Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 10
' /■ y/'i\ r 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. v;~ ■J □ Utlönd Fallegt og níösterkt parkett frá [©jperstorp Afgreiösluborö og sýningarskápar úr álprófílum. Ótal jriöguleikar Margir litir idia Fatastatíf. Mikið úrval 0\v^oQ> a llufiA samhund við snlumcnn nkkar HF.OFNASMIÐJAN Háteigsvegi 7, s 21270. 105 Revkjavik Breskir flölmiðlar flalla enn um Díönu: Erkibiskupinn gefur blöðunum á baukinn Bresku æsifréttablööin eiga nú undir högg að sækja vegna frétta- flutnings síns af tilraunum Díönu prinsessu til að stytta sér aldur. Erkibiskupinn af Kantaraborg, George Carey, setti duglega ofan í við blöðin og sagði að þau hefðu farið út fyrir allt velsæmi í umfjöllun sinni. Ritstjórar fengu einnig á bauk- inn frá sérstakri nefnd sem fjallar um kvartanir vegna fjölmiðla. Nefndin hefur eftirlit með hegðunar- reglum fjölmiöla og verða þær reglur endurskoðaðar í næsta mánuði vegna þrýstings frá þingmönnum. Þeir vilja ný lög sem koma í veg fyr- ir að fjölmiðlar séu með nefið ofan í einkalifi fólks. Stórverslunin Harrods, sem kon- ungsfjölskyldan verslar við, ætlar ekki að selja bókina „Díana: sönn saga hennar" eftir Andrewe Morton sem kom öllu írafárinu af stað í bresku fjölmiðlunum. Blaðið Sundáy Times birtir útdrætti úr bókinni þar sem segir að Díana hafi fimm sinnum reynt að fyrirfara sér á fyrstu hjóna- bandsárum sínum. Önnur dagblöð hafa birt eigin sög- ur um hjónabandserfiðleika þeirra Karls Bretaprins og Díönu. Karl ræddi mál þessi á neyðarfundi með móður sinni í gær. Andrew Neil, ritstjóri Sunday Tim- es, svaraði gagnrýnendum fullum hálsi og sagði að hjónaband ríkisarf- ans væri fullgilt fréttaefni. Hann lét frá sér fara yfirlýsingu sem undirrit- uð var af manninum sem höfundur bókarinnar notaði sem heimildar- mann. Heimildarmaðurinn sagðist heita James Gilbey, 35 ára gamall pipar- sveinn sem var fylgdarsveinn Díönu áður en hún gekk í hjónaband 1981. „Ég get staðfest að prinsessan ræddi tilraunir sínar til sjálfsmorðs oft viö mig, svo og aðra kunningja sína,“ sagði Gilbey. Sagt er að Diana prinsessa sé ákaflega afbrýðisöm út í þessa konu, Cam- illu Parker-Bowles, góöa vinkonu Karls Bretaprins. Símamynd Reuter Sérfræðingar í breska konung- vera giftur kaþólikka en ekki er dæminu segja að það muni lifa af minnst á hjónaskilnað. skilnað Karls og Díönu, ef til hans Reuter kemur. Lög banna konunginum að Háttsettur PLO-maður myrtur í París: Palestínumenn og ísraelar saka hverjir aðra um ódæðið Deilur hafa nú risið milh ísraels- manna og leiðtoga Palestínumanna eftir að háttsettur palestínskur ör- yggisvörður var skotinn til bana fyr- ir utan hótel í París í gær. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu, PLO, skellti umsvifa- laust skuldinni á ísraelsku leyni- þjónustuna, Mossad, og sakaði hana um að hafa myrt Atef Bseiso. ísraelskir embættismenn í París og Jerúsalem vísuðu þeim ásökunum á bug. Yitzhak Shamir, forsætisráö- herra ísraels, sagði: „Ég get ekki sagt neitt og ég veit ekki neitt.“ Uri Sagie, yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, neitaði einnig að tjá sig um máhð en fór þó ekki dult með aö hann syrgði Bseiso ekki. Hann hélt því fram að Bseiso hefði verið félagi í samtökunum Svarta september sem urðu ehefu ísraelsk- um íþróttamönnum að bana á ólymp- íuleikunum í Munchen árið 1972. Eftir árásina hétu ísraelsmenn því að hefna sín á leiðtogum Svarta sept- ember. Embættismaður við ísraelska sendiráðið í París sagði að morðið ætti líklega rætur sínar að rekja tíl valdabaráttu innan PLO. Reuter Samningaviðræður mistakast: Tékkóslóvakía liðast í sundur Vladimir Meciar, leiðtogi aðskilnaö- arsinna i Slóvakiu, stendur fast á Sfnu. Símamynd Reuter Viðræður milli leiðtoga tveggja stærstu flokkanna í Tékkóslóvakíu fóru út um þúfur í morgun og allar líkur eru á því að landið skiptist í tvennt. „Sambandslýðveldið er glatað. Samkvæmt aðskilnaðarsinnum er ekki einu sinni von til að lýðveldin tvö geti unnið saman í nokkurs kon- ar ríkjabandalagi," sagði Vaclav Klaus, fuhtrúi Borgaralega lýðræðis- flokksins, eftir fund með Vladimir Meciar fuhtrúa aðskilnaðarsinna í morgun. Flokkur Klaus vann sigur í vestur- hluta landsins í kosningunum um helgina en flokkur aðskilnaðarsinna, HZDS, vann hins vegar yfirburðasig- ur í Slóvakíu. Aðskilnaðarsinnar vilja fullan aðskilnað Slóvakíu úr Tékkóslóvakíu og stofnun nýs fuh- valda ríkis en Borgaralegi lýöræðis- flokkurinn vhl engar breytingar á núverandi stjómarfyrirkomulagi. Vaclav Havel, forseti landsins, skip- aði Vaclav Klaus fiármálaráðherra tíl að fara með stjómarmyndunar- viðræður en Klaus er jafnframt höf- undur róttækra thlagna um efna- hagsumbætur. Aðskhnaðarsinnar í Slóvakíu hafa sett út á efnahagsum- bætur ríkisstjómarinar og vhja hægja á breytingunum. Mikh svartsýni ríkir nú um framtíö Tékkóslóvaldu þar sem mikið ber á mihi og óvíst er um áframhaldandi samningaviöræður sfiómmálaflokk- anna. Reuter i Flughefia SAS Stefan G. Rasmussen, hinn 45 ára gamh flugmaður hjá SAS, sem tókst að nauðlenda farþega- þotu við flugvöllinn í Stokkhólmi þaitn 27. desember,: kemur ekki th með að fljúga meir sjálfur. Danska blaöið Pohtiken sagðí frá því á sunnudag að dönsk loft- ferðayfirvöld hefðu innkallað flugmaimsskírteini Rasmussens þar sem hann þjáðist enn af sál- rænum kvhlum í kjölfar nauö- lendingarinnar, : Rasmussen viðurkenndi í við- tah við blaðið að hann væri hræddur um að verða hræddur og því óvist að hann gæti plumað sig ef neyðarástand kæmi upp. verðlaununum Dómarar 1 nautgripakeppni í Galveston í Texas hafa dæmt vinningstuddann úr leik eftir að þeir komust að þeirri niöurstöðu að eigandi bola heiði blásið hann upp með lofti til að fegra hann. Eigandi bolans, hinn tólf ára gamlLEric Glover, fékk um átta hundruð þúsund krónur fyrir dýriö þegar það var selt á upp- boði eftir keppnina. Móðir drengsins vísar því á bug að nokkuð hafi verið gert við Husker, en svo hét nautið. „Við gáfum honum bara að éta, böðuð- um hann og fórum með hann í gönguferðir,“ sagði hún. Það ku gerast öðru hverju að eigendur bola blási dálitlu lofti undir feld þeirra fyrir keppni til' að fegra dýrin. Husker var slátraö nokkrum dögum eftir keppnina og að sögn tóku dýralæknar eftir ummerkj- um um að hann hefði veriö blás- inn upp. Breskirdýravin- irberjastámóti hvalveiðum Konunglega breska dýravernd- unarfélagið hóf áróðursherferö fyrir ahsherjar hvalveiðibanni um aht Bretland í gær. Herferð- inni er ætlað að afla málstað hvalveiðiandstæðinga stuðnings fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðs- ins sem hefst í Glasgow síðar í mánuðinum. „Það er ekki til mannleg aöferö við að drepa hvah," sagði Helen McLachlan, hvalasérfræðingur dýravemdunarfélagsins. „Við ætlum að hvefia til að lagt verði bann við öhum hvalveíðum, bæðí í ábataskyni og svoköhuðum veiðum í vísindaskynL“ Búist er við að sérfræðingar hvalveiðiráðsins mæli með því að leyfi verði veitt til veiða á ákveðnum hvalategundum. Biblíanbjargaði mannifrábráð- um bana Biblían varö hvítum suður- afrískum manni til bjargar um helgina þegar þrír ræningjar gerðu sig líklega til að granda honum. Talskona lögreglunnar, Jolene van der Merwe, sagði að þrír blökkumenn heföu ráöist á Lion- el Botha á heimili hans á sunnu- dag. Þeir bundu hann, hehtu yfir hann bensíni og drógu hann að brennandi bhdekki. Logandi bíl- dekk em oft notuð tíl að drepa fólk í Suður-Afríku. Einn ræningjanna sá þá Bibliu í bíl mannsins og varð það til þess að þeir létu hann sleppa. Ritzau og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.