Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 18, JÚNÍ 1982. 3 Fréttir Erlingur Erlingsson: Gefum út dansk-íslenska orðabók í tilefni af- mælisins. DV-mynd BG ísafold 115 ára: Vísindanefnd hvalveiðiráðsins fundar 1 Glasgow: Grænfriðungar mættir Fundur vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins stendur nú yíir í Glasgow. Náttúruverndarsamtök með Grænfriðunga í broddi fylk- ingar eru þegar byrjuð að láta á sér bera. Mótmælagöngur hafa átt sér stað í miðborg Glasgow og einnig má sjá auglýsingar í blöðum þar sem hvalveiðum er mótmælt, m.a. á þeim forsendum að það taki hvali of langan tíma að deyja með þeim veiðiaðferðum er tíðkast. Fundi nefndarinnar lýkur á mánudag. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar sjávarlíffræðings, sem situr fund- inn fyrir íslands hönd, stefnir nefndin að því að ljúka endurskoð- un á veiðistjórnarkerfinu og setja fram tillögur um hvemig hægt sé að beita því á hrefnustofna í Norð- ur-Atlantshafi og á suðurhveli. Al- þjóða hvalveiðiráðið hefur tvívegis synjaö íslendingum um veiðileyfi á þeim forsendum að veiðistjómar- kerfiö væri ekki tilbúið. Jóhann vill engu spá um það hvaða pól ráðið, sem tekur niður- stööur nefndarinnar til umfjöllun- ar, kemur til með að taka í hæðina og hvort að niðurstaða ráðsins muni breyta einhveiju um ákvörð- un íslenskra stjórnvalda um úr- sögn. -GS Gefurút danska-íslenska orðabók Prentsmiðjan ísafold er 115 ára um þessar mundir. Að sögn Erhngs Erl- ingssonar útgáfustjóra ber það helst til tíðinda á afmæhsárinu að út kem- ur á vegmn ísafoldar ný dönsk- íslensk orðabók sem verið hefur í smíðum síöustu átta árin. „Við munum senda út thboð til um það bil 15 þúsund manna þar sem þeim er boðið að kaupa bókina á hagstæðu verði,“ segir Erhng. Um er að ræða fólk sem er á einhvern hátt tengt norrænu samstarfi og ýmsar stofnanir, bæði danskar og íslenskar. „Það vih svo til að á af- mælisdaginn kemur út nýtt frí- merki. Þar af leiðandi verða öll th- boðin send út í fyrsta dags umslagi. Þetta frímerki er tengt íslenskum iðnaði og því vel við hæfi.“ Nýja orðabókin verður á stærð við Orðabók Menningarsjóðs. Aðalrit- stjórar verksins eru þær Hrefna Am- alds og Ingibjörg Johannessen. Að- stoðarritstjóri er Hahdóra Jónsdótt- ir. Orðabókin hefur verið aðalverk- efni ísafoldar um alhangt skeið en einnig hefur prentsmiðjan einbeitt sér að útgáfu námsbóka. Þá hafa iðu- lega komið út nokkrir titlar um jóhn ávegumísafoldar. -GS. Norrænbók- menntaverðlaun tilThorsVil- hjálmssonar Sænska akademían hefur thnefnt Thor Vhhjálmsson rithöfund hand- hafa Norrænu bókmenntaverðlaun- anna fyrir árið 1992. Fær hann 250.000 þúsund sænskar krónur (2,5 mihjónir íslenskar) sem er hæsta upphæð sem sænska akademían veitir fyrir utan nóbelsverðlaunin. Ritari sænsku akademíunnar, Sture Allén, sagði þegar hann til- kynnti um verðlaunin að hann væri persónulega mjög ánægður með út- hlutunina og sagði að Thor Vh- hjálmsson væri sterkur rithöfundur á alþjóðlegan mælikvarða en ætti einnig grónar rætur í íslenskri skáld- sagnahefð. Allén tók það einnig fram að verðlaunin eru ekki veitt fyrir eitt sérstakt skáldverk heldur væri tekinn saman ferih skáldsins. Thor Vilhjálmsson er sjöundi rit- höfundurinn sem fær verðlaun þessi sem veitt eru árlega. Áður hafa Vihy Sörensen, William Heinesen, Nhs Erik Enkvist, Rolf Jacobsen, Henrik Nordbrandt og Thomas Tranström- merfengiðverðlauiún. -HK Örugg leið til að léttast varanlega Þessi kona, Marion Ward, Banda- ríkjunum missti 45 kg á 7 mánuðum á árinu 1990, með hjálp Undraverða Míkrófæðisins. Og það besta er að hún hefur haldið þessum árangri til dagsins í dag, vegna þess að Míkrófæðið er ekki niðurdrepandi meinlætalifnaður heldur fjölbreyttur og spennandi kostur, sem hjálpað hefur fjölda fólks að breyta lífsvenjum sínum til langframa. Þegar þú vilt grennast og tryggja varanlegan árangur, eins og Marion, er Undraverða Míkrófæðið sérstaklega örugg og skemmtileg leið, vegna hins fjölbreytta úrvals af pottréttum, súpum, drykkjum, morgunkorni og trefjastykkjum. Allt er þetta ríkt af næringarefnum en rýrt af hitaeiningum. Hafðu samband eða komdu og við veitum þér persónulega ráðgjöf og stuðning alla leið að settu marki. IdwJbicuAesiÁa jjj|| m m? mllfDfi .. IfllflMW'- FÆÐIÐ Laugavegi 95, 3. hæð (gegnt Stjörnubíói), sími 623230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.