Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. 9 Utlönd Samið um fækkun kjamaodda á leiðtogafundi: Ovæntar upplýs ingar um banda ríska fanga Borís Jeltsín Rússlandsforseti og George Bush Bandaríkjaforseti skrif- uöu í gær undir alls sjö samninga um öryggismál og stjómmálaleg og efnahagsleg tengsl landanna. Hæst ber samninginn um stórfellda fækk- un í kjamorkuherafla landanna. Samningurinn felur í sér fækkun langdrægra kjamaodda í tveimur stigum, úr um 10 þúsund í 3-3.500 fyrir árið 2003. Sérfræðingar í af- vopnunarmálum segja að eyðing kjarnaoddanna sé ýmsum vand- kvæðum háð. Glíma þarf við margs konar tæknileg vandamál til að eyð- ingin sé sem öruggust. Bandaríkin hafa sagst ætla að aðstoða Rússland við þetta verkefni. Jeltsín sagði í gær að Rússland hefði þegar byrjað að taka í sundur SS-18 flaugar sínar sem em þær stærstu í heimi en samningurinn um fækkun kjamavopna felur í sér eyð- ingu þeirra allra. Ovæntar upplýsingar Jeltsíns um bandaríska stríðsfanga í fyrrum lýð- veldum Sovétríkjanna komu mönn- um í opna skjöldu á leiðtogafundin- um. Jeltsín sagði að samkvæmt minnisblaði frá KGB, sem komið hefði í leitimar við hið misheppnaða valdarán í fyrra, hefðu nokkrir bandarískir stríðsfangar frá Víetnam verið fluttir í sovéskar fangabúðir. Meira en 2.200 bandarískra her- manna er ennþá saknað eftir Víet- namstríðið og vekur þetta upp vonir um að hægt verði að finna einhveija þeirra. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar þessir fangar era. Kannski em einhverjir þeirra ennþá á lífi í Rúss- landi. Ef svo er þá munum við finna þá og koma þeim heim til fjölskyldna sinna,“ sagði Jeltsín. Reuter Jeltsín Rússlandsforseta var ákaft fagnað er hann ávarpaði bandariska þingið i gær. Á bak við hann standa Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, og Thomas Foley þingforseti. Sfmamynd Reuter JAGÚAR XI6 1978 skoðaður 1993. Verð kr. 480.000 staðgreitt. Upplýsingar í síma 682222. T01l([IAY SHUR-IAT.IAYD lijörinn staów fyrir einstaklitiga- ^ökkyld- ux* og liópa. Rckló af Islendingum og cru landax* sérstaklega vclkomnir. Scrfargjöld og gisting cru nú í bodi. Nánari upplýsingar hjá FLUGLEIÐUM og ferðaskrifstofum. Maastricht líklega samþykkt á írlandi írskir kjósendur ganga í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu um Ma- astricht samkomulagið um efna- hagslegan og póhtískan samruna í Evrópu. Margir telja íra hafa framtíð Evrópubandalagsins í höndum sér því ef þeir segja nei í kosningunni að hætti Dana má telja víst að Ma- astricht-samkomulagið verði endan- lega úr sögunni. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum, sem gerðar voru í írlandi, kváðust um 60 prósent þjóðarinnar vera samþykkar samkomulaginu en 40 prósent kváðust vera á móti. Allt að einn af hverjum fjórum írum var óákveðinn um hvað hann ætlaði að kjósa. Þeir sem era á móti Maastricht- samkomulaginu óttast meðal annars um hlutleysi írlands og áhrif á bann kaþólsku kirkjunnar við fóstureyð- ingum. Forsætisráðherra írlands Al- bert Reynolds hefur á hinn bóginn varað íra viö auknu atvinnuleysi felli þeir samninginn. „Við höfum grætt á EB. Það sem við höfum sett inn höfum við fengið sexfalt til baka,“ sagði Reynolds í kosningabaráttunni í gær. Talning atkvæða byijar ekki fyrr en á fostudagsmorgun og lokatölur verða að öllum líkindum ekki kunn- arfyrrenundirkvöld. Reuter FALLEGAR L í N U R s * Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% endurvinnanleg sem hefur mikið að segja^ þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og.þægileg. Civic 'fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. (0 HONDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.