Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr. Nálin er svo holl „Nálin er svo holl fyrir sauðféð“, hugsa mývetnskir landeyðingarmenn og ráku fé sitt á fjall í síðustu viku, þrátt fyrir eindregin og ákveðin tilmæli Landgræðslu ríkisins um að gera það ekki. Þessi upprekstur er í stíl við fyrri yfirgang þessara landeyðingarmanna. Árum saman hafa landeyðingarmenn Mývatnssveit- ar hunzað tilmæli Landgræðslunnar um að reka ekki á fiall í byijun júní, heilum mánuði á undan öðrum sauð- fjáreigendum í landinu. Þeir siga kindum sínum á melgresið, sem Landgræðslan hefur reynt að rækta. Undanfarin ár hefur Landgræðslan varið miklum peningum af almannafé til að vemda gróður og auka hann í heimalöndum þessara landsins mestu landeyð- ingarmanna. Með þessu hefur verið reynt að auðvelda þeim að halda fé sínu í heimalöndum að sumarlagi. Á Suðurlandi er samstarf bænda og Landgræðslunn- ar orðið svo gott, að nú liggur fyrir að friða algerlega alla afrétti svæðisins. Þegar hefur verið samið um þetta í mörgum hreppum. Afleiðingin er sú, að þessir afréttir era ekki lengur taldir í eyðingarhættu. Þeim fáu bændum, sem enn nota afrétti sunnan- lands, dettur ekki í hug að reka á fjall í byrjun júní eins og mývetnskir landeyðingarmenn gera. Sunnlendingar skilja, að þeir verða að leggja eitthvað af mörkum á móti stuðningi Landgræðslunnar við verndun haga. Vorbeit landeyðingarmanna Mývatnssveitar leiðir til þess, að melgresið fær ekki tækifæri til að sá sér eins og til er ætlazt. Starf Landgræðslunnar á þessum slóðum er að mestu unnið fyrir gýg, enda er afrétturinn eitt mesta landeyðingarsvæði landsins um þessar mundir. Að upprekstri landeyðingarmanna Mývatnssveitar standa ráðunautur Búnaðarfélagsins, gróðurverndar- nefnd Suður-Þingeyjarsýslu, landbúnaðarnefnd og hreppsnefnd Skútustaðahrepps. Þessir aðilar era sam- mála um, að unnt sé að reka 5000-6000 íjár á sandinn. Um þetta sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í viðtah við DV í síðustu viku: „í raun og vera era þessi mellönd ekki beitarhæf, hvorki núna, 4. júní eða 4. júlí eða yfirhöfuð. Afrétturinn er mjög illa farinn og landið mjög þurrt eftir þurrkana í vetur og vor.“ í sama viðtah viðurkenndi landgræðslustjóri, að heimilt væri að stöðva yfirgang landeyðingarmanna með valdboði, en betra væri að fara að mönnum með góðu. Samt sýnir reynslan því miður, að endurtekin lin- kind Landgræðslunnar hefur espað þá til óhæfunnar. Árum saman hefur Landgræðslan kvartað og kveinað út af framferði landeyðingarmanna Mývatnssveitar, en haft hendur í vösum um leið. Samt ber henni að leita lögregluvemdar og síðan að höfða mál gegn landeyðing- armönnum, sem hafa að engu kvart hennar og kvein. Aðeins 1 sumum tilvikum ghdir sú formúla, að betra sé að fara með góðu að vandræðamönnum, svo að þeir bæti ráð sitt. í öðrum tilvikum líta slíkir á tilraunir af því tagi sem veikleikamerki óvinarins og óbeina hvatn- ingu um að láta þær sem vind um eyra þjóta. Landgræðslan hefur árum saman gengið of langt í undanlátssemi gagnvart landeyðingarmönnum Mý- vatnssveitar. Og nú má forstjóri hennar ekki neita að beita leyfilegum stöðvunargerðum, þegar hann segir austurafrétt Mývetninga ekki vera beitarhæfan. í Mývatnssveit era landeyðingarmenn að gefa skít í aha þjóðina og tilraunir hennar til að veijast vaxandi landeyðingu á einu viðkvæmasta svæði landsins. Jónas Kristjánsson Athugasemd við leiðara í DY frá stjórnarformanni Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf. Reykjavík, 2. júní 1992. Til ritstjóra Morgunblaðsins. Hinn 27. maí sl. birti DV leiðara, æm hafði að geyma rángar stað- íæfingar um Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf. og Verslun- irbankann. Að því tilefni ritaði ég þann 29. naí sl. Ellert B. Schram, ritstjóra, >cm er höfundur tilvitnaðs leiðara, neðfylgjandi bréf, sem ég óskaði ;ftir að hann birti í blaði sínu. Síð- ín hafa komið út 3 tbl. af DV og lefur bréfið ekki fengist birt. Af þeim sökum óska ég eftir að dorgunblaðið birti meðfylgiandi >réf. Virðingarfyllst, Einar Sveinsson. Ellert B. Schram, ritstjóri, Dagblaðið Vísir, >verholti 11, teykjavík. Reykjavík 29. maí 1992 „Leiðari þinn í DV miðvikudag- nn 27. maí sl. undir yfírskriftinni ,tvö hundruð miHjónir“ er þess efn- s að ekki verður hjá því komist að senda þér eftirfarandi athugasemd- sem óskast birtar I blaði ykkar. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar gegna afar þýðingarmiklu hlutverki í nútfma þjóðfélagi við að koma upplýsingum á framfæri við al- menning. Samkeppni fjölmiðla um dagblaða um tiltekna atburðarás fer að jafnaði ekki fram fyrr en stað- reyndir liggja ijósar fyrir. Þess vegna hvflir mikil ábyrgð á herðum ritstjóra við leiðaraskrif og umfiöll- un um efnisþætti mála. Við samningu framangreinds leiðara hefur þú algjörlega vanrækt þessa grundvallarskyldu leiðarahöf- unda og byggt á upplýsingum, sem eru rangar í aðalatriíum. Skulu hér raktar nokkrar staðrejmdir málsins og gerðar athugasemdir við þær ályktanir, sem dregnar eru fram í leiðaranum. Verslunarbankinn var viðskipta- banki íslenska sjónvarpsfélagsins hf., en hafði hvorki yfirtekið rekst- urinn né annaðist bókhald þess eins og álykta má af lestri leiðarans. Bankinn hafði undir höndum upp- lýsingar um rekstur sjónvarpsfé- lagsins, en samstarfsfélagið, ís- lenska myndverið hf., var ekki í viðskiptum við Verslunarbankann. I júní 1989 var gerður samningur um sameiningu Qögurra banka þ. á m. Verslunarbankans, sem sfðast skyldi taka gildi hinn 1. janúar 1990. Var það gert með stofnun fslandsbanka hf. Á árinu 1989 leit- uðust þáverandi hluthafar í Stöð 2 við að auka hlutafé félagsins, en vegna hraðrar uppbyggingar fé- Iagsins og takmarkaðrar lánafyrir- greiðslu bankans var ljóst að auka þurfi eigið fé stöðvarinnar. Þar sem hluthöfunum tókst ekki að afla við- bótarhlutafjár, gekk bankinn f árs- Einar Sveinsson er að greiða lægra verð en það lög- um samkvæmt. Af þessu hlutafé keypti Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans hf. kr. 100 miUj., en stofn- endur félagsins lögðu sjálfir fram 150 milþ'. kr. Hinn 9. janúar 1990 keyptu nokkrir af stofnendum Fjölmiðlunar sf. hlutafé í íslenska sjónvarpsfé- laginu að nafnverði kr. 150 mil(j. Um kaup þessi stofnuðu þeir ásamt fleiri aðiium síðar félagið Fjölmiðlun sf., sem var skráð þjá firmaskrá hinn 9. aprfl 1991, en féiagið er talið stofnað 13. janúar 1990. Kaup allt öðrum hætti en fram kemur f leiðaranum. Af aðdraganda kaupanna, svo sem honum er lýst í leiðaranum, dregur þú sfðar eftirgreindar þijár ályktanir, sem engin stenst svo sem hér skal rakið: í fyrsta lagi lánaði Verslunar- bankinn Stöð 2 hvorki sjö hundruð miHjónir né fímm hundruð miHjónir, heldur mun lægri fíárhæð. Ályktun þfn um fimm hundruð eða sjö hundruð mil|jóna króna lánveitingar bankans til fyrirtækisins á sér því enga stoð í veruleikanum. I öðru lagi er því haldið fram að bankinn hafi „týnt“ 200 mil|j. kr. láni til fyrirtækisins. Er ályktun þessi byggð á þeim meinlega mis- skilningi að þær 150-200 miHj., sem matsmenn í máli Fjölmiðlunar sf. teþ'a að hafi vantað upp á áætlað eigið fé stöðvarinnar, hafi verið Ián frá bankanum. Eins og fram kemur f matinu er ekki um tiltekið lán að ræða heldur lakari eiginfiárstöðu miðað við fyririiggjandi áætlun. 1 þriðja lagi segir þú f leiðaranum að rekstur stöðvarinnar hafi verið gjörsamlega vonlaus fram til árs- byijunar 1990, ef ekki hefði komið til „gegndariausrar* fyrirgreiðslu bankans. „Allur ævintýra|jóminn, afrekin og bramboltið f kringum Stöðina hafi verið egótripp á kostn- að annarra." Þessi staðhæfing er alröng. Um áramótin 1989/1990 hafði tekist Tvö hundruð milljói *» Vrtmrtrtkn Iknd M) .mulk >»■ tK^rlfi ItalWMiriÉinÞiriM á hlutabréfakaupum f því. Þani Iiggur fyrir af sfðustu ársreiknir um félagsins, að hagnaður rekstri þess á árinu 1991 nam s< næst 100 millj. kr. og sölugei hlutabréfa f því hefur á sfðustu i um verið 1,4-1,5 sem sýnir að góða Qárfestingu hefur verið neða. Að lokum skal þetta tekið fra Stöð 2 var byggð upp á rpj stuttum tíma og hafði þegar i áramótin 1989/1990 náð ótrúlegi Qölda áskrifenda. Má með sar segja að stöðin hafi náð fótfesti íslensku þjóðfélagi. Er það fyrst fremst að þakka áræði þeir manna sem stofnuðu fyrirtækið s og ekki sfður óvery'ulega árangui ríku starfi starfsmanna þess : upphafi. Hjá fyrirtækinu starfar vel á annað hundrað manns og i 44.000 áskrifendur pjóta þjónus hennar. Verður ekki betur séð að hin fjárhagslega endurskir „Ef Einar Sveinsson hefði haft þrek til að bíða í einn dag enn hefði grein hans að sjálfsögðu verið birt hér í DV.“ Athugasemd frá Ellert B. Schram ritstjóra: Eftirmál leiðara - vegna skrifa Einars Sveinssonar, formanns Verslunarráðs Undirritaður gerðist svo djarfur í leiðara á dögunum að gera lána- fyrirgreiðslu Verslunarbankans sáluga til Stöövar tvö að umtals- efni. Það var gert í kjölfarið á þeim upplýsingum að skuldir Stöðvar tvö hefðu verið vantaldar um tvö hundruð milljónir króna þegar ný- ir eigendur voru fengnir til að kaupa hlutabréf í þessu fósturbarni bankans. í leiðaranum var einkum fjallað um þann rausnarskap Verslunarbankans að veita þessu eina fyrirtæki nær ótakmarkaða lánafyrirgreiðslu og lýst furðu yfir því að bankastjóminni skyldi ekki vera kunnugt um skuldastöðu fyr- irtækisins þegar bankinn gekkst fyrir sölu á hlutabréfum í því. Formaður Verslunarráðsins, Einar Sveinsson, hefur fundið hvöt hjá sér til að „leiðrétta" þennan leiðara og birtir opiö bréf til undir- ritaðs í Morgunblaðinu þann 3. júní sl. á þeirri forsendu að skrif hans hafi ekki fengið inni í DV. Verslunarráðsformaðurinn er ekki þolinmóður maður. Hann lét senda greinina til mín föstudaginn 29. maí um hádegisbilið. Stóö ekki annað til en greinin yrði birt í DV, en allir þeir sem koma nálægt greinaskrifum í DV og/eða Morg- unblaðið mega vita að aðsendar greinar eru sjaldnast og nánast aldrei birtar daginn eftir að þær berast. Á DV er gengið frá greina- skrifum með aö minnsta kosti þriggja daga fyrirvara. Ef Einar Sveinsson heföi haft þrek til að bíða í einn dag enn heföi grein hans aö sjálfsögðu verið birt hér í DV. En sumir eru góðu vanir og þurfa ekki að standa í biðröðum. Allt í lagi á Stööinni Inntak skrifa Einars Sveinssonar er að sýna fram á að Stöð tvö hafi staðið býsna vel þegar skipt var um eigendur. Hann vill réttlæta Versl- unarbankann og eignarhaldsfélag- ið hvemig staöið var að sölunni. Einar segir að Verslunarbankinn hafi hvorki lánaö Stöð tvö fimm hundmð milljónir né sjö hundmð milljónir, heldur hafi eiginíjár- staða Stöðvar tvö verið lakari en fyrirliggjandi áætlun sagði til um. Einar ber á móti því að rekstur Stöðvarinnar hafi verið vonlaus fram til ársbyijunar 1990 þegar eig- endaskiptin urðu. Og Einar heldur því fram aö kaupendur hafi ekki verið að bjarga andliti bankans heldur keypt í hreinu ábataskyni. Það em auðvitað tíðindi fyrir fleiri en mig að heyra það að rekst- ur Stöðvar tvö og fiármálaviðskipti hennar við Verslunarbankann hafi verið í góðu lagi. En vegna athuga- Kjallariiin Ellert B. Schram ritstjóri semda formanns Verslunarráðsins og þess hvítþvottar, sem hann stendur fyrir, vil ég segja þetta: í fyrsta lagi: Það er þýðingarlaust og marklaust hjá Einari Sveinssyni að bera á móti því að Verslunar- bankinn hafi lánað Stöð tvö um- talsverðar upphæðir. Gögn liggja fyrir um lán að upphæð 400 hundr- uð miHjónir frá bankanum sjálfum. Dótturfyrirtæki bankans, Féfang, var látið lána níutíu milljónir. Og hver var yfirdrátturinn? Hver var fyrirgreiðslan til þeirra sem stóðu að Stöð tvö og enda þótt bankinn geti haldið því fram að hann hafi ekki lánað sjálfur þær upphæðir, sem ég hef stuðst við, þá hafa vænt- anlega margir gúmmítékkamir og vanskilareikningamir endað á borðinu hjá bankastjóminni. Og kannske Einar Sveinsson vilji og geti svarað því hvaða hlutverki Verslunarlánasjóðurinn, sem er í vörslu Verslunarbankans, gegndi í þessu spilverki? Ég ítreka því enn fullyrðingar mínar um gegndar- lausa lánafyrirgreiðslu Verslunar- bankans í tengslum við Stöð tvö. Gjörgæslan I öðm lagi: Tilraunir til að bera því við að Verslunarbankanum hafi ekki veriö kunnugt um íjár- hagsstöðu Myndversins, sem Stöð tvö keypti á árinu 1989, eru brosleg- ar. Bankinn setti sérstakan mann til eftirlits rekstri Stöðvarinnar í marga mánuði áður en að uppgjör- inu kom. Bankinn skipaði endur- skoðendur til að fylgjast með bók- haldi Stöðvarinnar og þeirra fyrir- tækja sem henni fylgdu. Sami lög- fræðingurinn gætti hagsmuna bankans, sem á sama tíma sat sem formaður í stjóm Stöðvar tvö. Myndverið var í eigu Stöðvar tvö þann tíma sem þessi gjörgæsla stóð yfir. Og varla hefði bankanum legið svo á að auka hlutafé í Stöð tvö, nema vegna þess að þar var allt á heljarþröm. í þriðja lagi: Það er sérkennileg röksemdafærsla, og í ætt við þá aðferð kattarins að fara í kringum heitan graut, að mótmæla því aö rekstur Stöðvar tvö hafi valdið Verslunarbankanum erfiðleikum, svo alvarlegum erfiðleikum að maður gekk undir manns hönd til að bjarga andliti bankans. Þetta vita allir. Vitaskuld er það á ábyrgð og áhættu nýrra eigenda þegar þeir fallast á aö leggja fé í fyrirtæki, þótt það sé gert fyrir áeggjan banka. En það er verra ef upplýs- ingar, sem ráða kaupimum, em rangar og bankinn, sem stendur fyrir sölimni, ber ábyrgð á þeim vantöldu gögnum. Fullyrðingar um að skuldum við bankann hafi ekki verið um að kenna heldur lakari eiginíjárstöðu em útúrsnúningur einn, því það era niðurstöðutölur sem skipta máli en ekki tilurð þeirra. í íjórða lagi: Kjarni málsins er sá að Verslunarbankinn og eignar- haldsfélag hans hafa enn ekki svar- að þeirri spumingu velunnara bankans hvað réð því glæfraspili að fjármagna Stöð tvö um hundmð milljóna króna án þess að hafa vitneskju um raunverulega stöðu Stöðvarinnar. Leiöari minn íjallaði um þessa spumingu og oft hefur verið skrifaður leiðari af minna til- efni. Ellert B. Schram „Kjarni málsins er sá að Verslunar- bankinn og eignarhaldsfélag hans hafa enn ekki svarað þeirri spurningu vel- unnara bankans hvað réð því glæfra- spili að fjármagna Stöð tvö um hundr- uð milljóna króna án þess að hafa vitn- eskju um raunverulega stöðu Stöðvar- innar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.