Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Það er framtíð í vatninu - segir vatnsútflytjandinn Davíð Scheving Thorsteinsson „Það er tvímælalaust framtið I útflutningi vatns ef rétt er á haldið og við vöndum okkur nægilega," segir Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis-Sólar. Hann varar við þeim sem fá glýju i augun af mögu- leikanum á skjótfengnum gróða og vilja flytja vatn út í tankskipum. Davíð segir farsælast til lengri tima að selja vatn I neytendaumbúðum. DV-myndir JAK „Það er tvímælalaust framtíð í út- flutningi vatns ef rétt er á haldið og við vöndum okkur nægiiega. En það tekur mjög langan tíma. Vatn kemur ekki í stað þorsksins. Við erum svo pínulítil á heimsmarkaðinum að viö sjáumst varla, við erum eins og lítið barn sem skríður á fjórum fótum. Útflutningurinn er þó að aukast býsna hratt og ef við höldum áfram að líkja okkur viö barr. má segja að við fórum bráðum að ganga meö. í þessum útflutningi er þó eitt fyrir- bæri langhættulegast: það eru stjómmálamennimir. Ég óttast mjög að þeir fari að kaupa sér atkvæöi með því að setja vatnsverksmiðju í hvert kjördæmi eða fmna upp á ein- hveiju öðm ,jafngáfulegu“. Hætta númer tvö er að viö vöndum okkur ekki. Þá á ég við umbúðimar og ekki síst markaðssetninguna. Við megum ekki láta skjótfenginn gróða setja glýju í augun á okkur. Ég hef undir höndum bréf frá mönnum sem vilja kaupa 80 þúsund tonn af vatni á mánuði og gera samninga langt fram í tímann. Þeir vilja flytja vatnið út í tankskipum. Það er afskaplega hætt við því að einhverjir óprúttnir menn taki þennan skjótfengna gróöa handa sjálfum sér en eyðileggi um leið auð- lindina fyrir þjóðinni til langframa. Það verður að fara rólega í sakirnar og alltaf með langtímasjónarmið að leiðarljósi,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis-Sólar. Davíð hefur flutt íslenskt vatn í neytendaumbúðum á markað erlendis í tvö ár. Búist er við að í ár tvöfaldist þessi útflutningur miðað við árið í fyrra og eigi síðan eftir aö aukast jafnt og þétt. Mark- aðsmöguleikar erlendis eru óendan- legir en mikil umhverfismengun hef- ur aukið eftirspumina eftir hreinu drykkjarvatni gífurlega. Okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt að geta skrúfað frá krananum og séð ískalt, hreint og hressandi vatniö streyma. En þetta er óvíða hægt er- lendis og kemur margt til. Líklegur niöurskurður þorskkvót- ans hefur neytt menn til að huga að nýjum leiðum til að afla þjóðarbúinu tekna. í því sambandi hafa augu margra beinst að vatninu og sumir hafa hreinlega spurt sjálfa sig hvort útflutningur á vatni geti ekki komið í stað þorsksins. Þótt bjartsýnn sé og mikill hug- sjónamaður er Davíð mjög varkár í yfirlýsingum um möguleika okkar í vatnsútflutningi og segir sígandi lukku besta í þessum efnum. Hann hafnar þó algerlega öllum öðrum hugmyndum en sölu vatns í neytend- aumbúðum. „Hér á íslandi eru fjarstæðar og hættulegar hugmyndir, eins og að flytja vatn út í tankskipum, ræddar í ftillri alvöru. Það er ægilegt. Þaö er sagt að ég óttist mest um eigin hag verði þær aö veruleika. En þegar öllu er á botiúnn hvolft eru þessar hug- myndir ekki hættulegar mér, þær eru hættulegar þjóðinni." Sem stendur skuldar Davíð 20 gáma af vatni sem verksmiðjan hefur ekki getað afgreitt vegna annríkis. Hann segir að við slíkar aðstæður sKjóti upp kollinum hætta sem felist í þeim mönnum er hugsi aðeins um skjótfenginn gróða. Vantar þolinmótt fé „Þetta íslenska veiðimannahugar- far, að verða ríkur í gær, er stór- hættulegt. Það getur stórlækkað verðið á mörkuðum úti. Vatn frá okkur í neytendaumbúðum selst 11 sinnum dýrara en bensín í New York. Við erum alltaf að stækka og bæta við okkur vélum svo við getum afgreitt pantanir." - Hvaö séröu fyrir þér í vatnsút- flutningi? „Ég sé fyrir mér hæga en stöðuga stækkun verksmiðjunnar. í Þver- holtinu getum við farið upp í fram- leiðslu er nemur um 100 milljón ein- ingum á ári sem samsvarar 2500 gámum. Gámurinn fer nú á ríflega eina milljón, veltan hér í Þverholtinu gæti orðið 2500 milljónir á ári. Þetta eru engar upphæðir miöaö við þau ósköp sem eru að dypja yfir þjóðina vegna minnkandi þorskveiða. Það tekur tvö ár að ná þessu takmarki. Ef þetta gengur eins og það hefur gert, hægt og bítandi, þá er þetta hið besta mál fyrir alla. Þá viljum við stækka og erum með 100-200 staöi viðs vegar um land í skoðun í því sambandi. Þá mundum viö byija jafnstórt og verksmiðjan í Þverholti getur orðiö stærst." Davíð sér hindrun í óþolinmæði fjárfesta á íslandi. „Það vantar þolinmótt fé, fé sem fá má frá aðilum sem eru reiðubúnir að bíða í 5-10 ár áður en þeir fá arð- inn sinn. Slíkt fé fyrirfinnst ekki á íslandi. Slíkt fé er til í miklu magni erlendis. Hugsjónina vantar, að menn séu reiðubúnir að standa og falla með henni." Útflutningur Davíðs á drykkjar- vörum er verulegur en auk vatnsins flytur hann út bæði Svala og Seltzer sem gengið hafa mjög vel í Bret- landi. Seltzer er einnig að ryðja sér til rúms vestanhafs. Upphaf þessa útflutnings má rekja aftur til ársins 1986 þegar útflutning- ur á Svala hófst en hugmyndin að honum og undirbúningur hófst löngu áður. „Þar til útflutningur á Svala hófst höfðum við farið í langa og stranga göngu þar sem ekkert gekk lengi vel.“ Stærstu mistökin Þó vel gangi í sölu svaladrykkja í dag hafa áföll gengið yfir, áföll sem næstum settu fyrirtæki Davíðs á hausinn. „Þegar við fórum af stað með gos- verksmiðjuna gerði ég mestu hönn- unar- og markaðssetningarmistök sem gerð hafa verið á íslandi. Þá setti ég Sól-Cola á markað. Allt var að. Bragðið líkaði ekki, dósimar lokuð- ust ekki og gosið rauk út. Svo breytti ég sérkenni okkar og aðalsmerki með því að nota ógegnsæjan miða og breyta þannig glæru dósinni í rauða áldós. Þetta var algjört fiaskó og var nærri búið að ríða þessu fyrirtæki að fullu.“ En Davíð gafst ekki upp. Hann fékk stuðning úr bönkum og sjóðum en segir stuðning fólksins í landinu þó alltaf hafa skipt mestu máli. Eftir ótal utanlandsferðir og samningaþóf við íjölmarga aðila hófst útflutningur á drykknum Seltzer til Englands fyr- ir þremur árum. Gámastraumurinn hefur síðan verið stöðugur. Útflutn- ingur Svala hefur verið jafn öll árin. Útflutningur vatns hófst í smáum stíl 1989 en hefur vaxið ört og er áætlað að hann tvöfaldist á þessu ári. „Við emm að selja ímynd landsins og gerum það eins og best við getum. Hugmyndafræðin á bak við Seltzer er tiltölulega einfold: Dós sem er ein- stök í heiminum, gegnsæ, íslenskt vatn og nýaldaryfirbragð, enginn hvítur sykur og hvorki rotvamarefni né litarefni. Þá er Seltzer dýrara, kostar rúmlega þrisvar sinnum meira en kók í Bretlandi. Dósin gerir það að verkum að fólk reynir drykk- inn án auglýsinga. Það er ekki fyrr en nú, eftir þijú ár, sem drykkurinn er auglýstur og það í sjálfu breska sjónvarpinu, BBC. Hins vegar hefur Seltzer, og auðvitað ísland, fengið mikla og vinsamlega umfjöllun í breskum blöðum. Eg held að það hafi aldrei komiö eins mikil umíjöll- un um ísland í erlendum blöðum, mun meiri en þegar ferðamálaráð eða ráðherrar em að kynna landið.“ Latur vinnusjúklingur Davið segir að þegar erfiðleikamir steðjuðu að hafi verið erfitt að lifa en hann segist alltaf hafa haft óbi- landi trú á því sem hann væri að gera, hvort sem fólki hefði þótt hug- myndimar ruglaðar eða ekki. „Þetta er stöðugur slagur. Maöur er úrvinda að loknum hveijum vinnudegi. Mér leiðist aldrei en þetta streð dregur úr manni allan'kraft. Það er helst að ég slaki á og gleymi fyrirtækinu þegar ég sest niður og hlusta á Mozart. Klassísk tónlist hleður mig upp svo ég verð eins og nýr rnaður." - Ertu vinnusjúklingur? „Já, ætii það ekki. En þó felst í því sú þverstaeða að ég er latur, latur vinnusjúklingur. Ég hef ekki annað val en að vera í þessu á fullu, að öðrum kosti mundi ég líklega deyja úr leiðindum.“ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 39 Trópíkanatríóió Davíð hefur ekki beinlínis farið með veggjum í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur átt sæti í ótal stjómum, nefndum og ráðum, þar á meðal stjóm Félags íslenskra iðnrekenda þar sem hann var formaður 1974- 1982, bankaráði Iðnaðarbankans þar sem hann var formaður 1982-1989, í framkvæmdastjóm Vinnuveitenda- sambandsins frá 1973, í samninga- ráði þess frá 1979 og varaformaður 1984-1985. í dag á hann sæti í mið- stjóm Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef dregið mig mikið út úr nefndastarfi og slíku. Þetta var mjög lærdómsríkt tímabil og skemmtilegt. Ég var til að mynda mikið í EFTA- samningunum á sínum tíma. Ég vann líka mikið í samningamálum á vegum VSÍ. Þá var ég í hópi sem fékk nafngiftina Trópíkanatríóið. Það vom Kristján Ragnarsson, Þorsteinn Pálsson og ég. Trópíkanatríóinu, hópnum sem öllu réð í Vinnuveit- Sala svaladrykkjanna Svala og Seltzer hefur gengið mjög vel í Bret- landi. í Bandaríkjunum eru augu manna að opnast fyrir Seltzer og islenska vatninu. endasambandinu, var stillt upp sem höfuðóvini verkalýðsins. í Ijósi þess er það skemmtileg staðreynd að frá þessum tíma hef ég eignast afar trausta vini innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Þar má nefna Guðmund J. Guðmundsson, Ásmund Stefáns- son og fleiri góða menn. Þá var það ógleymanleg lífsreynsla að kynnast manni eins og Eðvarð Sigurðssyni, formanni Dagsbrúnar.“ Pabbadrengur Það þekkja flestir íslendingar eitt- hvað til Davíðs en færri vita hvernig hann komst í framkvæmdastjóra- stöðu Smjörlíkis-Sólar. „Ég er ekkert annað en pabba- drengur, fæddur með silfurskeiðar í munninum. Pabbi var mjög stór hlut- hafi í fyrirtækinu, átti smjörlíkis- gerðina Ljóma sem stofnuð var 1931. Þetta byrjaði allt 1919 þegar fyrsta smjörlíkisverksmiðjan var stofnuð. Næsta var stofnuð 1922 og verk- smiðja pabba 1931. Þessir aðilar fóru að vinna saman 1939, fóru í sameigin- lega dreifingu 1946 og runnu svo end- anlega saman 1964. Ég var þá í læknisfræði en hætti í henni. Það varð dauösfall í fjölskyld- unni og pabbi bauð mér aö koma í starf þess manns. Ég byijaði hins vegar minn feril hjá fyrirtækinu með því að þrífa sipjörlíkiskassa úr tré. Áður en ég fór í starfið, sem pabbi bauð mér, fór ég til útlanda og vann sem verkamaður í smjörlíkisgerð í hálft ár. Ég vildi vita álíka mikið og starfsmennimir hér heima þegar ég byijaði. Það var skynsamleg ákvörð- un hjá pabba að senda mig út.“ Jurtasmjörlíki íhverthús Á þessum tíma var fyrirtækið nær eingöngu með hefðbundið smjörlíki en eftir miklar hræringar kom jurta- smjörlíki á markað, 1964. Ein dós af jurtasmjörlíki var þá gefin í hvert hús á sama hátt og þegar fyrirtækið gaf hveiju heimili Léttu á dögunum. Það „trix“ er því ekki nýtt af nálinni. Eftir tilkomu jurtasmjörlíkisins fór fyrirtækið smám saman að breyta um stíl. 1974 var Davíð staddur í Svíþjóð og bragðaði þá appelsínusafa sem honum fannst logandi góður. Safinn var í glerkrukku með loki og hirti Davíð lokiö. Á því var áletrun: Tropicana products og heimilisfang fyrirtækisins. „Það varð upphafið að Tropicana (sem nú heitir Trópí) og fyrirtækinu eins og það er í dag.“ Heimaerbest Davíð fæddist á ísafirði í janúar 1930. Nokkurra mánaða fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavík- ur þar sem hann ólst upp, lengst af á Laufásveginum. Davíð er kvæntur Stefaníu Svölu Geirsdóttur Borg og á með henni þijú böm. Hann átti einnig þijú börn með fyrri konu sinni, Soffiu Jónsdóttur Mathiesen, sem lést 1964. Elsta bam Davíðs er 38 ára en yngsta aðeins 6 ára. Annar sona Davíðs, Jón, vinnur við hlið foður síns sem verksmiðjustjóri hjá Smjörlíki-Sól. Þegar Davíð er ekki að vinna við fyrirtækið unir hann sér mestmegnis heima við hjá fjölskyldunni. Davíð keypti sér sumarbústað við Þing- vallavatn fyrir sjö árum en þá seldi hann sinn hlut í kranafyrirtæki sem hann stofnaði ásamt fleimm. Davíð er eilítið í golfi en spilaði mikið badminton áður fyrr. Annars unir hann sér vel við að hlusta á góða tónlist, klassíska tónlist, og not- ar hvert tækifæri til að njóta henn- ar, er meðal annars með góð hljóm- tæki í bílnum. Davíð hefur alla tíð verið áhuga- maður um veiði og fór áður reglulega með hópi félaga í Efri-Þverá sem nú er oftast kölluð Kjarrá. „Þá þurfti að ríða í tvo tíma að veiðihúsinu og aðra fjóra frá veiði- húsinu að efsta veiðistaö. Viö vomm í tvær vikur í senn og lifðum eins og útilegumenn. Við höfðum þijú herbergi, kolaeldavél, ekkert raf- magn og svo hestana. Bóndi af ná- lægum bæ kom tvisvar í viku með egg og mjólk. Þetta var alveg dásam- legt. Ég hef svo mikla skömm á því að í dag er búið aö breyta þessu veiði- svæði og opna fyrir bílaumferð að ég hef ekki farið þangað aftur.“ Þótt Davíð fari ekki lengur í Þverá og Norðurá hefur hann farið árlega norður í Laxá í Aðaldal undanfarin ár. Slagur um sex bjóra Davíð vakti óskipta athygh fyrir 10 árum þegar hann ætlaöi að flyija sex bjóra inn í landið. Dóttir hans var þá flugfreyja í afleysingum hjá Flug- leiðum og honum fannst mikið órétt- læti fólgið í því að starfsmaður vissra hlutafélaga, flugfélaga og útgerða, fengju að flylja bjór inn í landið en starfsmenn annarra hlutafélaga ekki. Hann neitaði að skrifa undir dómsátt á skrifstofu tollstjóra á Keflavíkurflugvelli, vildi standa á sínum rétti. Fór svo að Sighvatur Björgvinsson, sem var fjármálaráð- herra í nokkra mánuði þegar þetta gerðist, ákvað að leyfa öllum ferða- mönnum að flytja bjór inn í landið. „Hann sá að ólöglegur innflutningur bjórs hafði staðið lengi yfir og því engin ástæða til að takmarka hann við starfsmenn flugfélaga og út- gerða." Með þessari uppákomu vilja sumir meina að bjórskriðan, sem endaði með bjórdeginum 1989, hafi farið af stað fýrir alvöru. - Þú ætlaðir að vera með í bjómum þegar hann var leyfður hér en misst- ir af lestinni? „Já, ég var mikið að horfa í það dæmi og spekúleraði í því fram og aftur. En guði sé lof, þá varð ekki af því. Við vorum ipjög örvæntingar- fullir á þeim tíma sem bjórinn kom. Við vorum með mjög fullkomna verksmiðju sem lítið var að gera í og maður leitaði því að öllu sem gæti komið verksmiðjunni almenni- lega í gang. Bjórinn var þá náttúrlega inni í dæminu, jafnframt því sem maður leitaöi erlendis. Það hefði orö- ið hið versta mál hefðum við farið út í bjórinn. Hættan er sú að þegar menn eru örvæntingarfullir geta þeir gripið til örþrifaráða." Úr frændgarði Davíðs Schevings Thorsteinssonar Pétur Havstein amtm. Möðruvöllum fl Jakob Havsteen kaupm Hofsósi Maren J. Birch húsfr. Hofsósi Kristinn Havsteen verslunarst. Sigluf. t- Niels Havsteen kaupm. Hofsósi Guðlaug Pálsdóttir 1 húsfr. Sigluf. r Páll Magnússon I b. Kjarna Þorsteinn ö. Steph. leikari Rvk \ Ögm. H. Steph. í. keyrari Rvk Hans Stephensen b. Hurðabaki Kjós r Stefán Stephensen pr. Reyniv. Kjós 1 Davíð Scheving Thorsteinsson Pétur J. Thorst. sendiherra T . Þórunn Stefánsd. 1 húsfr. Rvk Magnús Sch. Th. 1 forstjóri Rvk F Katrín Thorst. j| húsfr. Viðey I Davíð Sch. Thorst. 1 læknir Rvk ■ Guðm. Thorst. (Muggur) 1 Pétur J. Thorst. 1 - útgm. Bíldudal • =|, Vigdís Finnbogad. ■ forseti íslands ■ Finnbogi Rútur I verkfr. Rvk Anna Jóhannesd. ■ húsfr. Rvk ■ Jósefína Ðlöndal 1 húsfr. Rvk ■ Anna S. Stefánsd. Thorarensen Hildur Guðmundsd. 1 húsfr. Æöey Guðm. Sch. Bjarpas. | sýslum. Haga Þorst. Þorsteinss. b. Æöey í Djúpi \ Þorst. Þóröarson 1 pr. Gufudal Þorvaldur Jakobss. pr. Sauðlauksdal Kristfn Ásgeirsd. húsfr. Komsá Þuríður Þorvaldsd. húsfr. Steinnesi } Sigriður Þorvaldsd. I ■*" húsfr. Lambast. ■^ DV Bjartsýnn launamaður - Það fara sögur af því að þú sért vellauöugur. „Ég?“ segir Davíð í forundran. „Ég er bara launamaður. Hins vegar er ég ipjög auðugur að því leytí. að ég á öll þessi böm og bamaböm og góða konu. Við höfum búið í húsinu okkar í Garöabænum í 25 ár og ég er mjög sáttur við minn hlut í lífinu. Satt að segja hef ég líklega aldrei kunnað neitt með peninga að fara. Þeir loða alla vega iUa við mig,“ segir Davíð og hlær. - Stekkurðu strax á hugmyndir sem þú færð og ffamkvæmir þær? „Nei, ekki aldeilis. Eg er mjög var- kár og það einkennir mig að ég er ipjög seinn að hugsa.“ - Þúertstundumkallaðureinibjart- sýnismaðurinn í íslensku atvinnu- lífi. „Ég er bjartsýnn en um leið afskap- lega jaröbundinn að eðlisfari. Ég er alltaf að hugsa fram í tímann og er alltaf að hugsa hvort ég sé að gera rétt. Ég geri langtímaáætlanir og hugsa mikið um þær.“ Davíð segist oft efast um hvort það sem hann hafi verið að gera sé rétt og hvort allt streðið hafi verið til góðs. „Það hentar ekki endilega öllum að fara út í líf eins og ég lifi. Það getur verið miklu betra að vera ekki í svona mikilli vinnu, vera ekki í þessari framleiðslu sem ég er, vera bara með litla smjörlíkisgerð og 10 manns í vinnu, koma fyrr heim á dagiim, vera ekki eins feitur og grá- hærður. Það er ekki víst að leiðin sem ég valdi sé rétt. Það eru þúsund- ir manna á íslandi sem eru miklu ríkari en ég sem hafa aðeins lagt á sig brot af því sem ég hef lagt á fjöl- skyldu mína og mig. Það er mjög hollt að efast um sjálfan sig og það geri ég. Ég er líka lengi að taka ákvarðanir.“ - Hvaö er það þá sem drífur þig áfram? „Ég held að það sé pabbadrengur- inn. Ég vil sannfæra sjálfan mig og aðra um að þaö hafi veriö rétt ákvörðun hjá pabba að láta mig taka við.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.