Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Ódauðleg snilkl Hver er Sylvía? Hún er fljóö sem hylli sveina nýtur; hún er fríð og glöð og góð og guða blessun hlýtur. Kveðum henni ljúfíingsljóð. Úr Herramenn tveir í Verónsborg Árið 1956 kom út fyrsta bindi af þýðingum Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shake- speares. Það var Heimskringla (Mál og menning) sem gaf út. Næstu 19 ár tókst fyrir- tækinu að gefa út 17 þýðingar Helga á leikrit- um Shakespeares en þá gafst fyrirtækið upp á útgáfunni. Næstu sjö árin fengum við ekki að sjá neina nýja þýöingu Helga á verkum Shakespeares. En fyrir tíu árum fór svo Al- menna bókafélagið rausnarlega af stað með endurskoðaða útgáfu af þýðingum Helga á leikritum Shakespeares. Fyrirtækinu tókst að gefa út 22 leikrit áður en það gafst upp. Þá varð fjögurra ára hlé þar til Mál og menn- ing tók við útgáfunni og gaf snöfurlega út í fyrra þau 15 leikrit sem enn voru óútgefin í endurskoðuðu útgáfunni. Það tók því 35 ár að koma þýðingum Helga á leikritum Shake- speares útá íslensku. Persónugallerí í leikritum Shakespeares er fjölskrúðug- asta safn af vel skrifuöum karakterum sem um getur í verki eins höfundar. Það er ekki síst dirfska Shakespeares sem gerir breidd Bókmenntir Árni Blandon karakteranná svo mikla. Hann skirrist ekki við að lýsa illskunni, hreinni og ómengaðri, en það hefur gjaman staðið í minni höfund- um. Sjálfslýsing Arons í Títus Andrónikus (77) er t.d. djörf og hressileg: Ég bölva hverjum degi, - þó að þar sé býsna fátt sem bölvun mín nær til, - sem leiö án þess ég fremdi fólskuverk, dræpi mann, eða réði banaráð, nauðgaði mey, eða’ætti sök á smán, fremdi meinsæri, kæmi sök á sýknan, magnaöi hatur milli góðra vina, hálsbryti grip úr fjósi fátæks manns, legði eld í hlöðu, og byöi bóndanum að slökkva brunans bál með eigin tárum;... Frægari en illska Arons er grimmd Lafði Makbeð sem ialdi sig geta slegiö út heila bams sem sygi geirvörtu hennar. Sjálfsbrýn- ing hennar (370-71) er næsta ótrúleg: Andar, komið þið sem eflið morðhug, kæfið kvenlund mína, og fyllið mig frá iljum uppí hvirfll af hroða-grimmd! og gerið þykkt mitt blóð, harðlæsiö öllum hliöum samviskunnar, svo engin mildi fari á kreik og fæli mín fólsku ráð,... En þaö em ekki bara karakterarnir í verk- um Shakespeares sem em fjölbreytilegir og lifandi heldur líka allar lýsingar. í Snegla tamin (365) er t.a.m. þessi lýsing á hesti: ... hrossið hans lendsigiö, með gamlan möl- étinn söðul, og ístöðin sitt af hvom tagi, bólg- ið undir kverk, með vilsu í nös og sollinn flipa, þrimla á skrokk, þrota í hófum og bólgu í liðum, útsteypt í gulu, ólæknandi af kláða, illa haldið af riðu, nagað innan af ormum, hryggshgað og herðaskakkt, kiðfætt aö fram- an, beizUð hálfbrostið, með hausólar úr sauð- skinni, margsUtnar af átökum til að forða frá falU, og nú hnýttar saman,... Það er mælska Shakespeares sem vinnur þama með honum og þessi mælska kemur honum hvað eftir annaö að notum í leikritun- um, t.d. í samtvinnun á skammaryrðum. í Lé konungi fer Jarlinn í Kent (278) með þessa þulu: Hundur, óþokki, pottasleikir, illheimskur betUgikkur, þrílarfaður labbakútur, skít- sokks-úrþvætti, hvítlifruð klögu-gunga, tík- argetinn spegilglápur, hundflatur uppskafn- ings-furtur, afborinn til einnar skjóöu, skauð sem gerðist meUudólgur, ef þóknun væri í boði, og. ert ekkert nema samsuða af dóna, húsgangs-bleyðu og hórumangara, skoffin undan flökku-læðu,... Eins og sjá má af til- vitnunum þessum þarf ekki að kvarta undan þýðingum Helga á verkum Shakespeares, ekki heldur þegar Helga tekst betur upp en Shakespeare, t.d. í hortittunum hjá Þispu (477) í Draumi á Jónsmessunótt: Ó, systur þrjár, sem sundur skár- uð silkl-þráðinn hans! með mjólkur-hvít- um höndum slít- ið hold 1 dreyra manns! Flestöll stærstu leikrit Williams Shakespeares hafa verið sett á svið hér á landi, sum oftar en einu sinni. Þessi sviðsmynd er frá upp- setningu Leikfélags Reykjavikur á Ótemjunni. í þessum hluta af (ó)ljóði Þispu hefur Helgi bætt við fyndnina í verkinu með þvi að slíta orðin í sundur milli lína og gera fyrri hluta orðs að rímo>'ði. Nákvæmni Helga er óskeik- ul og öll sú fyndi, sem Shakespeare laðar fram í Draumnum, kemst meira en klakk- laust yfir. Hin fyndnu ósmekklegheit í vísu- klambrinu hjá Píramusi í verkinu (475—476) eru þar skýrt dæmi: Ó, grimmdar-nomin ljót, kom lymsku-bráð! klipp lífs míns þráð! Ó, lem! kreist! kæf! og bijót! .../... Nú er ég nár svo fólr og fár; og framar sé ég ei; önd mín flaug hátt. Hverf máni brátt! ég dey, dey, dey, dey, dey. Samlestur Endurskoðaða útgáfan af þýðingum Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares er í átta bindum. Leikritin eru flokkuð saman eftir efni. Þannig eru sorgarleikritin í þriðja og fiórða bindi. Þetta hefur þann kost að leik- ritin lesast saman á skemmtilegan hátt og fólk fær mynd af því hvað og hvemig rithöf- undurinn Shakespeare hugsaði og þróaðist og hvemig hann nýtti sér mismunandi efni á dramatískan hátt. Gott dæmi um þetta er samanburður á viöbrögðum Desdemónu í Óþelló við ásökunum föður síns um að hún svíki föður sinn meö því aö giftast, og við- brögðum Kordelíu í Lé konungi við sömu ásökun. Báðar standa þær við orð sín og deyja í lok verkanna. En viðbrögin við svör- um þeirra em mismunandi. Desdemónu tekst aö sannfæra fólk um það að hún eigi rétt á að giftast og elska eiginmann sinn en Kordeliu tekst ekki að sannfæra fööur sinn um að hún eigi ekki að elska hann einan og engan annan eins og systur hennar segjast gera. Vegna eftirfarandi orða (246) kemst hún í ónáð hjá föður sínum: Hví giftust mínar systur, ef hjá yður er öll ást þeirra? Gangi ég í hjúskap, þá heimtir sá, sem hlýtur loforð mitt, ást mina, tryggð og hollustu til hálfs. Ég giftist aldrei eins og systur minar, að elska sífelit aöeins fóður minn. Desdemóna orðar þetta sama svo (352-3) og styrkir mál sitt með því að minnast á móður sína: Kæri faðir, hér sé ég minni skyldu vera skipt. Yður á ég aö launa lif og fóstur, og fóstur mitt og líf vill yður lúta sem herra minnar hlýðni. Dóttir yðar var ég til þessa. En þama er bóndi minn; og hlýðni móður minnar, er hún kaus að játast yður fremur foður sínum, kaÚa ég alltað einu mina skyldu við Márann, bónda minn. Spakmæli og sálfræðilegur sannleikur Sesar: Ég vil sjá feita menn í kringum mig, og höfuðmjúka, menn sem sofa um nætur; Kassíus hefur magran svip og soltinn; hugsar of fast; slikt fólk er varasamt. Úr Júliusi Sesar, 139 Leikrit Shakespeares eru uppfull af spak- mælum, skilgreiningum, ráðum og sálfræði- legum gullkomum. Nokkur dæmi era eftir- farandi: „tár sýna holla tryggð, en skortir ráö“, „hvem elskar sá sem hatar sjálfan sig?“; „... enginn/unir við hag sinn, fyrr en honúm nægir/að vera ekkert." (Ríkarður annar, 96,121,124); „aö þekkja annan mann vel, væri að þekkja sjálfan sig“ (Hamlet, 229); „oft ræður hvatvís hugsun gerðum manna/sem úr því fylla af iðrun hveija stund.“ (Ríkarður þriðji, 406); „Ekki’er það háttur hyggins manns, að trega/sitt tjón; hann leitar bóta hress í bragði." (Hinrik sjötti, þriöja leikrit, 298); „Sárust er jafnan breyting frá því bezta;/hið versta batnar.” (Lér konungur, 315); „hugleysi, kynsmæð, ótryggð, þetta þrennt/sem konur leggja heit- ast hatur á.“ (Herramenn tveir í Verónsborg, 230); „Ástin er blind á augum, skyggn í hjarta,” (Draumur á Jónsmessunótt, 420); Sá einn er hraustur sem af vizku stenzt hin verstu orð sem maður kann að mæla, ber þau sem ytri kápu af kæruleysi, og engri móðgun opnar hjarta sitt, sem yrði þá í hættu. /.../ kjarkmenni þola, en hyggja lítt á hefnd. Tímon Aþeningur, 155 Orðsnilld Leikrit Shakespeares eru eins konar al- fræðibók þar sem flest milli himins og jaröar fyrirfinnst. Hugsanadýptin og -breiddin ásamt orðgnóttinni er nær óendanleg og því er þaö ekki á færi neinna aukvisa að þýða meistarann. Helgi Hálfdanarson er mikill mál- og orðasnillingur og í þýðingum hans á leikritum Shakespeares er að flnna þann mest heillandi málþokka sém finnst í verkum sem koma út»á íslensku í dag. í þýðingum hans á Shakespeare eru t.a.m. mörg orð sem ekki eru úr daglegu máli. Dæmi um skemmtileg nafnorð eru: hröslumál, beðferg- ill, flírutuðra, kenjaklápur, drussi, ylgur, trygill, digill, gleða, nurta, feyra o.fl. Úr sagn- orðadeildinni má benda á lunkast, gífra, peðra, dýja og doska. Athugasemdir Aftast í hverju bindi á þýðingum Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares eru athugasemdir sem eru sumar hverjar eftir Helga og aðrar fengnar úr erlendum útgáfum verkanna. í þessum athugasemdum kennir margra grasa. Þar fáum við að vita að á dögum Shakespeares voru brakandi skór í tísku (ffl, 461) svo og klukkur sem slógu og læddust síðan inn í tíma Júlíusar Sesars. Margskonar skemmtilegur sögulegur fróðleikur er í athugasemdunum, t.d.: „Sagt var að Neró keisari í Róm hafi látiö myrða móður sína, og síðan hafi hann látið gera henni holskurð og opna móðurlífið, svo hann gæti séð hvar hann var sjálfur getinn." (V, 490). Ýmislegt um þjóðtrú og goðsagnir er líka í þessum ágætu athugasemdum: „Sam- kvæmt gamalli þjóðtrú varð það hlutskipti meyja, sem ekki vildu giftast, að leiöa apa til Vítis, fyrst þær höfðu ekki viljað leiða böm til himna." (VI, 479). „Amor skaut tvennskonar örvum, gullörvum til að vekja ástina, og blýörvum til að svæfa hana. (VH, 477). Að lokum Þessi fátæklegu orð mín um heildarútgáf- una á þýðingum Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares gefa litla mynd af þeim fjársjóði sem Helgi Hálfdanarson hefur fært okkur með stórkostlegum þýðingum sínum á verkum hins breska meistara. Eins og sjá má í inngangi þessarar greinar voru útgefendur ekki alltaf hjálpiegir við aö koma snilid Heiga og Shakespeares tíl okkar. En það tókst þó að lokum þó æskilegt hefði ver- iö að það hefði ekki tekið svo langan tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.