Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 36
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Sviðsljós Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, ræðir við þær Hörpu Karlsdótt- ur og Júlfu Margréti Svansdóttur í Grjótinu eftir tónleika hljómsveitarinn- ar á föstudagskvöld. DV-myndir JAK Sigríður Kjaran, Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, Sveinn Einarsson, höfundur Banda- og Guðrún Magnúsdóttir, aðstoöarframkvæmdastjóri Norræna hússins, mannasögu, og Helga Steffensen ræðast viö fyrir frumsýningu Bandamannasögu Sveins Einarssonar. voru hin kátustu þegar Ijósmyndari DV-myndir JAK festi þau á filmu fyrir frumsýninguna __ á laugardag. Bandamannasaga í Norræna húsinu Bandamannasaga, leikrit Sveins Einarssonar eftir sanmefndri íslend- ingasögu, var frumsýnt í Norræna húsinu á laugardag við mikia hrifn- ingu viðstaddra. Er verkið framlag Norræna hússins til listahátíðarinn- ar sem stendur yfir í Reykjavík þessa dagana. Texti leikritsins er sóttur í þær tvær gerðir sem til eru af sögunni, auk þess sem hann mótaðist talsvert í leiksmiðju Egg-leikhússins sumarið 1990. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sveinn Einarsson ræðst til atlögu við Bandamannasögu því fyrir nokkrum árum stóð hann fyrir flutningi sög- unnar í útvarpi, með sögumanni og leikendum. í þetta sinn var farin allt önnur leið og stílbrögðum nútíma- leikhússins beitt. Meðal leikenda í Bandamannasögu eru Borgar Garðarsson sem nú leik- ur aftur á islandi eftir langa dvöl í Finnlandi. Hér er bassaleikari Iron Maiden, Steve Harris, í góðum félagsskap þeirra Júlfu Margrétar Svansdóttur og Dóra i Vinum Dóra. Iron Maiden í Grjótinu Þungarokksveitin Iron Maiden hélt tónleika í Laugardalshölhnni á fostudagskvöld og var Höllin fyrsta stopp sveinanna á tónleika- ferðalagi þeirra um heimsbyggð- ina. Eftir vel heppnaða spilamennsku fóru rokkararnir að kanna reyk- vískt næturlíf og héldu gleðskapn- um áfram í Gijótinu við Tryggva- götu þar sem þeir blönduðu geði við gesti og gangandi. Iron Maiden hefur starfað í sext- án ár og nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Listamannshjónin Gestur og Rúna opnuðu yfirlitssýningu á verkum sínum í Hafnarborg á laugardag. Hér eru þau ásamt hluta sýningargesta, þar sem m.a. má sjá son þeirra, Þorgrím Gestsson blaðamann. Hafnarborg: Gestur og Rúna halda yfirlitssýningu Hafnfirsku listmannshjónin Gest- ur Þorgrímsson og Sigrún Guðjóns- dóttir, betur þekkt sem Gestur og Rúna, opnuðu yfirlitssýningu á verk- um sínum í Hafnarborg, menningar- og hstastofnun Hafnarfjarðar, á laugardag, að viðstöddu miklu íjöl- menni. Gestur og Rúna eru löngu lands- þekktir hstamenn og á sýningunni í Hafnarborg eru verk sem þau hafa unnið á síðasta ári. Einnig eru þar verk sem spanna hstamannsferil þeirra í íjörutíu ár. Þar má sjá högg- myndir og leirmuni eftir Gest og málverk, teikningar og sýnishom af bókaskreytingum eftir Rúnu, svo og verk sem þau hafa unnið saman. Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, óskar Gesti Þorgrímssyni til hamingju með sýn- inguna. DV-myndirJAK Vörubílstjórar! BORCO VÉLAVAGNAR TIL SÝNIS I Erum með BORCO vélavagn til sýnis hjá okkur, svo nú gefst tækifæri til að skoða og kynnast betur þessum úrvalsvögnum. BORCO er bandarísk gæðaframleiðsla á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI! Ráðgjö 1 IMjbJIII sal la - þjóf icú íusta H I 1 Skútuvogur 12A - Reykjavík - 0 812530 Verktakar - BORCO /A^arud Steve Harris og Bruce Dickinson, bassaleikari og söngvari þunga- rokksveitarinnar Iron Maiden.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.