var skemmt yfir óförum Uffe Ehe- manns og félaga. Sú skemmtan stóð hins vegar ekki lengi þvi nokkrum dögum seinna birti DV úrsht skoð- anakönnunar sem sýndi að tveir af hvertum þremum íslendingum vilja ekkert með samningana um EES hafa. Lýsa bara frati á aht heila klabbið. Hér hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis hjá þeim þeim félögum sitt í hvoru hominu. Báðir hljóta þeir að vera alveg gátt- aðir á þessum ósköpum. Við skul- um láta Ehemann hggja milli hluta en hta á það sem snýr aö okkur sjálfum. Mánuðum saman hefur Jón Bald- vin fundað í Brussel og oftar en ekki verið í forystu EFTA-ríkja um samningana við Evrópubandalag- iö. Hvpr sigurinn á fætur öðrum hefur unnist fyrir harða fram- göngu ráðherrans, Hannesar Haf- stein, Kjartans Jóhannssonar auk minni kontórista og prókúrista sem hafa tekiö þátt í slagnum stóra og slagnum harða viö ægivald EB. Það er búið að margskrifa undir samkomulag sem felur það í sér aö við fáum aht sem við viljum með EES-samningnum en látum ekkert í staðinn. Hagnaður okkar af Evr- ópska efnahagssvæðinu hefur ver- iö kynntur í sérstakri sjónvarps- þáttaröð, í dagblöðum og á fundum og nú siðast er búið aö senda upp- lýsingabækhnga inn á hvert heim- ili landsins til að greina frá því hve óendanlegir möguleikar fehst í því aö ganga í EES. Fáir hafa opinber- lega dregið þetta í efa. Það er helst aö Bjami í Byggðastofnun hafi ver- ið með múður ásamt Jóhannesi, fyrrum flugstjóra, enda hafa þeir ekki fattaö aö án EES eigum við enga framtíð. Þá hafa nokkrir þing- menn verið með röfl þótt flestir þingmenn séu hins vegar annað hvort með EES eða hvorki með né á móti. Enda eiga þeir eftir að lesa tíu þúsund blaðsíður til að vita um hvað þessi samningur felur í sér og veröur að draga í efa að þeim öllum takist að ljúka heimálestrin- um áöur en farið verður aö ræða máhð á sumarþingi. Það fer ekkert milh mála að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið gæti orðið mikil lyfti- stöng fyrir land og þjóð. Ekki endi- lega vegna þess sem stendur í hon- um eða stendur ekki í honum. Menn verða að hta til framtíðar. Belgar hafa þénað óhemjumikiö á skrifstofubákni EB í Brussel. Þar eru menn á fundum dag og nótt til að ná samkomulagi um hin og þessi stórmál. Til dæmis hvort gúrkur, sem ræktaðar eru í aðildarlöndun- um, skulu vera beinar eða bognar, hver skuh vera hámarksþyngd epla og klukkan hvað almenningur þessara landa megi byrja að síá blettinn sinn á sunnudögum. Er þá fátt eitt talið af þeim stórmálum sem þarf að ræða og þæfa mánuð- um saman af fjölmennum sendi- nefndum. Nú er ljóst að öh EFTA- löndin nema ísland ætla sér inn í EB. Og þá er okkar tími kominn. EFTA veröur oröið að EES og þar sem eina landið í EES verður ísland þá er þaö deginum ljósara aö þar höfum við tögl og haldir í einu og öhu. Ahtaf munu koma upp ný og ný mál sem þarf að semja um mihi EES, það er að segja íslands og svo EB-ríkjanna þar sem búa hundruð milljóna manna. Að sjálfsögðu munum við ekki þola eilifar utan- stefnur th Brussel vegna þessara mála. Vhji Evrópubandalagið ná samkomulagi við evrópska efna- hagssvæðið verða ráðherrar og töskuberar bandalagsins að koma th fundar við okkur í Reykjavík ekki síður en að við fundum með þeim í úflöndum. Hér þarf því að reisa ráðstefnuhöh af þeirri stærð aö ráðhúsið nýja verður bara eins og útikamar í samanburði við hana. Ógrynni fólks fær vinnu við að rýna í samninga EES-ríkisins íslands við Evrópubandalagið. Breyta samningum og gera nýja samninga. Þýða skjöl og brenna skjöl. Standa fyrir matarveislum og kokktehboðum ásamt öðrum skemmtunum. Með því að sam- þykkja EES verðum við stórveldi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.