Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Fréttir____________________________________________ Davíð Oddsson vill nánari skýringar á skýrslu Hafrannsóknastoftiunar: Of mikið um ályktanir og jaf nvel ágiskanir - frekari skoðun breytir engu, segir Hafrannsóknastofnun „Það verður í verkahring sjávarút- vegsráðherra að taka ákvörðun í framhaldi af umræðum innan ríkis- stjómar. Við munum væntanlega eiga fundi með sérfræðingum, bæði flskifræðingum og öðrum, þetta snertir jú allt þjóðfélagið," sagði Dav- íö Oddsson forsætisráðherra eftir að ríkisstjómin hafði kynnt sér skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand fiskistofhanna. „Ég hygg að það sé samstaða innan stjómarinnar um að það sé erfitt að fara ekki eftir ráðleggingum sem fram koma. Jafnframt hljóta menn að gera mjög miklar kröfur til þess að þær forsendur, sem vísindamenn- imir kynna okkur, standist. Við verðum að fá mjög góðar skýringar á því hvers vegna þessar tölur lágu ekki fyrir þegar ákvörðun var tekin fyrir ári. Þá var niðurstööum fiski- fræðinganna fylgt.“ ÞorsteinnPálsson: Vill breyta tilog byggja upp „Mörg undanfarin ár hefúr ráðgjöfin miðast viö að halda stofninum í jafnvægi. Reynslan hefur sýnt að við höfum farið þar fram úr. Nú er stofninn í iág- marki. Ég tel veigamikil rök mæla með því að við tökum upp nýja stefnu og miöum að því aö byggja stofninn upp,“ sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra eftir að skýrsla Hafrann- sóknastofnunar lá fyrir. - Af orðum þínum má merkja aö þorskaflinn verði skorinn niöur. Hvemig ætlar þú að útfæra þetta, verður jafnvel flatur niðurskurð- uráalla? „Fyrsta ákvörðunin er að ákveða heildarafiamarkið. Það hijótum við að gera á grundvelli gildandi löggjafar. Ég geri ráð fyrir að það verði leitað allra leiða til aö gera þann niðurskurð sem er óumflýjanlegur sem bærileg- astan og að hann komi sem rétt- látaðt niður. Meira er ekki hægt að segja um það á þessu stigL“ - Nú eru uppi raddir um aö stærstu og öflugustu skipin verði send á úthafsveiöar. Er hægt aö senda ákveðin skip úr landhelg- inni, svipta þau þeim veiöiheim- ildum sem þau hafá? „Ég bendi á að ýmsir útgeröar- menn þessara skipa hafa haft þaö i huga að beina þessum skipum í ríkum mæli á úthafsveiöamar. Ég held aö menn eigi að varast allar frekari hugrenningar að sinni“ Þorsteinn sagði að það yrði að mýkja áfallið eins og kostur væri í þeim sjávarplássum þar sem þorskskerðingin verður hvað erf- iðust. - Kratar vfija gjörbreyta kvóta- kerfinu. „Það var einfaldlega samiö um það milli flokkanna í upphafi þessa stjómarsamstarfs hvemig staöiö skyldi aö enduiskoöun lag- anna. Það hefur ekki komið fram af háifu Alþýöuflokksins aö þeir ætli að ganga á svlg við það. Síð- ad hluta þessa árs veröur þeirri endurskoðun lokiö," sagöi Þor- steinnPálsson. -sme Ályktanir og jafnvel ágiskanir „Þótt þekking fiskifræðinga hafi aukist viðurkenna þeir sjálfir að þessi vísindi séu ekki nákvæmnis- vísindi og ekki óyggjandi. Það er heilmikið um ályktanir og jafnvel ágiskanir í þeim gögnum sem fyrir liggja. Þaö er nauðsynlegt aö fara mjög ítarlega yfir þessi mál áður en ákvörðun er tekin þar sem það mikið er í húfi.“ - Þú ert með efasemdir um áreiöan- leika þess sem fiskifræðingar segja. „Það er afskaplega mikilvægt að þeir geri okkur glögga grein fyrir þessum málum. Eg er viss um að þjóðin vill vera mjög viss 1 sinni sök áður en hún tekur á sig þær þreng- ingar sem svona tillögum fylgja.“ „Nei, ég sé ekki fram á það,“ sagði Jakob Magnússon, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofmmar, þegar hann var spurður hvort niðurstöður Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskaflinn veröi 190 þúsund tonn á næsta fiskveiöiári, eöa 75 þúsund tonnum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá leggur stofnunin til að á árunum 1993 og 1994 veröi aflinn ekki nema 175 þúsund tonn hvort ár. í skýrslu stofnunarinnar segir aö veiðistofninn sé 640 þúsund tonn og þar af sé hrygningarstofninn 250 þús- und tonn. Stofninn er í sögulegu lág- marki. í skýrslu sinni á síðasta ári sagði Hafrannsóknastofnun að stofn- ixm væri 50 þúsund tonn og þar af 410 þúsund í hrygningarstofninum. Þaö er ekki jafii slæmt yfir öllum stofiium. Hafrannsóknastofnun þeirra gætu orðið aðrar við nánari skoðun. Fjárlagavinna eins og ekkert hafi í skorist Davíð sagðist ekki sjá svigrúm til að koma þeim stöðum til hjálpar sem verst yrðu úti vegna þessa máls. „Það er ljóst að ef þjóðarbúið tapar sam- eiginlega tíu til tólf milljörðum eru ekki miklir peningar aflögu. Þaö er ekki verið að tala um að brúa eitt ár.“ - Þið segist ætla að ákveða hvað gert verður fyrir lok júlí. Er það ekki langur tími þar sem óvissan hlýtur að hafa áhrif áfjárlagagerðog fleira? „Við höldum fjárlagagerðinni áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þegar ákvörðun nálgast mun hún hafa áhrif á endanlegar niðurstöður fjárlagavinnunnar en það er hægt að halda vmnunni áfram." - Hver sem ákvörðun ykkar verður mælir með að ýsuaflinn verði aukinn um tíu þúsund tonn og verði 60 þús- und á næsta ári. Gert er ráð fyrir að veitt veröi tíu þúsund tonnum meira af ufsa nú en í fyrra, 80 þúsund í stað 70. Gert er ráð fyrir að karfaaflinn verði sá sami, eða 90 þúsund tonn. Grálúðuaflinn má veröa 30 þúsund í stað 25 þúsunda. Gert er ráð fyrir að steinbítsaflinn verði 16 þúsund en ekki hefur veriö sett hámark á steinbít áður. Sama er að segja um keiluna, gert er ráð fyrir 10 þúsund tonnum, en ekkert hámark var gefiö upp í fyrra. Á síöasta veiðiári voru veidd 110 þúsund tonn af síld, en nú vill Haf- er ljóst að tekjutapið verður mikið. Kemur til greina að hækka skatta? „Nei, mér finnst það ekki koma til greina að bæta við þrengingamar með skattahækkunum." - Með hvaða hætti verður almenn- ingur í landinu fyrir þessum þreng- ingum? „Ef niðurstaðan verður sú að sam- eiginlegar tekjur dragist verulega saman, kannski um tíu milljarða, skilar það sér fyrr en seinna til okk- ar allra. Það er óhjákvæmilegt. Hvemig skal ég ekki um segja. Við viljum fara yfir skýrsluna og ræða viö sérfræðingana og taka ákvarðan- ir í framhaldi af því. Þetta era tillög- ur sem byggja á varfæmi sérfræð- inga sem bera ekki ábyrgð á endan- legum ákvörðunum. Það þarf að fara varlega yfir þetta áður en ákvörðun verður tekin,“ sagði Davíö Oddsson forsætisráðherra. -sme rannsóknastofnun að ekki verði veidd nema 90 þúsund tonn. Þá er gert ráð að upphafskvóti á loðnu veröi 500 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra var ekki gert ráð fyrir neinum loðnuafla. í fyrra veiddust alls 680 þúsund tonn sem var 60 þús- und tonnum minni afli en samþykkt var að veiöa þegar upp var staöiö. Gert er ráð fyrir 200 tonna aukn- ingu í humarveiöum, 800 tonna aukningu í rækjuveiðum á grunn- slóð en ekki gert ráð fyrir breytingu á rækjuveiði á djúpslóð. Þá er gert ráð fyrir að veiða 11.500 tonn af hörpudiski sem er lítil aukning. -sme - segir Guöni Þórðarson „Að sjálfsögðu verður Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, sóttur til saka fyrir þær algjörlega órökstuddu og tileftúslausu yfirlýsingar sem hann hefur gefið. Ég hef ekki lög- fræðiþekkingu til að geta svarað því hvemig við tökum á því máli, en hann skal verða dæmdur til þyngstu bóta fyrir fleipur sitt og það tjón sem þjófhaðarkenningar hans hafa vaidiö okkur,“ sagöi Guðni Þórðarson, framkvæmda- stjóri Flugferða Sólarflugs, við DV. Samgönguráðuneytið hefur rit- að ríkissaksóknara bréf þar sem óskað er eftir því aö rannsókn fari fram á tilteknum þáttum varðandi starfslok Sólarflugs. Þessi tilmæh eru tflkomin vegna beiðni Neytendasamtakanna um sllka rannsókn. „Við fognum því að fá tækifæri til aö hreinsa okkur undan órök- studdum lygaáróðri Jóhannesar Gunnarssonar," sagði Guðni. „Hann hefur þjófkennt okkur opinberlega og fær aö standa fyr- ir því í þessari rannsókn. Þessi ummæli hans haía valdið rúðu- brotum og ofsóknum og það er fagnaðarefni að tækifæri skuli gefast til að koma þesum iygaá- róöri aftur til fóðurhúsanna. Við gerum hann ábyrgan fyrir því tjóni og illindum sem þetta slúður hans hefur orsakað." Aðspurður um mál Kýpurfar- anna tíu, sem Sólarflug hafði gert aö greiða 5000 krónur á mann fyrir hádegi fóstudaginn sem feröaskrifstofunni var lokað, ella myndi upphæðin hækka upp í 22000, sagðist Guðni kannast við máhð. „Staðreyndin er sú að þetta ágæta unga fólk segir ekki nema hálfan sannleika. Samkvæmt samningum, sem við gerðum við Flugleiðir, þá máttum við ekki seija þessi ódýra fargjöld nema til staöfestra farþega. Það var veriö að þjálpa þessu fólki til að fá ódýrt fargjald með því að koma því á lista, áður en honum væri skilað til Flugleiða. Ella hefði það oröið að greiða 12000 krónum meira. Enginn vissi að skrifstof- unni yrði lokað, þegar þetta var. En þetta eru þakkimar fyrir að reyna að gera fólki greiöa. Skratt- anum er alltaf snúiö við. Mér hefur dottið í hug hvort ekki ætti aö láta Jóhannes Gunnarsson fá heimflisföng alls starfsfólks og ættingja svo hann gæti þjófkennt þá með nöfhun og látið bijóta rúður hjá þeim I heimahúsum líka. -JSS Gylfl Kriatjárœson, DV. Akareyri: Samningur með fyrirvara um sölu á ullarvörum til Rússiands hefur verið undirritaður, en það era fyrirtækin Folda hf. á Akur- eyri og ístex I Mosfeflsbæ sem standa að samningnum. Um er að ræða uilarvörur fyrir 250 milijónir króna sem verða afgreiddar á þessu ári. Rússamir urðu þó aö hafa fyrirvara í samn- ingnum þar sem greiðslur þeirra fyrir ullarvörumar eru ekki tryggar enn sem komið er. . Bryndis Sumarliöadóttir og systurnar Ragnheiöur og Elínborg Högnadætur á Selfossi sprettu úr spori þegar DV hitti þær að máll á dögunum. Þær voru á venjubundinni fimm kílómetra göngu og sögöust alltaf stökkva út um lelö og sæist til sólar. Aðspurðar sögðust þær ekki vera að æfa fyrir Kvennahlaup ÍSÍ en tóku fram að þær hefðu æft af kappi fyrir Brúarhlaupið á Selfossi i fyrra. DV-mynd JAK Haft-annsóknastofiiun: Vill draga saman um 75 þúsund tonn - ogsíðar!5þúsundtfiviðbótar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.