Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Lifsstm DV kannar verð í matvöruverslunum: Verð á hvitkáli hefur lækkað mikið Neytendasíöa DV kannaöi að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Faxafeni, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi, Kringlunni, Kaupstað í Garðabæ og Miklagarði við Sund. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannað verð á kílói af gúrkum, bláum vínberjum, gulri papriku, kartöflum, perum, appelsínum, hvítkáb, 565 g af Honey Nut Cheerios, 1 kg af nautagúllasi, Lotus Discret dömubindum, 400 g af Nesquik kókómalti og viðbitinu Léttu. Gúrkur fengust að þessu sinni hvorki í Bónusi né Fjarðarkaupum. Verðið var lægst í Kaupstað, 225 krónur, Mikhgarður seldi þær á 281 og Hagkaup 299 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 33 af hundr- aði. Blá vínber voru á lægsta verðinu í Miklagarði, 183, Kaupstaður og Hagkaup voru með sama verðið, 234 og Fjarðarkaup einni krónu hærra kílóverð, eða 235 krónur. Blá vínber fengust ekki í Bónusi en munur hæsta og lægsta verðs er 28 af hundr- aði. Gul paprika fékkst ekki í Mikla- garði að þessu sinni en verðin voru 215 í Bónusi, 238 í Fjarðarkaupi, 431 í Kaupstað og 499 í Hagkaupi. Þar reiknast munur hæsta verðs vera heil 132%. Kartöflur voru á áberandi lægsta verðinu í Bónusi og Mikla- garði. Verðið var 18 í Bónusi, 19 í Miklagarði en 59 í Hagkaupi, 62 í Fjarðarkaupi og 75 í Kaupstað. Mun- ur hæsta og lægsta verðs er 317% sem þýðir að rúmlega 4 kartöflur fást fyrir hverja eina ef verslað er á ódýrasta stað í stað þess dýrasta. Perur fengust ekki í Bónusi en voru á 99 í Hagkáupi þar sem verðið er lægst, 121 í Miklagarði, 129 í Fjarðar- kaupi og 160 í Kaupstað. Munur hæsta og lægsta verðs er 62 af hundr- aði. Appelsínur era á hagstæðasta verðinu í Bónusi, Fjarðarkaupi og Hagkaupi á 69 krónur kílóið en voru á 77 í Miklagarði og 89 í Kaupstað. munur hæsta og lægsta verðs reikn- ast vera 29 af hundraði. Hvítkál kostar aðeins 16 krónur kílóið í Bónusi og 17 í Miklagarði en verðið er 39 í Hagkaupi, 44 í Kaup- staö og 49 í Fjarðarkaupi. Munurinn á hæsta og lægsta verði er heil 206%. Honey Nut Cherrios fékkst ekki í Bónusi en var á lægsta verðinu í Miklagarði, 232 krónum pakkinn. Verðið var 269 í Kaupstað, 273 í Fíarð- arkaupi og 287 í Hagkaupi. Þar er munur á hæsta og lægsta verði 24%. Hæsta og lægsta verð Hvítkál er á mjög hagstæöu verði fyrir neytendur um þessar mundir. Munur á hæsta og lægsta veröi á nautagúllasi er heil 38%. Verðið var lægst í Bónusi, 867 krónur, en var 948 í Hagkaupi, 951 í Miklagaröi, 1.142 í Fjarðarkaupi og 1.194 í Kaupstað. Lotus Discret dömubindi vora á lægsta verðinu í Bónusi, 174 en 178 í Miklagarði, 196 í Hagkaupi, 206 í Fjarðarkaupi og 265 í Kaupstað. Meðalverð Kartöflur 100 60 47 40 20 Perur 140 120 V 127 100 80 60 13/4 6/5 27/5 16/6 | Gul paprika 700 Munur hæsta og lægsta verðs er ansi mikil fyrir vörutegund af þessu tagi, 52%. Nesquik kókómalt fæst ekki í Mik- lagaröi en var á 156 í Bónusi, 189 í Hagkaupi en 196 í Fjarðarkaupi og Kaupstaö. Munur á hæsta og lægsta verði er 26 af hundraði. Viðbitið Létta var á hagstæðasta verðinu í Bónusi, 93 stykkið en á eftir komu Mikhgarð- ur með 96, Hagkaup 115, Fjarðarkaup 119 og Kaupstaður 127 krónur. Þar er munur hæsta og lægsta verðs 28 %. -ÍS Blá vínber ) Agúrkur 21/4 6/5 27/5 16/6 29/4 20/5 3/6 16/6 40 20 8/4 6/5 27/5 16/6 Sértilboð og afsláttur: Sigin grásleppa á tilboði I Bónusi er verið að selja fótbolta á hagstæðu verði, aðeins 399 krón- ur stykkið. Einnig eru á tilboði í versluninni hálfmána marmara- kökur frá Máne á 199 kr. stykkið, Dankake tertur, 425 g á 245 með súkkulaði- eða núggatbragði og Kelloggs Honey Lux morgunkorn, 375 g á 99 krónur pakkinn. í Kaupstað era svfnalærissneiðar á aðeins 694 krónur kílóið, einnig sigin grásleppa að norðan sem seld er á 249, Hy Top barbecue-sósa, 510 ml á 88 og Hy Top álpappír, 8 metr- ar á 99 krónur rúllan. I Miklagarði era myndbandsspól- ur á tilboði, 3 Mark spólur, 195 mínútur hver á 1.188 krónur pakk- inn og 5ITV spólur í sömu lengd á 1.892 krónur pakkinn. Einnig era á tilboði í versluninni sumar-bómull- ar jogging-gailar í öllum stærðum á fullorðna fyrir 1.935 krónur, „leggings“-buxur í þremur htum á 395 krónur stykkið og T-bolir, allir litir og allar stærðir á 387 krónur stykkið. í Fiarðarkaupi er lambhagasalat- ið á sprengitilboði, 69 krónur haus- inn, og einnig lambakótelettur eða hryggir á kgverðinu 589 krónur. Kindalifur er á afsláttarverði í versluninni, 398 kOóið, og Gevalia kaffiö góðkunna, 'A kg á 217 krónur pakkinn. í Hagkaupi Kringlunni byrja til- boö í dag á vanilluíspinnum frá Kjörís, 10 stk. saman á 199. Einnig Shop Rite álpappír, rúllan á 99, Star Fourre kremkex, 2 pakkar saman á 129 og Dole ananassneiðar, 482 gramma dós á 39 krónur stykkið. -ÍS Perar og gúrkur hækka í verði Ef línurit á ávaxta- og grænmetis- tegundum vikunnar eru skoðuð sést að sveiflur á meðalverði eru tölu- verðar. Meðalverð þriggja tegunda er á hraðri uppleið, lækkar á einni en stendur nánast í stað á tveimur tegundum. Meðalverð á kartöflum hefur verið stöðugt undanfama mánuði en það er ólík þróun frá því sem neytendur máttu búa við á síðasta ári. Meðal- verð kartaflna virðist heldur á niður- leið og er nú 47 krónur. Meðalverð á peram var rúmar 130 krónur í miðj- um apríl, datt niður í rétt rúmar 100 krónur í maí en er nú komið upp í 127 krónur aftur. Meðalverö á gulri papriku hefur verið neytendum hagstætt. Það var mjög hátt í lok apríl, hátt í 700 krón- ur kílóið, en hefur hrapað niður í 346 krónur nú og hefur sjaldan verið lægra. Meöalverð blárra vínbeija hélst lengi vel stöðugt, um og unchr 200 krónum kílóið, en hefur nú hækkað upp í 222 krónur. Meðalverð á gúrkum var nokkuð lágt í apríl og maí, féh jafnvel enn frekar í byrjun þessa mánaðar en hefur nú hækkað nokkuð. Meðalverð er nú 268 krónur. Meðalverð á app- elsínum hefur rokkað óvenju mikið síðustu mánuði. Það var lægst, rétt rúmar 60 krónur, í byijun aprfl, komst hæst í rúmar 80 krónur í byij- un maí en er nú 75 krónur. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.