Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 19 Grillþættir á Stöð 2 í umsjá grillmeistara Argentínu: Gætið hreinlætis og burt með álpappírinn Ingvar Sigurðsson með fiskigrillgrindina góðu og Óskar Finnsson. Þeir fé- lagar sjá um grillþætti á Stöð 2. DV-myndir JAK „I þessum þáttum er leitast við að kenna hinum almenna grillnotanda öll undirstöðuatriði varðandi grillið og matreiðslu á því,“ sagði Óskar Finnsson, mateiðslumeistari og ann- ar eigandi veitingahússins Argent- ínu, í samtali við helgarblaöið. Hann ásamt Ingvari Sigurðssyni mat- reiðslumanni hafa útbúið tíu grill- þætti íyrir Stöð 2. Þeir félagar leggja mjög mikla áherslu á að fólk læri umhirðu giHls- ins. „Það gildir nákvæmlega sama með grindina á grillinu og diskinn sem borðað er af. Við þvoum hvort tveggja eftir notkun. Best er að þrífa grillgrindina með vatni og vír- bursta," segja þeir. „Ágætt ráö er að fara með grillgrindina í baðkarið eða sturtubotninn og spúla vel og bursta." Ekki sama bragðið Bæði gasgrill og kolagrill verða til umfjöllunar í þáttunum enda gilda svipuð lögmál í hreinsun og mat- reiðslu á þeim. Hins vegar telja þeir Óskar og Ingvar að sama bragðið fáist ekki á gasgrilli og kolagrilli. „Á gasgrilli er ekki hægt að ná réttum kolasteikum með viðarkeim. Þrátt fyrir alls kyns steina og kol sem stundum eru sett í gasgrill. Reyndar hefur þróunin í gasgrillum verið að taka þessa steina burt enda eru þeir gagnslausir. Þeir safna einungis í sig óhreinindum og þau viljum við ekki sjá nálægt matnum okkar.“ Óskar segir að gasgrill hafi marga kosti umfram kolagrill. Þau hitna strax og ráða má hitanum. Hins veg- ar telur hann mörg slík grill á mark- aðnum sem séu ekki nógu vönduð. „Ég get nánast staðhæft að ódýrari gasgrillin eru ekki nógu góð. Fólk sem leggur metnað sinn í að grilla og notar gasgrillið mikið ætti hik- laust að velja dýrari týpur. Það borg- ar sig til framtíðar." Aðeins kaldar sósur Óskar og Ingvar segjast nota allt sem til er í ísskápnum hveiju sinni á grillið. Heitar sósur eiga ekki að vera með grillmat og álpappír á ekki að koma nálægt grillinu nema után um kartöflur sem eru undantekning- in frá reglunni. Flestir vefja lamba- læri í álpappír áður en það er sett á grillið. Þeir félagar segja það al- rangt. „Lambalæri á helst að setja á tein og snúa stöðugt. Einnig er hægt að setja það beint á grindina og snúa því á kortersfresti.“ Þá benda þeir á aðferð sem nota má úti í náttúrunni en þaö er að þekja lærið með beijalyngi. „Fyrst verður að þrífa lyngið vel og síðan er lærið þakið með því. Aðeins má nota krækiberjalyng, blábeijalyng er hættulegt að nota.“ Hráefnið skiptir máli Þeir Óskar og Ingvar hafa unnið við grillið í Argentínu í þrjú ár og sérhæfa sig í nauta- og lambakjöti. Þeir hafa ipjög ákveðnar skoðanir á hvernig hráefni skal nota á grillið. Feitt nautakjöt er afbragðsfæða á grillið. Þeir velja nautafilé með mik- illi fiturönd og fitusprengdu kjöti. Fituröndina skera þeir burt en fitan í kjötinu myndar safa þannig að kjöt- ið verður meyrt, safaríkt og bragð- mikiö. Þeir velja einnig feita lamba- skrokka en skera síðan fituna burt. Kjötið af feitum skrokkum er mun bragðmeira og betra, segja þeir. Allir vita hins vegar að erfitt er að fá gott nautakjöt í verslunum. „Langbest er að grilla grísakjöt. Það hefur allt aö bjóöa fyrir góða grillsteik. Utanáfitu sker maður allt- af burt. Mín skoðun er sú að grísa- kjöt eigi ekki að steikja í gegn. Viö höfum afbragðs svínabú hér á landi og engin ástæða er til að þurrsteikja grísakjötið," segir Óskar. „Gott er síðan að skera kartöflur í flögur og leggja þær smástund á grillið á hvorri hlið. Fisk setur maður í sér- staka fiskgrind, jafnvel heilu flökin, og grillar. Hann á alls ekki að setja á álbakka eða pappír. Af kótelettum er mesta fitan skorin burt áður en þær eru settar á grillið. Ef þær eru settar í marineringu má ekki setja salt í hana vegna þess aö hún eyðir safanum úr kjötinu. Aldrei má heldur stinga gafíli í kjöt á grilli og því skal alltaf notuð grilltöng. Þeir Óskar og Ingvar vilja einnig benda gasgrilleigendum á að steina Grillið á að þrífa eftir hverja máltið með vatni og vir- bursta. Aldrei má stinga gaffli I kjöt á grilli. Til að snúa kjötinu á að nota sérstaka grilltöng. í grillinu má setja í sjóðandi vatn til að þrífa þá og nota síðan aftur. Vænt- anlega koma ýmis fleiri góð ráð fram í þáttum þeirra félaga á Stöð 2. Svo nú er ekki annað að gera en þrífa grillið og búa til ljúffenga máltíð í kvöld. -ELA SENSODYNE TANNKREMIÐ NÚ EINNIG FÁANLEGT i HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KEVIIKVIÍÁ Hörgatúni 2, Garöabæ Sími 40719 SENSODYNE SEARCH 4 TANNBURSTINN. ÁVÖXTUR SAMSTARFS VIÐ TANNLÆKNA. SVEIGÐUR Á SAMA HÁTT OG TANN- LÆKNAÁHÖLD SEM AUÐVELDAR BURSTUN TANNANNA. FER ÞÆGILEGA í HENDI. •: ÍÁVcÁÍV* ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT, TÆRIST EKKI OG RYDGAR EKKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.