Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JÍTNÍ 1992. Fréttir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Markviss stef na er að hefja hvalveiðar aftur -en býst ekki við að það verði á þessu ári „Það er markviss stefna okkar að hefja hvalveiðar aftur. Við höfum miöað allan okkar málatilbúnað og aðgerðir við það. Við höfum hins vegar síður reiknað með því að það geti gerst á þessu ári. En við leggjum enn á ný fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið skýrar vísindalegar niðurstöður sem sýna að það er ekki bara óhætt að hefja þessar veiðar heldur miklu fremur mjög skynsamlegt að hefja þær að nýju.“ Þetta sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra við DV. Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins verður haldinn í lok þessa mánaðar. Vís- indaneftid ráðsins er nú að störfum. Hún mim leggja fyrir ráðið tíUögu um endurskoðun á stjómunaraö- ferðum. Ráðið hefur hengt hatt sinn á að fyrr en samþykkt um endur- skoðaðar sfjómunaraðferðir liggi fyrir fjalli það ekki um veiðikvóta. Á síðasta ársfundi vísaði ráðið tillögum vísindanefndar í þessum efnum frá. Þorsteinn sagði að niöurstaða fundar hvalveiðiráðsins gæti ráðið nokkm um hvenær íslendingar hæfu hvalveiöar á nýjan leik. í næsta mánuði tækju formlega til starfa hin nýju samtök Atlantshafsþjóðanna sem íslendingar væra aðilar að. Framvinda mála gætí ráðist af því hvaða árangri Islendingar næðu á þeim vettvangi. „Við göngum úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu í sumar og eftir það erum við ekki bundnir af samþykktum þess,“ sagði Þorsteinn. „Hins vegar erum við bundnir af skuldbindingum okk- ar gagnvart alþjóða hafréttarsátt- málanum. Hann gerir ráð fyrir því að þjóðir hafi með sér samstarf um vísindalega vemdun og nýtingu hvalastofnanna. Það þýðir að það getur tekið nokkum tíma að ná við- urkenningu í alþjóðlegu samstarfi á rétti okkar til hvalveiða þótt vísinda- leg rök séu fyrir hendi. Við kappkost- um að ná þeirri viðurkenningu sem fyrst til að geta byijað. Því fyrr því betra.“ -JSS Þau máttu punga út fyrir nýjum farseðlum til að koma dætrunum til Kaupmannahafnar, f.v. Sigríður Guðmunds- dóttir, Guðlaug Ósk, Kristín og Sigurður Guðbjörnsson. DV-mynd Ægir Már Farþegar Sólarflugs í vandræðum í Leifsstöð: Við erum alveg í sjokki - fjölskylda keypti farseðla fyrir 163.000 Ægir Már Kiistmssan, DV, Suðumesjum: „Við erum alveg í sjokki. Okkur var sagt að það myndi verða einn frá hvora félagi hér og skipta um far- seðla úr því að búið væri að semja við Flugleiðir. Þetta var okkur tjáð í gær á skrifstofu Sólarflugs þegar við borguðum afganginn af fargjaldinu," sögðu hjónin Sigríöur Guðmunds- dóttir og Sigurður Guðbjömsson þegar DV hittí þau í Leifsstöð í gær. Þau vora að senda dætur sínar tvær til Kaupmannahafnar með Flugferð- um-Sólarflugi. En þegar þau ætluðu að tékka sig inn í Leifsstöð var þeim sagt að ferðaskrifstofan væri hætt og farseðlar stúlknanna því ógildir. Það var þungt yfir þeim mörgu sem vora mættir í Leifsstöð í gærdag og höfðu keypt sér farmiða út með Flug- ferðum-Sólarflugi. Ekki er ofsagt að sumir hafi veriö með tárin í augun- um þegar þeir áttuðu sig á því hvem- ig komið var, aö þeir höfðu greitt flugfarið að fullu en vora með ógilda farmiða í höndunum. Fólk reyndi að bjarga sér út úr ógöngunum með ýmsum hættí. Sumir hringdu í vini og kunningja og báðu þá að lána sér fyrir fargjaldinu, aðrir höfðu einhver önnur ráð. Þau Sigríður og Sigurður fengu að vita hvemig komið væri hjá starfs- fólki Flugleiða í Leifsstöð. Þau höfðu þegar samband við Visa ísland þar sem þau höfðu greitt ferðina með greiðslukorti. Sögðust þau vonast til aö fá þá upphæð til baka. „Við ákváðum að senda dætumar til Danmerkur þrátt fyrir allt og þurftum að borga 28.800 krónur fyrir hvora til viðbótar fargjaldinu sem við höfðum greitt Flugferðum-Sólar- flugi. Við erum sársvekkt og pössum okkur svo sannarlega á því við hvem við verslum næst.“ Um fimmtíu flugfarseðlar vora keyptír á síðustu stundu hjá Flug- leiðum í Leifsstöö í gærdag. Þar var til dæmis sex manna fjölskylda sem þurfti að greiða 163 þúsund krónur til viðbótar því sem hún hafði greitt Flugferðum-Sólarflugi til þess að komast leiðar sinnar. Þá var meðal farþega maður einn sem var á leið til Litháens til að hitta kunningja sinn sem hann hafði ekki séð í fjölmörg ár. Hann var búinn að greiða 38 þúsund krónur hjá Sólar- flugi en þurfti að borga 50 þúsund krónur fyrir nýjan farseðil hjá Flug- leiðum. Greiöslukortafyrirtækin vegna Sólarflugs: Innheimta ekki síðustu greiðslur „Hafi maður greitt farseðilinn sinn með Visa á seinustu dögum verður það stöðvað og kemur ekki til inn- heimtu. Við getum stöðvað það sem er í loftínu en það sem komið er til Sólarflugs er ekki hægt að endur- greiða,“ sagði Leifur Steinn Elísson hjá Visa ísland við DV. Fjölmargir þeirra sem keypt hafa farseðla hjá Flugferðum-Sólarflugi hafa greitt með greiðslukortum. Leifur Steinn sagði að almenna reglan væri sú að gæti korthafi sann- að að hann hefði ekki fengið þá þjón- ustu sem hann hefði greitt fyrir með korti ætti hann rétt á bakfærslu. í þessu tilviki væri það Flugferðir- Sólarflug en á það fyrirtæki þýddi ekki að gera slíkar kröfur þar sem það væri ekki lengur starfrækt. Atli Örn Jónsson hjá Eurocard tók í sama streng. Hann sagði aö búið væri að stöðva allar greiðslur vegna Sólarflugs sem viðkomandi korthaf- ar hefðu ella verið rukkaðir mn um mánaðamót. Eldri greiðslur væri ekki hægt að endurgreiða. -JSS Samgönguráðuneytið um Flugferðir-Sólarflug: Samningurinn við Flugleiðir bætti ímynd fyrirtækisins - ráðuneytið afturkállaði rekstrarleyfið í gær „Það var afskaplega traustvekj- andi þegar Guðni náði þessu sam- komulagi við Flugleiðir og raunar þegar hann samdi aftur við Atlants- flug. Það varð til þess að bæta ímynd fyrirtækisins 1 augum okkar hérna,“ sagði Ólafur Valdimarsson, ráðu- neytísstjóri í samgönguráðuneytinu, vegna skyndilegrar lokunar ferða- skrifstofunnar Flugferða-Sólarflugs í gær. Það var skömmu fyrir hádegi í gær aö Guðni Þórðarson, eigandi ferða- skrifstofunnar, gekk á fund yfir- manna samgönguráðuneytisins og tilkynntí þeim að Flugferðir-Sólar- flug væri hætt starfsemi frá og með deginum í gær. „Hann lagði málið fyrir okkur eins og það var frá hans sjónarhóli," sagöi Ólafur. „Við könnuðum hvort ein- hveijar leiðir fyndust til að leysa máliö en í Ijós kom að svo var ekki.“ Síðdegis í gær sendi ráðuneytið Guðna svo bréf þar sem honum var tilkynnt að leyfi hans til rekstrar ferðaskrifstofu hefði verið afturkall- að. í fréttatilkynningu, sem Guðni sendi út í gær, segir meðal annars: „Þessi erfiða og sára ákvörðun er tekin nú fyrirvaralaust til þess að sem minnst tjón hljótist af lokun ferðaskrifstofunnar. Þær aðstæður hafa skapast að fyr- irtækinu er ókleift að halda áfram þeirri starfsemi að flytja íslendinga milli landa á lægri fargjöldum en aðrir bjóða. Helstu orsakir þess eru minnkandi eftírspurn í kjölfar fjaðrafoks í fjölmiðlum, harðari sam- keppni vegna lækkunar fargjalda í áætiunarflugi og almennur sam- dráttur vegna versnandi efnahags- ástands í þjóðfélaginu." Ólafur sagði að það myndi skýrast um helgina hversu margir væru er- lendis nú á vegum Flugferða-Sólar- flugs. Samgönguráðuneytið hefði þegar samið við Flugleiðir um að koma fólkinu heim. Þaö hefði ein- ungis keypt flugið af ferðaskrifstof- unm en séð sjálft um að útvega sér hótel. Það ætti því ekki að lenda 1 neinum vandræðum vegna þessa því að séð yröi um að koma því heim þegar fyrirhuguðum dvalartíma er- lendis lyki. Ekki náðist í Guðna Þórðarson vegna þessa máls í gær. -JSS Ðanskar feröaskrifstofur setja nú nærri allar sólarlandaferðir á útsölu. Þeir sem eru sólgnir í sólar- landaferðir geta nú hugsað sér tíl hreyfings því í boði eru fargjöld sem allir geta ráöiö við. íslending- ar, sem hug hafa á að nýta sér kostaboöin, þurfa að ná sér í ódýrt ílug til Kaupmamiahafnar og velja síöan. Sem dæmi má nefna ótrúlega ódýra ferð frá ferðaskrifstofunni Helienic Dínos Rejser. Þeir bjóða t.d. upp á viku ferð til Kýpur þar sem gist er á fyrsta fiokks hóteli fyrir aöeins 1195 danskar krónur. Þetta er ekkert einsdæmi því all- ar lúnar ferðaskrifstofumar era með einhver álíka gimileg tilboð á takteinum. Þeim sem em yfir sig hrifnir af Spáni bjóða Falke Rejser viku á hóteli í Mallorca fyrir aöein 1295 danskar krónur og svon: mætti lengi tefja. Það er svolítið merkiiegtaðferöi til Englands eru næstum því helm ingi dýrari þótt þær séu heiming styttri Sigling til Englands ma Scandinavian Seaways er hrein ekkisvo ódýr. Pakkimi, sem inni heldur gistingu á lúxushóteli í þrj; daga ásamt morgunverði, kosta hvorkl meira né minna en 209; danskar krónur. Þetta þýðir varla aö sólarlanda ferðir séu á undanhaldi. Ástæðai fyrir þessum dræma áhuga Skandi nava á sólarlandaferöum getu verið þetta ágæta veður sem þei hafa fengið þaö sem af er sumrinu I síðasta mánuði hefur hit i í 0sl< ofimælst 20-30 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.