Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Spumingin Lesendur Stefán Guðni Ásbjörnsson: Nei Lesandi er sammála þvi aö drykkjuskapur sé algengari hjá atvinnulausu fólkf. Elín Pétursdóttir, aðstoðarmaður lyfjafræðings: Það er aldrei að vita. Ætli ég færi þá ekki með bömin mín. Reynir Guðmundsson nemi: Það er ekki ákveðið. Kannski fer ég með litlu bræður mína. Þórdís Jóhannsdóttir nemi: Já. Kvikmyndin Ógnareðli: Ekkert nema klám og of beldi P.K.P. skrifar: Ég lét tii leiðast um daginn og fór að sjá bandarísku kvikmyndina Ogn- areðli með Sharon Stone og Michael Douglas i aðaihlutverkum. Flestir kunningja minna voru búnir að sjá myndina og fóru um hana fógrum orðum. Ég taldi því rétt að sjá með eigin augum um hvað öll þessi um- ræða snerist. Ég er stórhneykslaður á Regnbog- anum að taka slíka mynd til sýningar og auglýsa hana upp eins og um eitt- hvert meistaraverk væri að iæða. Myndin er ein sú versta sem ég hef á ævi minni séð, ekkert nema arg- asta klám og ofbeldi. Nú skil ég af hveiju borgarstjóri einn í Frakklandi lét banna myndina í bæ sínum. Það var fuli ástæða til. í stuttu máh þá er myndin lýsing á því verstaí mannlegu eðh, þar sem aht gengur út á eiturlyf, áfengi og aðrar fýsnir. Hún er niðurlægjandi bæði fyrir karlmenn og kvenfólk. í Ógnareðh er m.a. sýnt þar sem Mic- hael Douglas nauðgar vinkonu sinni. Aðstandendur myndarinnar hafa haldið því íram að um nauðgun hafi ekki verið að ræða, en hvað er það annaö en nauðgun þegar karimaður neyöir konu til samræðis eftir að hún hefur sagt nei? Ég ráðlegg því ekki nokkrum manni að sjá umrædda mynd. Hún er ekki peninganna virði, og ef menn vhja endilega fara í bíó þá get ég mælt með kvikmynd Barbrö Streis- and Óður tíl hafsins. Þar er á ferð- inni fyrsta flokks mynd sem enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með. í henni er bæði ofbeldi og kynlíf, en fyrmefnd atriði tekin allt öðrum og smekklegri tökum en í Ógnareðh. Ætlar þú aö sjá sirkusinn? Eiríkur Ásgeirsson sendill: Nei, ég ætla ekki. Eg er búinn að fara nóg í sirkus. Haraldur I. Þórðarson sendill: Ég veit það ekki. Ég er ekki viss. Er þorskurinn í daudateygjunum? Um drykkjuskap o g atvinnuleysi Ekki er öll vitleysan eins Konráð Friðfinnsson skrifar: Heldur þótti mér tíðindin, sem bár- ust úr herbúðum Alþjóða hafrann- sóknastofnunarinnar á dögunum, leiðinieg. Verði farið eftir þeim blasir við 40 prósent skerðing við íslending- um. Og það er ekkert smáræði. Ver- um minnug þess að þjóðin hefur mátt þola umtalsverða skerðingu undanfarin ár og alhr menn hljóta að sjá hvílík áhrif slík viðbót myndi hafa á atvinnuhfið og efnahag lands- manna. Árið 1970 réð ég mig í mitt fyrsta skipspláss. í þann tíð veiddu menn eins og þeir lifandi gátu hvar og hve- nær sem var. Tók enda hvert úthald- ið við af öðru hjá bátunum árið um kring. En að tarna hlaut aö taka enda. Og fljótlega eftir þetta fóru líka „reglugerðarmeistararnir" í landi að setja sjómönnum stólinn fyrir dym- ar og komu á fót „skömmtunar- kerfi“. í fyrstu viögekkst heiidar- kvóti í greininni en smátt og smátt þróuðust mái þannig að hverju skipi var úthlutaö ákveðnu aflamagni upp úr sjó. Þrátt fyrir allar þessar hömlur í sjávarútveginum, þrátt fyrir aö tek- ist hafi að „svæla“ Bretana (sem tog- uðu við landiö kannski í hundraða vís) og flesta aöra útlendinga út fyrir 200 sjómílna mörkin, já, þrátt fyrir aht þetta, þá stöndum við frammi fyrir „algeru hruni" þorskstofnsins nema th komi harkalegar friöunar- aðgerðir á borð við þær er hér hafa verið tíundaðar. Allavega að mati Konráð dregur i efa niðurstöður Alþjóða hafrannsóknastofnunarinnar um niðurskurö þorskkvótans. fiskifræðinga heimsins. Hvað hafa þessir aðhar eiginlega verið að gera öh þessi ár? Er virki- lega verið að segja manni þarna aö fiskveiðistjómunin hafi mistekist? Að menn hafi aldrei almennilega vit- að hvað þeir aðhöfðust innan veggja stofnunarinnar. Að ahar fyrri fórnir í þessum efnum hafi verið færðar th einskis? Er nema von að maöur spyiji slíkra spurninga. Með fullri viröingu fyrir vísinda- mönnum Hafrannsóknastofnana, hér og þar, þá neita ég að trúa því að ástand þorsks á miðunum sé með þeim hætti eins og fram kemur í skýrslum menntamannanna. Og ég segi ennfremur að það skal gerast fyrr heldur en seinna að hann „gefi sig th“ á nýjan leik og það á hefð- bundinni veiðislóð. Að endingu, ég styð Kristin Péturs- son (Bakkfirðing) og aðra þá er gagn- rýnt hafa téð plögg opinberlega og farið fram á breytt vinnubrögð fræð- inganna. Einar Ingvi Magnússon skrifar: Fimmtudaginn 10. júní birtist grein í DV þar sem aðstoðarlandlæknir lét hafa eftir sér að drykkjuskapur væri algengari hjá atvinnulausu fólki. Kom sú skoðun einnig fram í fyrir- sögn greinarinnar. Eg er alveg sammála lækninum í þessu máh. Hitt er svo annaö mál að ekki finnst mér nauðsyn að þurfi sérmenntaðan mann th þess aö segja sér slíka augljósa staðreynd. Minnti grein þessi mig á þátt sem sýndur var í sjónvarpinu á síðasta ári, eða skömmu eftir áramót, að mig minnir. Þar greindi frá vísindamanni sem hafði varið mörgum árum í rannsóknir á fiskum. Þessi áralanga vísindalega athugun leiddi hann th eftirfarandi niðurstöðu sem getið var um í sjónvarpsþættinum, og var á þessa leið: Fiskum hður best í vatni. Hafa þessir menn ekkert nýtara að gera en aö segja fólki eitthvað sem allir hafa vitaö frá blautu bams- beini? Já, ekki er öh vitleysan eins, eða hvað! Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn og súnanr. verður aðfylgla bréfum DV KálfmáladhóieS S.Þ. hringdi: Mig langar th að benda á hversu mikh óprýöi er af hótelinu Lehi Eirikssyni að Skólavörðustíg 45. Svo virðist sem verið sé að mála húsið en þaö hefúr nú staðiö hálf- málað a.m.k. á annan mánuð. Þetta finnst mér vera til hábor- innar skammar þar sem þetta blasir við erlendum ferðamönn- um sem leið eiga um og þeir eru margir. Ég vona aö það verði gerð gang- skör aö því á næstu dögum að klára aö mála húsið þar sem ferðamannatíminn fer nú í hönd. Þvottabretti í Öxnadal Bílstjóri hringdi: Nýlega var ég á ferð um Öxna- dalinn. Ekki varö sú ferð ánægju- leg því að lakkiö á bflnum mínum var meira og minna ónýtt eftir feröina. Svo virðist sem eitthvert lag hafl verið lagt ofan á möhna og steinkastiö er slíkt að það er stórhættulegt að fara þarna um. Þessi ákveðni kafli hefur alltaf verið hreinn hryllingur og því á ég mjög bágt með aö skflja af hveiju er ekki sett bundið shtlag á hann. Mér finnst löngu kominn timi tíl að eitthvað sé gert í mál- inu áður en þetta kostar almenn- ing milljónir í bílaviögerðir. Slæmurvegur áNestnu B.Ó. hringdi: Mig langar th að vekja athygli á þvi að úti á Seitjamamesi er vegur, eða óvegur, sem kominn er tími th að verði bættur. Vegur þessi hggur út á golfvöll golf- klúbbsins Ness á Suöumesi, er hann í beinu framhaldi af Suður- strönd. Þama er talsverð umferð, sér- staklega fótgangandi fóiks, bæöi fuglaskoðara og skokkara. Á þetta fólk fótum fjör að launa þegar bíistjórar eru að reyna að sveigja framhjá verstu holunum. í vætutíð versnar svo ástandið th muna þegar skvettist úr pollun- um yfir vegfarendur. HvarfæstM&M? Sigrún hringdi: Fyrir þremur árum var hætt að sefla M & M sælgætið hér á landi þar sem htarefhi í sælgæt- inu var tahð vera krabbameins- valdandi. Nú langar mig til aö spyrja hvort ekki eigi aftur aö hefla sölu á M & M hér á landi. Manni finnst nokkuö hart að þurfa að byrgja sig upp af því í hverri utanlandsferð. Ef M & M er jafii hættulegt og af er látið, af hveiju hefur Banda- ríska matvælastofbunin (FDA) ekki séð ástæðu th aö banna sölu á þvi í Bandaríkjunum? Það væri gaman að heyra frá þeim sem vita eitthvað um þetta mál. Mér varð þaö á,að hlusta á Bibbu á Bylgjunni um daginn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en raér ofbauð svo mál- farið á Bibbu aö ég varð að hafa orð á því. Hún talaði m.a. um aö vera mihi þils og sleggju, og fara huldu hári. Ég get skhið aö þetta eigi aö teljast fyndið, en hefur nokkur velt því fyrir sér aö margt ungt fólk hefúr Jætta eftir og meö timanuro komast þessar afbakan- ir inn í málið, samanber að tefla á tæpasta vað? Ég legg th að efth' hvem þátt veröi efiit th samkeppni þar sem hlustendur geta hringt inn og leiðrétt málfar Bibbu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.