Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 43 Á síðari hluta tíðahringsins, eftir egglosið, fann Sönní fyrir miklum skapsveiflum, uppþembu, pirringi og verkjum í baki og fótum. Því er haldið fram að tvær af hverjum þremur konum á frjósemisaldri fái líkamleg og andleg óþægindi dagana fyrir tíðir sem kölluð eru fyrirtíðaspenna. Ekki er til neitt töframeðal við henni en þó er hægt að bæta líðanina verulega með breyttu hugarfari og vissum aðgerðum. Glæsikona með fyrirtíða- spennu Hún hét Sunneva en var aldrei kölluð annað en Sönní. Hún var 35 ára gömul, verslunarstjóri í tísku- verslun í úthverfi og fann mjögtil sín í starfí sínu. Sönní kailaði sig tískusérfræðing enda var hún kom- in af gömlum, rótgrónum, reykvísk- um tískuættum. Hún var sérlega fær í því að telja fólki trú um hver tískan væri hveiju sinni. „Af hveiju að kaupa eitthvað ekta fullu verði, ef hægt er að fá ódýra eftirlíkingu?" sagði hún stundum á þekktum grasamatstað í miðborg- inni og hló svo að skein í mjaUahvit- artennumar. Tvisvar á ári hélt hún til Suðaust- ur-Asíu og heimsótti þarlenda fata- framleiðendur og pantaði tískufót sem merkt voru ýmsum þekktum framleiðendum. Henni græddist fé á þessum viðskiptum enda auðvelt að selja þessa vöm undir glæsifán- um. „Yfirleitt gengur mér allt í haginn enda lifi ég á merkjamellunum og stílfólkinu," sagði hún eitt sinn létt í máh í viðtah við tískusáifræðing- inn sinn. „En auðvitað á ég mínar slæmu stundir." Klaufska og óná- kvæmni í hreyfingum Vandamál Sönníar var fyrirtíða- spenna. Á síðari hluta tíðahringsins eftir egglosið fann hún fyrir miklum skapsveiflum, uppþembu, pirringi og verkjum í baki og fótum. Rétt fyrir blæðingar varð hún vör við spennu í bijóstum og henni fannst hún vera að fitna mikiö. Auk þess varð hún svo klaufsk í hreyfingum að hún hafði í tvígang bakkað htla, mosagræna Benzinum sínum á ódýra, japanska smábíla í staeðum i óþoh augnabliksins. í seinna skiptið stakk hún af en glöggur, löghiýðinn vegfarandi á eftirlaunum skráði hjá sér númerið á bílnum hennar og th- kynnti það samviskusamlega til lög- reglunnar. „Þetta gamla fólk hefur ekkert al- mennilegt við tímann að gera,“ sagðihúnsíðar fuh af beiskum pirr- ingi. Af þessu hlutust einhver eftirmál en dómarinn var maður réttsýnn og sanngjam og lét hana sleppa með áminningu enda hafði hann nokkr- um sinnum keypt sér rándýr slifsi í tískuvöruverslun hennar. Daginn sem hún kom á hans fund var hann einmitt með eitt slíkt merkt HUGO BOSS en framleitt í Bangkok. Sunneva var orðin mjög hvekkt á fyrirtíðaspennu sinni og fór því eitt sinn th læknis gagngert th að ræða Á læknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir þessi mál. Hún var glæshega klædd í grárri dragt sem merkt var Yves Saint Laurent á áberandi stöðum. Hún hafði sjálf stjómað því hvar tælenska saumakonan hafði sett merkin á phsið og jakkann. Um hálsinn bar hún htskrúðuga slæðu sem merkt var Chanel en keypt á útimarkaði af fátækri smámey sem enn var ekki farin að selja sig túrist- um. Á nettum fótum bar hún skó úr krókódhaskinnseftirlíkingu sem merktir vom Etienne Aigner. Um hálsinn hékk ódýr eftirlíking af hlé- barða Cartiers og á fingrum blikaði á meinta gullhringa. Rólex-úr, hag- lega smíðað í Hong Kong af þreytu- legum, skáeygum þúsundþjalasmið í risavaxinni fabríku, hafði aðsetur á mjóum úlnhð hennar. Læknirinn var klæddur í musku- gráa vestispeysu, gamla, góða Maó- skyrtu og leðjubrúnar molskinns- buxur og gjörsamlega óburstaða fót- laga skó frá tískuverslun Hagkaups í Kringlunni 1. Á vinstri hendinni bar hann groddalegt, svart tölvuúr. Hann horfði fuhur aödáunar á glæsheikann holdi klæddan í líki Sunnevu tískutæknis. Hann var stúdent árið 1968 en hárið og hug- myndafræðin voru tekin að grána. Helstu einkenni og orsakir fyrirtíðaspennu Hún hafði skráð niður þau ein- kenni sem helst vom að hijá hana dagana fyrir blæðingar: pirringur, óþolinmæði, þanin bijóst, þung- lyndi, kvíöi, bjúgur á höndum, spenna, óróleiki, höfuðverkur, grát- köst, húðvandamál, uppþemba, smáslys, ógleði, hatur og einmana- leiki. Læknirinn hlustaði á Sönní ann- ars hugar meðan hann afklæddi hana hægt en örugglega með djúp- stæðum augunum. Hann sagði síð- an: „Því er haldið fram og haft fyrir vísindi að tvær af hveijum þremur konum á frjósemisaldri fái hkamleg og andleg óþægindi dagana fyrir tíð- ir sem við köhum fyrirtíðaspennu. Orsakirnar eru taldar vera ójafn- vægi í hlutfahi kvenhormóna eða skortur á einhveijum vítamínum. Aðrir segja að þessi vandamál stafi af því að nútímakonan hafi enn ekki aðlagað sig þeirri kvöð að hafa blæð- ingar einu sinni í mánuði. Náttúran hafi gert ráð fyrir því að konur yrðu þungaðar mun oftar og hefðu þann- ig færri blæðingar. Flestir segja þó að aht sé þetta Evu að kenna.“ Hann þagnaði eftir þessa ræðu og andaði þungan enda hafði honum nú tekist að fuh-afklæða Sunnevu í huganum. Hann hélt siðan áfram: „Þú verður að gera þér grein fyrir því að ekki er til neitt töframeðal við þessu en þó er hægt að bæta hð- anina verulega með breyttu hugar- fari og vissum aðgeröum. Hag- ræddu lifnaðarháttum þessa daga með öðruvísi mataræði eins og minnkaðri saltneyslu og eggjahvítu- ríkara fæði. Stilltu kaffi og sígarett- um í hóf og forðastu áfengi. Bætiefni eins og B- og E-vítamín dregur úr sumum einkennum fyrirtíða- spennu. Aukin líkamsrækt með úti- veru og ahs konar íþróttum hefur ágæt áhrif á þetta ástand. Reyndu að sneiða hjá stórum ákvörðunum og álagi á þessu tímabih til að minnka streitu og lærðu aö slaka á. Hver kona verður að kannast við einkenni sín, læra að lifa með þeim og vera þeim viðbúin, skiija tíða- hring sinn og taka hann 1 fuha sátt.“ Þau horfðust í augu og dáðust hvort að öðru. Henni þótti jafn mik- ið koma til mælsku hans og kunn- áttu og henni þótti klæðaburður og klukka hahærisleg. Hann hreifst af glæsileika hennar og skartgripum en eins og aðrir karlmenn hafði hann ímugust á þeim skapsveiflum sem tengdust tíðunum. 17. JÚNÍ Viö þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgaö heimsenda happdrættismiöa og minnum hina á góöan málstað og glæsilega vinninga. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN! Athugið: í þetta sinn voru miðar einungis sendir körlum, á aldrinum 23ja-75 ára, en miðar fást á skrifstofu happdrættisins í Skógarhlíð 8 (s. 621414) og í sölubílnum á Lækjartorgi. VINNINGAR: 1. MITSUBISHI PAJERO þrennra dyra, V6, bensín. Verömæti 2.400.000 kr. 2.-3. VW GOLF GL Verðmæti 1.300.000 kr. 4.-53. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 130.000 kr. 54.-103. VÖRUREÐA FERÐIR fyrir 80.000 kr. HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN OG VÖRN GEGN KRABÐAMEINI! Krabbameinsfélagiö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.