Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 25 Á vit ævintýra í Skrúði: Flögrandi fuglar og ómandi sálarstrengir - slegist í för með tónlistarmönmim út í náttúruperlu Austurlands Seiðandi og kraftmiklir tónar berast með vindinum frá ósköp venjuiegu íbúðarhúsi i austfirsku sjávarþorpi. Tóniistin hrífur mann með sér og sogar mann í átt að húsinu. Agndofa og undrandi stendur maður úti á götu og hiýðir á píanóleik eins og hann gerist bestur. Fram hjá húsinu verður ekki gengið. Til dyra kemur Peter Máté, tékk- neskur tónlistarkennari á Stöðvar- firði. í heimsókn hjá honum og konu hans, Lenku, er Jónas Ingimimdar- son píanóleikari og Ungveijinn Fer- ence Utassy, tónlistarkennari á höfðuborgarsvæðinu. Tónhstin, sem borist hafði út á götu, var slavneskur dans efdr Dvor- ák sem þeir félagamir höfðu gamnað sér við, sexhent á eitt píanó. Þeir bjóða aðkomumönnum til stofu og halda leiknum áfram. Heimsborgarar á Stöðvarfirði Það fer ekkert milii mála að þarna eru saman komnir tónhstarmenn sem maður að öhu jöfnu rekst ekki á nema í stærri tónleikasölum. Og óhjákvæmilega berst tahð að veru þessara manna á Stöðvarfirði. „Viö erum að bíða færis á að kom- ast út í Skrúö. Frá því ég fluttist hing- að fyrir þremur árum hefur mig aht- af langað til að skoða þessa grænu náttúruperlu," segir Ference á lýta- lausri íslensku. Eftir nám í Búdapest fluttist hann til Stöðvarfjarðar árið 1987 og kom þar á fót tónlistarskóla, auk þess sem hann kom á fót aust- firskum kór. Fyrir ári fluttist hann til Reykjavíkur og sinnir þar tónhst- arkennslu og kórstjóm. Peter og Lenka tóku við tónhstar- skólanum á Stöðvarfirði þegar Fer- ence hélt suður. Ásamt Tómasi, syni sínum, fluttu þau beint til Stöðvar- fjarðar eftir að hafa stundað tónhst- amám í Kosice í Tékkóslóvakíu. Hann lærði einleik á píanó en hún á orgel. í vikunni áður hafði Peter spil- aö einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í Reykjavík. Hann hefur hlotið ýmsa viðurkenn- ingu á alþjóðlegum tónhstarhátíðum og er nú að búa sig undir upptöku á geisladiskisem fyrirhugað er að gefa út á meginlandi Evrópu í haust. Spennandi að rækta eyðimörkina Tahð berst að tónhstarkennslu á landsbyggðinni meðan beðiö er eftir að vind lægi og fært verði út í Skrúð. Jónas hefur haldið sig til hlés fram tfi þessa en getur ekki lengur á sér setið. „Markmiðið getur ekki verið að búa til atvinnulistamenn. Markmið er að fá fólk til að upphfa menning- una og fá sálarstrenginn í sjálfum sér til að óma. Austfirðingar era luk- kunnar pamfilar að fá leiösögn þess- ara stórkostlegu listamanna,“ segir hann alvömþmnginn. Peter og Ference taka í sama streng. Þeim finnst spennandi að innleiða tónmennt í fámennu ís- lensku sjávarþorpi þar sem lífið gengur út á vinnu og aftur vinnu. „Hér er tækifæri til að ná árangri. íslendingar eiga hins vegar við aga- vandamál að stríða og oft á tíöum gætir óþolinmæði hjá nemendunum. En það gerir kennsluna bara skemmtilegri. Það er meira spenn- andi að rækta eyðimörkina heldur en frumskóginn," segir Ference. Lagt úr vör á „vindsaenginni". Undir stjóm Skrúðsbóndans, Baldurs Rafns- sonar, sungu bátsverjar söngva meðan báturinn þeyttist milli öldutoppa. Náttúruperla Austurlands. Talið er að í Skrúöi verpi árlega um 100 þúsund lundar en meiri óvissa er um varp annarra fugla. Á eyjunni má sjá nánast allar tegundir sjófugla sem þekktir eru á íslandi. Sigltávindsæng ávitævintýra Úti á hafi austur af Vattamesi skartar Skrúður sínu fegursta. Eyjan er þverhnípt klettabjarg, þakin grænleitum gróðri. Baldur segist sjaldan fara út í eyjuna með ferða- menn en reyni þó að sinna óskum þeirra sem eför þvi leita. Öhum sé velkomið aö leita til sín. Við klæðumst björgunarvestum og setjumst um borð í gúmbát sem Skrúðsbóndinn kahar „vindsæng- ina“. Síöan er ýtt úr vör og við höld- um á vit ævintýra. Það er lítils háttar gola og báturinn endasendist milli öldutoppa. Efdr hálftímasighngu er- um viö komnir upp að þverhníptu bjargi eyjarinnar. Á hverri syhu era fuglar og á svamh í kringum okkur em selir. Baldur leggur bátnum í htla kletta- vik og við klöngrumst upp í bjargið. Suma svimar og alhr eru sem berg- numdir. Fuglamergðin er þvílík að vart sést til himins. Súlan steypir sér og úr holum flögra lundar. Ahs munu vera um 100 þúsund verpandi lundar í eyjunni. í björgunum má sjá aha helstu sjófugla landsins. Eftir að hafa fikrað okkur áfram í klettimum nokkra hríð komum við að gríöarstórum helhsskúta. Fram- arlega í honum sýnir Baldur okkur hreykinn kofaskrifh sem hann kahar Hótel Skrúö. Þar er svefnpláss fyrir fióra sem í er sofið við eggjatöku og lundaveiðar. Neðar í klettunum komum við að Skrúðshelh. Þar er vítt th veggja og hátt th lofts. Tónhst- armennimir þrír em sammála um aö þar sé kjörið að halda konsert. Seiður Skrúðsbóndans Baldur segir okkur sögur af vætti nokkrum sem í þjóðsögum kahast Skrúðsbóndinn. Hann er sagður hafa rænt sauðfé bænda er létu fé ganga á eyjunni. Að auki er upp á hann hermt aö hafa seitt th sín prestsdótt- ur frá Hólmum sér th gleði og ánægju. Dagur er aö kvöldi kominn og við höldum th lands. Sungnir em slavn- eskir, ungverskir, tékkneskir og ís- lenskir söngvar. Að baki hverfur Skrúður í þoku sem er í þann veginn að leggja inn á firðina. Ævintýri er úti en úr huga okkar mun minningin aldrei hverfa. Það em nefnhega ekki bara prestsdætur sem Skrúðurinn seiðirthsín. -kaa Tónaflóö á Stöövarfirði. Ungverjinn, Tékkinn og Islendingurinn að lelk meðan beðið er eftir að vind lœgi og ferða- fært veröi út I Skrúö. Þeir Ference Utassy, Peter Máté og Jónas Inglmundarson fóru létt með að leika sexhent á píanó kröftugan slavneskan dans eftir Dvorák. DV-myndlr GVA Peter og Femece segja lifið á is- landi mjög ólíkt því sem þeir hafi átt að vepjast á æskustöðvum sínum í Mið-Evrópu. Hvomgur hyggur á brottfór, aö minnsta kosti ekki á næstunni. Þeir segja víðáttima og fámennið auka á rými einstaklings- ins sem aftur veiti honum nánast ótakmarkað frelsi. Símhringing rýfur samtal okkar. Baldur Rafnsson, bóndi á Vattamesi, segir vind hafa lægt og því hindri ekkert siglingu út í Skrúð. Við þeyt- umst af stað og innan stundar berj- um við á dymar á bænum Vattar- nesi. Eftirvænting og spenna er í hvers manns augum. Borgarbamið grét í sveitinni Baldur og kona hans, Elínóra Guð- jónsdóttir, tóku jörðina á leigu fyrir níu árum. Þau komu úr Reykjavík og hvomgt þeirra hafði markverða reynslu úr sveitinni. Þau vom borg- arböm sem flúöu amstur borgarlífs- ins á vit ævintýra og frelsis. „Sem krakki var ég einu sinni send 1 sveit. Ég grét nokkrar vikur og var hrædd við aht og alla. Ég var send í bæinn innan mánaðar," segir Elín- óra sposk þegar hún segir frá sinni fyrstu reynslu af sveitastörfum. Baldur, sem er lærður smiður, hefur aðeins meiri reynslu því að hann var í sveit eitt sumar á Vattamesi þegar hann var unglingur. Það fer ekki milli mála að þeim og bömum þeirra þremur hður vel í sveitinni. Þau segja nágranna sína vingjamlega og hjálpsama. Án hð- sinnis þeirra hefði þeim aldrei tekist að koma skikk á búskapinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.