Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 8
LAUGAKDAGUR 13. JÚNl 1992. Nauðungaruppboð briðja og síöasta sala: Neðangreindar fasteignir verða boðnar upp og seld- ar á nauoungaruppboði sem fram fer á eignunum sjátfum. Um er að ræða þriðju og síöustu sölu er fram fer þriðjudaginn 16. júni 1992 á neðangreind- um timum. Sumarhús f Landi Reynifells, Rangárvallahreppi kl. 14.30, þinglýst eign Guðlaugar Daðadóttur. Uppboðsbeiðandi er Bjarni Ásgeirsson hdl. Bújörðin Vatnskot IA, Djúpárhreppi, kl. 16.00, þinglýstur eigandi er Óli Ágúst Ólafsson. Uppboðsbeiðandi er Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaður Rangárvallasýslu Tollvöruuppboð Að kröfu Tollinnheimtu ríkissjóðs o.fl. aðila ferfram opinbert nauðungarupp- boð á ýmsum vörum til lúkningar vangreiddum aðflutnings- og geymslu- gjöldum. Til stendur að selja m.a. hljómflutningstæki, húsgögn, fatnað, gjafa-, snyrti- og hreinlætisvöru, varahluti o.fl. Einnig verður væntanlega selt að kröfu bæjarfógeta Hafnarfjarðar og ýmissa lögmanna pressa, gufuketill, efni til hljómpíötugerðar, málverk, myndbands- taeki, húsgögn, system 26 tölvur, bifr. JB-832 og KE-622 o.fl. Uppboðið fer fram laugardaginn 20. júní nk. og hefst kl. 13.00 að Hjalla- hrauni 2, Hafnarfirði. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Hafnarfirði 17. JÚNÍ SÖLUTJÖLD-SÖLUBÚÐIR Álblöðrur fyrir helíum. Álblöðrur með lofti. Blöðrur með 17. júní áletrun. Fánar, venjulegar blöðrur o.fl. Einar G. Ólafsson, heildverslun Arnarbakka 2 - sími 670799 Sýning og sala á handavinnu Hrafnistufólks á sjómannadaginn frá kl. 14.00-17.00 og mánudag- inn 15. júní frá kl. 13.00-16.00. Einnig verður kaffi- sala frá kl. 14.30-17.00. Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði T't,sv» Tilboð óskast í endurbætur á þaki og viðhald á Borgartúni 6, Reykjavík. Stærð þakflatar 1070 m2. Málun á stein 1680 m2. Verk- timi er til 28. ágúst 1992 fyrir steypuvinnu og þakendurbyggingu og til 1. júlí 1993 á þakmálun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykja- vík, til og með þriðjudeginum 23. júní 1992 gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboö verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. júnlkl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK Matgæðingur vikuiuiar Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eítirtöldum fasíeignum: Smiðjuvegur 18, n. h., þingl. eig. Skápaval c/o Magnús Þórðarson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. júní 1992, kl. 16.00. Uppboðsbeið-endur eru íslandsbanki, Ásgeir Magn- Borgarholtsbraut 13 A, þingl. eig. ússon hdl. og Iðnlánasjóður. Asta Karlsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudagínn 16. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Lands-banki íslands, Bæjarsjóður Kópavogs, Veðdeild Landsbanka íslands og Pjár-heimtan hf. Sæbólsbraut 8, þingl. eig. Róbert Við-ar Pétursson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Róbert Árni Hreiðarsson hdl. og Ásgeir Magnusson hdl. Vesturvör 27, nyrðra hus, þingl. eig. B. M. Vallá hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. júní 1992, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru íslands-banki, Búnaðarbanki íslands og Iðn-lánasjóður. BÆJARFÓGETTNNÍRÓPAVOGI i Daltún 18, þingl. eig. Guðbjörg H. Pálsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. júní 1992, kl. 16.45. Uppboðsbeiðendur eru skattheimta rflussjóðs í Kópavogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Ingólfur Friðjónsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafur Bjömsson lögfr. og Friðjón örn Prið-jónsson hdL Skemmuvegur 34, efri hæð, þingl. eig. Vélsmiðjan Færihf., fer fram á eign-inni sjálfri þriðjudaginn 16. júní 1992, kL 17.30. Uppboðsbeiðendur eru Iðn-lánasjóður, Guðjón Áimann Jónsson hdL, Gjaldheimtan í Reykjavík, skatf> heimta ríkissjóðs í Kópavogi, Andri Árnason hdl. og Ásgeir Thoroddsen hrl. Grísagrill með suðrænni sveiflu Jón Sigfússon matreiðslumeist- ari á Hótel Lind slær á létta strengi og býður lesendum í grillveislu með suðrænum blæ. Hjá Jóni tak- markast grillveislur ekki aðeins við sumariö, hann grillar allan árs- ins hring, líka á jóluniun. „Þegar grill er annars vegar er ein regla sem aldrei m'á gleymast: Það á umfram allt að vera skemmtilegt að grilla. Þess vegna er imdirbúningur lykilatriði, að hafa allt tilbúið þegar kveikt er í kolunum." Jón býður lesendum upp á grísagrill með suðrænni sveiflu og sunnlenskum humar í forrrétt. Alltsemþarf Hér á eftir fer allt þaö sem þarf til grulveislunnar: 36 humarhalar " V% franskbrauð 500 g smjör 2 box sýrður rjómi 1 lítið box majónes . 2 sítrónur 6 tómatar 1 agúrka 1 haus íssalat (iceberg) 8 bökunarkartöflur 1 svínahnakki 1 dós ananas engifer salt og pipar tómatsósa sojasósa púðursykur lítill bakki graslaukur Kjötiö marineraö Þegar allt þetta liggur tilbúið á borðinu er hægt að byija undir- búninginn. Svínahnakkinn er Jón Sigtússon. skorinn í hæfilega þykkar sneiðar (2-3 sentímetra) og sneiðarnar lagðar í fat. Þá er marineringarlögurinn lag- aöur. í hann þarf: 1 bolla tómatsósu 'A bolla sojasósu 1 msk. svartan grófamalaðan pipar 4 msk. púðursykur 1 msk. engifer Þessu er öllu hrært saman og hellt yfir kjötið. Kjötið er síðan sett tilhliðar. Kartöflurogsalat Þá er bökunarkartöflunum pakk- að inn í álpappír og þær settar til hliðar. Salatið er rifið og sett í skál en í því er íssalat, tómatar, agúrka og ananas. Salatið er sett til hliðar (í ísskáp). p Salatsósan er einfóld. í hana þarf aðeins eina dós af sýrður rjóma sem hrærður er út með graslauk. Sósan er sett til hliðar (í ísskáp). Humarhalar með sítrónusósu Þá er unáirbúningi fyrir aðalrétt- inn lokið og hægt að snúa sér að humarhölunum. Þeir eru klomir langsum með hníf og hreinsaðir. Þá eru þeir penslaðir með bræddu smjörinu. Þá er sítrónusósan löguð. í hana þarf: 1 dós sýrðan rjóma 3 msk. majónes safa úr tveimur sítrónum Þessu er öllu blandað saman og sett til hliðar. Kveiktágrillinu Þá er allt tilbúið og tími til kom- inn að kveikt sé á grillinu. Það er látið funhitna. Þegar grilið er tilbúið er humrin- um raðað á og kryddaður með salti og pipar. Lykilatriði er að grilla humarinn ekki of lengi (hann. er betri minna en meira steiktur). Humarinn er tilbúinn þegar hann skiptir um Ut og bognar. Humarinn" er borinn fram með sítrónusós- unni, ristuðu brauði og smjöri og eðalhvítvíni eða vatni. Meöan verið er að gæða sér á humarnum eru bökunarkartölf- urnar látnar „malla" á grillinu (á medium á gasgrilli). Hnakkasneið- arnar eru síðan steikar eftir smekk, hrá-, meðal- eða velsteiktar. (Hræðslu við hálfsteikt svínakjöt segir Jón vera algera tímaskekkju.) Að lokinni steikingu er kjötið fært upp á fat ásamt kartöflunum og borið fram með salati og sósu. Jón skorar á vin sinn Jakob Haf- stein fiskeldisfræðing að vera mat- gæðingurnæstuviku. -hlh Hinhliðin Hef aldrei tekið bílpróf - segir Þorsteinn Eggertsson, textasmiður og rithöfundur „Ég er nýbúinn að þýða alla text- ana við tónverk Trúbrots, Lifun, en það verður flutt í nýjum búningi í Keflavík eftir nokkrar vikur. Síð- ar í sumar verður það sett upp í Reykjavík með Sinfóníuhljómsveit íslands með miklu tilstandi," sagði Þorsteinn Eggertsson. Það er mikið um að vera hjá Þor- steini þessa dagana en hann hefur einnig verið að teikna kynningar fyrir kvikmyndina Veggfóður sem verður frumsýnd bráölega. Þá er Þorsteinn að skrifa bók á ensku sem nefnist Late Night Rhapsodies. „Þetta er smásagnasafh sem gefið verður út í London að ósk útgef- anda míns þar. Fyrsta bókin mín, The Paper King's Subjects, er enn í sölu," sagði Þorsteinn Eggertsson sem sýnir hina lúiðina að þessu sinni: Fullt nafc: Þorsteinn Eggertsson. Fæðingardagur og ár: 25. febrúar 1942. Maki: Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir er sambýliskona mín. Börn: Anna Valgerður, 14 ára, og Soffla, 11 ára. Stjúpbörn mín eru Hrönn, Ólafur og Anna. Bifreið: Ég hef aldrei lært að aka enda er nóg af bílstjórum í umferð- inni þótt ég bætist ekki í hópinn. Starf: Rithöfundur, blaöamaður, textahöfundur og fleira. Laun: Ótrúlega misjöfh. Áhugamál: Ferðalög, ritstörf, Ustir ogtungumál. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Stundum þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast aö gera? Skrifa, teikna og vera til. Hvað finnst þér leiðinlegast að Þorsteinn Eggertsson rithöfundur segist alltaf vera í sumarfrii. gera? Veit það ekki. Uppáhaldsmatur: Thja... ítölsk vÚligaltasteik til dæmis. Uppáhaldsdrykkur: Ég get alltal' drukkið kaffi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Örugglega enginn. Uppáhaldstímarit: Mörg. Til dæmis National Geographic. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan konuna? Ein í dag og önnur á morgun. Ég er allt- af að sjá nýjar og nýjar sem eru hver annarri fallegil Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Stundum og stundum ekki. Hvað persónu langar þig mest að hitta? Mér dettur engin sérstök í hug. Uppáhaldsleikari: CharUe Chaplin. Uppáhaldsleikkona: Brigitte Bard- ot. Uppáhaldssöngvari: John Lennon, Little Richard, Harry Belafonte - hundrað í viðbót. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ma- hatma Ghandi ef hann væri á lífi. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann og bleiki pardusinn. Uppáhaldssjónvarpsefhi: Góðar kvikmyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er andvígur hernaði og finnst ástæðu- laust að senda hingað blásaklausa Bandaríkjamenn til að loka þá inn- an giröingar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta á báðar rásir ríkis- útvarpsins, Aðalstöðina og BBC. Uppáhaldsútvarpsmaður: Veit ekki. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Spaug- stofumenn. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég hleyp yfir þessa þar sem ég auglýsi ekki skemmtistaði ókeypis. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég hef aldrei skihð íþróttir nema hvað mér finnst þær vera eins konar stríðseftirlíkingar - og eftir því til- gangslausar og leiðinlegar. Stefhir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að gerast góður rit- höfundur. Annars finnst mér alltaf spennandi aö fást viö eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Hvað ætlar þú aö gera í sumarfrí- inu? Ég haga lifi mínu þannig að mér finnst ég alltaf vera í sum- arfríi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.