Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Týnda tiimdin Lifeyrissjóður verslunarmanna hefur fjárfest stórt i bankastarfsemi. Er nú svo komið að 41% af hlutafjáreign sjóðsins er bundið i íslands- banka einum. Eru frammámenn sjóðsins komnir i valdaleik? Sauðsvörtum almúga landsins er fátt brýnna en að lífeyrismálin verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar. Hagur lífeyrissjóðsfé- laga er oft mjög hæpinn efdr að hafa greitt tíund af öllum launum sínum til sjóðanna í áratugi. Þegar kemur að eftirlaungaldrinum eru þeir lítið verr settir sem aldrei greiddu til lífeyrissjóðs. Skerðing á tekjutryggingu almannatrygginga- kerfisins til lífeyrissjóðsfélaga jafn- ar að miklu leyti út afkomumun hjá þeim sem hafa greitt til lífeyris- sjóðs og hinna. Miklir hagsmunir stjórnenda sjóðanna að halda óbreyttu kerfi fara hins vegar ekki á milli mála. Lífeyrissjóðsmálin eru í eðli sínu flókin og til þess fail- in að fæla almenning frá afskiptum af þeim. Alþingismenn meö 2-3-föld eftirlaun Næsta furðulegt er hvaö stjóm- málamenn láta þessi mál lítið til sín taka. Frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem lagt var fram fyrir þremur ámm, hefur ekki fengið neina umfjöllun. Sinnu- leysi alþingismanna um þetta brýna hagsmunamál almennings Eftírhelgina er óskiljanlegt nema með þeirri skýringu að alþingismenn óttist um forréttindi sín í eftirlaunamál- um. Alþingismenn hafa tryggt sjálf- um sér tvöfóld eða jafnvel þreföld eftirlaun. Slíkum ólögum þyrfti að breyta ef skoða á starfsemi iifeyris- sjóðanna í víöu samhengi. Alþingismaöur, sem náð hefur 65 ára aldri, getur haft 70% af þingfar- arkaupi (175 þús. kr.) í eftirlaun. Hafi hann jafnframt verið ráöherra fær hann til viöbótar alit að 50% af ráðherralaunum. Fuli réttindi fá ráöherrar eftir aöeins 8 ára starf. Auk þess fær alþingismaður eftir- laun í samræmi við önnur störf sín. Eftirlaunin eru að fullu verð- tryggð. Fjarri lagi er að lífeyris- sjóðsiðgjöld alþingismanna sjálfra standi undir þessum ríflegu eftir- launum. Þau eru greidd úr okkar sameiginlega sjóði. Þau voru á sín- um tíma einnig greidd þingmönn- um sem aldrei höfðu greitt lífeyris- sjóðsiðgjöld af launum sínum. Rekstrarkostnaður allt aö 20% af iögjöldum Lífeyrissjóðimir eru 85 talsins. Þeir eru margir illa reknir með miklum tilkostnaöi og lélegri ávöxtun sjóðanna. Munu dæmi þess að 20% af iögjöldum sjóðsfé- laga fari til þess að greiða rekstrar- kostnað. lifeyrissjóðakerfl lands- ins heldur uppi mörgum forstjór- anum meö dýru skrifstofuhaldi. Hagsmunum sjóðsfélaga er best þjónað með fækkun sjóðanna um leiö og aöhald að stjómendum sjóö- anna er stóraukið. Að mörgu leyti má líta til Lífeyr- issjóðs verslunarmanna sem fyrir- myndar um vel rekinn lífeyrissjóð, enda er hann langöflugastur sjóöa sem byggjast á félagslegum grunni. Yfir 25 þúsund virkir sjóðsfélagar á síðasta ári segja mikið um það traust sem sjóðurinn nýtur meðal almennings. Einnig sú staðreynd að minni lífeyrissjóðir sækjast eftir því að sameinast sjóðnum. Þrátt fyrir ágæta stöðu lífeyris- sjóðsins er full ástæða til að horfa gagnrýnum augum á starfsemi hans. Þannig verður ekki hjá þvi komist héma að setja stórt spum: ingarmerki viö fjárfestingu Lífeyr- issjóðs verslunarmanna í ýmsum hlutafélögum og setu stjómar- og starfsmanna í stjórnum viðkom- andi hlutafélaga. Sú spuming hlýt- ur aö vera áleitin, þegar þessi mál em skoðuð, hvort sérhagsmunir frammámanna lífeyrissjóðsins ráði þegar stjóm sjóðsins ákveður að fjárfesta í ýmsum hlutafélögum. Stjórnarseta gerir hluta- bréfakaup tortryggileg Stjómarseta frammámanna Líf- eyrissjóðs verslunarmanna í þess- um hlutafélögum gerir kaup sjóðs- ins á þessum hlutabéfum mjög tor- tryggileg. Miklir fjárhagslegir hagsmunir og völd þessara manna em í húfi. Svo aö lesendur geti átt- að sig á þessum hagsmunum er rétt að nefna dæmi: Guömundur H. Garðarsson, sem hefur veriö formaður lífeyrissjóðs- ins með 72 þús. króna stjómarlaun á mánuði, situr í stjómum margra hlutafélaga sem lífeyrissjóðurinn á ýmist hlutabréf í beint eða óbeint. Þama má nefna Eignarhaldsfélag Verslunarbankans (þar sem sjóð- urinn á 15,5% hlutafjár), Islands- banka (sjóðurinn á ríflega 10% í bankanum í gegnum eign sína í eignarhaldsfélögum Verslunar- banka, Iönaðarbanka og Alþýðu- banka), Fjárfestingarfélagiö (10,6% eignaraðild) og Almenna hluta- bréfasjóðinn. Stjómarlaun Guð- mundar í þessum félögum nema 200-300 þúsundum króna á mán- uði. Aðrir frammámenn lífeyrissjóðs- ins, sem sitja í stjórnum hlutafé- laga í eigu sjóðsins, em m.a.: Þor- geir Eyjólfsson í Draupnissjóðnum (7,1%) og Þróunarfélag íslands (5,8%), Pétur Maack í Máttarstólp- um (9%) og Mætti, Jóhann J. Ólafs- son í Flugleiðum (6,1%), Fjárfest- ingafélaginu (10,6%), Almenna hlutabréfasjóðnum og einnig sat hann til skamms tíma í stjóm Fé- fangs (10,7%). Það sæti hefur Bjöm Þórhallsson tekiö. Jóhann J. Ólafs- son hefur nú verið felldur út úr sjóm lífeyrissjóðsins. Ótrúiega stór hlutur í fyrirtækjunum Hvemig geta þessir menn greint á milii hagsmuna lifeyrissjóðsins, hagsmuna viðkomandi hlutafélags og sinna eigin hagsmuna? Flestir sem hlutlægt líta á þessi mál munu vera á einu máh um að eðlilegasta kosning lífeyrissjóðs í hlutafélög- um sé í gegnum kaup og sölu á hlutafé. Þegar hsti yfir hlutabréf sjóðsins er skoðaður vekur athygh hve ótrúlega stóran hlut sjóðurinn á í mörgum hlutafélaganna. Við þetta er tvennt að athuga: 1. Mjög erfitt verður fyrir lífeyr- issjóöinn að selja þessi bréf nema þá á mjög löngum tíma. Það eitt að reyna aö selja þau getur leitt til lækkandi verðs. 2. Svona stór eignaraðild gerir sjóðinn ahtof háðan hlutafélögim- um. Hagur hlutafélaganna getur skyggt á hagsmuni lífeyrissjóðsins. 63% af hlutafjáreign í tveimur fyrirtækjum Einnig verður að gagnrýna mikil kaup lífeyrissjóðsins á hlutabréf- um sem er áhlættufjárfesting. Sér- staklega á þetta við um íslensk hlutabréf. Um áratugi hefur arður hér í hlutafélögum verið afar rýr. ímyndaður hagnaður af kaupum á hlutabréfum vegna hækkandi skráningar á verðbréfamörkuöum hefur verið vafasamur. í ársskýrslu sjóðsins fyrir 1991 er því haldið fram að hlutafjáreign Lifeyrissjóðs verslunarmanna sé sú eign sem mesta arðsemi hafi sýnt á hönum árum. Þessi arður er aðeins ímyndaður nema við sölu á hlutabréfunum því að ávöxtun á fjármagni, bundnu í hlutafé, er miklum mun lægri en hægt er að fá í algjörlega áhættulausum ríkis- tryggðum skuldabréfum. Aðeins við sölu á hlutabréfunum sést hvort aröur er af fjárfestingunni. Hver er nú aröur af hlutabréfa- kaupum í Granda, Haraldi Böðv- arssyni, Skagstrendingi og Útgerö- arfélagi Akureyringa? Hver segir að Flugleiðir geti ekki fariö á hausinn? í Flugleiðabréfum hggja um 22% af hlutabréfum sjóðsins eða um 200 mhljónir á bók- færðu verði. í eignarhaldsfélögum Verslunarbankans, Alþýðubank- ans og Iðnaðarbankans liggja 386 mihjónir á bókfærðu verði sem munu mynda um 10% eignaraðild sjóðsins að íslandsbanka. Banki með því nafni hefur áður farið á hausinn. Enginn getur fullyrt aö slikt gerist ekki aftur. í þessum tveimur fyrirtækjum, íslandsbanka og Flugleiðum, eru því fólgnar 586 milljónir af bók- færðu verði í hlutaíjáreign sjóðsins eða 63% af hlutfjáreign. Þaö verður að tefjast ótrúlega léleg dreifing á áhættufé. Valdimar Jóhannesson MIÐNÆTURKNATTSPYRNUMOT BREIÐABLIKS Knattspyrnudeild Breiðabliks heldur Jónsmessumót í knattspyrnu fyrir fyrirtækja- og firmalið aðfaranótt 20. og 21. júní á sandgrasvellinum í Kópavogi. Fyrsti leikur hefst föstudagskvöldið kl. 21.30. Keppt í 7 manna liðum. Góð verðlaun í boði. Verð 10.000. Grill og veitingar á staðnum. Þátttaka og upplýsingar í símum 641980 (Eínar), 641602 (Benni) og 43699 (Siggi). adidas Tölvujjapjiír IMI FORMPRENT SAMSKIPA- deildin KR-VÖLLUR KL. 20.00 KR-UBK Skeljungurhf. Einkaumboö fyrir Shell-vörur á Islandi Skeljungurhf. Einkaumboö lyrir Shell-vörur á Islandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.