Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Fréttir Flokksþing Alþýðuflokksins: Bullandi ágreiningur í öllum helstu málum líklegt að fiölmiðlabanni verði aflétt Dæmlgerð mynd af flokksþinginu. Þarna eru Arnór Benónýsson, Guðmund- ur Oddsson og Ólina Þorvarðardóttir aö spá I eina þeirra fjölmörgu til- lagna sem liggja fyrir þinginu. DV-mynd JAK Margir fulltrúar á flokksþingi Al- þýðuflokksins viija láta sem sæmileg samstaða sé meðal þingfulltrúa í flestum málum en svo er bara alls ekki. í sjávarútvegsmálum er mikill ágreiningur milii fulltrúa af lands- byggðinni og fufltrúa af höfuðborg- arsvæðinu. Þá er greinilegur ágrein- ingur í einkavæðingarmálum og vel- ferðarmálum. Meira aö segja er svo mikill ágreiningur um fjölmiðla- bannið að í dag kemur fram tillaga um að aflétta banninu. Umræðuhópur um atvinnumál þurfti mun lengri tíma en ætlaö var. Þar kom fram mikill ágreiningur í tveimur veigamiklum málum, það er sjávarútvegsmálum og einkavæðing- armálum. Fastir í framsóknarfarinu Landsbyggðarfulltrúar, með nokkrum stuðningi af höfuðborgar- svæöinu, deildu hart á flokksforyst- una fyrir að koma ekki fram með neinar aörar tfllögur í stjóm flsk- veiða en stoppa í götótt kvótakerfi. Andstæðingar kvótans segja foryst- una vera fasta í framsóknarfari. Þá viija margir að ekki komi til greina að leyfa framsal á fiskveiðiréttind- um. „Þetta er ekkert annað en brask þó þið kallið þetta framsal," sagði einn fundarmanna þegar fundi í at- vinnumálahópnum var slitið, þrátt fyrir að margir vildu tjá sig. Magnús Jónsson veðurfræöingur lagði fram drög að tillögu um gjör- breytingar á fiskveiðistjómuninni. í fyrstu grein tillögu Magnúsar segir að núverandi aflamarkskerfi með fijálsu framsah verði afnumið. Þetta þýðir miklar breytingar. Magnús vfil strangar reglur og aö aUur afli, sem kemur um borð í fiski- skipin, skuU færður að landi. Þá ger- ir Magnús ráð fyrir að krókaveiðar veröi frjálsar öUum bátum sem ekki vinna afla inn borð og landa afla sem ekki er eldri en tveggja daga. Varðandi togveiöar og netaveiðar gerir Magnús ráð fyrir sóknarmarki, skiptu eftir veiðatímabUum og fleira. Aðstoðarmennirnir eru á móti Það er skemmst frá að segja að margir þingfuUtrúar, og þá aðallega af landsbyggðinni, tóku tiUögu Magnúsar vel og töldu hana kjöma tíl að færa umræðuna burt frá kvót- anum. „Við vUdum ræða þetta í smærri hópi. Okkur þótti gott ef tveir úr hveiju kjördæmi ræddu þetta frekar og með því hefði verið hægt að sjá hvort sameining gæti verið um þessar tiUögur eins og þær erp, eða þá með breytingum. Því var alfarið hafnað," sagði fuUtrúi af Vestfiörð- um. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaöur utanríkisráðherra og annar tveggja formanna í nefnd sem gerir tiUögur um framtíðarskipan í sfióm fisk- veiða, var einn þeirra sem lýstu sig mjög andsnúna tiUögu Magnúsar og sagði hann raunveruleikann ekki eins einfaldan og halda mætti sam- kvæmt tiUögunum. Þorlákur Helga- son, aðstoðarmaöur Sighvats Björg- vinssonar, var einnig nfiög á móti. Reyndar kom fram í umræðunum að aðstoðarmenn ráðherranna töluðu á aUt annarri Unu en lands- byggðarmennimir. í dag verður kosið um hvaða leið flokkurinn ætlar að fara í sjávarút- vegsmálum. Því má bæta við að Össur Skarp- héðinsson hefur lagt fram tillögu á þinginu þess efnis aö SÍF verði ekki áfram með einkarétt á saltfisksölu tU Evrópu. Þjónustugjöldin hitamál TU þessa hefur litið verið rætt um þjónustugjöldin og önnur velferðar- mál. Þau verða á dagskrá í dag. Sighvatur Björgvinsson, heUbrigð- is- og tryggingaráðherra, segir ekki ólíklegt að tíl skoðanaskipta komi vegna þjónustugjaldanna. Hann nefndi sérstaklega þau sem ekki em komin tíl framkvæmda, em hlut- faUsgreiðslur á lyfium. Þegar DV fór í prentun í gærkvöld var ekkert farið að ræða þau mál sem snúa að Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar ráðuneyti, svo sem hús- næðismál. Þegar þau mál verða á dagskrá í dag er líklegt að þingfuU- trúar verði í sætum sínum. Einkavæðing og hlutafélagabankar Guðmundur Árni Stefánsson, Jó- hanna Sigurðardóttir og fleiri vUja ekki að ríkisbönkunum verði breytt í hlutafélagabanka fyrr en að lokinni úttekt á hvaða áhrif það myndi hafa á fiármagnsmarkaðinn og fleiri svið. Jón Sigurðsson, Guðmundur Einars- son og fleiri em á öndveröum meiði. Margir ræðumenn vUja fara var- lega í einkavæðingu einokunarfyrir- tækja. Sérstaklega vom þar nefnd fyrirtæki eins og Póstur og sími, Rafmagnsveitur ríkisins og fleiri. Kosningar í dag Kosið verður í flokkssfióm AI- þýðuflokksins í dag. Jón Baldvin Hannibalsson verður endurkjörinn sem formaður en hann hefur nú gegnt því embætti í átta ár. Ekkert bendir til annars en Jóhanna Sigurð- ardóttir verði endurkjörin sem vai-a- formaður. Ekki em aUir á einu máh hvort Rannveig Guðmundsdóttir verði ritari áfram. Þaö mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir kosn- ingamar. I lokin má geta þess að Gunnlaugur Stefánsson sagði í samtaU viö DV að sennUega myndi þinginu ljúka með sæmUegri sátt og þeim málum, sem deUt er um, verði ýtt yfir tU þing- flokksins. -sme Landsvirkjun: Getum ekki lækkað raforku- verð til dreif iveitnanna - segirHalldór Jónatansson „Ég vísa því alfarið á bug að Lands- virkjun geti lækkað verð á raforku tíl dreifiveitnanna. HeUdsöluverð Landsvirkjunar er fullkomlega sam- bærilegt við heUdsöluverð sams kon- ar raforkuframleiðenda á Jótlandi og hagstæðara ef eitthvað er,“ segir HaUdór Jónatansson, forsfióri Landsvirkjunar. Talsmenn Rafmagnsveitna ríkisins hafa lýst því yfir að Landsvirkjun geti lækkað orkuverðið um 25 til 30 prósent. Það sé því hennar aö lækka verð tU dreifiveitnanna svo þær geti lækkaö raforkuverð til fiskvinnslu- fyrirtækjanna. „Ef Landsvirkjun lækkar verðið um 30 prósent myndi það hafa í fór með sér tekjulækkun upp á um 1350 miUjónir á ársgrundveUi. Miðað við áfiö í ár myndi þaö þýða að rekstrar- halh Landsvirkjunar ykist úr 450 milljónum króna í 1800 miUjónir. Önnur afleiöing yrði sú að fyrirtækið gæti ekki greitt krónu hvað þá meira í afborganir af lánum, jafnt erlendum sem innlendum. 1350 milfiónir króna er um það bU sama upphæð og Landsvirkjun þarf að borga af lánum á árinu. Þetta er óhagganleg staðreynd. Geti fyrirtæk- ið ekki staðið í skUum hefur það ein- ungis í för með sér að ábyrgðaraðUar fyrirtækisins, sem eru ríkið, Reykja- víkurborg og Akureyrarbær, yrðu aö taka að sér að greiða af lánunum. Það er óábyrgt og óraunhæft að gefa það í skyn, hvað þá fuUyrða, að Landsvirkjun sé í stakk búin að lækka orkuveröið um aUt að 30 pró- sent eins og rafmagnsveitusfióri rík- isins hefur fuUyrt að hún geti gert. Landsvirifiun hefur á undanfóm- um árum gætt mikUs hófs í verðlagn- ingu tíl almenningsveitna og kemur það gleggst fram í því aö verðið hefur lækkað um aUt að því helming að raungUdi á síðastUðnum átta árum. Það á drýgstan þátt í að vægi raf- orkukostnaöar í framfærsluvísitölu hefur lækkað um 50 prósent á sama timabUi. Þeir sem kaupa raforku af Landsvirkjun í dag njóta góðs af og búa við lágt meðalverð. Nú kostar forgangs- og afgangsorka frá fyrir- tækinu að meðaltaU 2,33 krónur en ef eingöngu er um að ræða forgangs- orku þá er meðalverðið 2,63 krónur á kUóvattstund. Af þeim tölum, sem hafa veriö viöraöar í fiölmiðlum að undanfomu um heUdsöluverð í Dan- mörku, sést hvað þetta er hagstætt því að heildsöluveröið frá Vestkraft, sem selur rafveitunni í Esbjerg og öðrum rafveitum á Vestur-Jótlandi, er 20 til 30 prósent hærra en meðal- verð Landsvirkjunar eða 3 krónur á kUóvattstund. Það er því ekki hægt aö skýra hátt verð til fiskvinnslufyrirtækjanna hér á landi með háu verði á raforku frá Landsvirkjun. Skýringanna hlýt- ur að vera að leita í smásöluverði dreifiveitnanna en það er á bilinu 3,50 til 5 krónur en á Vestur-Jótlandi er það 3 tU 4 krónur á kUóvattstund enda þótt það byggist á hærra heUd- söluverði. Það er rangt að þaö sé stefna Landsvirkjunar verða skuldlaus um aldamót. Það er því einnig rangt aö hún haldi uppi háu verði í þvi skyni. Það er langt þvi frá að svo sé, sem sést best á því að í fiárhagsáætlun fyrirtækisins er gert ráð fyrir aö af- borganir nemi um 1300 mUfiónum króna á þessu ári sem er samsvar- andi upphæð og viö höfum greitt ár- lega í afborganir síðastUðin fimm ár. Miðað við skuldir fyrirtækisins í dag og svipaöar afborganir tekur það um 30 ár að greiða þessar skuldir upp. V onandi leyfir þó fiárhagurinn hærri árlegar afborganir þegar fram í sæk- ir þannig að Landsvirlfiun geti séð fyrir endann á núverandi skuldum sínum á skemmri tíma, svo sem 20 tU 25 árum.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.