Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Evrópusamruni er martröð Bandaríkin eru engin Júgóslavía, en eiga samt aö geta sýnt okkur og Evrópumönnum, að sambandsríki þjóöá eöa annarra misjafnra hópa er misheppnuð aðferö við aö raöa fólki í fullveldiseiningar og að miðstýrö Evrópa er ekki framtíðardraumur, heldur martröö. Kynþáttaóeirðirnar í Los Angeles eru ekki fyrsta vandamálið af þessu tagi í Bandaríkjunum og verða ekki hið síðasta. Tilraunin með bræðslupott þjóðanna hefur mistekizt. Þjóðir Bandaríkjánna lifa meira eða minna út af fyrir sig og hata hver aðra í vaxandi mæh. Stjómvöld í Bandaríkjunum treysta sér ekki til að reyna að ijúfa vítahringinri, sem lýsir sér meðal annars í að svertingjar og aðrar undirþjóðir safnast saman í miðlæg örbirgðarhverfi og Evrópuættað fólk í ríkmann- leg úthverfi, sem sum hver em læst fyrir óviðkomandi. Júgóslavía er róttækara dæmi um hran hugmyndar- innar um sambandsríki þjóða. Þar var mörgum þjóðum þrýst gegn vilja þeirra inn í eitt ríki. Þegar miðstjórnar- valdið hrundi, kom í ljós, að undir kraumaði hatur, sem var orðið að krabbameini í samskiptum þessara þjóða. íbúar Vestur-Evrópu ættu líka að geta htið sér nær. Víðs vegar er ljóst, að staðbundnir minnihlutahópar sætta sig ekki við yfirráð ríkisheildar og valda margvís- legum sambúðarerfiðleikum, sem ekki leysast á annan hátt en með meiri eða minni sjálfstjóm þeirra. Baskar og Katalónar hafa fengið aukna sjálfstjóm og heimta meiri. Korsíkumenn eru komnir af stað með svipuð sjónarmið. Belgía er klofin í herðar niður og býr meira að segja við tvöfalt kerfi stjórnmálaflokka. Bretar virðast ekki sjá leið úr vandræðum Norður-írlands. í ljósi alls þessa er undarlegt, að yfirstéttir Vestur- Evrópu skuh vera að reyna að búa til sambandsríki úr Evrópusamfélaginu í Bruxelles án þess að leita eftir formlegum stuðningi almennings við slíkar ákvarðanir og án hefðbundins þingræðis í Evrópusamfélaginu. Evrópusamfélagið lýtur ekki vestrænum lýðræðis- heföum, meðal annars vegna þess, að kjósendur em ekki spurðir um afsal fullveldis og að þingið hefur nán- ast engin völd, en ráðherrar og embættismenn í Brux- ehes ráða öhu í stíl kínverskra mandarína á fyrri öldum. Danir hafa borið gæfu til að segja yfirstétt Vestur- Evrópu, að þessi sambræðsla Evrópu muni ekki takast. Þeir fehdu Maastricht-samkomulagið, sem hefði sáð til vandamála, er síðar mundu fá útrás á einhvem hátt, sem við höfum séð við Kyrrahafið og á Balkanskaga. Sem betur fer hafa stjómmálamenn og -skýrendur rangt fyrir sér, þegar þeir segja, að Evrópusamfélagið muni skhja Dani eftir. Þvert á móti munu Danir ráða ferðinni, því að það væri stjómarskrárbrot í Evrópu- samfélaginu að brjóta neitunarvald Rómarsáttmálans. Mandarínamir í Bruxehes munu ekki komast upp með að stofna sambandsríki Maastricht-samkomulags fram hjá samfélagi Rómarsáttmála. Þeir munu reyna það, en hafa misst tök á þróun mála. Galdur þeirra hefur bmgðizt, og fólk er að byrja að sjá gegnum þá. Bezt væri fyrir Evrópu, ef yfirstétt hennar lærði lex- íuna hjá Dönum og beindi orku sinni að brýnni atriðum en póhtískum samruna. Mikið starf er enn óunnið við að draga úr viðskiptahindrunum og leggja niður risa- vaxið landbúnaðarskrímsli Evrópusamfélagsins. í Júgóslavíu og Bandaríkjunum og Norður-írlandi má sjá htróf þess, sem gerist, ef menn halda sér ekki við hugtakið þjóð sem heppilega fuhveldiseiningu. Jónas Kristjánsson Að spyrða saman umhverfisvemd og hagþróun Frá setningarfundi umhverfis- og þróunarráðstefnunnar í Rio de Janeiro. Maurice Strong er annar frá vinstri við fundarstjóraborðiö. Símamynd Reuter krafa virkan. Tímamörk og magn- mörk um takmörkun útblásturs á gastegundum sem valda gróöur- húsaáhrifum voru felld brott á síð- asta stigi undirbúnings að kröfu Bandaríkjastjómar. George Bush Bandaríkjaforseti lét það boð út ganga að hann neit- aði að undirrita plaggið væri þar nokkurt ákvæði að finna sem telja mætti íþyngjandi fyrir bandarísk- an iönað. Sér í lagi var honum þymir í auga að áskilið var að út- blástur koltvísýrings skyldi árið 2000 kominn niöur í þaö magn sem var fyrir 1990 en fjórðungur koltví- sýringsútblásturs á jörðinni kemur frá Bandaríkjunum. Ríki Evrópubandalagsins tóku þessa afstöðu Bandaríkjastjórnar sérstaklega óstinnt upp. Mörg þeirra búa við skógardauða af völd- um súrs regns og stjómir þeirra þurfa að taka tiliit til kjósenda sem láta sig umhverfismál varða. Afréðu því stjómir ríkja EB að storka Bandaríkjaforseta með því að láta undirritun sinni fylgja við- auka þar sem ítrekuð em magn- mörkin og tímasetningarnar sem brott vom felld úr megintextanum að hans kröfu. Þá varð úr að öll ríki EB ákváðu að undirrita sáttmálann um varð- veislu líffræðilegrar fjölbreytni og einangra þar með Bandaríkin sem neita að undirrita hann. Þar kveðst Bush setja fyrir sig ákvæði sem gerir ráð fyrir gagnkvæmri sam- vinnu ríkja í hitabeltinu og fyrir- tækja í iðnríkjum. Fjölbreyttustu lífríki heims en jafnframt þau sem minnst em enn könnuð er aö finna í hitabeltinu, einkum í regnskóg- unum, sem nú er eytt óðfluga með óbætanlegum skaða fyrir fjöl- breytni lífs á jörðinni. Nú er hug- myndin að veita hitabeltislöndum hvata til að varðveita regnskógana með því að koma á samstarfi þeirra og fyrirtækja í iðnríkjunum, eink- um lyfjafyrirtækja, en reynsla hef- ur sýnt að þarna má finna í lífrík- inu efni sem geta orðið hin gagnleg- ustu, bæði til lækninga og í öðrum efnaiðnaöi. Nýmæhð var aö hita- beltislöndin áttu að fá fyrir sinn snúð hluta af ágóðanum af iðnaði sem byggðist á fyrirbærum úr líf- ríki þeirra. Til slíks má George Bush ekki hugsa á kosningaári og vann það heldur til að gera Bandaríkin „skotspón alþjóðlegrar fyrirhtn- ingar“ í Ríó svo vitnað sé til orða Keiths Schneiders, fréttamanns New York Times. Magnús T. Ólafsson Tengihður milh tveggja alþjóölegra umhverfismálaráðstefna Samein- uðu þjóðanna, í Stokkhólmi 1972 og í Rio de Janeiro þessa dagana, er Kanadamaðurinn Maurice Strong. Hann hefur stjómað skipu- lagningu beggja og flutti við setn- ingarathöfnina í Ríó þá tölu sem fréttamönnum þótti beinskeyttust og áhrifamest. Strong safnaði ungur miklum auði, einkum í ohiúðnaði Kanada. Sjálfstæðið sem ríkidæmiö veitir hefur hann notað til að veija mest- irni hluta starfsævinnar til að vara við þeim háska sem stafar af því að bhnd og skammsýn gróöafíkn sélátin ráða í tæknivæddum heimi. í ræðunni í Ríó varaði Strong við að nlannkynið stæði nú á krossgöt- um, sjálf framtíð þess væri í veði, og sagði: „Engin tegimd sem nokkru sinni hefur verið uppi hefur náð eins langt og við. En nú erum við orðin sfjómlaus tegund. Sjálf afrek okkar leiða okkur til móts við háskalega framtíð... Eyðingu og sóun í lífs- háttum ríkra verður ekki við hald- ið á kostnað lífsmöguleika og fram- færis fátækra og náttúraskhyrð- anna. Enginn blettur á jarðríki get- ur verið eyja ahsnægta í hafsjó eymdar." í Stokkhólmi sátu lunhverfismál- in í fyrirrúmi. Ráðstefnan í Ríó heitir fuhu nafni Ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Þar var ætlunin að leggja á ráðin um hversu þætta megi saman viðgang lifríkis náttúmnnar og hagþróunarþarfir ört tjölgandi mannkyns. Tvær stærðir sýna við hvhíkan vanda er að fást. Fram th ársins 2030 er talið að mannkyni fjölgi úr fimm og hálfum mhljarði í níu mhljarða. Á sama tímabhi er gert ráð fyrir að iðnaðarframleiðsla þrefaldist frá því sem hún er nú. Misskipting lífsgæða er undirrót fólksstraums frá fátæktarsvæðum þangað sem kjör em betri. Þróun- aráætlun SÞ hefur reiknað út að 23 hundraðshlutar mannkyns njóti 85 af hundraði tekjumyndunar. Á annan mhljarð manna hefur innan við 60 króna verömæti sér til fram- dráttar á dag. Á ráðstefnunni í Ríó er unnið að lokafrágangi nokkurra skjala og gert ráð fyrir undirritun þeirra. Tvö em bindandi alþjóðasáttmálar. Annar fjaUar um hömlur á losun gastegunda sem valda gróðurhúsa- áhrifum í andrúmsloftinu og stuðla þar með að hækkun lofthita svo raskar búsetuskhyrðum. Hinn sáttmáUnn tjallar um varöveislu líffræðilegrar fjölbreytni, ráðstaf- anir til að hamla gegn útrýmingu dýra- og jurtategunda. Ríó-yfirlýsingin setur svo al- mennar reglur um skyldur ríkja gagnvart umhverfmu og rétt þeirra th að stefna að hagþróun. Hún er ekki bindandi. Verkefnaskrá 21 er umfangsmikh leiðsögn fyrir ríki, fyrirtæki og samtök um ráðstafanir th að bæta umhverfið út næstu öld. Þar eru sett fram stefnumið um loftgæði, vatnsgæði, landnotkun, um varð- veislu og stjóm á notkun náttúm- gæða, tæknimiðlun miUi ríkja, var- úðarráðstafnir við eitri og háska- legum efnum, neyslu og úrræði við skorti. Loks er gert ráð fyrir samkomu- lagi um markmið við nýtingu og varðveislu skóga. Eins og endranær, þar sem iðn- rhti og þróunarlönd koma saman th að ræða langtímamarkmið sem snerta hagþróun, hafa deilur um íjármál mjög sett svip sinn á undir- búning ráðstefnunnar í Ríó. Þróun- arlönd krefjast aðgangs að tækni og fjármagni, eigi þeim að vera kleift að taka marktækan þátt í aðgerðum th umhverfisvemdar. Iðnríki benda á að sjálf búi þau sem stendur við efnahagssamdrátt og fjárkröggur. Eftir að th Ríó kom tókst að leysa úr þessari flækju, á pappírnum að minnsta kosti. Itrekuð er viðmiðun í fyrri samþykkt SÞ um að mark- mið skuh vera að iðnvædd ríki verji sem svarar 0,7% af þjóðar- framleiðslu th þróunaraðstoöar. Það sem veldur frumkvöðlum ráðstefnunnar í Ríó mestum von- brigðum er að ekki tókst að koma í sáttmálann um loftslagsbreyting- ar ákvæðum sem gera hann sjálf- Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.