Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 9 í júní býður Hans Petersen frábær verð á ákveðnum CANON og CHINON myndavélum með ZOOM- linsum í tilefni af ljósmyndamánuði ársins. UPPÁHALDS MYNDIN MÍN Ljósmyndakeppni í tilefni ljósmyndamánaðar. Myndum skilað í verslanir Hans Petersen fyrir 10. júlí. 1. verðlaun CANON PRIMA105. 2. verðlaun Kodak íþróttatöskur. 3. verðlaun Kodakfilmur. OKEYPIS! Einnota KODAK myndavél - Barcelona Fun - fylgir ÖLLUM seldum | myndavélum í júní._ HfiNS PETERSEN HF Bankastræti 4 • Glæsibæ • Austurveri • Lynghálsi • Kringlunni Laugavegi 178 • Hólagarði Sharon Stone í Ógnareðli: Sharon Stone leikur hina grimmu, ísköldu og vellauóugu Catherina Tramell i myndinni og þykir standa sig vei. Hún hefur nú náð i þá at- hygli sem hún óskaði sér. Bandaríkjunum að ef konur eru hrifnar af bíómynd þá er aðsóknin guUtryggð." - Hvaða atriði eru það sem Banda- ríkjamenn fá ekki að sjá en þykir ekkert tiltökumál að sýna í Evrópu? „Þaö var klippt úr byrjunaratrið- inu sem er mjög hrottalegt og brot úr áhrifamikilli samfarasenu sem kemur síðar í myndinni. Að mínu mati er sú sena ekki dónaleg og geng- ur ekki fram af íslendingum.“ -ELA - hrósar Michael Douglas sem bólfélaga í erlendum blöðum „Það koma yfirleitt tvær til þijár myndir á ári hingað til lands sem fá mjög góða aðsókn. í fyrra voru þrjár myndir sem skáru sig úr, Dansar við úlfa, Aleinn heima og Lömbin þagna. Þessar myndir fengu hver nimlega flmmtíu þúsund áhorfendur hér á landi," sagði Andri Þór Guðmunds- son hjá Regnboganum þegar helgar- blaðið forvitnaðist um hina gríðar- legu aðsókn á kvikmyndina Ognar- eðli sem virðist vera aðalumræðu- efni fólks þessa dagana. Hátt í tutt- ugu þúsund manns hafa séð myndina á tæpum þremur vikum. Andri Þór segir að óalgengt sé að myndir fái svo mikla aðsókn strax í byrjun. „Fólk kom ekki jafn fljótt inn á hinar myndimar," sagði hann. „Ég býst við aö forvitni hafi rekið fólk fyrst á myndina enda hefur hún fengið mikla umflöllun og umtal. Síð- an held ég aö hún spyijist vel út því hún er góð og fær frábæra dóma. Myndin hefur verið sýnd í tveimur myndárinnar, Hollendingurinn Paul Verhoeven, skyldi stinga upp á Stone. „Heldur þú að ég leggi starfs- frama minn að veði fyrir „amatör“,“ sagði hann. Frægar leikkonur á borð við Ellen Barkin og Geene Davis höfðu áður hafnað tilboði um hlut- verk vegna þess hversu djarft það var. Leikstjórinn gat engu að síður talað Michael Douglas trú um ágæti leikkonunnar og úr varö að hún fékk hlutverkið. Það varð til þess að Shar- on Stone er orðin heimsfræg á einni nóttu og mest umtalaða leikkona vestra um þessar mundir. Það er ekki mikið vitað um fortíð Sharon Stone enda er eins og hún vilji halda henni féyndri. Hún starf- aði sem fyrirsæta er hún fékk lítið hlutverk í sjónvarpsþáttum sem ekki þóttu nógu góðir og áttu því ekki langa lífdaga. Hún lék í fyrstu kvik- myndinni árið 1983 og nokkrar komu þar á eftir. Sharon Stone vakti þó aldrei athygli fyrr en hún lék í kvik- urinn og sálfræðingurinn Catherina Tramell sem er veflauðug, svífst einskis og gengur aldrei í undirfót- um. Það var fyrrum blaðamaður á Roll- ing Stone, Joe Eszterhas, sem skrif- aði handritiö að myndinni. Hann hafði tvisvar áður skrifaö kvik- myndahandrit. Joe seldi handritið til Carolco kvikmyndafélagsins fyrir 3 milljónir dollara eða 171 milljón ís- lenskra króna. Kvikmyndasflaman Michael Douglas fékk hins vegar 570 milljónir íslenskra króna fyrir leik sinn í myndinni. Það var í júní árið 1990 sem Joe seldi handritið og í október sama ár féllst Douglas á að leika í myndinni. Það var hins vegar ekki fyrr en í apríl 1991 sem ákveðið var að Sharon Stone fengi hlutverk Catherina Tra- mell. Það var síðan í mars sl. sem myndin var frumsýnd í Bandaríkj- unum og í maí í London og Reykja- vík. Andri Þór hjá Regnboganum segist hafa orðið var við aö sama fólkið hafi komið á myndina oftar en einu sinni. „Það er fólk á öllum aldri sem kemur og sér myndina og úr öllum stéttum. Ég gerði lauslega könnun á fyrstu sýningunum og þá kom í ljós að 98% kvenna fannst myndin mjög góð og um 90% karla. Það er sagt í Allt að verðlækkun! Vortilboö á myndavelum Stórstjarnan Michael Douglas tók mikla áhættu er hann samþykkti að leika í Ógnareðli á móti nær óþekktri leikkonu, Sharon Stone. Hann sér varla eftir því núna þvi myndin malar gull. sölum frá byijun og fyrstu sýningar- vikuna settum við upp aukasýningar á miðnætti. Við hefðum getaö sýnt hana alla nóttina svo löng var biðröð- in eftir miðurn," sagði Andri. Ógnareðli hefur valdð mikla at- hygli um heim allan. í fyrstu voru það hommar og lesbíur í Bandaríkj- unum sem mótmæltu myndinni bæði við frumsýningu hennar og við af- hendingu óskarsverðlaunanna. Síð- an tóku kvenréttindakonur við og mótmæltu. Þessar háværu mót- mælaraddir gerðu það að verkum að myndin hlaut meiri athygli en ann- ars. Ákveðið var fljótlega að breyta handriti myndarinnar og djörf lesb- ísk atriöi tekin út. Auk þess varð að klippa 42 sekúndur úr myndinni í Bandaríkjunum til að hún kæmist fram hjá svokölluðum klámstimpli. Með þeim stimpli hefði hún ekki fengið þá aðsókn sem vonast var eft- ir. Stórstjama sýnir rassinn Það þykir forvitnilegt að stór- sflaman Michael Douglas, sem er 47 ára, skuli leika aðalhlutverkið í mynd sem telst fullcflörf á mæli- kvarða stórsflama. Douglas hafði hins vegar lýst því yfir að hann gæti hugsað sér slíkt hlutverk ef það byð- ist. Þá hefur vakiö athygli að nær óþekkt leikkona fékk aðalkvenhlut- verk myndarinnar. Það er leikkonan Sharon Stone sem þekktust er úr kvikmyndinni Total Recall og sem Playboy-stúlka. Michael Douglas taldi það móðgun við sig að leiksfióri myndinni Total Recall sem Paul Ver- hoeven leikstýrði. Sharon giftist árið 1984 leiksfióranum Michael Green- burg en'hjónabandið entist aðeins í 22 mánuði. Sharon Stone segist hafa látið taka myndir af sér í Playboy árið 1990 til að ná sér í athygli. „Ég varð að gera eitthvað, aldurinn færist yfir, ég vissi að það gæti orðið of seint ef ég myndi bíða of lengi,“ sagði hún. „Playboy var ágætis aðferð til að ná þeirri at- hygli sem ég þurfti og það heppnað- ist.“ Blöð um allan heim hafa keppst við að ná viðtali við þessa nýju sflömu. Þeirra aðaláhugamál var að vita hvemig henni hafi fundist að sofa hjá Michael Douglas. Sharon Stone hefur verið með ýmsar yfirlýsingar og væntanlega til að láta enn frekar taka eftir sér. í þýska blaðinu Marie Claire er haft eftir henni að í einni stuttri kynlífsupptöku hafi hún feng- ið þrisvar sinnum fullnægingu með Michael Douglas. Sharon Stone virðist þó hafa fengið nóg af kynlífsspumingum því hún spurði blaðamann einn hvort hann langaði alls ekki að vita hvemig henni hafi fundist að leika slíkt glæpakvendi. Hlutverkið var erfitt, leiksfiórinn afar strangur og gerði miklar kröfur til leikkonunnar. ísköld og dularfull í tískublaðinu Vogue er stutt grein um þessa nýju sflömu. Þar er henni líkt við þær konur sem Hitchcock gerði að sflömum, þessar ísköldu, grimmu, dularfullu, flóshærðu kon- ur. í þetta sinn er sú dularfulla Shar- on Stone eða réttara sagt rithöfund- IZOOML Náði í heims- frægö á einni nóttu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.