Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Skák DV Kóngsindverska vömin brást - tvö töp heimsmeistarans í eftirl ætisbyrjuninm Gata Kamsky, sem teflir á 1. boröi með svelt Bandaríkjamanna á ólympíumótinu í Manila, náði að leggja heimsmeistarann að velli í Dortmund, eftir gífurlegar sviptingar. -Garri Kasparov heimsmeistari mátti gjöra svo vel að játa sig sigr- aðan í tvígang á alþjóðlega skák- mótinu í Dortmund um páskana. Hann lét töpin þó lítt á sig fá og náði að deila efsta sæti á mótinu ásamt Vassily Ivantsjúk. Heimsmeistarinn tapar sjaldan og vissulega tekst honum mun oft- ar að ylja skákunnendum um hjartarætur með glæsilegum sigr- um. En ef mark skal taka á tap- skákum hans í Dortmund gefa þær vinningsskákunum lítið eftir hvað snertir hraða og spennandi at- burðarás. Þeir sem náðu að leggja heims- meistarann að velli í Dortmund voru Bandaríkjamaðurinn ungi, Gata Kamsky, og aldursforseti mótsins, Þjóðveijinn Robert Hubner. Báðir höfðu hvítt og tóku hraustlega á móti eftirlætisbyrjun Kasparovs - kóngsindverskri vörn. Þessi byijun leiðir gjarnan til mikilla sviptinga og hentar því skákstíl Kasparovs vel sem hefur að vonum dálæti á henni. En í Dort- mund reyndust Kamsky og Hiibner vandanum vaxnir. Þeir gáfu heimsmeistaranum ekkert eftir í hugmyndaauðgi og tókst að hrekja glæfralega taflmennsku hans. Skyldi Kasparov láta sér þetta að kenningu verða og leggja kóngs- indversku vörnina til hliðar, eða tekst honum að upphugsa ný bola- brögð? Spennandi verður að sá hvað gerist ef Kasparov mætir þessum köppum á ólympíumótinu sem nú stendur yfir í Manila. Hvítt: Gata Kamsky Svart: Garri Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rffi 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-6 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 a5 10. a3 Rd7 11. Hbl f5 12. b4 Kh8 13. f3 Kh8 14. Dc2 Rgf6 15. Rb5 axb4 16. axb4 Rh5 17. g3 Rdf6 18. c5 Bd7 19. Hb3 ABCDEFGH Ein mesta tískustaða seinni ára er nú á borðinu. Lesendur DV kannast e.t.v. við skák Karpovs og Kasparovs frá Tilburg í fyrra er Kasparov fórnaði nú riddara með 19. - Rxg3!? og áfram tefldist 20. hxg3 Rh5 21. f4 exf4 22. c6! bxc6 23. dxc6 Rxg3! 24. Hxg3 fxg3 25. cxd7 g2 og nú heföi Karpov (að sögn Kasparovs) getað tryggt sér betri stöðu með 26. Hf2! - hann lék 26. Hf3 og skákinni lyktaði með jafn- tefli um síðir. Eins og við mátti búast var þessi ævintýraleg skák ekki sú síðasta í þessu afbrigði. Síðar var tafl- mennska svarts endurbætt með 21. - Bxb5!? 22. Bxb5 exf4 en eftir 23. exf5! eins og leikið var í skákinni Epishin - Piket, Wijk aan Zee fyrr á árinu, mátti hvítur vel við una. Þannig stendur afbrigðið er þetta er ritað en ekki þyrfti að koma á óvart ef eitthvað nýtt kæmi fram á ólympíuskákmótinu sem nú stend- ur yflr í Manila. Kasparov hefur aðra leið í huga en möguleikar þessarar stöðu virð- ast ótæmandi. Þar er vitaskuld komin ástæðan fyrir því hversu þetta afbrigði er vinsælt. 19. - Bh6 20. Hc3 Bf4!? Þar lá hundurinn grafinn! Með þessum leik endurbætir Kasparov taflmennsku Juditar litlu Polgar, sem lék 20. - fxe4 í skák við Epis- hin í Vín í fyrra. Hvítur á allt ann- að en auðvelt verk fyrir höndum að leysa úr flækjum stöðunnar í „praktísku tafli". Viö sjáum strax að 21. gxf4? Rxf4 sem hótar m.a. 22. - R6xd5! er stórhættulegt. Kamsky lætur því biskupinn eiga sig. 21. cxd6 Rxg3!? Önnur sprengja fellur. Hvað er að gerast? 22. hxg3 Rh5 23. gxf4 Rxf4 24. Bc4! Rh3+ 25. Khl Þvingað. Ef 25. Kg2 Dg5+ 26. Kxh3? fxe4 + 27. Kh2 Hf4 og tjaldið fellur. 25. - Dh4 Kasparov hefur fómað tveimur mönnum en hótar nú að fráskáka með f26. Rb3! ... en Kamsky verst af ískaldri rósemi. í ljós kemur að svartur hefur engan ávinning af því að hreyfa riddarann á h3. Ekki dugir heldur 26. - Ha2 27. Dxa2 RÍ2+ 28. Kg2 Dh3+ 29. Kxf2 Dh2+ 30. Kel Dxa2 - svartur á einfaldlega tapað tafl því að hann hefur misst allt of marga menn fyrir hvítu drottning- una. 26. - fxe4 27. Dh2! Hf5 28. f4! Hh5 29. Dg3! Loks er drottningin hrakin á Umsjón Jón L. Árnason brott og svarta sóknin er runnin út í sandinn. 29. - Dxg3 30. Hxg3 exf4 31. Bb2 + Kg8 32. dxc7! Sýnir hver hefur völdin. Ef nú 32. - fxg3 d6+ og mát í 2. leik. 32. - Bxb5 33. Bxb5 fxg3 34. Kg2 Rg5 35. d6 Hh2 + 36. Kxg3 Hxb2 37. Bc4 + Kg7 38. d7 - Og Kasparov gafst upp. Skák Hubners og Kasparovs var ekki síður iðandi í flækjum. Hvítt: Robert Hiibner Svart: Garri Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rc3 d6 6. Rf3 Rbd7 7. 0-0 e5 8. e4 c6 9. h3 Db6 10. c5!? Hubner fetar hér í fótspor Jú- supovs, sem tefldi svona gegn Kasparov í Linares 1990. 11. dxc5 dxe5 Re8 12. Ra4 Da6 13. Bg5! Betra en 13. Bf4 sem Júsupov lék. 13. - b5 14. Rc3 Rc7 15. Be7 He8 16. Bd6 Re6 Kasparov telur þessa stöðu jafna í skýringum við skákina við Jú- supov. Hubner er honum bersýni- lega ekki sammála. 17. a4! b4 18. Re2 Da5 19. Rd2! Ba6 20. f4 c4 21. Kh2 Had8 22. Dc2 Rb6 23. Hfdl Bf8 24. Rf3 Eðlilegir leikir á báða bóga en nú á svartur erfitt um vik. Framrásin f4—f5 liggur t.a.m. í loftinu, ef 24. - c5 er 25. f5! óþægilegt. Kasparov grípur til þess ráðs að hrista ærlega upp í taflinu. 24. - c3!? 25. Red4! Rxd4 26. Rxd4 cxb2 27. Dxb2 Rc4 28. Db3 Db6 29. a5! Db7 30. Bxf8 Kxf8 31. e6! Þessi snjalli leikur sýnir svo ekki verður um villst hvor hefur undir- tökin. Nú strandar 31. - fee6 á 32. Rxe6 + Hxe6 33. Hxd8 + og vinnur. 31. - c5 32. e5 Dc7 33. exf7 Dxf7 34. Rc6 Hxdl 35. Hxdl 35. - Rxe5!? Hvítur þarf aö sýna hugvitssemi til að hrekja þessa fórn en án henn- ar ætti svartur afar erfiða stöðu. 36. Bd5! Bc4 37. Dc2! Nú er 37. - Bxd5 svarað með 38. Dxc5+ Kg8 39. Rxe5 með vinnings- stöðu. 37. - Rg4+ 38. hxg4 He2+ 39. Dxe2 Bxe2 40. Bxf7 Bxdl 41. Bc4 b3 42. Rxa7! Enn má ekki miklu muna að svartur bjargi sér en Hubner hefur reiknað nákvæmt. 42. - b2 43. Ba2 Be2 Ef 43. - Bc2 44. Rb5 bl = D 45. Bxbl Bxbl 46. a6 Be4 47. Kgl og vinnur létt. 44. Kg2 Bd3 45. Kf3 Ke7 46. Ke3 bl = D 47. Bxbl Bxbl 48. Rb5 Kd7 49. a6 Kc6 50. f5! Ög heimsmeistarinn lagði niður vopn. Ef 50. - gxf5 51. a7 Kb7 52. gxf5 Bxf5 53. Rd6+ og vinnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.