Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Fréttir Fró Stapahöfn. DV-mynd Símon Amarstapí: Sítnon Sigurmonason, DV, Göröum; Frá Amarstapa á Snæfellsnesi róa 35 trillur en voru 40 þegar flest var í vor. 330 tonn af flsld hafa borist á land á þessu ári, segir Hjörleifur Kristjánsson vigtarmaður i Stapa- höfn. Mest hefur Pétur Pétursson frá Malarrifi aflað, um 45 tonn en hann hefur róið á línu í vetur. Er nú á handfæram. Bátamir streyma inn í ágætu veðri síðdegis, afli 200-700 kg eftir daginn. Ágætur afli var fyrir og eftir páska og er nú að glæðast aftur eftir nokk- urt tregfiski 1 maí. Lítið er af smá- fiski í aflanum en dálítið sést af ufsa. Fiskmarkaöur Breiðafjarðar tekur á móti fiskinum og er aðstaöa nokk- uð góð eftir að drifið var í að dýpka við bryggjuna. Sandur vill safnast þar fyrir. Tilfinnaniega vantar við- legukant. Oft er afar tafsamt að at- hafna sig við aðeins einn bryggju- kant fyrir aUa þessa báta. Vegir í Breiðuvíkurheppi era allir í slæmu ástandi, viðhald ekkert og malbik hvergi á vegaáætlun. Allar brýr era af þrengstu gerð og víða varasamar aðkeyrslur og handriö brotin. Eyrarbakki: Byggðasafn Arnessýslu í Húsið Héraösnefnd Ámesinga hefur lýst áhuga sínum á því að hluti Byggða- safns Ámesinga flytjist í Húsið á Eyrarbakka en í gangi era viðræður ríkissjóðs og eiganda Hússins um kaup fyrmefnda aðilans á eigninni. Á síöasta ári komu fram skemmdir í veggjum hússins og á þaki og era viðgerðir taldar mjög kostnaðar- samar. Gætu numið tugum milljóna kr. í kjölfar þessara staðreynda var að tilhlutan húsafriðunarnefndar sett inn í fjárlagafrumvarp þessa árs heimild þess efnis að menntamála- ráðherra mætti kaupa Húsið. Húsiö á Eyrarbakka er byggt 1765 sem íveruhús danskra kaupmanna. Það er lítið breytt frá upphaflegri gerð. Er eitt fárra húsa byggt fyrir 1800 sem íslendingar eiga og talið mikil gersemi. Frá 1978 hefur það verið í eigu Auðbjargar Guðmunds- dóttur og hefur hún unnið mikið starf við að endurgera það. BH Hllmar B.Jónsson matrelddl fiskrétti. Gæðaátak í f isk- verkun Ægir Kiistmsson DV, Fáskrúösfirði: íslenskar sjávarafurðir vora með kynningu á starfsemi sinni í félags- heimilinu Skrúð hér á Fáskrúðsfirði. Kynningin er hður í gæöaátaki ísl. sjávarafurða. Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, kynnti starfsemi þess og Friðrik Blomsterberg, yfir- maður gæðamála sjávarafurða, flutti erindi um meöferð fisks. Af þessu tilefni afhenti Benedikt Sveinsson UMF Leikni á Fáskrúðs- firði aö gjöf frá íslenskum sjávaraf- urðum og tók Ingólfur Hjaltason, for- maður Leiknis, á móti gjöfinni. Starfsfólki Hraðfrystihúss Fá- skrúösfjarðar var gefið frí til að geta mætt á þessa kynningu og Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari ma- treiddi nokkra fiskrétti sem fólk smakkaði á og líkaði mjög vel. Ekki er vafi á að erindi eins og flutt vora þama vekja starfsfólk frysti- húsa til umhugsunar að gera enn betur í meðferð fisks í frystihúsum. Egilsstaðir Fiskbúð og framköllun Sigrún Björgvinsdótlir, DV, Egflsstödum; Ný fyrirtæki taka nú til starfa á Egilsstöðum hvert af öðru. í síð- ustu viku maí hófu tvö fyrirtæki starf að Miðvangi - í nýju verslun- ar- og þjónustumiðstöðinni. Annað þeirra er fiskbúðin Sæ- gull. Það era tvær fjölskyldur frá Breiðdalsvík sem ætla að gefa Hér- aðsbúum kost á að fá allt það lost- æti úr sjó sem þær koma höndum yfir. Egilsstaðabúar tóku þeim tveim höndum. Var mikið að gera fyrsta daginn og almenn ánægja með þessa þjónustu. Þó alltaf hafi aö sjálfsögðu fengist fiskur hér efra má ætla að úrvalið verði fjölbreytt- ara í sérverslun. Þá hefur tekið til starfa sérversl- unin Hraðmynd með ljósmynda- vörar og framköllun. Verslunar- stjóri er Ásgrímur Ásgrímsson. Báðar þessar verslanir era í nýju þjónustu- og verslunarmiðstöðinni að Miövangi. Úr fiskbúðinni Sægulli. Frá vinstri: Heiða Skúladóttir, Ágúst Sigmarsson og Kristín Karlsdóttir. DV-mynd Sigrún Glsli Geir Sigurjónsson að landa afla sinum eftir góða veiðiferð og sjó- maður af öörum bóti fylgist með. DV-mynd Júlía Höfn: Góður af li handfærabáta Júlía Imsland, DV, Höfo: Góður afli hefur verið hjá hand- færabátum á Höfn undanfarna daga og vikur, mest þorskur. Afli eftir daginn frá hálfu tonni upp í 1 /i tonn þegar vel viörar. Á það hefur hins vegar nokkuð skort í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.