Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 17 Brúður maímánaðar: Anna Guðfinna Stefánsdóttir. Anna Guðfinna Stefansdottir, bruður maímánaðar: Áeftiraðlifa lengi á þessum degi - RutHallgrímsdóttirtókmyndina „Myndin var tekin á brúðkaupsdag- inn. Þetta var ósköp venjuleg brúð- kaupsmyndataka en ég vildi einnig fá mynd af mér og brúðgumanum einum sér. Þegar myndimar voru tilbúnar spurði Rut hvort hún mætti ekki senda inn mynd af mér í keppn- ina. Mér fannst það sjálfsagt mál og sé alls ekki eftir því,“ sagði Anna Guðfinna Stefánsdóttir, brúðm- maí- mánaðar, í samtali við DV. Rut Hallgrímsdóttir hjá Ljósmynd- um Rutar vann fyrstu lotu ljós- myndasamkeppni DV og Kodak- umboðsins, Brúður ársins. Mynd Rutar af Önnu Guðfinnu Stefánsdótt- ur var valin besta brúðarmynd maí- mánaðar. Anna Guðfinna er því brúður maimánaðar og tekur um leið þátt í keppninni um brúði ársins 1992 sem valin veröur í september. Sem brúður maímánaðar fær Anna Guðfinna vegleg verðlaun: Philips eldhúskvöm frá Heimilistækjum hf. að verðmæti 13.000 krónur og kaffi- borð á hjólum ásamt 6 kampa- vínsglösum frá Tékk-Kristal að verð- mæti 15.000 krónur. Eftir er að velja brúðir júní, júlí og ágúst en þær fá allar sömu verðlaun og Anna Guðfinna. í september verð- ur loks valin brúður ársins 1992. Fær hún 28 tomma Phihps sjónvarp með Nicam stereo og Kodak myndgeisla- spilara, alls að verðmæti 150.000 krónur. Saman í 10 ár Anna Guðfinna giftist Sigurði Rut Hallgrímsdóttir Ijósmyndari. DV-mynd JAK Sveini Jónssyni jarðfræðingi 2. maí síðasthðinn. Þau hafa verið saman í tíu ár en ákváðu loks að ganga í það heilaga. „Okkur fannst 10 ár vera nægur reynslutími,“ segir Anna Guöfinna og hlær við. Anna starfar sem flugfreyja en er einnig fórðunarfræðingur. Þau hjón eiga einn son, Dag, sem verður 2 ára 12. ágúst. Brúðkaupið fór fram með pomp og prakt. Séra Jón Hjörleifur Jónsson gqf þau Önnu og Sigurð saman í Hahgrímskirkju. Veislan fór síöan fram á Sex-baujunni á Eiðistorgi. „Þetta var virkilega minnisstæður dagur og ég á eftir að lifa lengi á honum. Þetta heppnaðist svo vel.“ Þau hjónakom láta brúðkaupsferð bíða eihtið en þau em nýflutt í nýtt hús. Var sjálf brúðkaupsnóttin fyrsta nóttin sem þau eyddu í nýja húsinu. Jákvætt augnablik „Það er þetta jákvæða og fahega augnablik sem heihar mann óskap- lega. Allir em mjög hamingjusamir og það er mjög gaman að taka þátt í gleðinni með fólkinu," segir Rut Hahgrímsdóttir ljósmyndari, Ljós- myndum Rutar, sem tók myndina af Önnu Guðfinnu. Rut hefur starfaö sem atvinniújós- myndari í 6 ár en verið með eigin stofu í 3 ár. Hún lærði ljósmyndun í Iowa í Bandaríkjunum og hjá Sigur- geiri Siguijónssyni Ijósmyndara. Rut tekur ahs kyns myndir en fyr- ir utan brúðkaupsmynchr hefur hún sérstakan áhuga á bamamyndatök- um. Hún tekur svarthvítar myndir ekki síður en htmyndir og hefurmjög gaman af svarthvítri vinnu. í dag segir hún mörg brúðhjón heldur vilja svarthvítar myndir en láta taka ht- myndir fyrir afa og ömmu. „Svart- hvítar myndir bæði endast og eldast mjög vel en þó er val milli htmynda og svarthvítra mynda smekksatriði hjá hveijum og einum.“ Þrátt fyrir velgengni í fyrstu lotu Ijósmyndasamkeppninnar ætlar Rut að senda inn fleiri myndir. Brúður júnímánaöar verður kynnt laugar- daginnll.júh. -hlh ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.